Morgunblaðið - 22.08.1991, Síða 15

Morgunblaðið - 22.08.1991, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991 15 Hinn kom aldrei stapa. Við skoðuðum gömlu kirkj- una og gengum niður í fjöru. Síðan brunuðu rúturnar heima að Varma- landi þar sem maturinn beið okkar og kvöldvaka Færeyinga átti að hefjast kl. 9. Færeyingar léku á als oddi. Þau fluttu velæfða dagskrá, upplestur, söngva og dansa. Að því loknu afhentu þau Geðhjálp gjöf sem allir dáðust að. Síðan var sleg- ið upp balli og kveðjusöngur sung- inn í lokin. Þriðja daginn var farið í heildags- ferð á Þingvöll, Laugarvatn, Gull- foss og Geysi. Við borðuðum hádeg- ismat á Þingvöllum og drukkum kaffi við Kerið í Grímsnesi. Allir eru þessir staðir þekktir fyrir feg- urð og stórbrotna náttúru og voru hinir norrænu gestir okkar hljóðir af hrifningu. ísland var í einu orði sagt stórfenglegt. Það voru ánægð- ir ferðalangar sem renndu í hlaðið á Varmalandi um áttaleytið. Þar beið okkar dekkað borð að venju og má segja þeim til hróss sem stóðu að matseldinni að við fengum alltaf sérlega góðan mat og allur aðbúnaður var til fyrirmyndar á Varmalandi. Eftir mat var haldið út í Húsmæðraskóla og hlýtt á kvöldvöku Finna. Þau voru með leikþátt og blandaðan sönghóp þjóð- anna. A eftir var stiginn dans og fólk blandaði geði saman. Síðustu tveir dagarnir voru not- aðir til margskonar útiieikja, leik- ræna tjáningu, sund, blak, fótbolta og þannig mætti lengi telja. Allir mótsgestir voru sammála um að tíminn leið alltof fljótt. Danir voru með létta og skemmtilega kvöld- vöku á föstudagskvöldinu einu og þeirra var von og vísa. Laugardagurinn rann upp bjart- ur og fagur sem og allir mótsdag- arnir. Um kvöldið var skemmtikvöld íslendinga. Það var haldið í nýjum sal sem er áfastur íþróttahúsinu. Það hófst með borðhaldi, þríréttuð- um hátíðarmat. Undir borðhaldinu héldu Svíar sína kvöldvöku. Síðan var skipst á gjöfum, fluttar kveðju- ræður og þvíumlíkt. Síðan fluttum við okkur niður í íþróttasalinn og nú var komið að okkur íslendingum að skemmta. Nokkur börn þeirra sem umsjón höfðu með mótinu fluttu leikrit og sungu sig inn í hjörtu mótsgesta. Síðan sungum við nokkur þjóðlög og að endingu lék valinn leikhópur allra landanna leik- rit. Allir skemmtu sér konunglega. Dansinn dunaði síðan fram á nótt. Margir fengu sér næturgöngu eða spjölluðu saman í kyrrðinni. Á sunnudagsmorgninum kom séra Jón Bjarnason og hélt helgi- stund með ræðu og sálmasöng mótsgesta. Var gerður góður rómur að ræðu hans. Þá var komið að kveðjustundinni, allir föðmuðust og flestir voru ákveðnir að mætast glaðir og hressir í Færeyjum að ári. Höfundur er starfsmaður bjá Geðbjálp. eftir Ragnheiði Da víðsdóttur „Synir mínir tveir fóru í öku- ferð. Annar þeirra kom mikið slas- aður heim en hinn kom aldrei.“ Þessi orð mælti móðir á sjón- varpsskjánum frammi fyrir alþjóð til þess að minna fólk á hörmungar umferðarslysanna. Orð henar snertu viðkvæma strengi í brjóst- um okkar hinna, sem enn erum svo lánsöm að búa ekki yfir sömu lífs- reynslu og hún. Synir hennar tveir voru meðal þeirra rúmlega 800 einstaklinga sem slösuðust í um- ferðinni árið 1987. Eitt fagurt föstudagskvöid fóru drengirnir hennar tveir í bíltúr með félögum sínum. Aður en dagur reis á ný var annar þeirra allur en hinn al- varlega slasaður. A einum degi breyttist tilvera ijölskyldunnar í harmleik. En þessi syrgjandi móðir er ekki ein um þá lífsreynslu. Ár- lega tekur umferðin að meðaltali 24 mannslíf hér á landi og skilur eftir sig rúmlega 800 slasaða ein- staklinga. Það sem af er þessu ári hafa nú þegar slasast tæplega 650 manns auk þess sem 15 manns hafa látist í umferðarslysum. Ef tekið er mið af slysatölum undanf- arinna ára eiga að minnsta kosti 150 manns eftir að slasast og 10 að látast af völdum umferðarinnar á þessu ári. Á morgun — í næsta mánuði eða þarnæsta munu enn fleiri syrgjend- ur bætast í hóp þeirra þúsunda sem nú eiga um sárt að binda. Enginn veit hver verður sleginn næsta höggi. Það gæti allt eins orðið þú eða þínir. Ragnheiður Davíðsdóttir Sumir læra aldrei af biturri reynslu. Sú reynsla gæti orðið dýr- keypt. Ekkert okkar vill verða tölu- leg staðreynd í hinu 800 manna úrtaki sem fyllir skýrslur yfir slas- aða og látna. Hörmungar heimsins eru nægar samt. Umferðarslysin eru ekkert nátt- úrulögmál sem ekki er hægt að breyta.Þú getur haft varanleg áhrif og fyrsta skrefið er að líta í eigin barm og breyta því sem þú getur breytt. Höfundur er þátttakandi í Ahugahópi um bætta umferðarmenningu. NISSAN SUNNY SLX 1.6 ríyL W iSaBnrni rapKl.1 ■ GJÖRBREYTTUR OG GLÆSILEGUR Nissan Sunny SLX 1.6 16 ventla hlaðinn aukahlutum s.s. rafdrifnum rúðum, rafstillanlegum speglum, upphituðum sætum, vökvastýri, samlæstum hurðum og m.fl. Fáanlegur í ýmsum útfærslum. Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 1400-17°0. Nissan Sunny SLX1.6 3ja dyra. Verð kr. 869.000.- 4ra dyra stallbakur. Verð kr. 949.000.- 5 dyra hlaðbakur. Verð kr. 944.000.- Ingvar Helgason ht Sævarhöföa 2 sími 91-674000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.