Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 59 ( t < Í i I HELGARNAMSKEIÐ FYRIR UNGLINGA I SKVASSI Námskeiöíö byrjar 14. sept. n.k. Allar nánari upplýsingar í Veggsport - Seljavegi 2 Símar: 19011 og 619011 Allir fá gefins skYassspaöe og boli Flokksstjórn Alþýðuflokksins: Kaflar í ályktun túlk^ aðir úr samhengi - segja flutningsmenn ályktunartillögunnar Flutningsmenn tillögu þeirrar, sem samþykkt var á flokksstjórnar- fundi Alþýðuflokksins á föstudagskvöld, segja að einstakar yfirlýsing- ar í ályktuninni hafi verið notaðar til túlkunar á niðurstöðu fundarins án samhengis við annað sem í ályktuninni segir. í tillögunni segir meðal annars, að flokksstjórnarfundurinn standi heilshugar að baki forustumönnum, ráðherrum og þingliði flokksins í framgöngu þeirra við gerð ríkisfjár- laga. Jafnframt er áréttað að aldrei megi víkja frá því grundvallarstefn- umiði flokksins, að styrkja undirstöð- ur velferðarkerfisins og tryggja að allir landsmenn eigi rétt til atvinnu og menntunar, heilsugæslu og lækn- ishjálpar án tillits til efnahags og búsetu. Telur flokksstjórnin að skatt- lagning fjánnagnstekna, gjaldtaka fyrir aðgang að sameiginlegum auð- lindum, samfara gagngerri kerfis- breytingu á atvinnuvegunum skili umtalsverðum tekjum í þjóðarbú svo unnt sé að standa undir sjálfsagri velferðarþjónustu. í fréttatilkynningu, sem Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi hefur sent frá sér fyrir hönd flutnings- manna ályktunartillögunnar, segir að um sé að ræða ályktun sem legið hafi fyrir í upphafi fundarins, að við- bættri breytingartillögu sem tveir flutningsmannanna, Olína og Guð- mundur Árni Stefánsson, hafí borið upp. Breytingartillagan var um að bæta við setningu þar sem lýst er yfir stuðningi við forustumenn, ráð- herra og þinglið í framgöngu þeirra við gerð ríkisfjárlaga. Áður hafi til- laga um traustyfirlýsingu á ráðher- rana, borin fram af Guðmundi Ein- arssyni, verið dregin til baka. í fréttatilkynningunni segir, að nokkuð hafi borið á því í fjölmiðlum að einstakar yfirlýsingar umræddrar ályktunar hafi verið notaðar til túlk- unar á niðurstöðu fundarins, án sam- hengis við annað sem í ályktuninni segi. Haft var eftir Jóni BalcKGi Hannibalssyni formanni Alþýðu- flokksins í Morgunblaðinu síðastlið- inn sunnudag að niðurstaða flokks- stjórnarfundarins hafi því verið sú, að forustulið flokksins hafi fengið einróma traustyfirlýsingu. -----♦ ♦ ♦----- Laugagerðisskóli: Nemendum fækkar mjög Borg í Miklaholishreppi. SKÓLASETNING og kennsla hófst í Laugagerðisskóla mánu- daginn 9. september. Þar eru í vetur rúmlega 60 nemendur svo fáir hafa þeir ekki verið frá því að skólinn tók til starfa árið 1965. Á þessu ári verða mikil þáttaskil í starfsemi Laugagerðisskóla því ákvörðun hefur verið tekin um að leggja niður heimavist skólans og gera hann að akstursskóla, en það er gert til reynslu eitt skólaár. Rétt þótti að reyna þetta»skóla- skipulag nú þar sem nemendum fækkar mjög á þessu hausti og sú staðreynd blasti við að aðeins þrír nemendur í skólahverfinu eru u » akstursleiða sem taldar eru innan þeirra marka sem skólayfirvöld telja leyfilegt. - Páll Morgunblaðið/Magnús H. Magnússon Svipmót kirkjunnar er sótt til fjallanna í nágrenninu. Söngsveitin Fílharm- ónía byrjar vetrarstarfíð Messa eftir Rossini flutt næsta vor VETRARSTARF Söngsveitar- innar Fílharmóníu hefst 11. september nk. Aðalverkefni vetrarins verða messa eftir Rossini sem flutt verður í vor og jólatónleikar í Kristskirkju í desember. Ákveðið hefur verið að gangast fyrir námskeiði til undirbúnings og til að hvetja ungt fólk til inn- göngu Á' kórinn. A námskeiðinu verður kennd raddbeiting, nótna- lestur og undirstöðuatriði í tón- fræði. Með námskeiðinu vill Fíl- harmónía gefa ungu fólki tæki- færi til að kynnast kórstarfinu og auka kunnáttu sína um leið. Radd- prófun fer fram í lok námskeiðsins og gefst þá þátttakendum kostur á að ganga til liðs við kórinn. Kórstjóri Fílharmóníu er Úlrik Ólason og verður hann kennari á námskeiðinu ásamt Elísabetu Erl- ingsdóttur, óperusöngkonu og Jó- hönnu Lövdahl. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 11. september kl. 20.00 og verður kennt í húsnæði FÍH í Rauðagerði 27, sjö kvöld á hálfum mánuði, þrjá tíma í senn. Kórinn getur bætt við sig góðu söngfólki, sérstaklega í karlaradd- ir. Reglulegar æfingar hefjast síð- an miðvikudaginn 25. september í Melaskóla og verður æft tvisvar í viku mánudaga og miðvikudaga frá kl. 20.30 til kl. 22.30. Morgunblaðið/Magnús H. Magnússon Ný kirkja vígð í Árnes- hreppi á Ströndum Herra Ólafur Skúlason, biskup íslands, vígir nýju kirkjuna. Hólmavík. BISKUP Íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði á sunnudag nýja kirkju í Árnesi i Trékyllisvík á Ströndum. Kirkjan sem er teiknuð af Guð- laugi Gauta Jónssyni arkitekt er u.þ.b. 150 fermetrar að flatar- máli. Byggingin skiptist annars vegar í kirkjuskipið, sem er um 100 fermetrar og tekur rúmlega 100 manns í sæti, og hins vegar skrifstofu sóknarprests, anddyri, fatahengi og snyrtingu. Yfírsmiður við kirkjubygging- una var Arinbjörn Bernharðsson frá Norðurfirði í Árneshreppi. Fyrirmyndin að ytra útliti húss- ins er sótt í stórbrotna náttúrufeg- urð svæðisins og er Reykjanes- hyrnan sem er formfagurt fjall í sveitinni þar helst til hliðsjónar. Þess má geta að altari kirkjunn- ar stendur á tveimur blágrýtissúl- um sem teknar voru úr fjöru í sveitinni. Fjölmenni var við vígsluna og voru vígslugestir á einu máli um að vel hefði til tekist við smíði kirkjunnar og að hér væri um ein- staklega fallegt og hlýlegt guðs- hús að ræða. Auk biskups tóku sex prestar þátt í athöfninni. í máli formanns sóknarnefndar, Gunnsteins Gíslasonar, kom fram að fímm ár eru liðin frá því að ákvörðun var tekin um smíði kirkj- unnar og að kostnaður við smíði hennar væri á bilinu 10-11 milljón- ir króna. Einnig kom fram að gjaf- ir til kirkjubyggingarinnar næmu nú 2,4 milljónum króna, auk marg- háttaðs stuðnings og sjálfboða- starfs af öðru tagi. Að vígslunni lokinni var öllum vígslugestum boðið til veglegs kaffisamsætis. Þar voru mörg ávörp flutt og söfnuðinum bárust margar ham- ingjuóskir í tilefni dagsins. - M.H.M.- Opnunartími í vetur: Opiö alla virka daga frá kl. 9:30 - 22:00 Laugardaga 10:00 -17:00 Sunnudaga 10:00 -16:00 ^ Skólafólk athugið að það er ódýrara fyrir kl. 17:00 Leiðbeiningar fyrir byrjendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.