Morgunblaðið - 10.09.1991, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991
9
HÚSHJÁLP
Bamlaus hjón í vesturbæ óska að ráða heiðarlega og reglu-
sama konu á góðum aldri til að sjá um þrif á húsnæði. Einnig
þarf viðkomandi að sjá um þvott. Húsnæðið er á tveimur
hæðum. Gert er ráð fyrir að viðkomandi komi einu sinni í viku
(föstudaga).
Góð laun fyrir rétta hjálp.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Húshjálp-6530“.
Músíkleikfimin
hefst mánudaginn 23. september
Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir konur á
öllum aldri.
Byrjenda- og framhaldstímar. Kennsla fer
fram í íþróttahúsi Melaskóla.
Kennari Gígja Hermannsdóttir.
Upplýsingar og innritun í síma 13022 um
helgar og virka daga í sama síma eftir kl. 17.
Bílamarkaburinn
v/Reykjanesbraut
Smiðjuveg 46e,
Kóp. Sfmi:
671800
Ford Taurus V6 ’89, ek. 40 þ. mílur, Ijósgull-
litur, rafm. í öllu, sjólfsk. V. 1750 þús.
Dodge Shadow ’88, hvítur, 5 dyra, sjálfsk.,
ek 47 þ. km. V. 950 þús.
Pontiac Grand Am '85, ek. 68 þ. mílur,
hvítur, skoðaður ’92, sjálfsk. V. 800 þús.
Mazda 323 GLX Sedan '88, gullsans, 1500
vél., sjálfsk., ek. 25 þ. km., ný ryðvarinn,
o.fl. V. 730 þús.
FJÖLÐIBIFREIÐA A MJÖG GÓflUM
GREIÐSLUKJÖRUM EflA MIKLUM
STAflGREIflSLUAFSLÆTTI
Landrover 90 '88, blár, ek. 21 þ. km., vökva-
stýri, o.fl. V. 1550 þús.
Daihatsu Charade TS '88, blásans, ek. 20
þ. km. V. 540 þús.
MMC Lancer GLX '88, hvítur, 5 g., ek. 52
þ. km., 2 dekkjag., rafm. í öllu. V. 720 þús.
Chrysler Le Baron GTS '89, blár m/rafm.
í öllu, sjálfsk., ek. 50 þ. km. V. 1250 þús.
Mazda 626 GLX 2.0L Station ’89, 7 manna,
sjálfsk., ek. 42 þ. km. V. 1350 þús. (sk. á ód).
MMC Colt GLX '90, 3 dyra, 5 g., ek. 11
þ. km. V. 890 þús.
Nissan Patrol langur ’89, ek. 60 þ. km. V.
2.7 millj.
Peugout 309 '87, 5 dyra, beinsk., ek. 52
þ. km. V. 490 þús.
Nissan Patrol, langur, '83, ek. 30 þ. km. á
vél, ný 33“ dekk, o.fl., 7 manna. V. 1150 þús.
Toyota Corolla Touring 4x4 '89, beinsk.,
ek. 31 þ. km. V. 1150 þús.
Nissan Sunny 1,5 4x4 station ’87, 5 g.,
ek. 77 þ. km. V. 690 þús.
Pajero Turbo diesel langur '89, sjálfsk.,
ek. 63 þ. km. V. 1950 þús.
Subaru 1800 st. 4 x 4 '89, afmælisútg. ek.
36 þ. km. V. 1230 þús. (sk. á ód).
Subaru Legacy 1,8 '90, ek. 12 þ. km. V.
1430 þús.
ATH.: 15-30% STADGREIÐSLUAFSLATTUR AF ÝMSUM BIFREIBUM.
Mannauður og
hagvöxtur
Lykillinn að bættum lífskjörum á næstu
öldervel menntaður vinnukraftur. Þrennt
skiptir miklu fyrir íslendinga til að auka
hagvöxt og bæta lífskjörin: Mikil og ónýtt
auðævi, losun á hömlum sem hafa njörv-
að þjóðarbúskapinn niður og loks að ná
verðbólgunni niður til frambúðar. Þetta
segir Þorvaldur Gylfason prófessor í
grein í Vísbendingu.
Með vitund og
vilja
Grein sína nefnir Þor-
valdur „Með vitund og
vilja“ og birtíst hún í
Vísbendingu, sem _ kom
út 5. september sl. I upp-
hafi greinarinnar segir
höfundur:
„Hagvöxtur er for-
senda batnandi lífskjara
almennings. Hann getur
verið af tvennum toga.
Hann getur annars vegar
sprottið af aukinni notk-
un vinnuafls, fjármagns,
hráefna og annarra
framleiðslugæða. Þairnig
leiða fólksfjölgun, fjár-
festíng, aukinn fiskafli
og svo framvegis til auk-
innar framleiðslu með
timanum: Á hinn bóginn
getur hagvöxtur líka
sprottið af hagkvæmari
nýtingu þeirra fram-
leiðsluþátta, sem fyrir
eru. Þannig getur hag-
vöxtur átt sér stað og
lífskjörum almennings
fleygt fram, jafnvel þótt
fólksfjöldinn, fjármagns-
stofnhm og fiskaflinn
standi í staði. Við getum
kallað þetta innri hag-
vöxt til aðgreiningar frá
ytri hagvexti, sem hvílir
á aukningu framleiðslu-
þáttaima.
Magn og gæði
Það er mikilvægt að
gera greinarmun á hmri
og ytri hagvexti. Þessi
greinarmunur hvílir á
einfaldri og ævagamalli
hugmynd — sem sé
þeirri, að menn verði að
grcina magn frá gæðum.
Það þarf ekki endilega
að fjölga vinnandi fólki
til að auka framleiðsluna,
því að það er iðulega
hægt að ná sama árangri
með því að þjálfa mann-
aflann betur að öðm
jöfnu. Þetta er stundum
orðað þannig, að mennt-
un sé fjárfesting í mann-
auði. Og það þarf ekki
endilega að auka véla-
kostinn til að ýta undir
afköstin, því að það getur
dugað að bæta eða end-
umýja vélamar — sefja
betri tölvur í togarana
og svo framvegis. Og það
þarf ekki heldur endilega
auka útflutningstekjur
okkar af sjávarútvegi,
enda cigum við ekki kost
á því lengur, eins og
ástandi fiskstofnanna við
landið er háttað. Nei, það
getur skilað sama
árangri eða betri að bæta
fiskinn og koma honum
þamiig í hærra verð, til
dæmis með því að flytja
hami ferskan út á erlend-
an gæðafiskmarkað."
Hagvaxtar-
vonir
Síðar í greininni segir
Þorvaldur:
„Ýmislegt bendir til
þess að við íslendingar
búum yfir fleiri og betri
tækifæmm til aukins
hagvaxtar og bættra bú-
skaparhátta að ýmsu
leyti en flestar grami-
þjóðir okkar. Þrennt
skiptir miklu máli í þessu
viðfangi:
* í fyrsta lagi búum við
yfir miklum ónýttum
auðæfum, sem em fólgin
í fossum, jörð og fegurð
landsins. Þessi auðæfi
gætu gert okkur kleift
að efla orkufrekan iðnað
af ýmsu tagi eða jafnvel
hefja beinan orkuútflutn-
ing með tímanum og
jafnframt að byggja upp
öflugan ferðaútveg um
allt land. Stjómvöld
þurfa að undirbúa jarð-
veghin með þvi að miða
gengisskráningu krón-
uirnar við þarfir þjóðar-
búsins í heild í stað þess
að einblína á hagsmuni
sjávarútvegsins.
* I öðm Iagi getum við
aukið þjóðarframleiðsl-
una og bætt lífskjörin til
muna með því að losa um
ýmsar hömlur, sem
stjómvöld hafa njörvað
þjóðarbúskapinn í á löng-
um tíma fyrir tilstilíi
ýmissa hagsmunahópa.
Hér munar mest um að
auka viðskipta- og at-
hafnafrelsi á flestum
sviðum, ekki sízt í sjávar-
útvegi og landbúnaði,
með því til dæmis að létta
ríkisverndaðri einokun
af herðum almennings.
* í þriðja lagi geturn við
vænzt betri (og líklega
jafnari) lífskjara smám
saman, takist okkur að
ná verðbólgunni niður til í
franibúðar og draga um
leið úr þeirri óliag-
kvæmni, óvissu og al-
mennu ringulreið, sem
hefur verið fylgifiskur
verðbólgunnar í landinu
á liðnum árum. Allt þetta
er í okkar valdi. Vilji er
allt sem þarf.
Fjárfesting í
mannauði
Af þessu öllu getum
við séð, að fjárfesting í
venjulegum skilningi
þess orðs er ekki einhlít
uppspretta hagvaxtar.
Of mikil fjárfesting getur
þvert á móti hamlað
gegu hagvexti undir viss-
um kringumstæðum.
Offjárfestingin, sem hef-
ur átt sér stað í sjávarút-
vegi á liðnum árum, er
gott dæmi um þaö. Við
þurfum að fækka í fiski-
skipastólnum einmitt til
að efla hagkvæmni í sjáv-
arútvegi og auka þjóðar-
framleiðsluna með því
móti, því að færri skip
myndu duga til að draga
leyfilegan hámarksafla á
land. Fjármagnið, sem
losnar þá, verður hægt
að nýta til annarra þarfa.
Þannig getur bætt nýting
ijármagns skilað aukn-
um afköstum.
Sama á við um vinnu.
Of mikið vhmuafl er enn-
þá bundið í atvinnugrein-
um, einkum landbúnaði
og sjávarútvegi, sem
skila hlutfallslega minnk-
andi tekjum hér heima
eins og í ölluni öðrum
iðnaðar-, verzlunar- og
þj ónustuþj óðfélögum
nútímans. Umframvinnu-
aflið er hægt að nýta i
öðrum greinum, sem
koma í stað þeirra sauð-
fjárræktar og sjósóknar,
sem leggst af smám sam-
an. Þetta gerist af sjálfu
sér.
Með þesstun orðum er
ekki verið að gefa það i
skyn, að ný fjárfesting
sé ekki nauðsynleg, öðru
nær. Nýjar atvinnugrein-
ar, sem leysa hinar eldri
af hólmi smám saman,
þurfa á nýju fólki með
ný tæki og nýja þekkingu
að halda. Gróskumikil
ferðaþjónusta við útlend-
inga útheimtir tungu-
málakunnáttu til dæmis.
Af þessu getum við séð,
að fjárfesting á ekki að
vera bundin við vélar og
tæki, heldur einnig og
ekki síður við fólkið
sjálft, menntun þess og
menningu. Vel menntað-
ur vinnukraftur er lykill-
inn að batnandi lifskjör-
um þjóðarinnar á næstu
öld.“
Settu
ÖRYGGIÐ Á
ODDINN
INNLAUSN SPARISKÍRTEINA
lÁtt þú spariskírteim á
gjalddaga?
Nú í september eru allmargir flokkar spariskírteina á
gjalddaga. Flokkur 1988 2D 3 ár er eini flokkurinn sem er
á lokagjalddaga en 6 aðrir flokkar eru einnig lausir til
útborgunar. Flesta þeirra er hagstæðast að innleysa og
endurfjárfesta í nýrri bréfum með hærri ávöxtun. Hjá VÍB
er í boði mikið úrval verðbréfa bæði skuldabréfa, hluta-
bréfa og verðbréfasjóða.
Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar um innlausn n
spariskírteina og ávöxtun sparifjár. Verið velkomin í VÍB.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.