Morgunblaðið - 01.09.1991, Síða 10

Morgunblaðið - 01.09.1991, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGÚR 1. SEPTEMBER 1991 Róbert Magnússon, íslenskur verk- fræðiprófessorí Texas, hefur sótt um einkaleyfi ó uppgötvun sem gæti flýtt öllum framförum í leisertækni NÝRRAR TÆKNIALDAR eftir Pétur Gunnarsson. Mynd: Þorkell Þorkelsson DR. RÓBERT Magnússon, ís- lenskur prófessor í rafmagns- verkfræði við Texasháskóla í Arlington, hefur sótt til einka- leyfisstofnunar Bandaríkjanna um skrásett einkaleyfi á nýrri tækni við gerð ljóssía sem nota má til að fá fram hreinni leiser- geisla en nú er unnt og gætu -svo eitthvað sé nefnt- bæði gert kleift að stórauka það magn upp- lýsinga sem unnt er að flytja um ljósleiðara og aukið möguleika til notkunar leisergeisla við skurðlækningar. „Eg þori ekki að fullyrða að þetta leiði til þess að eftir þrjú ár verði Ieisergeisl- ar orðnir betri en í dag en líkurn- ar á því eru góðar,“ sagði Ró- bert í samtali við Morgunblaðið. óbert Magnússon hefur starfað við Texas- háskóla í Arlington frá árinu 1984 er hann var ráðinn til að koma á fót leiserfræð- iskor (electro-optics) við 1.300 nemenda rafmagnsverkfræðideild þessa 25 þúsund nemenda skóla. Hann hafði þá um 5 ára skeið starfað sem raf- magnsverkfræðingur hjá RARIK í Reykjavík en áður gegndi hann lektorsstöðu við Georgia Tech há- skóiann, þaðan sem hann lauk dokt- orsprófi árið 1976. í námi sínu sér- hæfði Róbert sig í stærðfræðilegri heilmyndun (hólógrafíu) og hefur síðan einkum unnið að rannsóknum á því sviði. Til rannsókna Róberts og aðstoð- armanna hans hafa undanfarin ár runnið tugmilljóna framlög meðal annars frá vísindaráði Texasfylkis, vísindaráði alríkisstjórnarinnar í Washington og frá bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA. Róbert segir að í bandarískum há- skólum sé lögð meiri áhersla á það en víðast annars staðar að prófess- orar sinni ekki aðeins kennslu held- ur séu skapandi, stundi rannsóknir og fínni nýjungar sem nýst geti atvinnulífinu og almenningi enda sé arðsemin ótvíræð. Hann vitnar til bandarískrar könnunar sem leitt hefur í ljós að um þriðjungur allra starfa í framleiðslugreinum í Bandaríkjunum eigi rætur að rekja til tækni sem fundin hefur verið upp á síðustu 25 árum. Grunnur að tækni næstu aldar Á sérsviði Róberts hafa framfar- ir verið mjög örar og verið er að leggja grunn að tækni næstu aldar. Meðai þess sem er innan seilingar þessara sérfræðinga eru sjónvarp- móttakarar sem yrðu á stærð við eldspýtustokk, notuðu svipaða orku o g vasatöl va og gætu gert venjuleg sjónvarpstæki úrelt með því að varpa myndum á næsta vegg eða hvaða sléttan flöt sem vera skal. Dr. Róbert Magnússon. Róbert varast að taka of djúpt í árinni þegar spurt er út í hagnýta möguleika þeirrar nýju tækni sem hann og samstarfsmenn hans hafa sýnt fram á en neitar því ekki að mögulegt sé að hún flýti verulega fyrir því að slíkur búnaður líti dags- ins ljós, þar sem þessi uppfinning virðist geta að koma að gagni við að móta ljósbylgjur. Þær síur sem hingað til hafa verið notaðar byggjast á því að setja saman örþunn lög af glerefn- um með ákveðinn ljósbrotsstuðul, ekki ósvipað og við framleiðslu á myndavélalinsum og gleraugum til að minnka endurkast. Þessi fram- leiðsla krefst mikillar nákvæmnis- vinnu sem er unnin við hátt hita- stig og í lofttómi. „Þetta byggist á klassískri raf- segulfræði, hinum svokölluðu Max- well’s-jöfnum og sú teoría er einnig grundvöllurinn að okkar niðurstöð- um,“ sagði Róbert. „Stærðfræði- lega eru þessar venjulegu síur miklu einfaldari og ekki mikið mál að fá einfaldar lausnir út úr því dæmi. Menn fóru að skilja þá hluti um síðustu aldamót, löngu áður en tæknin komst á það stig að hægt væri að hefja þá framleiðslu sem er öflugur iðnaður í dag. En mín ljóssía er miklu flóknara stærðfræð- ilegt dæmi, svipað og í heilmyndun, með breytilegum ljósbrotsstuðli. Mínar síur eru mótaðar hornrétt á þessar klassísku. Nákvæmni upp á nanómetra „Með venjulegum síum þarf ótal- mörg lög af glerefnum til að ná sama árangri og með einu lagi af minni síu. Sía sem er 1 míkrómetri á þykkt getur komið í stað síu sem er 100 míkrómetrar á þykkt. Þær verða þunnar og ekki viðkvæmar fyrir hitabreytingum og fram- leiðslukostnaðurinn virðist ætla að verða sáralítill miðað við það sem verið hefur, kannski 10-15 dollarar á stykkið." „Þetta er í grundvallaratriðum ný tækni. Nýrri tækni fylgja ný vandamál og eitt þeirra er að ná- kvæmnin þarf að vera upp á 1 nanó- metra. Bylgjulengd sýnilegs ljóss er hálfur míkrómetri, nanómetri er þúsund sinnum minni. Nanótækni er í gangi í dag í fjölmörgum rann- sóknastofum og ég er núna að koma mér í samband við menn sem ráða yfir þeirri tækni. Við þurfum ekki nanótækni til að sýna fræðilega fram á okkar uppfinningu en þurf- um við á henni að halda til að koma þessu í fjöldaframleiðslu." Byggist á heilmyndum En hver er forsaga þess að þessi uppgötvun var gerð? „Eg hef unnið við þessa stærðfræðilegu frum- myndasmíð á heilmyndum og til- raunum í sambandi við það síðan ég skrifaði doktorsritgerð. Þá voru tölvur afkastaminni en í dagþannig að einfalda varð kenningarnar en 1987 tókst mér að leysa nákvæm- lega, án nálgunar, jöfnu sem búið var að leiða út fyrir löngu. Ég lagði doktorsnema fyrir það verkefni að byggja á þessu og reikna og skilja nákvæmlega hvað gerist í samspili ljóss við heilmyndir. Þetta leit út fyrir að ve'rða að mestu fræðileg vinna, stærðfræði og forritun á tölv- um en ekki mikið um tilraunir. Þeg- ar við vorum komnir vel á veg með þetta kom fram í útreikningunum það sem við héldum að væri talna- legur óstöðugleiki, þótt við hefðum ekki átt von á slíku.“ „Við fórum að einangra þetta fyrirbrigði með nákvæmari útreikn- ingum og komumst að því að það var regla á þessari óreglu og að við vorum að sjá nákvæmt samspil af eigin tíðni ljósleiðara og heil- myndar. Ég sá strax að þetta gæti haft mikið notagildi. Með því að nýta þessa eigintíðnisveiflu væri komin alveg ný tegund af síum. Það kom svo á daginn.“ Eins árs vinna við undirbúning einkaleyfisumsóknar „Forsvarsmenn háskólans tóku þessu strax tveim höndum og settu í gang vinnu við að sækja um einka- leyfí, án þess að heimta frekari rannsóknir og gögn eins og oftast er gert ef hugmyndum er ekki á annað borð hafnað. Við skrifuðum grein í fræðirit þar sem við gerðum grein fyrir grunneðlisfræðinni á bak við þetta en við höfum ekki enn gert grein opinberlega fyrir ýmsum hagnýtum atriðum sem þarf til að geta búið til síuna.“ Róbert segir að nú þegar einka- leyfisumsóknin hafi verið lögð inn eftir meira en árs undirbúning af hálfu fjölmargra aðila og allir hags- munir séu tryggðir muni hann snúa sér að því að gera opinberlega grein fyrir uppfinningunni, bæði með greinum í fræðirit og með fyrir- lestrahaldi á ráðstefnum á næstu mánuðum. „í nóvember flyt ég fyr- irlestur á stórri ráðstefnu í San Francisco þar sem verða þúsundir manna úrþessum iðnaði. Þar ætla ég í fyrsta skipti að gera nákvæma grein fyrir þessu. Ég býst við að þetta mun vekja mikla athygli og er sannfærður um að fjölmörg fyrir- tæki eiga eftir að sýna áhuga á að vinna með okkur að þeirri þróunar- vinnu sem framundan er. Frá okkar sjónarhóli væri best að geta unnið í samvinnu við stórt fyrirtæki að því að hanna frummyndina." Meginreglan er fundin og hún stendur Róbert kveðst reikna með niður- stöðum frá sérfræðinganefnd eink- aleyfísstofnunarinnar á næstu 4-6 mánuðum. Hánn segist allt eins búast við því að þurfa að gera ná- kvæmari grein fyrir einstökum atr- iðum en fræðilega segist hann sjálf- ur ekki sjá neitt það sem stofnunin gæti byggt synjun á. En hvað telur hann að verði langt í að þessi upfinning hans verði kom- in á framleiðslustig og jafnvel farin að gera framleiðslu nýs hátækni- búnaðar mögulega? „í lok nóvember ættum við að vera komnir með samning við ein- hverja aðila þannig að eftir það verðum við að átvennum vígstöðv- um. Ég held að við verðum búnir að sýna fram á þetta í tilraun innan árs, eða að minnsta kosti búnir að skilja á hveiju strandar. Égþori ekki að fullyrða að þetta leiði til þess að innan við þijú ár verði kom- in fram betri leisertæki og -tól en við höfum í dag en ég fullyrði að líkurnar eru góðar. Ef til vill munu þessar niðurstöður nýtast öðrum sem eru að vinna á þessu sviði og þannig orðið skref í þá átt að færa okkur hreinni leiser. Því hreinna sem ljósið er því betur er hægt að fókusera það og því betur getur það nýst til dæmis sem tæki til smásjár- skurðlækninga. Annað svið þar sem ég held að þetta geti haft gífurlega mikið notagildi fyrir er fjarskipti með ljósboðum. Því hreinni sem geislinn er því meiri upplýsingar er unnt að senda um lengri veg og með meiri hraða en áður. En hvað sem verður þá er þessi meginregla komin fram og hún mun standa fyrir sínu,“ sagði dr. Róbert Magn- ússon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.