Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991
Hringavitleysan
við Hamrahlíð
eftirHrafn
Sveinbjarnarson
Miklar furður gerast nú í kringum
Menntaskólann við Hamrahlíð.
Menn skrifa í blöðin af miklum til-
fmningahita, þótt lesendur botni lík-
lega hvorki upp né niður í því sem
um er að vera, enda fer minna fyr-
ir útskýringum á því. Islensku-
kennsla er aðalumræðuefnið. Þó
hangir fleira á spýtunni.
Frelsi
Með breyttu námsfyrirkomulagi
var ætlunin að minnka skyldunám
til stúdentsprófs í MH. Ekki aðeins
í íslensku, heldur líka í raungrein-
um, erlendum tungumálum o.fl.
Brautum skyldi fækkað úr sex í fjór-
ar. Með öllu þessu átti að sögn að
auka valfrelsi nemenda. Þó fór nú
svo að liður í þessu aukna valfrelsi
var að leggja niður fornmálabraut
skólans, fyrirvaralaust og án sam-
ráðs við þá nemendur sem það varð-
aði. Á sínum tíma afhentu þessir
nemendur umsókn um skólavist og
nám á þessari braut og voru boðnir
velkomnir með elskulegu brosi. Sic
transit gloria mundi. Vissu þeir ves-
alingar síðan vart í hvom fótinn
þeir áttu að stíga meðan allt útlit
var fyrir sviplega burtsofnun braut-
arinnar og afdrif aðalnámsgreina
þeirra með öllu óviss.
Sá ljóður er nefnilega á þessu
ágæta valfrelsi að það er eins og
margt fleira í þessu þjóðfélagi háð
lögmálinu um framboð og eftir-
spurn, sem hefur löngum þótt dálít-
ið varasamt í menningarmálum.
Námgreinar sem era ekki í brautar-
kjarna og fáir stunda, þær sem njóta
ekki sem stendur fylgis tísku og
eftirspurnar, t.d. latína, eða stærð-
fræði og eðlisfræði fyrir lengra
komna, eru nefnilega ekki kenndar
nema 15 nemendur skrái sig í
áfangann. Hver maður getur séð
hvernig það getur farið í skóla sem
býður jafn margt skemmtilegt og
MH gerir nú, t.d. japönsku, skák,
lögfræði, yndislestur, íjölmiðla-
fræði, áhugamannaensku, afbrota-
fræði, esperanto, uppeldisfræði,
mannfræði, barnabókmenntir, þjóð-
fræði og margt fleira.
Gengisfelling
Breytingamenn tala eins og val-
möguleikar séu nú mjög þröngir í
MH. Þó hefur aldrei heyrst um tak-
markanir á því að-taka einingar í
frjálsu vali umfram þær 140 lág-
markseiningar sem þarf til stúdents-
prófs, svo framarlega sem tímarnir
rúmast í stundatöflu. Á átta önnum
geta umframeiningar orðið allmarg-
ar. Og þeir sem hafa gaman af að
velja o g nægir ekki fullskipuð stund-
atafla í fjögur ár geta þá bara bætt
við sig einni önn eða tveimur. Af
þessu sést að val nemenda hefði
ekki aukist við breytingamar nema
á kostnað námskjarna, og hver var
þá tilgangurinn? Hann var einfald-
lega að minnka skylduna. Að þynna
stúdentsprófið út. Gengisfelling
þótti einkar handhæg lausn meðal
stjórnmálamanna meðan Gunnlaug-
ur Ástgeirsson, einn helsti talsmað-
ur umræddra breytinga á náms-
fyrirkomulagi í MH, var f þeirra
hópi. Talað er um möguleika til að
taka meira en skylduna í grunn-
greinum eins og íslensku. En það
breytir ekki þeirri staðreynd að gildi
stúdentsprófsins hefði rýmað, ein-
faldlega vegna þess að þetta var
ekki skylda og margir hefðu ekki
nýtt sér þennan möguleika.
Tilgangurinn hefur vafalaust ver-
ið frómur, að gefa öllum tækifæri
til að taka stúdentspróf, líka þeim
sem hafa eiginlega ekki ætlað sér
að taka stúdentspróf. Finnst ein-
hveijum þetta skrýtið? Það fínnst
mér líka. En samt er þetta líklega
svona. Mörgum hentar sjálfsagt
ekki að taka jafn margar einingar
í grunngreinum og krafist er til
stúdentsprófs, þeir telja sig komast
af með minna. En af einhveijum
undarlegum ástæðum eiga þeir
samt endilega að taka stúdentspróf,
próf sem lengst af hefur ekki komið
að miklu gagni nema sem lykill að
háskólanámi. íslenskt stúdentspróf
hefur líka dugað til inngöngu í há-
skóla um allan heim. En nú á að
breyta því, gera prófið veigaminna
en áður. Um leið er framtíð þeirra
sem ætla að setjast í háskóla, hér-
lendis eða erlendis, orðin fremur
óljós — komast þeir inn? verður próf-
ið tekið gilt? Það kann hins vegar
að vera að einhveijum þyki þetta
útþynnta stúdentspróf betra, að það
Hrafn Sveinbjarnarson
„Skóli sem skilgreinir
ekki markmið sín betur
en gert var með nýja
fyrirkomulaginu í MH
er hrópleg móðgun við
nemendur, bæði þá sem
ætla að fara í háskóla-
nám og hina sem hyggj-
ast veija kröftum sín-
um á öðrum vettvangi.“
veiti þeim „betri þjónustu". Það
finnst mér ekki og þess vegna er
þetta skrifað.
Húfa handa öllum
Vissulega er breiddin í nemenda-
hópnum sem sest í menntaskóla
orðin mikil eftir þá þjóðflutninga
sem menntamálaráðuneytið hefur
stefnt þangað. Þeir sýna reyndar
algjöra uppgjöf þeirrar stofnunar
gagnvart því sem er að gerast í
þjóðfélaginu. Það er víst orðið nauð-
synlegt að halda ungu fólki inni í
skólum fram að tvítugsaldri til að
það fari nú ekki að þvælast út á
vinnumarkaðinn og skapa atvinnu-
leysi og önnur vandræði. En er
lausnin sú að koma stúdentshúfu á
kollinn á 80% þjóðarinnar? Kannski
mætti búa til nýtt próf með hljómm-
iklu nafni, prófið sem þá langaði svo
til að koma á í Hamrahlíðinni, og
því gæti líka fylgt falleg húfa. Hins
vegar ætti að iofa gamla prófinu
að vera í friði vegna gamalgróinna
tengsla þess við ýmsa háskóla. Þess-
um tengslum mætti kannski líkja
við það sem bissnessmenn kalla við-
skiptavild og meta oft til ríflegra
fjárhæða. Möguleikinn að eiga
greiða inngöngu í háskóla í mörgum
löndum er nefnilega nokkuð mikils
virði^bæði fyrir einstaka nemendur
og þjóðina alla, og ráðamenn MH
ættu ekki að vera að kasta honum
á milli sín eins og tröllskessur íjör-
eggi sínu.
Skólaspeki
Einn af hugmyndafræðingum
þessarar útþynningar, Gunnlaugur
Ástgeirsson íslenskukennari í MH,
ritaði grein í Beneventum, skólablað
MH, 2. tbl. 1991: „Eins konar hug-
vekja um skóla, menntun og fram-
tíð.“ í henni koma fram ýmsar nýst-
árlegar uppgötvanir Gunnlaugs um
skólamál. Hann virðist nefnilega
hafa komist að þeim stórasannleik
að í útlöndum séu menntaskólar
farnir að bjóða upp á almenna undir-
stöðumenntun, sökum þess að störf
þar breytist svo ört að ekki taki því
að læra neitt til neinnar hlítar. Um
lög um framhaldsskóla segir Gunn-
laugur:
„Það má hæglega færa rök að
því að leggja megi nýjan skilning í
markmiðsgreinar laganna og líta
svo á að besti undirbúningurinn
undir óvissa framtíð sé góð almenn
menntun, en hún getur vissulega
verið mismunandi og við hæfí hvers
og eins. Hér verður því slegið föstu
.' lfsvÖrn
Kven^ júDÓ^
tek* “r AK.DO
KABAT^.
ISigurjón Gunnsteinsson,
landsliðsmaður í KARATE,
og margfaldur
íslandsmeistari i
KATA og KUMETE
Vibar Gubjohnsen,
júdókennari. Islandsmeistari,
Open Skandinavian meistari,
Norðurlandameistari,
Islandsmeistari í vaxtarrækt '82.
Debora Blaiden
sér um líkamsrækt.
Fullkomin líkamsrsektartæki á staBnum
Ath. oögongur ab líkamsrækt er innifolinn í námskeiboverbi.
Fjölskyldudagar
miðvikudaga og laugardaga.
Foreldrar geta æft líkamsrækt
meðan krakkarnir æfa JÚDÓ og
KARATE. Fjölskylduafsláttur
SPORT
Mörkinni 8,
austast við Suðurlandsbraut,
simi: 679400