Morgunblaðið - 01.09.1991, Side 29

Morgunblaðið - 01.09.1991, Side 29
metrar. Mest um ána Jórdan sem mynduð er úr þremur upptökuám í norðri, í Gólanhæðum og hinu háa Hermonfjalli. Einmitt frá átaka- svæðunum milli ísraela og Sýrlend- inga og jafnvel Líbanon. Vatnsveita Israels má búa við það böl að Genes- aretvatn liggur 210 metrum undir sjávarmáli. Því verður að dæla vatn- inu upp í mikla hæð, hæst í 370 m hæð yfír sjávarmáli við Eilabun, svo að vatnið geti runnið eðlilega um Suður- ísrael. Þetta er m.a. leyst með tveimur gríðarmiklum dælu- stöðvum í Sapír á bökkum vatnsins og Tsalmon 18 km sunnar. Að sjálf- sögðu er þessi vatnsveita um allt ísrael gríðarlegt mannvirki. Hinn 16 km langi V-laga Jórdanskurður er á tveimur stöðum grafínn í gegn um fjallaskörð og skilar vatninu í 800 þúsund kúbikmetra lón. En fleiri slík eru á leiðslunum. í Genes- aretvatni eru lindir með saltvatni, sem leiddar hafa verið framhjá. En Dauðahafið, sem liggur enn lægra og sunnar, er svo salt að maður flýtur á því. Öllu þessu vatnakerfi sem teygir sig um allt landið er miðstýrt frá Tel Aviv. Mestur hluti þessa vatns eða 75% er nýtt til akuryrkju. En ræktuðu svæðin hafa 58-faldast frá stofnun Ísraelsríkis, sem þakkað er þessari miklu vatnsveitu. Vatnsnotkunin á heilu ári í upphafí eyðist nú á einum sólarhring. Enda er blómlegt í ávaxagörðunum, þar sem ræktaðir eru hvers konar ávextir til útflutn- ings. Hér þekkja allir til dæmis gómsætu Jaffa-appelsínurnar. En nú er komið að takmörkum vaxtar eða jafnvel fram yfir þau þrátt fyr- ir allt vatnið úr Gólanhæðum og lindunum á Vesturbakkanum. Isra- el hefur í viðleitni sinni til þess að láta rætast draumsýn Ben-öurions um „að láta eyðimörkina blómstra" að undanfömu notað 15-20% af vatni umfram það sem bætist við í meðalári. Bjargað sér á því að safna í bestu árum. En afleiðingin er sú að grunnvatnsborðið hefur lækkað, brunnar þomað, saltmagnið aukist í vatninu og yfírborð Genesaret- vatns er lægra en það hefur orðið úndanfarin 60 ár. Og nú er búist við örri fólksfjölgun með tilsvarandi álagi á vatnið. Straumur Sovét- gyðinga er fyrirsjáanlegur á næstu árum. Til vibótar er því spáð að mengun og sjávarblöndun í vatnið á Gasa- svæðinu vegna ofnotkunar gmnn- vatnsins geri það ónothæft um árið 2000, þegar fólksfjöldinn verður væntanlega kominn þarna upp í eina milljón. Hvað skal þá gera? Umræða um það er löngu hafin. Vatnið er niður- greitt eins og fjárbúskapurinn hjá okkur. Talað er um að setja á bænd- ur kvóta. Einnig að stýra betur í hvað þetta vatn fari, t.d. með því að nota ekki vatn til ræktunar á öðm en því sem gefur hátt verð. Banna til dæmis að rækta ódýra baðmull með áveituvatni. En þá kemur að vandamáli sem við þekkj- um líka hér á íslandi, byggðasjón- armiðinu. ísraelsmönnum er mikil- vægt að byggja allt landið og það mundi verða til þess að kippa fótun- um undan búskap í útjöðrunum, svo Mpi|GU^pLAUffi,SUI^PA,GUK L,SKH'£WR m sem við norðurlandamærin, sem þeir vilja alls ekki. En ekki dugar að halda áfram að ofnýta vatnið, þá er hætta á að fá saltvatn inn í brunna og stöðuvötn. Eina sjáanlega ráðið virðist vera að þjóðir Miðausturlanda geti kom- ið sér saman um samnýtingu á vatninu og gert langtímaráðstafan- ir. Tyrkland sem hefur nægt vatn fyrir alla og mest af vatninu sem rennur í suður kemur frá, hefur stungið upp á 20 milljarða dollara vatnsleiðslu, sem flytti vatn úr tveimur fljótum þess suður í gegn um Sýrland_ og Jórdaníu og til Flóa- ríkjanna. Áætlun Alþjóðabankans um að byggja stíflu á efri hluta Yarmutárinnar, sem liggur á landa- mærum Sýrlands og Jórdaníu og skilar sér svo í ána Jórdan, hefur strandað á neitun ísraela að sam- þykkja framkvæmdaáætlunina nema því sé tryggður viðunandi hluti af þessu vatni. Og samkomu- lag er ekki líklegt um það fremur en annað á þessu svæði. En hið dýrmæta vatn er sjálfsagt engu síð- ur ástæðan fyrir því hve föst í hendi herteknu svæðin í Gólanhæðum eru Israelsmönnum heldur en radarstöð þeirra hæst á Hermon fjalli, þaðan sem þeir geta fylgst með öllum ferð- .um suður yfír Jordaníu og austur yfír Sýrland og séð flugvélar sem lenda á flugvöllunum í írak. Til þess þurfa þeir engan gerfihnött. Mörg lönd deila Efrat Dæmi um það hvernig vatnið getur samtvinnast öryggismálum er olíuflekkurinn mikli sem írakar sendu í nýafstöðnu stríði út í Persa- flóa, en mesta hættan sem af hon- um stafaði var að hann kæmist í nánd við Bagdad er vatnsmagnið 400 kúbikmetrar á sekúndu, en í flóðunum í apríl allt upp í 2.750 kúbikmetra. Ur því fer fljótið að skipta sér. Efrat er vatnsminna en Tigris og hefur klofnað tvisvar sinn- um áður en fljótin renna saman í Chatt- el-Arab. Efrat féll í gamla daga sjálf beint út í Flóann, en nú munu þetta vera miklir óshólmar beggja ánna, enda er búið að nýta vatnið í mörgum löndum á hinni 2.775 km vegferð. Frá alda öðli hefur vatnið gert eyðimörkina með- fram fljótunum byggilega og haldið uppi menningarríkjum með áveitum eins og í hinni fornu Mesópótamíu. Fyrir einn íslending er merkileg upplifun að standa allt í einu á bökkum þess fræga Efratfljóts, sem maður lærði svo mikið um í skóla, þar sem það rennur breitt og lyngt við borgina Dayr el Zawr í Sýr- landi. Koma þar eftir langan akstur gegn um eyðimörkina og halda áfram í austur yfir álíka þurran sandinn. Þá sést vel að það er Efr- at sem gefur landinu líf og gerir er auðvitað ekki eina ástæðan fyrir virkjun fljótsins, sem var lagt í fjötra með aðstoð Sovétmanna í þeim fróma tilgangi að vinna og rækta 1040,000 hektara lands beggja vegna árinnar. Þeim áform- um er langt því frá lokið. Þetta er gífurlegt átak og mjög dýrt, en reikað er með að það verði orðið að veruleika um aldamót. Við stíflugerðina fór að reyna verulega á samskipti Sýrlands og íraks vegna deilna um vatnið í Efr- at, sem írakar telja Sýrlendinga vera að ræna -frá sér. Assad og Hussein náðu þó skammtímasáttum í október 1978. Brátt fór samkomu- lagið út um þúfur og Sýrlendingar studdu- íran í stíðinu við írak og einnig fjölþjóðaherinn í árásinni á írak eftir að þeit' réðust inn í Kuwa- it. Er ekki ofsögum sagt að þarna sé enn einn hættupunkturinn í deil- unum um vatnið. Ekkert vatn ekkert líf Vatnskreppan í Miðausturlönd- um er skollin á, var nýlega haft á þessu ári til þess að hefja umræð- ur um hvernig Miðausturlönd geta mætt ógnuninni af vatnsskorti. Það er vatnið sem ber lífið á jörð- inni, sagði prófessor Malin Falken- mark frá Rannsóknaráði náttúru- vísinda í Stokkhólmi, en þessi þekkta vísindakona flutti tvö stór-1-- merk erindi um vatnið á norrænu ráðstefnunni Miljö 91 í Reykjavík, sem flestir þátttakendur nefndu sem merkasta framlagið á þar til gerðu eyðublaði. Fyrirlestrana nefndi hún: „Að lifa í sátt við vatns- ferlið" og „Vatnsskorturinn í þriðja heiminum - að búa sig undir fram- tíðarhorfur." Hún gagnrýndi Brundtlandsskýrsluna um umhverf- ismál sem hún telur mjög yfirborðs- kennda. „Það er vatnið sem setur okkur takmörk. Ekki þetta sjáan- lega vatn, heldur hitt sem er í iðrum*" jarðar og ósýnilega vatnið sem við sjáum ekki. Þegar geimflaugin Nasa kom til jarðar færði hún okk- ur enn frémur sanninn um að vatn- ið ræður lífi. Allar hinar pláneturn- ar eru annað hvort of kaldar til þess að vatn geti komið fram öðru vísi en sem ís eða of heitar til að vatnið geti birst óumbreytt. Á jörð- inni er það í vökvaformi, en jafnvel þar á það sín takmörk. Hún sagði að jarðarbúar yrðu að skilja hvað gerist, ekki bara vita það. „Setjum upp bláu gleraugun“, sagði hún um leið og hún skýrði á áhrifamikinn hátt hringrás þessa sama afmark- aða vatnsmagns, efnismengunina í vatninu og truflun þessarar hringv rásar af mannavöldum. Og við blasti heildarmyndin. í seinni fyrirlestrinum talaði hún um hvar vatnið liggur í heiminum og vantsskortinn í þróunarlöndun- um með áherslu á Afríku, sem hún Vatnsflutningar áður fyrr og vatnsflutningar um Jórdan- skurð. ísraelsmenn eru þegar I vatns- þröng og þeir fá sitt vatn um Gólanhæðir. Thawravirkjunin í Efratfljóti í Sýrlandi, sem olli vinslitum milli Assads og Husseins, er taldi vatninu stolið frá sér. sjóhreinsistöðvar Flóaríkjanna fyrir ferskt vatn. Enn einu sinni sýndi Saddam Hussein að hann lumaði á enn nýrri skelfingu á svæðinu og kunni að beina spjótum sínum að hinu viðkvæma vatni, er haft eftir sendifulltrúa í Miðausturlöndum. Ut í Persaflóa renna stórfljótin Tígris og Efrat, sem eiga upptök sín í Tyrklandi langt í norðri. Tígr- is bytjar í tyrknesku Armeníu, fær vatn úr hliðarám í fjöllunum við austurlandamærin og rennur 1200 m leið um írak að mestu. Er vatns- magnið 300 til 3.000 kúbikmetrar á sekúndu á vorin við Bagdad. Efr- at myndast af tveimur uppsprettu- ám í Tyrklandi, Kara Sug og Mura- el Sug. Tyrkland hefur öðru hveiju reitt nágrannaríkin sem fljótin renna um til reiði, einkum með því að breyta rennsli Efratárinnar í sambandi við hið stóra orkuver sitt, Ataturkstífluna. Sýrland tekur við Efratfljóti um 50 km langa djúpa gjá á landamær- unum og skilar því all miklu sunnar austur yfír landamærin til íraks. í það byggilegt. í Mósebók er Efrat- fljót nefnt sem eitt af fjórum fljótum Paradísar, sem raunar er erfitt að taka alvarlega nú á dögum þegar maður lítur í kring um sig í eyði- mörkinni á báðar hliðar. Þama er fljótið líka ærið deiluefni milli Sýr- lendinga og íraka. Þeir lokuðu land- amærunum milli landanna fyrir 10 árum. Smelltu þar loku fyrir járn- brautina og aðalveginn milli Dam- askus og Bagdad um leið og Sýr- lendingar settu tappa í olíuleiðsluna frá Kirkuk í Irak að sýrlensku hafn- arborginni Banias við Miðjarðarhaf. í vinslitum þeirra Saddams Hus- seins og Assads var deiluefnið Tabqstíflan mikla sem Sýrlendingar reistu í Efratfljóti árið 1974. Assad- lónið sem myndast hefur ofan við stífluna er 630 ferkílómetrar að stærð og þar er komin blómleg borg. Þama er milljón kílówatta orkuver með 11 túrbínum. Orkuve- rið mundi líklega ekki valda eitt og sér þessari úlfúð milli landanna, enda skila orkuver vatninu áfram í fljótið eftir notkun. En orkuverið eftir Richard Armitage, einum að- alráðgjafa Bush Bandaríkjaforseta, sem nýlega var skipaður sérstakur samningamaður um vatnið í Mið- austurlöndum. Hvaða Araba- eða ísraelsleiðtogi sem ekki gerir sér grein fyrir því er að dæma þjóð sína til hægfara og kvalafulls dauða, bætti hann við á blaðamann- afundi íyrir fáum vikum. Nú þegar reiknað er með að inannfjöldLnn á svæðinu verði orðinn 100 milljónir um aldamótin er ekki hægt að láta sem ekkert sé. Sendiherra Jórdaníu í Bandaríkjunum, Hussein Hamm- ami, lagði í marsmánuði síðastliðn- um fram tillögu um að stofnuð yrðu með þátttöku Araba og Israels- manna Öryggissamtök á Miðjarðar- hafssvæðinu, sem tækju fyrir ýmis vandamál, þar á meðal vatnið. En hingað til hafa átök um yfirráð yfír landi komið i veg fyrir samvinnu aðila. í annan stað hefur Tyrkland, sem réði yfir stórum hluta þessa svæðis í 400 ár og mikið af vatninu á upptök sín í, áform um að efna til svæðisráðstefnu í Istanbúl seint hefur mest einbeitt rannsóknum sínum að. Á línuritum hennar og kortum gátu áhorfendur glöggt séð að fréttirnar af hungursvæðunum eru einmitt af þeim stöðum þar sem vatnið er naumt og álagið hefuV verið of mikið á það og gróðurinn sem getur bundið það. Svipaða mynd getur maður einnig haft af löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Þar eru átakasvæði þar sem deila þarf vatninu. Austurríski hershöfðinginn Adolf Radauer, yfirmaður friðargæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna í Gólan- hæðum sagði í viðtali við undirritað- an blaðamann Morgunblaðsins um frið í Miðausturlöndum og raunar um leið í heiminum almennt að mikilvægast væri að styðja alþjóða«rt starf í þá veru að fínna lausn á vandanum áður en hann skellur á.„Ég tel mestu máli skipta að leita nú fyrirfram lausna á þrennu, ol- íunni, menguninni og vatninu, áður en um það verða átök og styijald- ir,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.