Morgunblaðið - 01.09.1991, Side 14
ÍÍUL
leex, flaaM3T4aa .1 fluaAöUKMue ŒöAjanuaaoM
---MORG UNBLAÐIí) SUNNUBA-GUR—I: -SEPTBMBER 1991
]
eins og
VEL SMIIR
Markús Örn Antonsson í Laugardalnum; en hann vill veg „grænu byltingarinnar11 í borginni sem mestan.
Viðtal við nýjan borgarstjóra,
Markús Orn Antonsson
Eftir Elínu Púlmadóttur
NÝI borgarstjórinn, Markús
Orn Antonsson, var búinn að
ljúka þijátíu pöntuðum við-
tölum við börgarbúa þegar
komið var að blaðamanni
Morgunblaðsins. Það er viku-
skammturinn, því fólk á
margvísleg erindi á fund
borgarstjóra Reykjavíkur.
Starfið er fjölþætt, enda þarf
að afgreiða um 40-50 mis-
munandi mál í borgarráði í
viku hverri. Samt er enginn
asi á Markúsi Erni þegar við
höfum komið okkur fyrir í
notalega turnherberginu hátt
yfir umferð Austurstrætis í
gömlu borgarskrifstofunum.
Borgarstjóri flytur ekki í nýja
Ráðshúsið við Tjörnina fyrr
en í apríl næstkomandi.
Þarna er hann raunar hag-
vanur, sat í borgarstjórn
Reykjavíkur frá 1970 ogfram
á árið 1986, því síðasta verk
hans fyrir borgina var undir-
búningur afmælishátíðar
Reykjavíkurborgar 1986.
Meðan við erum að hella í
kaffibollana höfum við orð á
því að þótt hann sé enn ungur
maður, innan við fimmtugt,
þá sé hann einn elsti borgar-
stjórinn sem sest í þennan
stól. Jafngamall Pétri Hall-
dórssyni og Jón Þorláksson
einn eldri. Hinir hafi allir
verið innan við fertugt við
þessi tímamót. Markús bætir
því við að hann eigi sama
afmælisdag og fyrsti borgar-
stjórinn, Páll Einarsson, hafi
orðið 48 ára 25. maí í vor. Á
móti kemur svo löng reynsla
af borgarmálum og Markús
hefur hvergi annars staðar
búið eða starfað en í Reykja-
vík.
arkús sam-
sinnir því,
kveðst vera
Reykvíkingur
að langfeð-
ratali. „Ég get
státað af því
að langafar
mínir tveir,
Jón Björnsson í Ánanaustum og
Markús Þorsteinsson á Frakk-
astígnum, voru Reykvikingar,
fluttu hingað 1880-90. Sjálfur hefi
ég búið mjög víða í borginni, alinn
upp í Bústaðahverfinu, gekk í
Lapgarnesskólann og átti ömmu í
Vesturbænum sem ég var mikið
hjá. Og ég og kona mín, Steinunn
Ármannsdóttir, bjuggum framan
af með börnum okkar í úthverfun-
um, sem þá voru að byggjast upp,
Breiðholtinu og Árbænum".
Eftir 15 ár vék Markús frá borg-
arstjómarstörfunum í 7 ár og kem-
ur nú aftur að þeim málum með
ferska sýn samtímis tengslum yfir
í fyrri þekkingu. Hann er spurður
hvort samfeldnin sé ekki hér meiri
vegna þeirra sérstöku aðstæðna að
sami flokkur fer með völdin í borg-
inni en er í landstjórninni, þar sem
enginn getur átt forustuhlutverk
víst lengur en í fjögur ár. „Alveg
tvímælalaust", svarar Markús
ákveðinn. „Eftir kynnin af ríkinu —
og þá á ég ekki við Ríkisútvarpið
sem slíkt heldur samskiptin við aðra
hluta hins opinbera stjórnkerfis rík-
isins — er samanburðurinn eins og
svart og hvítt. Skilvirknin hefur
alltaf verið svo miklu meiri í borgar-
kerfínu. Þar hefur verið skipulegar
tekið á málum til þess að reyna að
hraða sem mest afgreiðsium á er-
indum sem borist hafa frá borg-
arbúum og þau .afgreidd fljótt í
nefndum og ráðum svo fáist niður-
stöður og hægt sé kynna þær borg-
arbúum. Þannig er tryggt að fólk
fái greiðlega svör við erindum sín-
um. Það tel ég vera ákaflega mikil-
svert. Ég þekki kannski ekki sög-
una nægilega langt aftur í tímann
en ég held að hér sé fyrst og fremst
byggt á grundvelli sem Geir Hall-
grímsson lagði í borgarkerfinu á
sínum tíma. Þá urðu talsverð þátta-
skil, enda hafði borgin stækkað
mikið. Það var ráðist í gatnagerð-
aráætlun, hitaveitulagningu og
fleira sem Geir beitti sér fyrir. Á
stjórnkerfi hans er enn byggt í stór-
um dráttum. Undirstaðan í því kerfi
virkar svona vel í dag. Það er kost-
ur fyrir mig, þegar ég kem að því
aftur að finna að þetta er í þeim
föstu og ákveðnu skorðum eins og
áður var. Samskiptaleiðimar þekki
ég því mjög vel. Ég vona að þær
nýtist mér í samskiptum við borgar-
fulltrúa og borgarbúa, þannig að
borgin haldi áfram að hafa gott orð
á sér. Ég vil gjarnan sjá borgarkerf-
ið virka eins og vel smurða vél,
þótt auðvitað eigi aldrei að horfa
fram hjá mannlega þættinum í öll-
um þáttum þess.“
Hvernig sér Markús Örn mannlíf
og framtíðarbyggð í Reykjavík fyrir
sér? „Það hlýtur að vera mikið
metnaðarmál fyrir mig og alla
Reykvíkinga að sú þróun, sem hefur
verið svo áberandi í Reykjavík á
umliðnum áratugum, haldi áfram.
Að borgin vaxi og verði leiðandi
afl meðal sveitarfélaga landsins.
Þótt Reykjavík sé formlega eitt af
sveitarfélögunum, þá hefur höfuð-
borgin þá stöðu gagnvart ríkisvald-
inu, að við eigum að geta fengið
þar fram nokkurt mótvægi við það
sem þar gerist. Mér fmnst mjög
mikilvægt áð Reykjavík geti haft
forgöngu í ýmsum málaflokkum,
eins og hún hefur gert á liðnum
tíma. Borgin hefur gengið á undan
ríkinu í heilbrigðismálum, skóla-
málum og í dagvistun og umönnun
barna, svo eitthvað sé nefnt.
Reykjavíkurborg hefur alltaf farið
í þessum málum langt á undan rík-
inu, sem hefur átt að sjá um þarf-