Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson ROKKYÍMA Sebastian Bach, íturvaxin söngspíra Skid Row. ________Tónlist__________ Árni Matthíasson ÞAÐ ætlar að ganga seint að koma Islendingum upp á að sækja tónleika. Markaður er einkar ótryggur og margur hefur brennt sig á að flytja hingað fyrirtaks sveitir, sem enginn kemur svo til að sjá. A föstudag og laugardag lék hér þungarokksveitin Skid Row, sem er óneitanlega með fjórum fremstu þungarokksveitum heims í dag, og ekki skiluðu sér á tónleikana nema tæplega 3.000 fyrra kvöldið, en seinna kvöldið komu innan við 1.000. Minnugur þess þegar popp- sveitin slappa Europe fékk 5.000 manna aðsókn, er ekki gott að segja hvar allir þunga- rokksáhugamenn voru. Ef til vill heima blankir. Skid Row sýndi það á tónleik- unum í Laugardalshöll að þar fer sveit í fremstu röð. Söngvari sveitarinnar, Sebastian Bach, er tvímælalaust með líflegustu sviðsmönnum og að auki hörku söngvari. Reyndar er sveitin öll geysi þétt og lífleg. Sveitarmenn virtust ekki óöruggir á sviðinu fyrra kvöldið þrátt fyrir að Skid Row væri á sínum fyrstu tónleik- um sem aðalsveit. Sebastian fækkaði snemma fötum og var ber að ofan frá öðru lagi, en þrátt fyrir það bogaði af honum svitinn, enda hamaðist hann eins og hann ætti lífið að leysa. Aðr- ir sveitarmenn voru og líflegir og klifruðu spilandi upp allar hátalarastæður, utan trommari sveitarinnar, án þess að missa úr nótur eða takt. Áheyrendur kunnu og greinilega vel að meta sveitina og létu hrifningu sína í ljós með öskrum og ópum, aukin- heldur sem þeir stukku og hristu sig. Ekki rekur mig minni til að hafa séð' aðra eins almenna stemmningu á tónleikum hér á landi. Eftirtektarvert var hve fáir voru áberandi drukknir, enda var, leitað vel á mönnum við innganginn. Hef ég heimildir fyrir því að í salnum hafi fundist níu áfengisílát eftir tónleikana, sem ekki getur talist mikið þar sem hátt í 3.000 rokkþyrstir unglingar koma saman til að skemmta sér. Það var því rokkv- íma sem sveif á viðstadda, en ekki áfengis. Sebastian Bach lýsti og hrifningu sinni eftir tón- leikana. Hann sagðist ekki hafa átt von á svo góðum viðtökum og sagðist aldrei hafa leikið fyr- ir eins skemmtilegan hóp. Seinna kvöldið voru félagarnir í Skid Row heldur daufari, enda tómlegt í höllinni þegar innan við þúsund manns eru í húsinu. Þeir lögðu sig þó vel fram og þau hundruð sem keyptu sig inn voru ekki svikin. Skid Row er fremsta rokk- sveit sem hingað hefur komið í fjölda ára; framúrskarandi sviðs- menn og þéttir tónlistarmenn, sem eiga eftir að ná langt. Hvort framhald verður á tónleikahaldi Rokks hf. er ekki gott að segja; ef til vill er nóg komið af þunga- rokki. Til frambúðar Gaivanhúðað stál gefur styrkinn og litað plasthúðað yfirborð ver gegn ryði og tæringu. Fagmenn okkar veita ráðleggingar. Hagstætt verð. Sölu- og þjónustuaðilar: Blikksmiðjan Funi sf., Smiðjuvegi 28, Kóp. S. 91-78733 Blikksmiðjan Vík hf., Smiðjuvegi 18c, Kóp. S. 91-71580 Blikksmiðja Einars sf., Smiðjuvegi 4b, Kóp. S. 91-71100 Blikksmiðjan Höfði, Eldshöfða 9, Rvk. S.686212 Borgarblikksmiðjan hf., Álafossvegi 23, Mosfellsb. S. 91-668070 Stjörnublikk hf., Smiðjuvegi 1, Kóp. S. 91-641144 Blikkás hf., Skeljabrekku 4, Kóp. S. 91-44040 Blikksmiðja Erlendar, Hnífsdalsvegi 27, ísaf. S. 94-4488 Blikkrás hf., Hjalteyrargötu 6, Akureyri. S. 96-27770 Blikk og bílar, Túngötu 7, Fáskrúðsfirði. S. 97-51108 Blikk hf., Gagnheiði 23, Selfossi. S. 98-22040 Blikksmiðja Agústs Guðjónssonar, Vesturbraut 14, Keflav. S. 92-12430. Blikksmiðjan Eintœkni, Bygggörðum 4, Seltjarnesi. S. 91-611665. [SVOR BYGGINGAREFNI, Dalvegi 20, Kópavogi, sími 91-641255, fax 641266. pósthólf 435, 202 Kópv. IHoTiAimliIniiib Meira en þú geturímyndad þér! Skákskóli Islands hefur starfsemi SAMKVÆMT lögum frá Alþingi 1990 hefur á vegum Skáksambands íslands hafið starfsemi sína nýr sérskóli: Skákskóli íslands. Dr. Kristján Guðmundsson hefur verið ráðinn skólasljóri og fastráðnir kennarar verða stórmeistararnir fjórir, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson. Áuk þeirra munu alþjóðlegu meistararnir Karl Þorsteins, Þröstur Þórhallsson og Hann- es Hlífar Stefánsson kenna almennum flokkum. Setningarathöfn fyrir fyrsta starfsár Skákskóla íslands verður þriðjudaginn 10. september kl. 14.00 í Faxafeni 12, í húsakynnum Skáksambands íslands. Á setningarathöfninni verða heiðraðir upphafsmenn hugmynd- arinnar um ríkisstyrktan skákskóla. Námskeið standa í 2 sinnum 6 vikur, þ.e. tvö námskeið fyrir jól og tvö eftir áramót. Próf milli flokka verða haldin tvisvar á ári í desem- ber og í apríl. Einnig verða í boði ýmis sumarnámskeið. Bestu nem- endur hvers skólaárs verða verð- launaðir með skákferð til Gausdal í Noregi í ágústmánuði. Almennu flokkarnir byrja mánu- daginn 16. sept. en í október verða efnilegustu nemendurnir valdir i sérstaka framhaldsflokka. Ofan- greindir stórmeistarar sjá um þá kennslu og byijar hún 27. okt. og verður ókeypis. Skráning fer fram í síma Skák- sambands íslands alla virka daga frá 9-13 og lokaskráning í fyrstu námskeiðin verður helgina 14.-15. sept. Raðað verður í flokka eftir styrkleika. Flokkarnir verða: Almennur flokkur 1, bytjendur (mánud. 17.00-19.00). Almennur flokkur 2 (þriðjud. 17.00-19.00). Almennur flokkur 3 (miðvikud. 17.00-19.00). Almennur flokkur 4 (fimmtud.17.00-19.00). Almennur flokkur 5 (föstud. 17.00-19.00). Auk þess verður boðið upp á kennslu í fullorðinsflokkum og geta áhugasamir skráð sig í þijá mögu- lega flokka: Heimsmeistarar í skák, Skákbyijanir og sérstakt námskeið í tengslum við Heimsbikarmót Flug- leiða þar sem ferill keppenda þess móts verður kynntur. Að lokum má geta þess að á sama tíma hefst Bréfaskóli íslands og stendur sú kennsla allt árið. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.