Morgunblaðið - 01.09.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.09.1991, Qupperneq 1
120 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 197. tbl. 79. áirg. SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sovétríkin: Skýrt frá stóreignum kommúnistaflokksms Uzbekar lýsa yfir sjálfstæði lýðveldisins Moskvu. Reuter, Daily Telegraph. NÁKVÆMUM upplýsingum um ótrúleg auðæfi sovéska kommúnistaflokksins er nú velt upp í fjölmiðlum þarlendis. Sótt er að fiokknum, sem notað hefur 74 ára valdaeinokun til að raka saman eignum, úr tveim áttum, annars vegar frá rann- sóknaraðilum yfirvalda og hins vegar héraðs- og borgarstjórnum sem vilja kló- festa eitthvað af eignunum. Færanleg’ur heim- skautsbaugur? Ferðamálafrömuðir í bænum Övert- orneá í Norður-Svíþjóð hafa ákveðið að færa norðurheimskautsbauginn nokkra kílómetra suður á bóginn til þess að hann verði við greiðaskála og bifreiða- stæði, sem ferðalangar nota til að baða sig í geislum miðnætursólar. Embættis- maður einn í bænum hélt því fram að útsýni væri mun betra við greiðaskálann en við heimskautsbaug. „Það er erfitt fyrir landafræðing að sætta sig við að færa eigi heimskautsbaug eingöngu fyr- ir ferðamenn,“ segir Wibjöm Karlen, prófessor við Stokkhólmsháskóla. Má bjóða þér blóm- kál með ostabragði? Visindamenn segja að brátt verði hægt að rækta blómkál með ostabragði. Dr. Mick Fuller, sem starfar við háskóla á Englandi, segir að þegar hafi verið gert blómkál með appelsínubragði. Þetta er gert með því að hafa skipti á litningum og færa þannig, svo dæmi sé tekið, bragðeiginleika ávaxtar í grænmeti. Nú má því ætla að vísindamenn geti farið að „hanna“ grænmeti til almennrar neyslu. Þá verður hægt að velja á milli tómata með perubragði og banana með harðfiskbragði. íkornar á lyfjum Breska dagblaðið Daily Mirror hefur tekist að styggja New York-búa með fréttum um að íkornar í almennings- garðinum Central Park á Manhattan séu stórhættulegir almenningi vegna þess að þeir séu á lyfjum. Daily Mirror hélt því fram að íkornar í garðinum hefðu sturlast af að éta hálftómár „krakk“- túpur, sem eiturlyfjaneytendur henda í runna. í blaðinu sagði að fólki væri ekki lengur vært í garðinum og íkorn- arnir réðust á fólk, sem í sakleysi sínu settist þar niður til að snæða hádegis- verð í ró og næði. „Ikornarnir okkar hlaupa um og leika sér, en þeir eru ekki á lyfjum," sagði dagblaðið TheNew York Times. Starfsmenn í garðinum segja fráleitt að ikornarnir séu eit- urlyfjafíklar: „Ikornar borða hnetur, ekki túpur.“ Tilgangslítil rafmagnshækkun Ákvörðun yfirvalda í Úganda um að þrefalda verð rafmagns á tæpast eftir að ræna landsmenn nætursvefni. 110 þúsund Úganda-búar nota rafmagn. Samkvæmt skýrslu um rafmagnsnotkun í landinu komast 90 prósent þeirra hjá því að greiða rafmagnsreikninga með því ýmist að múta láglaunuðum starfs- mönnum rafveitunnar eða einfaldlega að tengja ólöglega inn á rafmagnslínur. Meðal þess sem fundist hefur á eignaskrá flokksins er bruggverksmiðja sem rekin var með leynd af flokksdeildinni í héraðinu Tat- arstan við Volgu, einnig húsgagnaverk- smiðja og þjónustufyrirtæki í Moskvu sem hafði 500 manna starfslið er sá um að halda við jakkafötum flokksbroddanna, þvo skyrt- ur þeirra og festa tölur á þær. Að sögn rannsóknarmanna átti flokkurinn um 5.000 eignir víðs vegar um landið en erfitt er að meta þær til fjár að svo komnu máli. Vest- rænir kaupsýslumenn eru taldir hafa mikinn áhuga á byggingu miðstjórnarinnar í Moskvu þar sem til reiðu er afbragðs skrif- stofuhúsnæði á besta stað. Flokkurinn átti gífurlegar eignir í prenthúsum um allt landið, einnig má nefna Oktjabraskaja-lúx- ushótelið sem miðstjórnin rak og hefur 210 herbergi en það var notað fyrir miðstjórnar- menn og erlenda gesti þeirra. 500 bílstjórar miðstjórnarinnar eru nú atvinnulausir, 400 læknar og 1.500 hjúkrunarfræðingar á sér- stökum heilsuhælum flokksmanna leita nú að atvinnu. • Úzbekístan, þriðja fjölmennasta lýðveldi Sovétríkjanna, lýsti yfir fullu sjálfstæði í gær og er níunda lýðveldið af 15 sem það gerir. I Úkraínu hvatti Leóníd Kravtsjúk, leiðtogi landsins, rússneska leiðtoga til að hverfa afdráttarlaust frá öllum landakröfum á hendur öðrum lýðveldum Sovétríkjanna. 10 Á ÞRÖSKULDI NÝRRAR TÆKNIALDAR BORGARKERFIÐ EINS OG VEL SMIIRD VÉL Viötal viö nýjan borg- arstjóra, Markús ÖrnAnt- onsson 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.