Morgunblaðið - 01.09.1991, Síða 35

Morgunblaðið - 01.09.1991, Síða 35
MORGUNBLADID SUNNUDÁGUR 1. SÉPTEMBER 1991 35 lega má fá gott sett á undir 20.000 krónur sem ætti að endast flestum áhugamönnum lengi. Þegar dellan heldur innreið sína hjá fólki verður fljótlega ekkert nógu fínt. Golf getur verið dýr íþrótt ef menn vilja það við hafa, en það er ekkert náttúrulögmál. Iþróttina er best að iðka af skynsemi eins og annað, og sníða sér stakk eftir vexti. | Fjöiskylduíþrótt Það má segja sannlega um golf- | íþróttina að hún henti allri fjölskyld- * unni. Allir geta verið saman í leikn- um og fylgst að allan hringinn án þess að einn rjúki fram úr hinum og sjáist ekki meir. Fjölskyldumeð- limir geta jafnvel keppt á jafnréttis- grundvelli gegnum forgjafarkerfið, því hver fær sína forgjafartölu dregna frá heildarhöggafjölda sín- um í lok hverrar umferðar. íþróttin hefur einnig þann kost til að bera að hún stuðlar að hollri útiveru og hreyfingu, án þess að vera mjög líkamlega krefjandi. Ekki er langj; síðan einhentur kylfingur kom til landsins að sýna listir sínar og trúðu menn vart eigin augum . er þeir sáu hve langt og nákvæm- lega hann gat skotið. Þeir sem ekki treysta sér til að ganga upp og nið- ur brekkurnar á eftir boltanum geta ekið um vellina á litlum raf- drifnum bílum og svo mætti lengi telja. ■ Keppnir Mót eru yfirleitt haldin á tímabil- inu frá byijun maí til loka septem- ber. í opnu mótunum er öllum heim- il þátttaka. í ár hafa verið og verða haldin alls 72 opin mót víðs vegar um landið auk fjölmargra kvenna-, unglinga- og öldungamóta. Innanfélagsmótin eru, eins og nafnið bendir til, eingöngu ætluð félagsmönnum í viðkomandi golf- klúbbum. Árlega skipta þau tugum í hveijum klúbbi, og þar má auk hinna venjulegu flokka finna ýmis óvenjulegri svo sem ömmumót, einnarkylfukeppni, hjóna- og para- keppni, furðufatamót, og timbur- mannamót. Á landsmótinu í golfi eru krýndir íslandsmeistarar í karla- og kvenn- aflokkum kylfinga. Keppt er í meistara-, fyrsta- og öðrum flokki karla og kvenna, en auk þess í þriðja flokki karla. Sigurvegarar í hveijum flokki ei-u einnig verðlaunaðir. Það er einstakt við golfíþróttina, að langflestir iðkendur hennar eru að keppa, en ekki aðeins þeir sem eru í eldlínunni. Það sem gerir þetta mögulegt er forgjafarkerfið, sem reiknað er út miðað við getu hvers og eins og gerir það að verkum að misgóðir leikmenn geta keppt á sama grundvelli. Það sem gerir golf að dæmi- gerðri delluíþrótt er kannski einmitt það að árangur erfiðisins sést sam- stundis og ótvírætt - hvert einasta skot er annað hvort lélegt eða gott. Þegar við bætist að alltaf eru ein- hveijir til að keppa við, getur orðið úr þessu hinn æsilegasti leikur sem erfitt er að sleppa takinu á. Reglur Of langt mál yrði að telja upp allar reglur sem golfarar hafa fund- ið upp í tímans rás, enda er þær að finna í 200 blaðsíðna bók sem verið er að þýða á íslensku. Það er alls ekki nauðsynlegt að kunna regl- ur þessar upp á sína tíu fingur, en fyrir utan þær reglur sem að sjálf- um leiknum lúta hefur hver völlur sínar eigin umgengnisreglur sem ber að fylgja við leik á vellinum. Almennt má segja að lagfæra beri spjöll er kunna að verða á vell- inum af völdum kylfu, gaddaskóa eða annars, auk þess sem ber að sýna öðrum leikmönnum tillitssemi þegar margir eru á vellinum. Til að halda völlunum góðum er mikil- vægt að allir séu samstilltir um það að fara sem best með þá, því gras- ið er viðkvæmt fyrir ágangi. Þeir sem gjarnan vildu stunda hressilegt og létt frístundasport en hafa ekki fundið neitt við sitt hæfi ættu að prófa golfið - það er aldrei að vita nema það slái í gegn. Gísli Halldórsson BYRJAÐI GISLI Halldórsson, formaður Olympíunefndar Islands og fyrrverandi forseti og nú heið- ursforseti Iþróttasambands ís- lands, byrjaði að slá fyrir al- vöru þegar hann var 63 ára. Nú spilar hann á Nesvellinum á Seltjarnarnesi, 9 holur á virk- um dögum og 18 um helgar. /■ g byijaði nokkuð seint að spila golf. Ég hafði aldrei tíma til þess meðan ég var í félags- málum og pólitík, en síðustu þrett- án árin hef ég spilað mikið. Þegar maður kemst upp á lagið verður maður fljótt forfallaður golfari því ánægjan er mikil, félagsskapurinn góður og útiveran holl. Hinu ber ekki að neita að það kostar mikla æfingu að halda sér góðum og það má eyða í það mikium tíma.“ Gísli slær nokkur högg fyrir blaðamann og augljóst er að þau eru slegin af miklu öryggi. Fyrst eru fæturnir eru vandlega stað- settir miðað við kúluna og líkam- inn rennur að því er virðist ósjálf- rátt í rétta skotstellingu. Kylfa númer átta er tekin fagmannleg- um tökum og henni sveiflað upp. Höggið ríður af svo áreynslulaust að sjá að maður tekur varla eftir því, og ekki er laust við að hluti af upplifun skotmannsins sjálfs skili sér til áhorfandans. „Ég hef iðkað íþróttir alla mína tíð, en þegar ég fór að minnka 63 ÁRA við mig í félagsmálum fannst mér heldur lítið að synda bara á morgnana svo ég tók upp á því að fara að æfa golfið eftir vinnu- dag. Níu holur taka um tvo tíma og átján holur fjóra, svo þetta er hin besta útivera." - Hvað gerir golfið svona spennandi? „Það er mikið til fólgið í því að þegar menn eru að ná tökum á þessu finnst þeim þeir alltaf geta gert aðeins betur. Ánægjan er svo mikil að slá góðan bolta, sjá hann fljúga fallega í loftinu fast að holu, að það dregur mann út á völlinn. Ef högg mistekst sér maður eftir því og æfir sig þeim mun ákafar til að reyna að koma í veg fyrir að það endurtaki sig. Jafnvel þó menn séu orðnir þaulæfðir mistekst þeim iðulega högg og högg, og því verður íþróttin aldrei fullæfð.“ - Hefur þetta haft góð áhrif á heilsuna? „Já, tvímælalaust. Það er eng- inn vafi að ég á mikið til golfi og sundi heilsu mína að þakka. Mað- ur sefur vel og þægilega eftir einn hring á vellinum og það eykur vellíðan almennt. Ég mæli með þessu sporti fyrir alla - sérstak- lega fyrir þá sem komnir eru á efri ár, bæði þá sem þegar stunda golf og þá sem aldrei hafa snert á kylfu. Það er aldrei of seint að byija.“ RÉTTU GRÆJURNAR FYRIR byrjendur sem ákveðnir eru í sportinu er ágætt að verða sér úti um hálft sett af góðum kylfum með vel jafnvægisstillt- um hausum (Toe Heel) og venj- ulegum sköftum (Regular). Það þarf að ganga úr skugga um að unnt sé að fá viðbót við set- tið síðar, þegar færni og kröfur leikmannsins fara að aukast. Þó hér sé .talað um „góðar kylfur" er ekki átt við kylfur sem ætlaðar eru bestu spil- urum, því þær eru hreinlega of erfiðar viðureignar fyrir byij- endur. Á hinn bóginn ber að at- huga það að mörg ódýr hálfsett á markaðnum eru stöðluð hálfsett sem ekki er hægt að bæta inn í síðar. Auk þess eru þessar kylfur oft verr jafnvægisstilltar en aðrar og geta því orðið ófullnægjandi þegar fram í sækir. Af fylgihlutum og hjálpartækj- urri golfunnandans má nefna poka undir kylfurnar, kerru, bolta, hanska og skó. Ráðlagt er að kaupa stífan poka sem hægt er að festa á kerru, því hana fá flest- ir sér fyrr en síðar. Byijendum er best að nota æfingabolta, sem ekki eru eins harðir og keppnis- boltar. Auðvitað verður breytinga þörf á útbúnaði samhliða þróun í getu, en dæmi um góðan útbúnað fyrir byijanda sem ætti að endast langt fram eftir áhugamennsku gæti verið sem hér segir: Hálfsett ...18.800 kr. Poki 4.900 kr. Kerra 6.900 kr. Skór 3.400 kr. Hanskar .... 480 kr. 10 boltar... 700 kr. Samtals ...35.180 kr. Haustvörurnar komnar Verið velkomnar Pósthússtræti 13. TILBOÐ ÓSKAST ÍFord Bronco IIXLT 4x4, árgerð ’89 (ekinn 14þús. mílur), Pontiac Grand Prix, árgerð '89 (ekinn 38 þús. mílur), GMC P/U 1500 High Sierra 2 W/D, ár- gerð '84 og aðrar þifreiðar er verða sýndar á Gr’ens- ásvegi 9, þriðjudaginn 3. september kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARIMARLIÐSEIGNA STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN U.Srt: Verð 5.995,- Stærðir: 40-45 Litur: Svart + brúnt. Sóli: Leður. Efni: Skinn og skinnfóður. Ath.: Full búð af nýjum vörum. Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. & Kringlunni, sími 689212. -.. . Toppskónum, Veltusundi, sími 21212. -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.