Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjómarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Menntun, þekking og velferð állar götur frá landnámi og fram undir síðustu aldamót bjuggu dingar við fábreytt og fátækt bændasamfélag. Það skilaði sam- tímanum og framtíðinni dýrmætri menningararfleifð, bókmenntum og tungu, sem þjóðerni okkar og full- veldi eru reist á. Það setti þjóðinni hins vegar þröng mörk - ásamt veð- urfari og fyrri tíðar tækni - að því er varðar efnalegar framfarir og al- menn lífskjör. Á 20. öldinni hafa íslendingar á hinn bóginn lagt að baki efnahags- lega og þjóðfélagslega fábreytni og fátækt og skipað sér sess meðal helztu velferðarríkja heims. Það er hafið yfir'allan vafa að það sem gerði þessa gjörbreytingu mögulega var stóraukin almenn og sérhæfð mennt- un þjóðarinnar, stóraukin alhliða þekking hennar og víðfeðm tækni- bylting í atvinnulífinu. Það var þessi þekkingarauki sem margfaldaði verð- mætasköpunina í þjóðarbúskapnum og þjóðartekjumar, sem sníða okkur lífskjararamma, þegar grannt er gáð, bæði sem heild og einstaklingum. Orð Sveinbjörns Björnssonar, nýs rektors Háskóla íslands, sem hann viðhafði við rektorsskipti í Háskóla íslands sl. fímmtudag, styðjast því við söguleg rök: „Enda þótt auðlindir náttúru hafi veitt mörgum þjóðum dijúga búbót er mönnum nú orðið ljóst að helzta auðlind hvers nútímaþjóðfélags er fólgin í mannauði þess og þjálfun til nýsköpunar. Þær þjóðir sem búa við mesta hagsæld leggja því kapp á að hvetja ungt fólk til háskólanáms og rannsóknarstarfa ..." Þetta eru sannyrði. Þær þjóðir sem leggja mesta áherzlu á menntun þegna sinna og alhliða rannsóknir búa við hvað bezt almenn kjör. Þetta á ekki sízt við um rannsóknir er varða undirstöður samfélagsins, efnahags- legar, menningarlegar og félagsleg- ar. Hér hefur miðað til réttrar áttar að því er varðar slíkar rannsóknir, þó hægar á sumum sviðum en æski- legt hefði verið. Hinn nýi rektor fagn- aði sinnaskiptum í „vísinda og tækni- stefnu ríkisstjórnarinnar. Þar var því heitið," sagði hann, „að stefnt yrði að þróun þjóðfélags sem byggði á vísindalegri þekkingu og tækni í stað einhliða sóknar í auðlindir lands og sjávar. í þessu skyni skyldi raungildi fjárlaga til rannsókna aukið í sam- vinnu við atvinnulífíð í landinu um 10% á ári næsta áratuginn ... Þetta eru góð áform og við hljótum að vona að við þau verði staðið svo skjótt sem þjóðin hefur unnið sig út úr því svart- nætti ríkisfjármála sem nú grúfir yfir okkur ...“ í þessu sambandi má og minna á orð fráfarandi rektors, Sigmundar Guðbjamasonar, á Háskólahátíð árið 1986: „Menntun og þekkingaröflun verð- ur æ mikilvægari grunnur bættra lífskjara og auðugs menningarlífs ... Menningin er ekki aðeins bókmennt- ir, tungur og listir. Menningin er margþætt og innifelur einnig samfé- lagsgerð, trúarbrögð, vísindi og verk- tækni. Það er einmitt verktæknin sem er sterkasta uppistaðan í menningu hverrar þjóðar. Þróun verkmenningar hefur í raun ráðið menningarstigi þjóða á liðnum öldum og gerir enn.“ Sveinbjörn Björnsson, háskólarekt- or, sagði í ávarpi sínu að Háskóli íslands hefði verið og myndi verða ein mikilvægasta forsenda sjálfstæðr- ar þjóðmenningar á íslandi og jafn- framt höfuðforsenda þátttöku okkar í alþjóðamenningu og samvinnu við erlendar þjóðir. Með nýrri miðlunar- tækni og nánari samskiptum þjóða flæddi yfir okkur allskonar fróðleik- ur. Það væri hlutverk Háskólans að meta og túlka þessa þekkingu, miðla henni til íslenzks þjóðlífs og gera hana hluta íslenzkrar þjóðmenningar. „Það gerizt með eigin rannsóknum og kennslu, fjölbreytilegri endur- menntun og miðlun þekkingar til al- mennings." Háskóli íslands hefur styrkt stöðu sína undanfarin ár, bæði inn á við og út á við. Þróun hans hefur verið ör. Þar eru nú um fimm þúsund nem- endur og fimm hundruð starfsmenn, auk um eitt þúsund stundakennara, að því er rektor upplýsti í ræðu sinni. Háskólinn er því einn stærsti vinnu- staður iandsins. Starfsemi hans varð- ar flesta þætti þjóðlífsins og nánast hveija fjölskyldu í landinu. Það er því mikilvægt að styrkja enn stöðu þessa flaggskips íslenzka fræðslu- kerfísins í samfélaginu - og samstarf þess við atvinnulífið og almenning. Hlutabréfa- markaður í þróun "W~lyrir skömmu gerðust þau tíðindi, að hlutabréf lækkuðu í verði lyá sumum verðbréfafyrirtækjanna a.m.k. Þótt undarlegt megi virðast vekja þessi tíðindi traust á markaðn- um og trú á, að hann muni þróast með eðliiegum hætti á næstu árum. Hlutabréfamarkaðir erlendis eru mjög viðkvæmir fyrir hvers kyns fréttum af stöðu fyrirtækja og þróun efnahagslífs. Hingað til hefur slíkra áhrifa ekki gætt hér og hefur það vakið upp spurningar um, .hvort markaðsverð á hlutabréfum gæti tal- izt í einhveijum tengslum við raun- veruleikann. ' Þess vegna er það þroskamerki, að hlutabréf í nokkrum fyrirtækjum hafa lækkað í verði. Ef marka má opinber ummæli for- stjóra einstakra fyrirtækja, sem skráð eru á hlutabréfamarkaði hér hefur þessi lækkun valdið óróa í þeirra röðum. Slík viðbrögð eru ástæðulaus með öllu. Sveiflur hljóta að verða í verði hlutabréfa hér sem annars staðar og þær sveiflur geta ekki alltaf verið upp á við. Eftir sem áður er nauðsynlegt, að teknir verði upp þeir viðskiptahættir á hlutabréfa- markaði, sem Enskilda-ráðgjafafyrir- tækið hefur lagt til og mælt með. Væntanlega er unnið ötullega að því að hrinda þeim í framkvæmd. Þær fela m.a. í sér, að verðlagning á hluta- bréfum byggist á raunverulegum við- skiptum, þ.e. kaupum og sölu, sem fram hafa farið. Aðalfundur Skógræktarfélags Islands: Guðrún Ingólfsdóttir og Ásgrím- ur Halldórsson framkvæmda- sljóri í þéttvöxnu skógarrjóðri við sumarbústað sinn í Lóni, þar sem gróðursetning hófst fyrir 20 árum. á Egilsstöðum gaf. Að sögn Sigur- laugar Gissurardóttur formanns skógræktarfélags A-Skaftafellssýslu verður leitað til skólabarna um að- stoð við gróðursetningu en þau hafa tekið virkan þátt í gróðursetningunni undanfarin árl Á laugardag var farin önnur ferð um Lónið, þar sem komið var við í sumarbústaðarlandi Þorvaldar Þor- geirssonar og Sveinbjargar Eiríks- dóttur en þau hjónin hafa staðið þar að tijárækt í þijátíu ár með ótrúleg- um árangri. Þar gaf að líta ýmsar sjaldgæfar tegundir og höfðu ýmsir fræðingar á orði að þarna væru fjöl- margar jurtir sem þeir hefðu aldrei séð áður. Ferðinni lauk með heimboði í sum- arbústað til Ásgríms Halldórssonar framkvæmdastjóra 'og Guðrúnar Ing- ólfsdóttur konu hans, og reitur þeirra skoðaður en þau hafa náð frábærum árangri á þeim tuttugu árum sem liðin eru frá því gróðursetningin hófst. í lok aðalfundarins fór fram stjórnarkjör. Tómas Ingi Oirich, sem átti að ganga úr stjórn samkvæmt lögum félagsms, gaf ekki kost á sér vegna anna. í hans stað var kjörinn Vignir Árnason frá Akureyri. Aðrir í stjórn eru Hulda Valtýsdóttir, Sveinbjöm Dagfinnsson, Þorvaldur S. Þoivaldsson, Baldur Heigason, Björn Árnason og Sædís Gunnlaugs- dóttir. í varastjóm eru Ólafía Jakobs- dóttir, Sigurður Ágústsson og Örn Einarsson. „ÞAÐ SEM hæst ber að afloknum þessum öl. aðalfundi Skógræktar- félags Islands er ákvörðun skóg- ræktarstjóra að gefa aðildarfélög- unum kost á að fá eina milljón trjáplantna til gróðursetningar næsta vor á vegum Landgræðslu- skóga-verkefnisins en eins og kunnugt er stendur Skógræktar- félag Islands að því í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Land- græðsluna og landbúnaðarráðu- neytið,“ sagði Hulda Valtýsdóttir formaður félagsins. Sagði hún að með framlagi Skógræktar ríkisins yrði hægt að tryggja framhald Landgræðsluskóga á næsta ári, þriðja árið í röð. Fundurinn var haldinn á Höfn í Hornafirði að þessu sinni og var einn sá fjöl- mennasti sem haldinn hefur verið. Hann sóttu 140 manns, fulltrúar og gestir. „Okkur er það öllum einnig mikið fagnaðarefni að í erindi Ásu Aradótt- ur, vistfræðings og starfsmanns Rannsóknarstöðvarinnar á Mógilsá, kom fram í úttekt á árangri gróður- setningar Landgræðsluskóga 1990 að afföli vom að meðaltali aðeins 10% en það em talin eðlileg afföll í skógrækt yfirleitt. í úttektinni komu einnig fram ýmsar ábendingar sem geta komið okkur að haldi síðar. Þessi árangur sýnir okkur ótvírætt að sú vinna sem skógræktarfélögin tóku á sína arma í sjálfboðaliðastarfí á fullan rétt á sér og er í raun viður- kenning og staðfesting á mikilvægi þeirra. Við vonum líka að með slíkum árangri aukist skilningur stjómvalda á málstað hinna fijálsu félagasam- taka sem vilja gerast þátttakendur í endurheimt skóga á Islandi og að I trjáreitnum við sumarbústað Þorvaldar Þorgeirssonar eru um 400 tegundir og margar hveijar sjaldgæf- ar. Hér eru þeir Jónas Snæbjörnsson, Þorvaldur og Halldór Halldórsson, Oskar Magnússon, Svava Ágústs- dóttir, Herdís Guðmundsdóttir, Jón Magnússon í Skuld og Ólafur Sigurðsson að skoða sjaldgæft afbrigði af birki. stuðningur þeirra komi fram með auknum íjárframlögum. Skógrækt á íslandi á enn á brattann að sækja að mörgu leyti þótt allur almenning- ur hafi gert málstað skógræktar að sínum málstað." Hulda sagði að á fundinum hefði Guðmundur Halldórsson skordýra- fræðingur á Mógilsá einnig flutt fróðlegt erindi um meindýr í skóg- rækt og er verið að kanna hvort unnt sé að birta útdrátt úr erindinu, fólki til leiðbeiningar um hvernig skuli við bregðast því mjög skortir á upplýsingar um þau mál. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri gerði grein fyrir landgræðslu í Skógey við Hornafjarðarfljót, en það er stórt verkefni á vegum Land- græðslunnar. Náðst hefur ótrúlegur árangur, þar sem tekist hefur að hefta sandfok og uppblástur. Jón Loftsson skógræktarstjóri gerði grein fyrir plöntuframleiðslu og skógræktaráætlun á Fljótsdalshér- aði, sem margir binda miklar vonir við. Að venju voru farnar kynnisferðir um héraðið í fylgd heimamanna og var fyrst komið við í Skógey, þar sem Egill Jónsson alþingismaður kynnti þær framkvæmdir sem þar hafa far- ið fram og hvernig til hefur tekist. Þá var farið að Haukafelli en það er nýlegt skógræktarsvæði Skóg- ræktarfélags Austur-Skaftfellinga. Við það tækifæri voru afhentar lerkiplöntur sem gróðrastöðin Barri Framlag Skógræktar ríkisins tryggir fram- hald Landgræðsluskóga - segir Hulda Valtýsdóttir formaður Skógræktarfélags Islands Landgræðsluskógaátak 1990: 90% plantna lifðu af fyrsta árið v BraiMalur Á lifi, en í iélegu ástandi Arangur Ri af Land- græðslu- skóga- átaki 1990 Reykjarhóll Efri Hreppur Brúaras Melgerðismelar Breiðdalur Húsavik Seldalur Ulfljótsvatn Rotarmannatorfur Skógar 0 10 20% lifandí í júnf 1991 60 70 80 90 100% UM 90% af þeim milljón plöntum sem gróðursettar voru í Land- græðsluskógaátaki árið 1990, lifðu af fyrsta árið. Að sögn Ásu Aradóttur, vistfræðings, kom þessi niðurstaða nokkuð á óvart. Algengt er að afföllin séu um 20% til 25% fyrstu árin. Á aðalfundi Skógræktarfélags ís- lands kynnti Ása niðurstöðu úttekt- ar, sem hún vann ásamt Sigurði Magnússyni, vistfræðingi hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins,_ í lok maí og byijun júní á þessu ári. Úrtak- ið var fengið með því að skipta land- inu fyrst í tíu hluta en síðan var til- viljun látin ráða hvaða svæði var valið innan þeirra. Vegna tímaskorts var ekki hægt að skoða reitinn á Vestfjörðum en það verður væntan- lega gert síðar. „Þessi niðurstaða kom nokkuð á óvart,“ sagði Ása. „Algengt er að afföllin fyrstu árin séu 20% til 25% svo að hér er um glæsilegan árangur að ræða, þar sem gróðursett er í land sem yfirleitt er ekki sérstaklega vel fallið til skóg- ræktar. Menn voru nokkuð uggandi um hvernig útkoman yrði, því sumar- ið í fyrra var þurrt framan af og veturinn snjóléttur. Eins og sjá má á súluritinu var þó nokkur hluti plantnanna á sumum svæðum í afar lélegu ástandi í vor. Því má enn bú- ast við nokkrum afföllum þrátt fyrir gott árferði.“ Af þeirri milljón plantna sem voru gróðursettar voru um 75% birki og 7% lerki en minna var af öðrum tegundum. Umhverfið hefur áhrif á afkomu plöntunnar Sagði Ása að í úttektinni hefðu þau reynt að beina athyglinni að þáttum sem hægt er að stjórna við gróðursetningu og hugsanlega hafa áhrif á afkomu og kraft þeirra plantna sem gróðursettar eru. „Einn þáttur var yfirborðsgerð landsins sem gróðursett var í, það er að segja næsta umhverfi plönt- unnar sem við höfum stundum kallað set eða ból,“ sagði Ása. „Það kom í ljós að afföll voru afar mismunandi eftir yfírborðsgerðum, einna mest í grámosaþembu sem virðist vera afar erfitt umhverfi fyrir allar ungplönt- ur. Einnig voru afföll oft mikil á gróðurlitlum melum, sem geta verið erfíðir bæði vegna þess að þar eru plönturnar oft óvarðar fyrir vindi, sandblæstri og frostlyftingu, en að auki eru melar oft snauðir af næring- ar- eða áburðarefnum. ' Þó hafði sums staðar tekist að auka lífslíkur plantna á melum með því til dæmis að gróðursetja í eina eða tvær skóflur af húsdýraáburði eða bera á tilbúinn áburð og einnig með því að búa til skjól úr steina- hleðslum umhverfis hveija plöntu eða sá einærum tegundum umhverfis plöntuna.“ Þá skiptir nokkru máli, þar sem gróðursett er í þýft land að gróður- setja ekki í toppinn á þúfunni, heldur utan í hliðar hennar eða jafnvel í lautirnar á milli þeirra. Áfföll af plöntum á þúfnakollum reyndust að jafnaði meiri auk þess sem þær plönt- urnar voru ekki eins kröftugar og þær sem fundust annars staðar. Látum náttúruna vinna með okkur „Ég held að þessi aðferð að gróð- ursetja tré til landgræðslu sé komin | til að vera og að henni verði beitt áfram í framtíðinni," sagði Ása. „Vandamálið við svona gróðursetn- ingar er hins vegar að þær kosta mikið, bæði vinnu og fjármagn, og því er eiginlega ekki gerlegt að ætla sér að klæða auðnimar með gróður- setningu eingöngu, þó svo hún geti hentað mjög vel til að klæða lönd umhverfis þéttbýliskjarna og önnur útivistarsvæði. Þar sem landrými er Ása Aradóttir, vistfræðingur. meira og þar sem ekki liggur eins mikið á að ná skóginum upp getum við látið náttúruna vinna með okkur til að létta vinnuna og draga úr kostnaði. Birkið okkar til dæmis er afar duglegt að sá sér út eins og mörg dæmi eru til um. Þess vegna er hægt að gróðursetja aðeins að hluta til í svæði sem græða á upp til dæmis í nokkra lundi sem síðan framleiða fræ og verða fræupp- sprettur fyrir frekari sjálfgræðslu. Skyld leið er að friða landið í kring- um gamlar skógaleifar og skógrækt- argirðingar. Þá er einnig mjög mikilvægt í allri landgræðsluskógi-æki*að skipuleggja og reyna að sjá fram í tímann hvern- ig menn vilja láta þetta iand líta út eftir 50 ár, sem verið er að vinna með. Landgræðsluskógrækt er iangtíma aðgerð.“ Pólitískir leiðtogar EB verða að láta til sín taka Jón Baldvin Hannibalsson: Holsinki. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, bladamanni Morgunbladsins. JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði að loknum ráð- herrafundi EFTA í Helsinki í gær, að ekkert ríki EFTA teldi sig geta verið án samkomulags við EB. Jón Baldvin sagði að á sínum tíma hefði framkvæmdastjórn EB óskað eftir tvíhliða viðræðum við þau ríki EFTA sem ættu aðgang að sjó, þ.e. í raun ísland og Nor- eg. Þær viðræður hefðu farið fram. Framkvæmdastjórnin væri nu aft- ur að hefja störf eftir sumarleyfi og hefði hún óskað eftir tvíhliða viðræðum áfram. Það væri hins vegar skýrt af hálfu EFTA að markaðsaðgangur fyrir fisk væri EFTA-mál, hluti af heildarsam- komulaginu. „Hins vegar erum við hvenær sem er tilbúnir til viðræðna ef óskað er eftir því að fá við- hlítandi skýringar á stöðu banda- lagsins. Pólitískir forystumenn bandalagsins hafa oft lýst því yfír að ekki skorti pólitískan vilja til að ljúka samningunum. Þegar á hefur reynt hafa þeir hins vegar sýnt vilja sinn í verki með því að mæta ekki á fundina,“ segir ut- anríkisráðherra. Hann sagði að það þarfnaðist skýringa af hveiju Bretar kæmu eftir dúk og disk og lýstu sig andvíga fijálsum markaðsaðgangi þótt það hefði ekki verið nefnt af þeirra hálfu allan samningstímann. Bretar væru nettóinnflytjendur á sjávarafurðum og erfitt að sjá hvað lægi að baki. Hvað íra varðaði þá væri kröfugerð þeirra varla tekin gild þegar litið væri á liversu stór- an hluta væri um að ræða af þeirra útflutningi. „Þetta er núll komma núll eitthvað prósent,“ sagði Jón Baldvin. „Ef EB ætiar að bjóða okkur upp á að meiriháttar milliríkjasamningur á að stranda á slíku vekur það upp spurningar um getu bandalagsins almennt." Umræður um einhvers konar samstöðu EFTA og Norðurland- anna um efnahagssamstarf við Eystrasaltsríkin og Rússland sagði Jón Baldvin vera á frumstigi. Þeg- ar efnahagur þessara ríkja væri skoðaður kæmi í ljós að það vant- aði allt til alls. Þegar upp væri staðið væri það fyrst og fremst lagaumgjörð fyrir valddreift mark- aðskerfi Sem brýnust þörf væri á. Það væri forsenda þess að hægt væri að veita erlendu fjármagni til uppbyggingar í þessum löndum. Ef Norðurlöndin myndu takast sameiginlega á við þetta verkefni væru þau mjög sterk eining. Þetta landsvæði sem teldi 20 milljónir íbúa hefði þjóðarframleiðslu sem væri um fimmtungur af þjóðar- framleiðslu Sovétríkjanna þar sem byggju um 300 milljónir. Sem við- skiptaaðili við EB væru Norður- löndin stærri en Bandaríkin og Japan til samans. „Ef Norðurlönd- in líta á sig sem svæði þá geta þau staðið að einhvers konar vasa- Marshall-áætlun fyrir Eystrasalts- ríkin þó að þau ráði ekki ein við vandamál af þeirri stærðargráðu sem Rússland er. Þetta þurfum við að ræða betur.“ Reuter Utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna við upphaf fundar þeirra í Helsinki í gær (f.v.): Wolfgang Schiissel Austurríki, Jón Baldvin Ilannibalsson, Eldrid Nordbo Noregi, Jean Pascal Delamuraz Sviss, Anita Gradin Svíþjóð, Georg Reisch, framkvæmdastjóri EFTA, og Pertti Salolainen Finnlandi. EFTA krefst áfram frjáls markaðsaðgangs fyrir fisk Helsinki. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. FRJÁLS markaðsaðgangur fyrir sjávarafurðir er krafa sem ríki Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) ætla að halda til streitu í viðræðum sinum við Evrópubandalagið (EB) um sameiginlegt Evrópskt efnahagssvæði (EES). Var þetta niðurstaða fundar ut- anríkisráðherra EFTA-ríkjanna sem lauk í Helsinki í gær. Upp úr viðræðunum um EES slitnaði í júlí sl. fyrst og fremst vegna ágreinings um sjávarafurðir en einnig um samgöngur í Olpunum. EFTA-ríkin segjast nú vera reiðubúin að hefja viðræðurnar lafar- laust á ný en tíminn sé naumur. Þurfi niðurstaða að nást í þess- um mánuði eða þeim næsta. Pertti Salolainen, utanríkisráð- herra Finnlands, sagði á blaða- mannafundi að loknum fundi ráð- herranna að þeir væru vonsviknir yfir því að ekki hefði tekist að semja við EB í sumar. Verulegur árangur hefði samt sem áður náðst og lægi EES samningurinn í stórum dráttum fyrir. Þær miklu breytingar sem hefðu orðið í Sov- étríkjunum ýttu enn undir nauð- syn þess að styðja við bakið á ríkjum Austur- og Mið-Evrópu og það væru ekki heppileg skilaboð sem yrðu send til þessara landa ef ekki næðist að semja um EES. Salolainen sagði EFTA stefna áfram að því að fijáls markaðsað- gangur fyrir sjávarafurðir yrðu hluti af EES samkomulagi. Hefði aðalsamningamönnum EFTA ver- ið falið að hefja viðræður á ný en ekki væri mikill tími til stefnu ef nást ætti samkomulag sem yrði tilbúið fyrir áramót. Þegar Salolainen var spurður hvort til stæði að halda sameigin- legan ráðherrafund EB og EFTA bráðlega sagði hann það mál enn vera opið. Ráðgert væri af hálfu EB að halda ráðherrafund þann 30. september nk. en óvíst væri hvort af honum yrði sem og hvað myndi gerast ef hann yrði ekki haldinn. Þá hefði verið rætt um möguleikann á því að halda sam- hliða ráðherrafund EB og EFTA. Fælist í þeirri hugmynd að fund- irnir yrðu haldnir á sama tíma í sömu borg en ekki í sama her- bergi. Væri rætt um miðjan októ- ber í þessu sambandi en ekkert hefði verið ákveðið. Spurt var um afleiðingar þess ef eitthvert ríki gæti ekki eða vildi ekki staðfesta EES samninginn þegar hann lægi fyrir og sagði Georg Reisch, framkvæmdastjóri EFTA, að þá væri kominn upp algjörlega ný staða. Ef slík staða kæmi upp yrði að ræða hana við EB á viðeigandi vettvangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.