Morgunblaðið - 01.09.1991, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.09.1991, Qupperneq 16
M. y.QKG,UNWm SWDAG^.y,SEPTEMftEE ?99,1 Borgarkerfið eins og ♦ VEL SMIIRÐ VEL að skoða með tilliti til þess að byggja glerþak yfír portið í miðj- unni og breyta notkuninni. Þar eru geymslur í bland, en eflaust má koma þar fyrir ýmislegu fyrir al- menning, svo sem litlum sérverslun- um og safnastarfsemi.“ Eitt fyrsta verk Markúsar sem borgarstjóri var að láta fara fram úttekt á kostnaði við Perluna, sem var kominn langt fram úr áætlun og stöðva frekari framkvæmdir. Er viðbragð hans kannski merki um að hann ætli að halda fastar semi, sem jafnvel mundi leita hing- að vegna ákjósanlegrar legu íslands og Reykjavíkurhafnar milli Amer- íku og Evrópu og með hliðsjón af þeirri þróun sem er að verða í Evr- ópu og samstarfi í markaðsmálum. Við hljótum að beina sjónum okkar að þessu í framtíðinni. Þá er ég hreinlega að tala um samstarf við erlenda aðila í sambandi við þá hafnaraðstöðu og aðra möguleika sem við getum boðið upp á. Til þess að styrkja atvinnulífið í borg- inni almennt. Við þurfum að kanna vel hvaða markaðsaðstöðu við hugsanlega hefðum í samvinnu við erlend fyrirtæki. Að þau byggðu hér upp starfsemi sem væri beint inn á þessa markaði í Evrópu og gæti jafnvel nýst í báðar áttir. Auðvitað hafa fyrr verið nefndir möguleikar af þessu tagi. En ég held að þurfi að skoða þetta mjög vandlega nú. Alltaf er verið að ræða málin, en vantar einhvern herslumun til að menn vilji ganga skrefin hvert af öðru og leiðina á enda, eins og til þarf. Þetta eru möguleikar sem mér fínnst við verða að hafa opin augu fýrir og ganga í að kanna hveijir vildu vinna að þessu með okkur. Þeir mundu þá fá hér aðstöðu í námunda við höfn.“ Flugvél fer með gný yfir turninn á Reykjavíkurapóteki þar sem við sitjum og minnir Markús á seinni hluta spumingarinnar. „Mér fínnst þessi sífelldi gnýr yfír okkur fyrst og fremst vera merki um mikilvægi flugvallar fyrir Reykjavík og landið í heild. Að hafa flugvöll í nánd við Miðbæ Reykjavíkur eru gæði sem landsmenn kunna að meta er þurfa á fluginu að halda til þess að kom- ast á milli staða á landinu og spar- ar þeim að þurfa að fara langa leið á flugvöll vegna 30 mínútna ferðar til Vestmannaeyja t.d. Þótt menn hafí bent á að þarna sé dýrmætt byggingarland og af öryggisástæð- um sé heppilegra að hafa flugvöll- inn lengra frá, þá er tómt mál að tala um að ráðist verði í mikla mannvirkjagerð vegna nýs flugvall- ar á næstu áratugum. Nýlega kom út skýrsla frá samgönguráðuneyt- inu um aðgerðir á Reykjavíkurflug- velli, í þeirri vissu að flugvöllurinn verði notaður áfram, um að ýmis- legt megi gera til bóta, svo sem að flytja feijuflug, einkaflug og kennslusflug annað og að það verði ekki stundað yfír Miðbænum. Þar er bent á margt sem ástæða er til að hrinda í framkvæmd." Græna byltingin kær Markús Örn hefur látið þau orð falla að hann hefði hug á að bursta upp „grænu byltinguna", sem var aðalmálið í kosningabaráttunni 1974 og við minnum hann á það: „Mér er þetta mál mjög kært og sú áætlun sem gerð var 1974. Eins og venjulega hafði minnihlutinn í borgarstjórn allt á móti þessu. Ságði þetta útópíu og að lítið yrði um framkvæmdir, reyndi að snúa út úr og gera málið hlægiiegt. En eftir þessari áætlun hefur verið unnið síðan í stórum dráttum. Auð- vitað hefur hún tekið einhveijum breytingum í tímans rás. Haldið hefur verið áfram að rækta og planta tijám, ýms útivistarsvæði verið skipulögð og frágengin. Þarna var farið að tala um að leggja göngustíga, svo að fólk þyrfti ekki að ganga og hjóla á götunni. Síðan hefur komið á daginn að æ fleiri borgarbúar nota frístundir sínar til ýmiskonar líkamsræktar. Það sáu menn ekki fyrir þá. Getur vel verið að á þeim tíma hafí þótt hlægilegt ef spáð hefði verið að fólk færi að skokka léttklætt um götur Reykja- víkurborgar, eins og nú er orðið algengt. Nú er aðstaða fyrir hendi og hefur ýtt undir þetta. Við eigum svo eftir að gera ýmislegt til að bæta aðstöðu þeirra sem ekki skokka, t.d. aðbúnað á útivistar- svæðunum með einhveijum búnaði sem auðvelt er að setja upp og hafa þar bekki og salernisaðstöðu. Við verðum að gera ráð fyrir því að fólk sé í gönguferðum til dæmis frá efsta Breiðholtssvæðinu, niður Elliðaárdalinn, Fossvogsdalinn og nú er ætlunin að farið verði fýrir flugbrautina í Sketjafjörðinn og vestur úr. En það er engin almenni- leg salernisaðstaða alla þessa leið. Þannig að það er að ýmsu að hyggja í þessum efnum, sem eru í sjálfu sér smámunir og ekki kostnaðar- samt. Svo má nefna þessa miklu uppbyggingu á Laugardalssvæðinu með skautasvelli, húsdýragarði og nú er verið að fara af stað með fjöl- skyldugarð. Ég var í síðustu viku að taka skóflustunguna að fjöl- skyldugarðinum, sem á að koma við Holtaveginn í áttina að Suður- landsbrautinni og húsi Tennis- og badmintonsfélagsins. Þama verður útivistaraðstaða, mikið ræktað upp og skemmtisvæði á milli með leik- tækjum fyrir börn og fullorðna, einskonar leiksviðum, og sérstak- lega skírskotað til þjóðlegra þátta. Fyrirhugaðir svokallaðir víkinga- vellir, sagnabrunnur og þvílíkt." Annað mál, sem Markúsi Erni er hugleikið, er gamli Miðbærinn. „Nú þarf að taka með festu á mál- efnum Miðbæjarins“, segir hann.„Þau hafa verið í umræðunni á vettvangi borgarstjórnar og í samvinnu við Þróunarfélag Reykja- víkur og áhugamannahópa. í deili- skipulagi eru komnar fram ákveðn- ar hugmyndir um ýmsa staði, reiti, hús og lóðir. Þar á meðal áætlanir um friðun húsa. Þetta þarf að sam- ræma og hrinda í framkvæmd ákveðnum þáttum sem til framfara horfa. Ég tel að meðal fyrstu verk- efna verði að taka fyrir Hallærispla- nið og Steindórsplanið við Aðal- stræti, þar sem á að koma nokkurs konar Borgartorg með byggingum í kring. Þar yrði m.a. þjónustumið- stöð á vegum borgarinnar. Ég sé þetta fyrir mér sem dálítinn minnis- varða, framúrstefnulegt og skemmtilegt hús 'úr gleri og stáli. Þótt ekki yrði það fyrirferðarmikið, engin stórbygging, þá marki það nokkur tímamót. Það þarf að taka afstöðu til bygginga, sem í framtíð- inni geta verkað eins og segull til að draga fólk að Miðbænum. Vegna leiksýninga, tónleikahalds og þess- háttar. Þar nefni ég til dæmis Tjarnarbíó og Iðnó og fleiri hús á svæðinu. Áuðvitað verður Iðnó að hafa sinn sess við Tjörnina og borg- in að stuðla að því að húsið verði nýtt sem mest í stíl við upphaflegan tilgang þess fyrir leiksýningar.“ Þetta kallar á spurningu um Hótel Borg, sem Reykjavíkurborg keypti til að tryggja hótelið í Mið- bænum og Markús segir:„Það er verið að gera úttekt á húsnæðinu og fara yfír þær breytingar sem þarf að gera til þess að gera það að gamaldags sígildu hóteli en þó með nútíma þægindum og aðstöðu. Að því leyti verður að færa það til nútímahorfs, sem kostar það að heilmikið verður að.endurnýja, m.a. baðherbergin, en láta það samt halda þessum gamla blæ. Þá kemur til álita hve mikið á að stækka hótelið. Upphaflegar ráðagerðir voru að byggja Hótel Borg áfram í svipuðum stíl alveg upp að húsi Reykjavíkurapóteks. Húsið á milli er aðskotahlutur í þessari húsalínu. Ég tel ekkért fráleitt að það víki þegar borgarskrifstofurnar flytja úr húsinu í Ráðhúsið í apríl. Ménn hafa jáfnvel látið sér detta í hug að stækka Hótel Borg alla leið hing- að í þetta hús. Það er annað og stærra mál.“ Miðbærinn risavaxið verkefni Reykjavíkurborg hefur að und- anfömu byggt mikið af menningar- stofnunum, Borgarleikhúsið yfír leiklistina og er að stækka Kjarvals- staði og Ásmundarsafn fyrir mynd- listina auk menningarmiðstöðvar á Korpúlfsstöðum. En allan tímann hefur Borgarbókasafn, sem átti að koma á eftir Borgarleikhúsinu, beð- ið. Er það á döfinni eða víkur það enn? Markús segir að sér fínnist tímabært að byggja Borgarbóka- safn og nauðsynlegt að ákveða hvar eigi að vera framtíðaraðstaða þess ef ekki er lengur hægt að koma því fyrir á fyrirhugaðri lóð í Kringl- unni.„Og nú er annað stórt menn- ingarhús í umræðunni, Tónlistar- húsið", segir hann.„Litið er til Reykjavikurborgar um að létta þann róður og áhugamenn hafa verið að koma til mín í þeim erind- um. Aðrir koma þar líka við sögu, svo sem ríkið. Það mun áreiðanlega innan skamms verða ákveðið hvort borgin tekur einhvern þátt í þessu fjárfreka verkefni eða lætur annað hafa forgang.“ Markús Örn segir Miðbæinn vera rísavaxið verkefni og margt þar sem gera þarf. Nú þegar er byrjað að endurnýja gatnakerfið og allar lagnir í jörðu. Það er geysilega kostnaðarsamt. „Síðan eru áform- aðar breytingar við höfnina. Ráð- gert að fara með Geirsgötuna norð- ur fyrir Hafnarhúsið og flöskuháls- inum í umferðinni um Tryggvagöt- una þá eytt. Á þessu svæði er Hafn- arhúsið, sem sérstaklega er verið um taumana í fjármálum og kröfu um að áætlanir standist? „Það hef- ur reyndar alltaf verið gert hjá Reykjavíkurborg. Þær fjölmörgu byggingar sem hafa á hveiju ári verið í gangi hjá borginni hafa stað- ist mjög vel áætlun,“ segir hann.„En þetta ákveðna mál Hita- veitunnar er raunar enn eitt dæmið í byggingarsögu okkar íslendinga um að menn sjá ekki fyrir sér út- gjaldaþróunina þegar á að byggja eitthvað nýtt. Og. það er ótækt hvernig svona mál hafa farið úr böndunum og hlaðið utan á sig þegar hannað er út í óvissuna. Má nefna Flugstöðina og Þjóðleikhúsið. Það er auðvitað grunvallaratriði að fjárhagsáætlanir standist. Og verð- ur gengið ríkulega eftir því. Af þessu máli má læra. Ég hefí af þessu tilefni sérstaklega spurst fyr- ir um Ráðhúsið. Þar gengur allt eðlilega og innan ramma fjárhags- áætlunar." Börnum og öldruðum fjölgar Svo við snúum okkur að mann- fólkinu. Þeim fjölgar sem þurfa þjónustu í borginni. Einkum börn- um og öldruðum, börnunum sem þurfa dagvistunarþjónustu vegna fjarveru foreldra og öldunganir verða fleiri og eldri og þá að sjálf- sögðu meira lasburða. Ér það ekki eitt af stóru viðfangefnunum? „Þáð hefur lengi verið mín skoðun að Reykjavíkurborg þurfi að hafa for- ustuna og vera merkiberi í að byggja upp ýmsa samfélagslega þjónustu, eins og ég sagði áðan. Þá tel ég alveg einsýnt að við eigum að halda áfram að bæta dagvistar- þjónustuna. Og þá kemur meðal annars til hvort það gæti orðið í auknum mæli í sambandi við skól- ana. Á mínum tíma í fræðsluráði hófum við tilraun með kennslu fyr- ir 5 ára böm í Áiftamýraskóla. Það gafst mjög vel. En hvort sem þetta verður hlutverk grunnskólans eða ekki, þá finnst mér nauðsynjamál að börnum á forskólaaldri gefist kostur á að vera á dagvistarstofnun hluta úr degi. Ég er ekki að mæla með langdvölum nema þar sem brýn nauðsyn krefur, heldur að það sé mjög þarflegt innlegg í þroska- feril bamsins að á koma á stofnan- irnar sem bjóða upp á hollt starf. Ég hefí sjálfur haft þá reynslu með mín börn. Hefði ekki viljað að þau færu á mis við leikskóladvölina. Það ætti að vera kappsmál fyrir okkur að geta gengið sem lengst í að veita börnum jafnan aðgang að slíkum stofnunum einhvern tíma dagsins. Þá er ég ekki að tala um hagsmuni foreldranna, svo að þeir geti verið úti á vinnumarkaðinum og þurfí af þeim ástæðum að koma sínum börnum fyrir. Auðvitað verð- ur að taka tillit til að sumir foreldr- ar geta ekki unnið fyrir sér nema fá slíka aðstoð eins og einstæðir foreldrar. Þá hefur verið bent á annað úrræði, að greiða foreldram fyrir umönnun bama sinna heima. Ér ætlunin að gera að minnsta kosti tilraun fljótlega og verið að móta reglurnar. Þetta er róttækt nýmæli og þarf að skoða á því ýmsar hliðar. En hins vegar er ekk- ert hik á mönnum að gera þessa tilraun og áætluð er fjárveiting til þess.“ „Hvað aldraða snertir þá hefur geysimikið verið gert ef litið er til baka til þess tíma þegar við sett- umst í fyrstu nefnd vegna íbúða fyrir aldraða, sem farið var að byggja við Dalbraut, Lönguhlíð, á Droplaugarstöðum. Þá var þetta töluverð nýjung. Mér fínnst kostur ef hægt er að gera sem mest af því í söluíbúðaformi. Að fá þá til að leggja sitt af mörkum í uppbygg- inguna sem þurfa að fá þjónustu og geta ekki verið áfram í eigin húsum. Hlutverk borgarinnar sé að leggja fram þjónustukjama við þessar íbúðir og til reksturs þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Sýni- lega verður nægilegt framboð á slíku húsnæði á næstu árum. Fyrir þá sem ekki hafa efni á þvi þarf að hafa leiguíbúðir. Er gert ráð fyrir slíkum leiguíbúðum í bygging- unni sem er að rísa við Lindargötu. Síðan era þeir sem þurfa hjúkranar- rými. Hefur borgin að undanfömu komið þar inn í samvinnu við Skjól og Eir. Nú er gert ráð fyrir lóð undir hjúkrunarheimili í syðri Mjódd í Breiðholti. Ábendingar hafa að fyrra bragði komið frá fólki sem tengt er þessum málafiokki um að fólk með sæmileg efni en sem þarf að komast á hjúkrunarheimili sé ef til vill tilbúið til að leggja eitt- hvað af mörkum til uppbyggingar- innar. En í hve ríkum mæli fólk mundi vilja það ef á reyndi veit ég ekki. Mætti láfa kanna það.“ Pólitíkin grípandi Að lokum föram við að ræða um aðdráttarafl stjórnmálanna. Mark- ús hefur staðið þeim nærri frá barn- æsku. Hann hvarf af þeim vett- vangi um sinn en er nú kominn aftur. Er pólitíkin svona grípandi að maður sleppur ekki frá henni þegar maður er þar einu sinni kom- inn?„ Já, ætli það ekki“, svarar hann um hæl.„Það er eins og þú segir, maður hefur alist upp með pólitíska umræðu allt í kring um sig. Svo settist ég að þessu leyti á friðarstól sem útvarpsstjóri og þar er ekki ætlast til þess að maður sé að að láta í ljós skoðanir á stjórn- málum. Þá fór ég að fínna hjá mér þörf fýrir að tjá mig pólitískt um þau mál sem í umræðunni voru. Nú hefur losnað um þau bönd og mér líður vissulega betur þótt ég hafi kunnað ágætlega við mig í útvarpsstjórastarfinu að öðru leyti. Hér fer þetta mikið saman að borg- arstjórinn er embættismaður og pólitískur forastumaður. Hann er framkvæmdastjóri fyrir alla Reykjavíkurborg. Hvað verkefnin snertir er ekki hægt að hugsa sér fjölbreyttara og áhugaverðara starf.“ Markús kveðst að sjálfsögðu stefna að því að fara í prófkjör fýrir næstu kosningar til að fá stað- festingu á að hann verði pólitískur leiðtogi Sjálfstæðismanna í borgar- stjórn. Vegna þess hvernig borgar- stjórastarfíð kom til á miðju kjör- tímabili hefur hann þangað til ekki atkvæðisrétt í borgarstjóm. En sem formaður borgarstjómarflokks meirihlutans er hann að vissu leyti leiðtogi í raun. Þegar hann er spurð- ur hvort hann telji nauðsynlegt að saman fari starf borgarstjóra og pólitísks leiðtoga meirihlutans, seg- ir hann með sannfæringu.„Já, það tel ég hiklaust. Ég held að það sé stór og mikilvægur hluti af baksvið- inu í sögulegu samhengi. Reykjavík hefur notið þess. Þannig hefur það verið í tíð Sjálfstæðisflokksins og verið styrkur borgarstjórnar. Ég fer heldur ekki á mis við þetta nú þar sem ég hefí einróma stuðning pólití- skra samverkamanna minna til þessarar stöðu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.