Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 47
 hefði sett á hann greinilegt mark. Síðan er hringt. Anna segir mér að Sturla sé dáinn. Annars vegar er maður feginn að þessari erfiðu sjúkdómsgöngu er lokið, en hins vegar vonar mað- ur, að þetta hafi alit verið slæmur draumur. En lífið heldur miskunn- arlaust áfram og smám saman sættum við okkur ef til vill við miss- inn og eftir sitja ljúfar minningar um góðan dreng. Eg víldi óska þess að allii' gætu átt vin eins og Sturlu. Verum góð við hvort annað, þvi enginn veit hvar dauðann ber næst að jgarði. Eg fæ aldrei fullþakkað þann tíma, sem ég fékk að þekkja Sturlu, og tel mig betri mann að hafa átt hann að vini. Hann kenndi mér margt, hjálpaði mér mjög mikið og ég bý að því alla ævi. Anna mín, Guð veri með þér og börnunum og styrki ykkur í sorg ykkar. Palli Það var alveg ótrúlegt hvað hann komst á seiglunni, þessi veikburða maður með stóra hjartað sem svo lengi harðneitaði að gefast upp. í fyrsta skipti sem vegir okkar mætt- ust — í reykingakrók syndaranna á Landspítalanum — minnti hann mig á lítinn fugl en með þessi óvenju skörpu augu, sem ekkert létu fram- hjá sér fara. Þótt hann þyldi varla við fyrir verkjum og þróttleysi, sem voru meðal hinna leiðu fylgikvilla sjúk- dðmsins vonda, var samt alltaf pláss fyrir léttar athugasemdir um kú- reka norðursins, bestu bíómyndina í bænum eða hvað börnin hans gerðu í gær. „Hér eru bara sjúkling- ar, þetta er ekkert fyrir mig,“ sagði hann, þegar hann var inntur eftir því hvort hann ætlaði að dveljast yfir nóttina á deild 11E, sem síð- ustu þrjú árin hafði verið hans ann- að heimili. Dæmigert fyrir Sturlu. Hann átti heima hjá Onnu og krökk- unum og hvei'gi annars staðar. Basta. Þótt kynni okkar Sturlu yrðu stutt og kringumstæður hefðu mátt vera aðrar og betri en raun varð á urðu þessi kynni mín af Sturlu og fjölskyldu hans mér ógleymanleg og mikils virði. Ég vænti hans enn- þá á hveijum degi í horni syndarinn- ar eða á rölti um gangana — ávallt með hnyttin tilsvör til taks ef tæki- færi gafst og þótt hann sé farin héðan fylgist hann eflaust grannt með því sem gerist á þeim stöðum sem leiðir hans lágu í lifanda lífi. Ég og móðir mín sendum Önnu, börnunum, Guðlaugu og öðrum sem Sturlu stóðu næst, okkar bestu hugsanir og samúðarkveðjur. Steinunn Ólafsdóttir Stijál eru laufin i loftsölum tijánna, blika, hrapa í haustkaldri ró. Virðist þó skammt síðan við mér skein græn angan á opnu brumi. (Snorn Hjartarson.) Fallinn er í valinn, langt fyrir aldur fram, tengdasonur minn, Sturla Sigfússon. Mig langar til að minnast hans örfáum orðum. Hann fæddist í Reykjavík 20. júní 1958. Tveggja ára gamall fluttist hann í Kópavog með foreldrum sínum, Guðlaugu Pétursdóttur og Sigfúsi Tryggvasyni, en hann lést í Reykja- vík í janúar 1991. Sturla ólst upp í glaðværum systkinahópi. En alls urðu systkinin sex. I foreldrahúsum naut hann ástríkis og umhyggju góðra foreldra. Hann gekk í skóla í Kópavogi og lauk gagnfræða- prófi. Að því loknu vann hann’við akstur hjá Agli Skallagrímssyni. 1981 hóf hann nám við Vélskóla íslands og lauk þaðan prófi 1985. Eftir það var starfsvettvangur hans á sjónum. Störf á sjónum áttu vel við hann og var hann eftirsóttur og vinsæll starfsfélagi. 28. maí gekk hann að eiga Önnu Soffíu Guðmundsdóttur hjúkrunar- fræðing. Mér er ofarlega í huga er hann kom ungur á heimili mitt hversu fijálsmannlega og skemmti- lega hann sagði frá atvikum sem fyrir hann höfðu borið. Frásögninni fylgdi innri gleði og kímnigáfa. A Hjarðarhaganum áttu sér oft stað fjöi'ugar umræður og fólk ekki allt- af sammála. En hann átti einstak- lega gott með að skilja ólík viðhorf manna vegna þess að hann rýndi í hlutina frá mörgum ólíkum hliðum. Anna Soffía og Sturla stofnuðu sitt fyrsta heimili 1983 á Rauðar- árstíg 11 ásamt syni Önnu, Guð- mundi Gísla, sem Sturla gekk í föð- urstað. Ungu hjónin áttu marga vini og oft var glatt á hjalla í litlu íbúðinni þeirra. Gleði og hamingja ríkti á heimili þeirra er þau eignuð- ust soninn Sigfús 1984. Einnig þeg- ar litli sólargeislinn, hún Valborg litla, fæddist 1988. Þá voru ungu hjónin flutt í nýja íbúð í Grafar- vogi. Nú lék allt í lyndi. Unnið var hörðum höndum. í maí 1988 komu veikindi Sturlu í ljós. Þá hófst bar- áttan. Hann lét ekki deigan síga. Hann sýndi ótrúlegt þrek og bar- áttuvilja. Að lokum varð hinn harði sjúkdómur. sterkari. Lengi vel vild- um við ekki trúa svo miskunnar- lausum dómi. Þegar ég hugsa til baráttu Sturlu stirðna orðin í loftinu og penni minn staðnæmist á papp- írnum. Það haustar að. Ferðalagi lokið. Allt hljótt. Á þeim langa tíma sem Sturla háði sjúkdómsstríðið gerði hann sér far um að fræða og styrkja þá sem í sömu sporum stóðu. Frá honum fengu þeir hvatn- ingu og hughreystingu sem hann veitti af stakri nærfærni og tillits- semi, enda voru sterkustu lyndis- þættir hans ást, vinátta og hug- rekki. Nú skal þakka öllum þeim mörgu sem heimsóttu hann í veikindum hans og sýndu honum velvild og nærgætni. Ég flyt innilegt þakklæti til lækna og alls starfsfólks á deild 11E á Landspítalanum fyrir ómet- anlega aðstoð og hjartáhlýju. Einn- ig færi ég þakkir samstarfsfólki Önnu Soffíu á deild 14G sem á margvíslegan hátt sýndi henni og fjölskyldu hennar vinarhug og ein- stakan skilning. Að endingu bið ég algóðan guð að veita dóttur minni og börnum hennar sálarstyrk og huggun. Megi guð hugga og styrkja Laugu og ijölskyldu hennar sem hefur misst svo marga ástvini á stuttum tíma. Valborg Sigurðardóttir Kveðja frá Völu og Auði Loks höfum við gengið veginn á enda - leiðina sem átti að liggja heim við óttuðumst margt í upphafi ferðarinnar jafnvel að svo myndi fara sem varð: - að leiðarlokum komum við að luktum dyrum. En aldrei bauð okkur í grun að kjarkinn brysti til að knýja dyra. (Kristján Kristjánsson - „Svartlist'j Feðgaminning Sigfús Tryggvason Fæddur 28. maí 1923 Dáinn 14. janúar 1991 Sturla Sigfússon Fæddur 20. júní 1958 Dáinn 30. ágúst 1991 Þegar þau Sigfús Tryggvason og Guðlaug Hraunfjörð fluttu með barnahópinn sinn í Kópavog fyrir þijátíu árum báru þau með sér nýja strauma í hið margslungna samfélag sem fyrir var. í Kópavogi mættust ólík viðhorf og hugmyndir um flest milli himins og jarðar, hvort sem það hét menning, stjórn- mál, siðfræði eða eitthvað annað. Og í hverfinu okkar í suðaustur- jaðri Borgarholtsins bjuggu fulltrú- ar flestra þessara ólíku viðhorfa. Þar voru íhaldsmenn, kommar og kratai', en eftir á að hyggja, enginn framsóknarmaður. Þarna bjuggu líka trúaðir og trúleysingjar, van- trúað guðsfólk og trúaðir guðleys- ingjar. En yfir þessum ólíku við- horfum sveif sami andinn, andi frumbyggjans, sem setti mark sitt á fólk og gerði hvert öðru líkt. Ekkert virtist einfalt og augljóst, síst litlu fólki sem var að feta sig inn í heim hinna fullorðnu. Sá heim- ur virtist allt í senn: óræður, dulúð- ugur og spennandi, en jafnframt einfaldui', hrottafenginn og grimm- ur. Handan við bæjarmörkin var stórborgin Reykjavík, einhvers staðar í fjarska voru „útlönd“. Sum- ii' krakkarnir höfðu beint samband við „útlönd" af því að pabbinn var sjómaður og aðrir höfðu þráðlaust samband við „útlönd" á svart-hvít- um skjá inni í stofu. Þarna bjuggu krakkar sem höfðu ekkert samband við útlönd, nema þegai' þeir stóðu á kassa við húsið númer sjö og horfðu á Bonansa gegnum stofu- gluggann og á jólum þegar angan „delesíusar-eplanna" fyllti vitin. Kópavogur var þá frumbyggja- samfélag í mótun; samfélag sem gaf krakkaskaranum, sem ólst þar upp, nær ótakmarkað frelsi. Við vesturbæingjarnir höfðum Borgar- holtið og fjöruna, bryggjuna og Rútstún. Hvers gat maður óskað sér frekar? Á haustin, eftir að fór að skyggja, lögðu litlir menn stund- um upp í rannsóknarfei'ðir um garða nálægra húsa í leit að safarík- um ribsbeijum og gulrófum sem þeir reyndu að forða frá grimmum örlögum. Sumir léku sér með leggi og horn fram undir fermingu en gátu samt á augabragði látið sig hverfa frá búskapnum inn í viiltar lendur kúreka og indjána, sem þeir þekktu ekki nema af afspurn. Inn í þennan margslungna heim komu Sigfús heitinn og Guðlaug og fluttu með sér enn einn nýjan þátt, trilluútgerðina. Fúsi átti nefni- lega bát og draum. Hann opnaði augu okkar fyrir hversu yndislegt það hlyti að vera að gera út trillu við lygnan fjörð og vera sjálfum sér nógur. Hann kenndi okkur sannindi sem aldrei gleymast eins og að „matur sé músin steikt og maðkur- inn upp úr súru“. Þá glotti hann við tönn og bætti við: „I sjálfu sér er þetta satt.“ Þegar fjölskyldan var nýflutt í hverfið þótti okkur strákunum til- hlýðilegt að heilsa upp á, en af ein- hveijum ástæðum voru samskiptin stirð framan af. Það var einhver gijótgarður í veginum. Sá múr hrundi einu ári áður en hafist var handa við að byggja Berlínarmúr- inn. Það gerðist einn ískaldan febrú- ardag árið 1960, þegar elsti sonur- inn á heimilinu, þá sex ára, var einn heima. Þann dag buðum við hinir okkur sjálfir inn og reyndar fóru einhveijir upp á þak. En í refs- ingarskyni var allur strákaskarinn leiddur fyrir rarinsóknarrétt barna- verndarnefndar og hótað með Breiðuvík. Upp frá því var góð vin- átta með okkur setn ekki hefur slitnað síðan. Við fengum hlut í þeirra heimi og þau í okkar. Sturla Sigfússon var einn af sex systkinum. Ilann tilheyrði eiginlega annarri kynslóð en ég, þeirri kyn- slóð sem við stóru strákarnir kölluð- um með nokkru yfirlæti, smælingja eða polla. Og þeirra heimur var dálítið á skjön við okkar, þó ekki meira en svo að þeir voru ýmist með okkur, hjá okkur eða fyrir okkur og í fyllingu tímans tóku þeir við arfinum bg færðu hann áfram. Stulli var hann kallaður, þessi granni smábeinótti snáði sem jafnan var glaðbeittur og fullu af lífsgleði. Einn hráslagalegan morgun á útmángðum árið 1988 mætti ég Stulla á Laugavegi. Hann var kvæntur góðri konu og átti ung börn. Heimurinn „smælaði" framan í hann, enda „smælaði" Stulli fram- an í heimirin. Hann hafði þá verið á sjó um nokkurt skeið en tók sér frí frá róðri, vegna þess að hann kenndi sér meins sem hann var að fara að láta rannsaka þennan morg- ffl un. „Að sjálfsögðu fer ég á sjóinn strax og ég hressist", sagði hann og glotti við eins og honum var tamt. Hvorugan grunaði þá hvað í vændum var. Ég sá Stulla næst fársjúkan í jarðarför föður síns, þar sem hann leidi son sinn ungan sér við hönd. Það var yfirþyrmandi sjón. En svo reynist gjarnan þegar heilbrigður maður mætir sjúkum að þeir skipta um hlutverk á einhvern óskiljanleg- an hátt. Sá heilbrigði verður sjúkur og sá sjúki miðlat' heilbrigði og huggun. Svo fór í þau skipti sem ég hitti Stulla eftir fund okkar á Laugaveginum vorið 1988. Helsjúk- ur geislaði hann af lífsþorsta og áhuga á flestu milli himins og jarð- ar, þar til yfir lauk og hann gaf sig langt fyrir aldur fram. Ef eitthvert réttlæti er í þessum heimi, eða öðrum, vænti ég þess að þeir feðgar dvelji á astralplan- inu, og gerf út saman litla trillu við lítinn lygnan fjörð, þar sem hlý birt- an merlar alla daga á gárum hafs- ins og kvölin er óþekkt. Slfk draumsýn og minningabrot, veikui' ilmur hins liðna í búningi orða, eru aðeins magnlítil tilraun til þess að tjá innilega samúð með þeim sem sakna. Þorleifur Friðriksson Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. AMERÍSKAR HÁGÆÐATÖLVUR FRÁ: SlLICON Vm,LEvC I J(jarni hf. SMIÐJUVEGI 42 D SÍMI 91-79444 FAX 91-79159 OMPUTERS SVC 80386 SX, 25 Mhz 40 Mb harður diskur : 2 Mb minni 2 raðtengi, 1 hliðtengi 1,44 Mb disklingadrif 1,2 Mb disklingadrif Super VGA litaskjár Tilboðsverð: 139.000,- SVC 80386, 40 Mhz 64 Kb WB flýtiminni 120 Mb harour diskur 4 Mb minni (70 ns) I 2 raðtengi, 1 hliðtengi ) 1,44 Mb disklingadrif 1,2 Mb disklingadrif ; Super VGA litaskjár Tilboðsverð: 228.000.- SVC 80486, 33 Mhz I 64 Kb WB ílýtiminni 200 Mb harður diskur 4 Mb minni (70 ns) 2 raðtengi, 1 hliðtengi 1,44 Mb disklingadrif 1,2 Mb disklingadrif Super VGA litaskjár Tilboðsverð: 294.000.- ATH.: Tilboðsverð gilda til 12. sept. nk. Söluumboð á Akureyri: Ó.T. tölvuþjónusta, Gránufélagsgötu 4, sími 96-11766 - fax 96-11765 Bestu kaup miðað við tækni og gæði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.