Morgunblaðið - 10.09.1991, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐÍÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991
51
Karítas S. Jóns-
dóttir - Minning
Fædd 17. júlí 1926
Dáin 30. ágúst 1991
Þegar haustkulið var byijað að
læðast að eftir eitt sólríkasta sumar
í langa tíð kvaddi hún systir mín
jarðlífið. Hún hafði lengi átt við
hjartasjúkdóm að stríða og margar
voru ferðimar orðnar á sjúkrahús.
Nú var ekki lengur griður gefinn,
30. ágúst lést hún á Landakotsspít-
ala.
Hún hét Karítas Sveina Jónsdótt-
ir, fædd hér í Reykjavík 17. júlí 1926,
dóttir hjónanna Aðalheiðar Ás-
mundsdóttir og Jóns Þorlákssonar,
og hér í borg ól hún aldur sinn. Þann
4. maí 1946 giftist hún Gústaf Mar-
ínó Guðmundssyni og stóð heimili
þeirra lengst á Réttarholtsvegi 93.
Þeim hjónum varð fímm barna
auðið. Eitt þeirra misstu þau fárra
vikna gamalt. Hin eru Aðalheiður
Ema, gift Magnúsi Þór Jónssyni, þau
eru búsett í Mosfellsbæ og eiga tvö
böm; Ragnheiður, á heimili sitt hér
í borg, hún á einn son, Gunnar; Jón,
dvaldi með móður sinni; Ásmundur
Birgir, kvæntur Þórdísi Pálsdóttur,
þau búa hér í borg og eiga þijú börn.
Gústaf maður hennar lést fyrir
þrem árum. Eftir lát hans var sem
eitthvað slokknaði innra með henni.
En hún stóð ekki ein, börn hennar
og barnabörn heimsóttu hana.
Barnabörnin dvöldu oft hjá ömmu
sinni henni til mikillar ánægju. Hún
Kaja, en svo var hún nefnd af fjöl-
skyldu og vinum, hafði næmt auga
fyrir því, sem fagurt er. Öllum út-
saumi og pijónaskap hafði hún
ánægju af og margir fallegir hlutír
eru til á heimili hennar og barnanna.
Heimilið var hennar vettvangur og
þar undu 'þau hjónin best, meðan
bæði lifðu. Þau voru mjög samrýnd,
og oft nefnd af vinum Kaja og Nói.
Nú eru þau horfin frá okkur allt of
fljótt að okkur þykir, en minning
þeirra lifir.
Þótt ég sé látinn harmið mig ekki með tár-
um. Hugsið ekki um dauðann með hamii
og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar
tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig
haldið... En þegar þið hlæið og syngið
með glððum hug, sál mín lyftist upp í mót
til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt
sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek
þátt í gleði ykkar yfir lífinu...
(Óþekkt. höf. „Ne^star frá sömu sól‘j
Ég og fjölskylda mín vottum börn-
um hennar og öðrum ættmennum
innilega samúð. Ég þakka systur
. minni fyrir allt og bið henni blessun-
ar Guðs.
Ásta Jónsdóttir
Kveðjuorð:
Magnús ísleifsson
Fæddur 9. september 1905
Dáinn 3. september 1991
Tengdafaðir minn, Magnús ísleifs-
son, lést í sjúkrahúsi Keflavíkur 3.
september sl. Magnús fæddist 9.
september 1905 í Nýjahúsi í Vest-
mannaeyjum. Þar fékk hann skip-
stjórnarrréttindi og stundaði sjó-
mennsku í tuttugu og fimm ár.
Fjölskyldan flutti síðan upp á land
til Keflavíkur og var Magnús land-
verkamaður upp frá því. Eg kom inn
í fjölskylduna fyrir tuttugu og fimm
árum og er Magnús mér minnisstæð-
ur persónuleiki fyrir margar sakir.
Það er ekki hægt að segja að hann
hafi verið margmáll svona dags dag-
lega. Það var helst þegar við ræddum
um knattspyrnu sem hann gat látið
í sér heyra. Það sem einkenndi hann
mest í mínum huga var hvernig hann
vann. Það var eins og hann leggði
sig allan í að skila því sem best,
sama hvað lítilfjörlegt verkið var.
Hann var mjög góður handverksmað-
ur og hefði því skilað vel hvaða iðn-
grein sem er ef hann hefði farið í
iðnnám. Bókhald hefði líka hentað
honum vel, hann var ákaflega ná-
kvæmur á tölur og reglusamur á
alla hluti.
Minning
Semjum minningargreinar,
afmælisgreinar,
tækifærisgreinar.
Önnumst milligöngu
við útfararstofnanir.
Sími 91-677585.
Fax 91-677586.
BLOM
SEGJA ALLT
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
Hann giftist Gróu Hjörleifsdóttur
árið 1937 og eignuðust þau fjögur
börn sem öll eru nú búsett í Kefla-
vík. Hjónaband þeirra var farsælt.
Þau voru mjög samrýnd, það sem
farið var af þeim bæ fóru hjónin
saman. Fjölskyldan var honum afar
mikilvæg, hann reyndi að búa allt
sem best í haginn fyrir hana á sinn
hátt. Hann tilheyrði þeirri kynslþð
sem mátti muna tímana tvenna. Ég
tel það hafa sett mark sitt á hann,
jafnvel meira en marga aðra. Það
var hans metnaður að vera aldrei
upp á aðra kominn. Hann gat aldréi
skilið þetta neysluþjóðfélag sem við
búum við í dag. Á einhvern hátt fann
hann sig heldur aldrei í því. Síðustu
fjögur árin sem hann lifði dvaldi
hann í sjúkrahúsi Keflavíkurlæknis-
héraðs. Éru aðstandendur Magnúsar
mjög þakklátir fyrir umhyggjuna
sem honum var sýnd þar, en Magnús
var alzheimer-sjúklingur.
Sjálfur óskaði Magnús eftir að
kallið kæmi fyrir fímm árum, og
fylgjum við því Gróu, sem lifir mann
sinn, hinsta spöl hans með trega-
blandinni gleði.
Jóhannes Sigurðsson
t
STEINAR MAGNÚSSON,
Akraseli 28,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni i Reykjavík fimmtudaginn
12: september nk. kl. 13.30.
Vinsamlega látið Styrktarfélag vangefinna njóta minningargjafa.
Anna Þóra Baldursdóttir,
Guðrún Steinarsdóttir,
Magnús Steinarsson,
Baldur Á. Steinarsson, Guðrun Kristfn Erlingsdóttir,
Hafdís Aradóttir, Tómas Jónsson,
Klara M. Stephensen, Ólafur Stephensen.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KARI'TAS S. JÓNSDÓTTIR,
Réttarholtsvegi 93,
lést í Landakotsspítala föstudaginn 30. ágúst sl.
Sérstakar þakkirtil lækna og hjúkrunarliðs deildar A5, Landakots-
spítala.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Aðalheiður Erna Gústafsdóttir, Magnús Þór Jónsson,
Ragnheiður Gústafsdóttir,
Gunnar Jón Gústafsson,
Ásmundur Birgir Gústafsson, Þórdís Pálsdóttir,
og barnabörn.
UléfHQiiciI
Opið alla daga frá kl. 9-22.
Sími 689070.
t
Ástkær móðir okkar og amma,
UNNUR ERLENDSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 10,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. septem-
ber kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Erla Smári, Jakob Smári
og barnabörn.
t
Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
HANNIBALS VALDIMARSSONAR
fyrrverandi ráðherra,
verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 11. sept-
ember kl. 13.30.
Sólveig Ólafsdóttir,
Arnór Hannibalsson, Nfna Sveinsdóttir,
Ólafur Hannibalsson,
Elín Hannibalsdóttir,
Guðríður Hannibalsdóttir,
Jón Baldvin Hannibalsson,
Guðrún Pétursdóttir,
Emil Gunnlaugsson,
Bryndís Schram,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Minn ástkæri eiginmaður, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, sonur og tengdasonur,
SAMÚEL JÓN ÓLAFSSON
viðskiptafræðingur,
sem andaðist í Uganda þann 2. sept-
ember, verður jarðsungin frá Hallgríms-
kirkju, fimmtudaginn 12. september
klukkan 1 5.00.
Þeim, sem vildu minnast hins látna,
er vinsamlegast bent á Kristniboðssambandið.
Ingibjörg Helga Júlíusdóttir
Ólafur Helgi Samúelsson, Elín Ragnhildur Jónsdóttir,
Þóra Guðrún Samúelsdóttir, Stefán Jónsson,
Kolbrún Gyða Samúelsdóttir,
Samúel Jón Samúelsson,
Samúel Ingi Stefánsson,
Guðrún Samúelsdóttir,
Þóra Kolbeinsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGURLAUG Þ. OTTESEN,
Hringbraut 84,
Reykjavik,
lést í Landspítalanum föstudaginn 6. september.
Þorgeir Björnsson, Margrét Sigurðardóttir,
Ingibjörg Björnsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson,
Þuriður Björnsdóttir, Bjarni Geirsson
og barnabörn.
t
Móðir okkar,
ELÍN ÓLAFS,
lést á heimili sínu sunnudaginn 8. september.
Fyrir hönd aðstandenda,
Valgerður, Bergljót og Ástriður.
t
Hjartkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áðurtil heimilis í Fellsmúla 5,
Reykjavík,
andaðist mánudaginn 2. september ,sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hólmfriður Egilsdóttir, Viðar Kornerup-Hansen
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn og faðir, tengdafaðir og afi okkar,
DANIEL ÞÓRHALLSSON
fyrrverandi útgerðarmaður
frá Siglufirði,
lést aðfaranótt laugardags 7. september.
Dagmar Fanndal,
Þórhallur Daníelsson,
Sigurður Gunnar Daníelsson, Elfnborg Sigurgeirsdóttir,
Soffía Svava Daníelsdóttir, Birgir Guðjónsson,
Ingibjörg Daníelsdóttir, Sigurður Valdimarsson,
og barnabörn.
t
Þakka innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns,
SIGURJÓNS SIGMUNDSSONAR
frá Hamraendum.
Emilía Biering.