Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 HRADIESTRARNAMSKEIÐ * Vilt þú margfalda testrarhraðann og bæta eftirtektina? * Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám- ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? * Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? * Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamálunum? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax. Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 18. septemþer. Skráning í síma 641091. Ath.: Óbreytt verð frá síðasta vetri. VR og mörg önnur félög styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. HRAÐLESTRARSKOLIIMN CE 10 ÁRA 3 Skrifstofutækni Fyrir aðeins kr. 5.000" á mánuði. Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dœmis: Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð Verslunarreikningur Verðið miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^ Tölvuskóli Islands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 kSBL t " MX AðeinsMBW sekúndurheimshomaámilli Þeir sem atvinnu sinnar vegna verða að senda bréf, graf ík eða teikningu á milli staða komast vart lengur hjá því að nota telefaxtæki. Nú bjóðum við nýtt telefaxtæki INFOTEC 6023 Öflugt, fallegt, einfalt í notkun og ódýrt_ Þetta nýja tæki hefur yfir að ráða flestum þeim kostum stóru tækjanna, | s.s. íslenskur texti á skjám tækjanna, ' gráskala, 80 númera minni ofl. ofl. - Verðið kemur þér á óvart. ygín- Hafiö samband við sölumenn okkar i síma 691500 - TÆKNIDEILD Þega—-=sí*THeimilistæki hf Tæknideild. Sætúni 8 SIMI69 15 00 SanuuKgWK NEYTENDAMÁLARÁÐHERRAR — Frá blaðamannafundi þar sem greint var frá niður- stöðum fundar EFTA-ríkjanna um neytendamál. Frá vinstri: Tauno Heikonen frá finnska viðskiptaráðuneyt- inu, Matz Sandman fjölskyldumálaráðherra Noregs, Margot Wallström félagsmálaráðherra Svíþjóðar, Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Harald Ettl neytendamálaráðherra Austurríkis, Anny Vernay fuli- trúi Svisslendinga og Benno Beck fulltrúi frá Liechtenstein. Evrópa Neytendamál koma ekki í veg fyrir EES-samninga -segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra TVEGGJA daga fundur ráðherra og embættismanna sem fara með neytendamál í EFTA-ríkjunum var nýlega haldinn í Reykjavík. Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra sat fundinn fyrir hönd Islendinga og stýrði jafnframt fundarstörfum. Að sögn Jóns voru tvö umræðuefni helst rædd á fundinum. Annars vegar neytendamál með tilliti til Evrópska efnahagssvæðisins og hins vegar staða hinna nýfrjálsu Austur-Evrópuríkja á sviði neytendamála. Jón segir að í samningaviðræðum um Evrópska efnahagssvæðið hafi nokkuð borið á áhyggjum vegna þess að í sumum EFTA-ríkjum væri mun víðtækari neytendavernd en í ríkjum Evrópubandalagsins og að illa gæti gengið að samræma þetta tvennt. Á fundinum nú hafi hins vegar komið í ljós að neytenda- mál yrðu ekki ásteytingarsteinn miðað við þau samningsdrög sem nú liggja fyrir. Ennfremur hafi það verið samdóma álit fulltrúa EFTA- ríkjanna að það yrði neytendum í þessum ríkjum mjög í hag ef Efna- hagssvæðið yrði að veruleika. Stærra markaðssvæði myndi leiða af sér aukna samkeppni sem aftur á móti myndi stuðla að meira vöru- úrvali og lægra vöruverði. „Hins vegar er það ljóst að um leið og landamæri Evrópu eru opnuð frekar fyrir viðskipti með vöru og þjón- ustu, eykst um leið þörfin á sam- ræmdum reglum til þess að verja stöðu neytenda og styrkja stöðu þeirra gagnvart fyrirtækjum og stofnunum á stærri markaði en áður. EFTA-ríkin telja sig vera vel í stakk búin til þess að vera leið- andi á þessu sviði innan Evrópu. Leiðrétting I síðasta viðskiptablaði var fjallað um væntanlega opnun verslunar í Kringlunni þar sem seldur verður fatnaður frá Hennes & Mauritz. Þau mistök voru gerð að verslunin sem á að heita 5. stræti var kölluð 51. stræti. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamióill! Til þess að fylgja þessu eftir var samþykkt stefnuyfirlýsing á sviði neytendamála á fundinum og á ég von á því að hún verði kynnt innan Evrópubandalagsins á næstunni," sagði Jón. Á fundinum var einnig rætt um slæma stöðu neytendamála í hinum nýfijálsu ríkjum Austur-Evrópu. „Þar er mikill vöruskortur auk þess sem neytendavernd er í lágmarki, upplýsingastreymi lítið, þröngur aðgangur að dómstólum og rétta- röryggi lítið svo eitthvað sé nefnt. PTmEi1 1 ~~ NÚ er nýútkomin bókin Tölvu- heimurinn sem ætluð er fyrir almenning og áhugafólk um tölv- ur. í formála bókarinnar segir að tilgangurinn með útgáfunni sé að reyna að kynna tölvubylt- inguna stig af stigi, algengustu gerðir tölva og hvaða verkefni séu leyst með þeim. Bókin ætti þannig að koma flestum að nokkru gagni. í fréttatilkynningu segir að hingað til hafi vantað á markaðinn vandaða yfirlitsbók sem gefi almenningi skýra mynd að því sem er að ge- rast á tölvusviðinu. Hlutverk bókar- innar sé að skýra á einfaldan og skemmtilegan hátt frá því sem mestu máli skipti við notkun tölva. Tölvuheiminum má í gófum dráttum skipta í 5 meginsvið. I þeim er m.a. fjallað um sögu tölv- i anna og frumkvöðla, vinsælustu einkatölvurnar, vélbúnað tölva og algengustu jaðartæki, stýrikerfi og algengustu hugbúnaðarkerfi s.s. ritvinnslu, unbrotsforrit, töflu- reikna, gagnagrunnsforrit, bók- haldskerfi, tölvugrafík, teiknikerfi og tölvuleiki. Þá er í bókinni umíjöll- un um ýmis sérsvið þar sem tölvur Á fundinum var rætt um ýmsar leiðir til þess að koma neytendum þessara ríkja til hjálpar á einhvern hátt og urðu menn sammála um það að best væri að kynna fyrir þeim hvernig staðið væri að neyt- endamálum í Vestur-Evrópu, bæði á vegum fijálsra félagasamtakfa og opinberra aðila. í byijun næsta árs munu EFTA-ríkin gangast fyrir námsstefnu um neytendamál í Prag og það er tvímælalaust spor í rétta átt. Á fundinum var bent á þá hættu að eftir því sem nýir markað- ir opnuðust í Austur-Evrópu, væri hætta á að ýmis varningur sem uppfyllti ekki gæða- og jafnvel ör- yggiskröfur á Vesturlöndum yrði fluttur í miklu magni til Austur- Evrópu. Á fundinum ríkti almenn samstaða um að koma í veg fyrir slíkt. eru að ryðja sér til rúms s.s. tölvu- tónlist, iðnróbóta, gervigreindarfor- rit og öryggismat. Við gerð bókarinnar er hvergi gert ráð fyrir því að lesandi hafi sérstaka tölvuþekkingu né eigi tölvu eftir því sem segir í fréttatil- kynningunni. Höfundar bókarinnar eru 20 talsins, en útgefandi er Tölvuheimúrinn hf. Tölvuheimurinn kynntur almenningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.