Morgunblaðið - 22.08.1991, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík'
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Valdaránið mistókst
g~^ orbatsjov átti afturkvæmt til
Ijr Moskvu vegna Jeltsíns og bar-
áttu hans. Forseti Sovétríkjanna
stendur í mikilli þakkarskuld við for-
seta Rússlands. Gorbatsjov tók aftur
við embætti sínu sem hann var
stjómskipulega og löglega kosinn
til. En valdið er nú í höndum Jeltsíns
sem sótt hefur það til fólksins, bæði
í fijálsum kosningum þegar hann
hlaut hreinan meirihluta atkvæða og
á örlagastund í valdaráninu. Því má
ætla að Gorbatsjov verði fremur
táknlegur forseti en valdamaður. En
vel má vera að hann eigi eftir að
sigra í frjálsum kosningum eins og
Jeltsín og efla þannig áhrif sín. Hann
verður að sætta sig við aukin áhrif
lýðræðissinna og jafnframt er
ástæða til að ætla að sambandssátt-
málinn muni auka fullveldi lýðveld-
anna í enn ríkara mæli en Gorbatsjov
ætlaðist til áður en hann var svo
rækilega minntur á tilvist harðlínu-
aflanna og nauðsyn þess að hafa
fólkið með sér.
Sterkasti stjórnmálamaður Sovét-
ríkjanna er hins vegar Borís Jeltsín
og hann sem Rússlandsforseti er nú
í lykilstöðu. Miðstjórnarafl Sovétríkj-
anna hefur nú í meira mæli en
nokkru sinni verið flutt til rússneska
lýðveldisins, a.m.k. um skeið eða
þangað til landið hefur jafnað sig
eftir átökin. Mikið veltur því á sam-
starfi Gorbatsjovs og Jeltsíns sem
fram til þessa hafa verið keppinautar
en Jeltsín hefur þó oft lýst því yfir
að Gorbatsjov sé löglegur handhafí
forsetaembættis Sovétríkjanna og
styður hann sem slíkan. Gorbatsjov
hefur ekki viljað viðurkenna sjálf-
stæði Eystrasaltsríkjanna, en Jeltsín
hefur veitt þeim stuðning og lýst
yfir að rétt sé að stefna að sjálf-
stæði þeirra. Það ætti að vera okkur
íhugunarefni og ástæða til að fylgja
Jeltsín í þeim efnum. Það er augljóst
að Gorbatsjov verður að laga
hugmyndir sínar að þessari staðreynd.
Myndir frá Moskvuborg í gær sem
sýndu skriðdreka Rauða hersins á
leið út úr borginni vekja óumræðilega
gleði í hjörtum þeirra sem á horfðu.
Stórsókn hersveita valdaránsklík-
unnar á þinghús Rússlands sem búist
var við í fyrrinótt varð aldrei. Flótti
er brostinn í lið neyðarnefndarinnar.
Margt bendir til að úrslitum hafi
ráðið óbifandi baráttuvilji Jeltsíns og
hugrekki Moskvubúa sem fylktu sér
um þinghús rússneska sambandslýð-
veldisins þrátt fyrir útgöngubann.
Orð Jeltsíns, sem hefur orðið tákn-
gervingur andspyrnunnar við aftur-
haldið í Sovétríkjunum, bera vitni
miklu baráttuþreki: „Ekki skrifa
minningarorð um okkur strax. Við
erum ekki fallnir enn.“ Sjálfur sagð-
ist Jeltsín telja að símtöl sín við
Bush Bandaríkjaforseta og Major
forsætisráðherra Bretlands hefðu átt
þátt í að koma í veg fyrir að Kreml-
arklíkan blési til stórsóknar á þing-
húsið.
RússneSku þmgméhnirnir bjugg-
ust við hinu versta. „Ég sé elda,
blossa, urmul af fólki, fjölda
götuvígja, mikið ... mikið af öllu. Og
mikinn reyk,“ sagði óðamála starfs-
maður þingsins í samtali við Morgun-
blaðið í fyrrinótt. Hann og félagar
hans höfðu búist til vamar í þinghús-
inu. „Menn eru að útbúa bensín-
sprengjur. Hermennirnir, sem veija
bygginguna, liggja á gólfinu með
skammbyssur og Kalasníkov-riffla
og miða á dyrnar. Það era byssu-
menn á hverri hæð.“
Úti fyrir vora tugþúsundir al-
mennra borgara reiðubúnar að veija
nýfengið frelsi. Hver og einn í mann-
þrönginni tilbúinn að veija þing-
húsið. „Nóttin mun skera úr um
margt,“ sagði Kíríll Alexandrovítsj
stúdent en hann var á leið niður að
þinghúsi er Morgunblaðið ræddi við
hann. Þótt kona hans væri að falli
komin bjóst hann til að hlýða kalli
Jeltsíns og Popovs borgarstjóra um
að andæfa hernum sem nálgaðist.
„Ég vona að þegar barnið okkar
fæðist höfum við sigrast á harðlínu-
mönnunum," sagði þessi unga
hvunndagshetja.
Eins er athyglisvert að valdaklíkan
virðist hreinlega ekki hafá ráðið yfír
hemum eða sérsveitum KGB. Enda
hefði það verið kaldhæðnislegt að
sömu mennirnir og kusu Jeltsín í
forsetakosningum réðust nú á hann
af fullum þunga. Var lýðræðið eftil
vill búið að festa svo djúpar rætur í
Rússlandi að það yrði ekki upprætt?
Yfírlýsingar neyðamefndarinnar
svokölluðu til sovésku þjóðarinnar
sýndu hvert stefndi. Það átti að ein-
angra Sovétríkin, hafna erlendri að-
stoð og setja endapunkt við slökunar-
stefnu Gorbatsjovs. Shevardnadze,
fyrrum utanríkisráðhema, spáði því
að þessu myndi fylgja nýtt kalt stríð
enda trauðla hægt að ímynda sér að
þeir afvopnunarsamningar sem
Gorbatsjov hafði undirritað væra í
anda hernaðarklíkunnar sem reyndi
misheppnað valdarán.
Nú þegar valdaránstilraun harð-
línumannanna hefur verið hrandið
vakna spumingar um hver áhrif hún
hafí á framtíð Sovétríkjanna. Það er
líklegt að þessi fjörbrot fortíðar, eins
og komist var að orði í forystugrein
í Morgunblaðinu í gær, eigi eftir að
leiða til þess að frelsis- og lýðræði-
söflunum vaxi fiskur um hrygg.
Rússar hafa nú fengið tækifæri til
að sýna í verki hvar hugur þeirra
stendur. Við höfum séð hvernig þjóð-
ir Austur-Evrópu sem áratugum
saman voru undir járnhæl kommún-
ismans risu upp og gerðu sínar syngj-
andi byltingar. Gorbatsjov ætlaði
hins vegar að bylta sínu þjóðfélagi
ofan frá en áhugaleysi almennings í
Sovétríkjunum stakk alltaf í augu.
Nú fékk rússnesk alþýða tækifæri
til að rísa upp og feykja burt
harðlínuklíkunni og þá hlýddu menn
kallitiu.
Jurkans utanríkisráðherra Lett-
lands spáir því að Gorbatsjov sé bú-
inn að vera: Við höfum nóg af lýð-
ræðissinnum sem geta leitt Sovétrík-
in, sagði hann og átti þá fyrst og
fremst við Jeltsín. Tíminn verður að
leiða í ljós hvort þessi spásögn er
rétt en víst er að einstakur söguleg-
ur viðburður eins og andóf Rússa í
Moskvu og Leníngrad í fyrrakvöld
mun skipta sköpum fyrir sögulega
þróun til viðkunnanlegri samskipta
stórveldanna, slökunar og þá ekki
síst bættra-kjaraí kjölfar fijáls mark-
aðar í Sovétlýðveldunum.
Allt bendir til að vofa Stalíns hafí
verið kveðin niður. Það gerði fólkið
sjálft. Hikandi samsærismenn réðu
ekki við kröfur þess um frelsi og lýð-
ræði. Og hermenn hlustuðu á þessar
kröfur samlanda sinna. Kannski réð
það úrslitum, auk hetjulegrar fram-
göngu Jeltsíns og samheija hans.
Sextíu stunda fæði
hríðir nýs alþjóðal
Viðtal við Thomas Ries, sérfræðing norska hersins í vamarmálum
FÆÐINGIN gekk vonum framar.
sextíu klukkustunda hríðum og f
er umræðuefni Thomasar Ries,
norska hersins í varnarmálum og
við Morgunblaðið í gærkvöld.
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
rússneskur eða sovéskur her hefur
tekið þátt í valdaráni. Dæmi um
það eru þegar Stijeltsíj-deildin í
lífverði Péturs mikla reyndi að
steypa honum, en honum tókst að
hrinda þvf. Sömu sögu er að segja
af Katrínu miklu sem var gift tsar-
inum, sem var óvinsæll meðal
margra háttsettra manna, meðal
annars innan hersins. Það var ein-
mitt herinn sem steypti tsarinum
og kom Katrínu til valda.
Lítill stuðningur hers
Að þessu leyti passar valdaránið
á mánudag inn í mynstrið. Málið
er hins vegar það að hér var alls
ekki um að ræða valdarán á vegum
hersins, því þeir sem að því stóðu
voru ekki lengur fulltrúar hers eða
öryggislögreglu, þeir áttu svo til
engan stuðning þar — þetta voru
síðustu leiðandi harðlínumennim-
ir,“ segir Ries.
Illa skipulagt
— Hyernig fóru þá áttménning-
arnir að því að leggja á ráðin um
valdaránið fyrst þeir höfðu svona
lítinn stuðning?
„Eg held að þetta hafí verið mjög
illa skipulagt. Maður spyr sjálfan
sig hvers vegna þeir hafi ekki
tryggt sér meiri stuðning. Annað
hvort hafa þeir verið hræddir við
að ræða þetta of mikið fyrirfram,
Sex ára meðganga sem endar með
æðingu nýs þjóðskipulags í austri
virts fræðimanns og sérfræðings
málefnum Sovétríkjanna, í viðtali
og reiknað með meiri stuðningi
þegar valdaránið væri orðið að
veruleika. Hinn möguleikinn er sá,
að þeir hafí hreinlega ekki áttað
sig á að mótstaðan yrði jafn mikil
og hún varð.
Það vekur nokkra undrun að
hermenn undir stjóm Púgos, sem
réðust á Eystrasaltsríkin í febrúar,
vom ekki notaðir á sama hátt í
Moskvu — þá á ég sérstaklega við
fallhlífarhersveitimar.
Þegar litið er aftur má samt sjá
tvö dæmi um valdarán þar sem
notast var við mjög lítinn herstyrk.
í annað skiptið þegar Khrústsjov
var steypt 1964, og svo eftir lát
Stalíns, þegar þurfti að losa sig við
Beríja, yfírmann öryggislögregl-
unnar. Þar var um að ræða eins
könar valdarán, aðeins var treyst á
. örfáar lykilpersónur, hershöfðingja
og eina eða tvær herdeildir. Þeir
tóku Beríja, stungu honum í fang-
elsi og sögðu að hann væri veikur.
í þá daga var svona lagað mögu-
legt, en nú hafa áttmenningarnir
ef til vill ekki reiknað með Svona
öflugri andstöðu almennings, þó að
það sé alls ekki fullnægjandi skýr-
ing.“
— Hvers vegna tókst þetta ekki
betur en raun bar vitni?
„Þetta minnir kannski helst á
reyfara, en það má hugsa sér að
Jeltsín og Gorbatsjov hafí orðið
áskynja um fyrirætlanir áttmenn-
Thomas Ries
inganna en leyft þeim að fram-
kvæma valdaránið og undirbúið sig
í samræmi við það.
Hvað vissu Jeltsín og
Gorbatsjov?
Þetta er ein möguleg skýring á
hvers vegna þeim tókst svona illa
að beita hemum fyrir sig. Tilgang-
ur Gorbatsjovs og Jeltsíns með
þessu hefði þá vitanlega verið sá
að losa sig við alla harðþnumennina
á einu bretti.
Þetta er hins vegar fremur
ósennileg skýring þó að hún sé
skemmtileg. Ástæðumar til þess
eru fyrst og fremst að þetta hefði
verið mjög hættulegur leikur og
ósennilegt að hann hefði gengið upp
en maður veit aldrei. Það er eigin-
lega undariegt hversu illa áttmenn-
Sovéski herinn og valdaránstilraunin:
Hershöfðingjar geta
ekki lengur reitt sig á
hollustu undirmanna
NEYÐARNEFNDIN sem tók völdin í Sovétríkjunum á mánudag og
virðist hafa gefið valdadrauma sína upp á bátinn er þetta er skrifað
gaf út yfirlýsingar sem áttu að réttlæta valdaránið. Þar var lögð
áhersla á þrennt sem hefði hvatt þá til aðgerða. Í fyrsta lagi brýn
nauðsyn á að koma í veg fyrir efnahagslegt hrun, þörfin á að varð-
veita stjórnmálalega einingu ríkisins og landamæri þess og loks þörf-
in á að treysta á ný „stolt og heiður hins sovéska borgara.“ Tvö síðar-
nefndu atriðin eru sovéska hernum mikið áhyggjuefni. Sérhver her
lítur ávallt á sig sem mikilvægasta vörð ríkisvaldsins og landsvæð-
anna sem það ræður yfir. Ein algengasta ástæðan sem nefnd er til
fyrir herforingjabyltingum er sú að valdaræningjarnir teyi sig eygja
hættumerki í þessum efnum fyrir ríkið.
Leiðtogar Rauða hersins hafa án
vafa talið mikla hættu á ferðum f
þessari viku vegna yfirvofandi und-
irskriftar á nýjum sáttmála um
tengslin milli stjórnvalda í Moskvu
og einstakra lýðvelda. í sáttmálan-
um er m.a. kveðið á um aukið fuli-
veldi einstakra lýðvelda. Margir
töldu hættu á að með undirrituninni
yrði því óbeinlínis slegið fostu að
ékki yrði komist hjáþví að uppreisn-
arlýðveldin sex er neita staðfastlega
að undirrita nokkurt samkomulag
en vilja fullt sjálfstæði, þ. e. Eystra-
saltslöndin þijú ásamt Georgíu,
Armeníu og Moldovu, myndu á end-
anum yfirgefa Sovétríkin. Að
nokkru leyti voru það svipaðar til-
slakanir lýðveldisstjómarinnar á
Spáni á fjórða áratugnum gagnvart
sjálfstæðishreyfingum Katalóníu-
nianna og Baska sem urðu til þess
að FranciSco Franco herhöfðingi hóf
uppreisn árið 1936 er endaði með
einræði hans.
„Gínea vopnuð
kjarnorkuflaugnm"
Stjórnendur Rauða hersins hafa
ávallt haft einfalda viðmiðun þegar
þeir hafa metið hvernig háttað
væri stolti og heiðri Sovétborgar-
ans; þeir hafa talið að stærð og
álit hersins í þjóðfélaginu og út á
við væri besti mælikvarðinn. So-
véskir hershöfðingjar fóru ekki í
grafgötur um það í kalda stríðinu
að það var hernaðarmáttur landsins
sem stóð undir virðingu þess á al-
þjóðavettvangi. Það getur verið að
þeir hafi ekki tautað fyrir munni
sér háðslega lýsingu á Sovétríkjun-
um sem oft heyrðist á Vesturlönd-
um — „Gínea vopnuð kjarnorku-
flaugum“ - en þeir vissu að banda-
rískir ráðamenn óttuðust ekki efna-
hagslegan mátt Sovétmanna. Þeir
óttuðust langdrægu kjarnorkuvopn-
in og sovésku stríðsvélina í Austur-
Þýskalandi. Ekkert benti til þess
að valdaræningjarnir í neyðar-
nefndinni hefðu í huga að rjúfa
samningaviðræður við Vestuiveidin
,um takmörkun vígbúnaðar. Samit
er Ijóst að þessir sainningar háfa
orðið til þess að lækka risið á Rauða
hernum og sama er að segja um
brottflutning sovéskra heija frá
nýfijálsu löndunumí Austur-Evr-
ópu. Það sem er eftir af þeim heij-
um er að mestu á þýsku landi og
á að vera á braut í síðasta lagi
1994. Engir Sovéthermenn eru eft-
ir í Ungveijalandi, örfáir í Tékkósló-