Morgunblaðið - 22.08.1991, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. AGUST 1991
39
Þessir hringdu . ..
Kemur harðast niður á
öldruðum
Dagný hringdi:
Heilbriðgiðráðherra virðist án-
ægður með hagnaðinn af lyij'asöl-
unni eftir breytingarnar. En þessi
hagnaður er illa fenginn því þetta
kemur harðast niður á öldruðu
fólki, fólki á áttræðis og níræðis-
aldri sem' verður að neita sér um
nauðsynleg lyf. Matreiðslubókin
sem gefa á út fyrir gamalt fólk
mun ekki bæta neitt úr skák. Ég
skora á ráðherrann að færa lyf-
sölufyrirkomulagið aftur til fyrra
horfs.
Páfagaukar
Tveir páfagaukar, gulur og
grænn, fást gefins ásamt stóru
búri. Upplýsingar í síma 23626.
Trúlofunarhringur
Trúlofunarhringur tapaðist í
Reykjavík rétt fyrir verslunar-
mannahelgi. Skilvís finnandi er
vinsamlegast beðinn að hringja í
síma 98-75657.
Gleraugu
Lituð gleraugu töpuðust við
Ferðamiðstöðina á Flúðum 10.
ágúst. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma
92-14621. Fundarlaun. Barna-
gleraugu fundust á þessum stað
fyrir nokkru.
Slæm samkeppnisstaða
Fyrir skömmu birtist grein I
Morgunblaðinu sem bar yfirskrift-
ina Um .frjálsu" útvarpMtóðvam-
ar. Þar ber höfundur .fijálsu" út-
varpsstóðvamar saman við Rás 1
og bendir á að dagskrárgerð hínna
fyrmefndu sé varla fyrir að fara,
dæguriðg séu spiluð daginn út og
að undra þðtt þar á bæ aé viða- 1
meiri dagskrá. Ef þessi aðstððu- j
munur vrrí jafnaður, annað hvort j
mcð þvi að einkavarða Rlkiaútvarp-
ið eða skipta afnotagjaldinu milli |
útvarpstöðvanna yrði samkeppnin
virkari og útkoman eftir þvi. J
Óeðlileg mismunun
Útvarpshlustandi hringdi:
Ég vil taka undir með Jóhanni
sem skrifaði í Velvakanda fyrir
skömmu og benti á hversu slæma
samképpnisstöðu hinar svonefndu
frjálsu útvarpsstöðvar hafa gagn-
vart Ríkisútvarpinu. Ríkisútvarpið
fær miklar fjárhæðir í formi af-
notagjalda en fijálsu stöðvarnar
verða að lifa á auglýsingatekjum.
Þennan aðstöðumun þarf að jafna,
til dæmis með því að banna aug-
lýsingar í ríkisfjölmiðlum. Einnig
væri athugandi að afnema afnota-
gjaldið. Þarna er óeðlileg mismun-
un á ferð og það kallar á breyting-
ar.
LÉLEG ÞJÓNUSTA
Dóttir mín 12 ára gömul keypti
sér nýlega buxur í Levis búðinni á
tæpar sjö þúsund krónur og notaði
til þess hluta sumarhýrunnar. Þegar
hún bar sínar buxur saman við bux-
ur vinkvenna sinna kom í ljós að
hennar buxur voru ekki með sams
konar merki og þeirra (Þau eru eitt
aðal atriðið eftir því sem mér skilst).
Hún hringdi í Levis búðina og tal-
aði þar við afgreiðslustúlku sem
bauð henni að koma næsta dag og
fá annað hvort aðrar buxur eða eitt
þúsund króna afslátt. Næst dag
fórum ’við í verslunina og hittum
þá fyrir tilviljun verslunarstjórann.
Ég útskýrði fyrir honum um hvað
málið snerist og að það væri mikils
virði fyrir barnið, sem búið væri að
safna fyrir þessum buxum, að þær
Að undanförnu hafa birst greinar
í blöðum þar sem óskapast er yfir
þeim fiski sem hvalir og selir éta á
miðunum umhverfis landið. Gefið
er í skyn að hvalnum hafi íjölgað
mikið vegna friðunarinnar. Þetta
eru villandi upplýsingar þó þær
geti átt við um selinn. Fæstir hval-
ir lifa á fiski og stóru hvalirnir eiga
það sameiginlegt að lifa á smádýr-
um. Það er líka mikill misskilningur
að þeir fjölgi sér ört, staðreyndin
er sú að þeir munu ekki ná að fjölga
sér verulega nema á mjög löngum
voru eins og hún ætlaðist til. Hann
gerði lítið úr þessu en bauð afslátt
af bol eða einhverju öðru ef hún
vildi versla meira. Ég sagðist að það
stæði ekki til og bað dóttur mína
að lýsa samtali sínu við afgreiðslu-
stúlkuna deginum áður. Þá brást
hann hinn versti við og sagði að
stúlkurnar í búðinni hefðu ekkert
leyfi til að taka slíkar ákvarðanir
án hans leyfis. Hann væri verslunar-
stjórinn. I stuttu máli sagt varð
aðal málið, þ.e. óánægði viðskipta-
vinurinn, orðið aukaatriði. Aðalat-
riði varð hans vald í fyrirtækinu og
frumkvæði afgreiðslufólksins. Hann
tilkynnti mér jafnframt að hann
myndi svo ■ sannarlega ræða við
stúlkuna sem hafði boðið þetta þeg-
ar hún mætti til vinnu eftir hádegi.
tíma. Margt gæti líka tafið fyrir
þeirri þróun t.d. aukin mengun út-
hafanna.
Svo er að skilja að við teljum
okkur eiga óskoraðan rétt til
físksins í sjónum. En þessi dýr, sem
hafa verið hér við land frá forsögu-
legum tíma löngu áður en Island
var numið, eiga vissulega sinn rétt
og hann einum við að virða. Við
verðum að hemja græðgi okkar og
gera okkur ljóst að þessi dýr eiga
líka sinn tilverurétt.
Dýravinur
Mér fannst hann vera kominn langt
út fyrir efnið og sagði honum að
ég væri ekki komin til að ræða
stjórnunarmál í fyrirtækinu heldur
vildi ég fá leyst úr þessu máli með
buxurnar. Hann sagði ekki myndu
skipta buxunum og ekki borga neitt
til baka. Þarna þrefuðum við um
þetta mál fram og til baka í fullri
búð af fólki. Ég sagði honum að ég
hefði gert mér sérstaka ferð ofan
úr Breiðholti, hvort hann vildi ekki
leysa málið t.d. með því að gefa
barninu afslátt af buxunum þó ekki
væri annað. Þá spurði hann mig
með þjósti hvort ég ætlaðist til að
hann gengi í peningakassan til að
láta mig hafa peninga. Slíkt kæmi
ekki til greina. Ég var búin að fá
nóg af ókurteisi þessa manns og
bað hann um að sýna okkur buxurn-
ar með sams konar merki ef það
mætti friða barnið. Hann þreif hvern
buxnastaflann á fætur öðrum út úr
stæðunni, en fann engar buxur eins
og hennar. Ég spurði hvernig stæði
á þessu og sagði hann þá að buxurn-
ar væru saumaðar í tveimur verk-
smiðjum í henni Ameríku og nú
væri hann með nýja sendingu. Með
þessar upplýsingar yfirgaf ég búð-
ina.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
ég fæ lélega þjónustu í Levis búð-
inni/Faco. Nú var ég ákveðin að
láta verslunareigandann heyra sögu
mína, en hann gaf sér ekki tíma til
að Musta.
Anægðir viðskiptavinir eru besta
auglýsing hvers fyrirtækis og börn
eru þar síður en svo undantekning.
Þess vegna er ég undrandi á því
viðmóti sem mætti okkur mæðgum
í Levis búðinni.
Kristrún Guðmuridsdóttir
werzalitr íglugga
SÓLBEKKIR
fyrirliggjandi. vatn.
k«h SENDUM i PÓSTKRÖFU
05 Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0
Ármúla29 • Reykjavik • sími 38640
Eiga líka tilverurétt
Er kristin trú
á undanhaldi?
Er kristin trú á undanhaldi í
íslensku samfélagi? Þessari spurn-
ingu hafa menn oft velt fyrir sér
gegnum tíðina. Og hveiju er um að
kenna ef hún reyndist á rökum reist?
Kirkjunni? Predikun prestanna? Þyk-
ir predikunin kannski of þunglama-
leg? Of trúarlegs eðlis til að fólk
komi? Ekki er gott að segja. Altént
hallast ég að því að orsakanna sé
ekki að leita innan veggja kirkn-
anna, nema þá að litlu leyti. Lút-
herska kirkjan er nefnilega nokkuð
vönd að virðingu sinni, þegaf á allt
er litið. Kirkjan hefur messusiða t.d.
í heiðri. Einnig flytja þjónar Guðs,
prestarnir, söfnuðunum Orðið
ómengað. Líka fara skírnir, ferming-
ar, giftingar og greftranir fram sam-
kvæmt gamalli og gróinni hefð.
En hvað er það þá sem hamlar
úr því að þetta er í lagi? Og hver
er orsökin? spyr ég enn og aftur.
Hverju ber að breyta þarna til að
fólk mæti? Er svarið máske það að
við finnum okkur ekki tíma til þess
arna? Svo margt er við þurfum fyrst
að gera? Slá blettinn framan við
húsið? Heimsækja tengdamömmu?
og þar fram eftir götunum.
Menn eru sem sé einkar duglegir
við að finna sér afsakanir fyrir því
að aðhafast ekki það sem þeir ættu
að gera og sannað er að er þeim ti!
góðs, því gott er að rækta hið lif-
andi orð með sér. En Kristur kannað-
ist mætavel við téða afstöðu mann-
anna. Ég bendi á Lúkasarguðspjall
14, 15.
Stundum er talað um að gera
þurfi hitt og gera þurfi þetta til að
„lokka“ fólkið inn í Guðshúsin. Og
þá eru menn að meina einhverskonar
„húllumhæ". T.a.m. öðruvísi tónlist-
arflutning en þar hefur tíðkáSS
o.s.frv. Eg er ekki að segja að slíkt
ráðslag sé endilega vont eða óttalegt
en liggur það þó ekki í augum uppi
að ef svona breytingar leiða til þess
að kirkjunnar fyllist að nýju af fólki,
þá er fólkið koniið til að hlýða á
hljómlistina en ekki á hið frelsandi
og lifgandi Guðsorð? Og sé það eitt-
hvert markmið í sjálfu sér, að fá sem
flest höfuð til að góna á altarið, er
þá ekki hagfelldast að starfrækja
„diskótek" í kirkjunum? Breyta þeim
í skemmtistað. Þá kæmi að minnsta
kosti fólkið. Allavega ef miðað er við
aðsóknina að öldurhúsum borgarinn-
ar. En Kristur segir: „Því að hvar
sem tveir eða þrír eru saman komnir
í mínu nafni, þar er ég mitt á meðaJ ~
þierra." Þannig að Ijóst má vera að
magnið er ekki það sem máli skiptir
heldur hugarfarið er að baki býr.
Og einhvers staðar stendur skrifað:
„Komi þeir sem koma vilja. Fari þeir
sem fara vilja."
Er þá kristnin á undanhaldi hér-
lendis? Nei, ég get ek'ki samþykkt
að svo sé í raun. Hins vegar væri,
held ég, rangt af mér að segja að
hún væri í ákveðinni sókn. Mannlífið
almennt bendir ekki til þess. En auð-
vitað vonar maður að kristinni trú
eigi eftir að vaxa fiskur um hrygg*
í framtíðinni, fremur en að henni
fari hnignandi.
Konráð Friðfinnsson
0HITACHI
Rafmagnsverkfæri í úrvali.
t.d. 7 gerðir af Slípirokkum
115 mm - 230 mm, verð frá
kr. 12.043.00
Yfir 40 mismunandi tegundir af vélum á láger.
ísboltar
Festingameistarar
Strandgata 75, 220 Hafnarfjörður
Sími: 91-652965 Fax: 91-652920
Opnunartími er 8-18 alla virka daga og
Laugardaga 9-13.
SIEMENS
Kœl hjá i- og frysl S&N! H' tœl i kjagnótt Kœliskápar stórir og smáir, frystikistur og frystiskápar. Mun/ð að SIEMENS samelnar gœöl, endlngu og fallegt útllt.
SMTTH&
NORLAND
Nóatúni4-Sími 28300