Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 35
teer T8úoa .22 íi,;;)Aíhitmmn QiQAia/uoro/. bo MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUBAGUR .22.' ÁGÚST 1991 35* -segir Þórarinn á Alberti GK Eg hef verið 44 vertíðir á sjó og oftast aflað vel. Ég hafði ágætan loðnukvóta en nú er svo komið að ég fæ ekki að veiða neitt þótt nóg sé af loðnu,“ sagði Þórar- inn Ólafsson skipstjóri á Alberti GK í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins. Þessa dagana er Þórar- inn að ljúka við að veiða upp í rækjukvótann og býst hann við að fara á þorskveiðar að því loknu. Þórarinn teiur það vera út í hött að leyfa ekki frekari veiðar á loðnu og það sé mun meira af henni en margir halda. „Ég hef heyrt að það sé nóg af loðnu á Halasvæðinu og sumar torfurnar séu jafnvel 200 metrar í gegn. Þetta veit hver sjó- maður en það þýðir víst ekkert að segja þessum fuglum í ráðuneytinu eða Hafrannsóknarstofnun það. Þróunin í sjávarútvegi hin síðustu ár hefur verið afar óheppileg að mínu mati. Fyrir nokkrum árum höfðum við góðan kvóta en síðan hófst sú óheillaþróun að farið var að klípa af kvóta bátanna og setja yfir á togarana. Ég hef margoft spurt hveiju þetta sætir en aldrei fengið nein svör. Helst gæti maður haldið að það væri vísvitandi verið að hygla ákveðnum aðilum og koma manni á hausinn. Síðan fær maður í hendur rækjukvóta sem er einskis virði. Mér fmnst þetta rosalegt og það er leiðinlegt að lenda í þessu í ellinni. Ég var með aflahæsta skip- ið ár eftir ár en svo endar maður kannske með því að missa allt sam- an,“ sagði Þórarinn Ólafsson að lokum.. SÍDIÍ 687701 og 687801 Vetrarönnjn hefst 26. ágúst Skemmtileg og hressandi íþrótt, sem allir geta spilað og haft gaman af. Við bjóðum upp á fasta tíma í vetur og um leið 10 tíma kort. Eins erum við með sérstakan skólaafslátt fyrir börn og fullorðna. Tryggðu þér tíma og hringdu, við erum að innrita núna alla daga nema laugardaga og sunnudaga frákl. 17-21. s Engjateigi 1, Reykjavík REFAVEIÐI Þolinmæðin þrautir vinnur allar Arnarfjörður. Einn er sá landsfjórðungur sem ríkastur er af ref. Það eru Vest- firðirnir. Samhliða því eru líka marg- ar góðar refaskyttur sem þar búa. Grenjavinna er stunduð árlega til að halda lágfótu í skefjum og eru það viðkomandi sveitarfélög sem ráða ákveðna menn til að vinna verkin. Arnfinnur Jónsson og Valur Ricth- er eru grenjaskyttur í Þingeyrar- hreppi, en hreppurinn nær langt inn í Arnarfjörð, eða yfír svæði gamla Auðkúluhrepps. Þeir félagar hafa verið saman í grenjavinnu í nokkur ár. í fyrra veiddu þeir 82 dýr úr Mýrarhreppi og Þingeyrarhreppi. í sumar veiddu þeir 35 dýr, úr Þingeyr- arhreppi einum. Arnfinnur er reynd- ari refaskytta en Valur, en hann bytjaði sem aðstoðarmaður föður síns, Jóns Þ. Sigurðssonar, 1983. Faðir Arnfinns var með Þingeyrar- hrepp í 40 ár og eru tófurnar eflaust orðnar margar sem hann hefur veitt. Aðspurður kveðst Arnfinnur vera búinn að veiða vel á þriðja hundrað refi. Arnfinnur kveðst ekki ætla vera í 40 ár í grenjavinnu eins og faðir hans, það sé alveg víst. En það er ekkert sældarlíf að vera grenjaskytta. Oft eru veður válynd og þurfa skytturnar að liggja úti og bíða, stundum svo sólarhringunum skiptir til að ná skotfæri á dýrunum. Þeir félagar Arnfinnur og Valur voru einu sinni 82 klukkutíma að vinna eitt greni í Dýrafirði eða þar til dýr- in náðust. Þolinmæði og þrautseigja er það sem þarf, svo þurfa menn að vera góðar skyttur bæði með hagla- byssu og riffil. Greni tófunnar eru eiginj.ega allsstaðar, jafnt á láglendi sem og á hálendi. Oftast eru grenin í stórgrýtisurð og eru grenopin stundum mörg. Til að ná yrðlingun- um út eftir að foreldrarnir hafa náðst þarf að kalla þá út og þá þurfa Morgunblaðið/Róbert Schmidt Valur Ricther og Arnfinnur Jónsson með tvo yrðlinga úr einu greni í Arnarfirði. menn að vera snjallir. Og þegar yrð- lingarnir heyra réttu hljóðin koma þeir allir með tölu hlaupandi út úr greninu og í fangið á grenjaskyttun- um. En það skal tekið fram að átt er við mjög litla yrðlinga í slíkum tilfelium. Grenjavinnan er því bæði skemmtileg og leiðinleg, en yfir höf- uð talin erfið vinna og ekki fyrir hvern sem er. R. Schmidt. takmarkaður sætafjöldi. Kr. 29m800mm Brottför fimmtudaga og fostudaga íseptember, októberog nóvember. Gisting á Scandic Crown, í miðbæ Amsterdam. Veitingastaðir á heimsmæli kvarða og heimstiskan á frábæru verði. AUSTURSIRÆT117 • SM 622200 í „utanlandsreisu" til Reykjavíkur1 HOTEL ISLAND Nýtt stórglæsilegt og heillandi hótel býður ykkur GISTINGU Á KYNNINGARVERÐI í ÁGÚST OG SEPTEMBER. Haust- og vetrartískan er komin í verslanir — verðið sambærilegt við erlendis. Pöbbarnir og skemmti- staðirnir fjölbreyttari en nokkru sinni, leikhúsin að opna og dvöl á fyrsta flokks hóteli. . . maður þarf ekkert að fara lengra! Pantanir í síma 688999 — takmarkaður herbergjafjöldi. H O T E L ÍSLAND Ármúla 9, 108 Reykjavík, Sími 688999 VEIÐAR Fáránlegt að banna loðnuveiðar Ueggtennis skvass

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.