Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991
25
að „góð almenn menntun“ sé ekki
föst stærð og þar með er einnig
kastað fyrir róða hugmyndinni um
sameiginlegan kjarna sem eitthvað
sem allir verða að.læra. Fjölfræð-
ingshugmyndin um að allir eigi að
vita einhver deili á helstu vísinda-
greinum er einfaldlega löngu úrelt.“
Þetta er mikil speki og varla von
að fáfróðir nemendur skilji hana tii
fullnustu. En hefur almenn menntun
nokkurn tíma verið talin „föst
stærð“? Heyrst hefur að fólk hafi
meira að segja öðlast sæmilega góða
almenna menntun án þess að yfir-
völd menntamála kæmu þar yfirleitt
við sögu. Hingað til hefur verið ta-
lið sjálfsagt að í menntaskólum fá-
ist nokkuð góð undirstaða í grunn-
greinum og síðan einhver nasasjón
af nokkrum öðrum greinum. Það
nálgast kannski fjölfræðingshug-
mynd þá sem Gunnlaugur telur úr-
elta. En nýja kerfið í MH átti að
bjóða upp á svo fjölbreytt val að
nemendur gátu varla komist hjá því
að verða einhvers konar „íjölfræð-
ingar“. Að vísu dálítið fákunnandi
fjölfræðingar því að ætlunin var
sennilega aldrei að kafa djúpt í
námsgreinarnar, heldur læra sitt lít-
ið af hverju um hitt og þetta.
Af gæðum og skilvirkni
Heimspekilegur þankagangur
Gunnlaugs Astgeirssonar kemur
einnig fram þar sem hann fjallar
um þau hugtök sem hann segir að
einkenni mjög skólamálaumræðu
hvarvetna, „kvalitet“ og „effektivit-
et“, eða gæði og skilvirkni. Hann
segir að þeirrar hugsunar gæti nú
hvarvetna hjá stjórnmálamönnum
„að þensla skólakerfisins undan-
farna tvo áratugi eða svo hafí ekki
skilað þjóðfélögunum nægjanlega
góðri menntun, gæði menntunarinn-
ar sé ekki nægjanlega skilvirk."
Gunnlaugi þykir ekki taka því “að
taka nákvæma afstöðu til þess hvort
eða að hvaða marki framangreindar
skoðanir eru réttmætar". Hann seg-
ir líka að þessi viðhorf verði æ al-
gengari meðal skóla- manna sjálfra.
Það virðist hins vegar ekki hvarfla
að honum að nemendur, þeir sem
sitja í skólunum, láti sér detta í hug
að krefjast góðrar og skilvirkrar
menntunar. Og hann fer heldur ekki
út í að þessi hugtök eru merkingar-
laus hvað menntun snertir nema
forsendur hennar séu ljósar og
markmiðin skýr. T.d. er góð og skil-
virk fóstrumenntun vafalaust frekar
léleg og óskilvirk fyrir þann sem
ætiar að starfa við garðyrkju, þótt
vafalaust séu ýmsar námsgreinar
sem henta báðum jafnt. Það hlýtur
að vera erfitt að móta góða og skil-
virka menntun sem hentar jafnt
þeim sem ætla í háskólanám og
þeim ætla að veija kröftum sínum
á öðrum vettvangi.
Fagrar heyrði ég raddirnar
Gunnlaugur sér greinilega að
þetta er nokkuð snúið því að hann
segir: „Markmið skólastarfs er auð-
vitað mjög fjölþætt og tóm enda-
leysa að ætla sér að skilgreina það
út í hörgul." Þetta segir höfundur
hins „merka þróunarstarfs" sem
boðað var í MH Og hann lætur ekki
þar við sitja heldur bætir því við
að þær raddir séu „æ meira áber-
andi“ sem „halda því fram að tiltek-
inn undirbúningur fyrir háskólanám
eða jafnvel einstök störf hafi sífellt
minna gildi“. Kannski ætti þá að
innrita duglega nemendur í háskóla
þegar að loknu grunnskólaprófi eða
jafnvel fyrr — nú eða fá þá til
kennslu í MH. En þessar raddir sem
Gunnlaugur hefur heyrt hafa greini-
lega ekki hljómað í kennslumála-
nefnd Háskóla íslands. Nú hlýtur
maður að spyrja enn einu sinni:
Hvert var eiginlega markmið þess-
ara breytinga í MH? Áttu þær
kannski að vera liður í því að leggja
skólann niður?
Betra próf eða verra?
Það sem bent hefur verið á hér
að framan bendir ótvírætt til þess
að með breytingum á námsfyrir-
komulagi í MH hefði ekkert unnist
en heilmikið tapast. Tal breytinga-
manna um betra nám fyrir alla,
bætta þjónustu og aukið valfrelsi
er tómt skrum, byggt á innantómu
hjali um allt og ekkert. Skóli er
hvorki fugl né fiskur ef hann þykist
veita góðan undirbúning við allra
hæfi undir hér um bil hvað sem er
— en gerir það ekki. Getur slík
menntun í raun og veru veitt „lífs-
fyllingu og búið menn undir að njóta
frítíma og ijölskyldulífs og taka
þátt í þjóðfélagshringiðunni"? eins
og Gunnlaugur Ástgeirsson orðar
það svo fallega í grein sinni í Bene-
ventum. Væri ekki eins hægt að
fara á námskeið í Tómstunda- skó-
lanum eða fylgjast með fræðslu-
myndum í sjónvarpinu?
Próf hlýtur annars vegar að vera
metið eftir kröfunum sem þarf að
uppfylla til að standast það, og þá
skiptir sáralitlu máli hvað einhveijir
einstaklingar kunna að læra fram-
yfir kröfurnar. Ef dregið er úr kröf-
unum án þess að markmiðum sé
breytt hlýtur prófið að versna frem-
ur en batna þótt einhveijir verði
sjálfsagt fegnir. Hins vegar er próf
metið eftir þeim réttindum sem það
veitir þeim sem hafa tekið það.
Stúdentspróf sem veitir ekki lengur
inngöngu í háskóla hlýtur að hafa
versnað en ekki batnað, a.m.k. í
augum þeirra sem ætla að fara í
háskóla. Það er eins og bílpróf sem
veitir ekki réttindi til að keyra bíl.
Auðvitað er heldur ekki eðlilegt að
80% þjóðarinnar taki það próf sem
gildir til inngöngu í háskóla, og
vafalaust þarf að endurskoða
menntun á framhaldsskólastigi.
Að setjast í skóla á varla að vera
eins og að kaupa köttinn í sekknum.
Og hann er ekki bara móðgun við
nemendur heldur einnig niðurlægj-
andi fyrir kennara, fyrir utan að
fara ilia með almannnafé.
Óvænt endalok
Eg hef eftir bestu getu reynt að
kynna mér það sem hefur legið á
lausu um þær breytingar á skóla-
starfi MH sem hér hafa verið til
umræðu, reynt að fá svör við ýmsum
spurningum hjá skólastjórn MH,
lesið greinar breytingamanna í MH
og auk þess skoðað alls konar
skýrslur frá yfírvöldum mennta-
mála. Það sem virðist blasa við er
að breytingamenn í MH hafi annað-
hvort gleymt að gera sér grein fyr-
ir markmiði stúdentsprófs, eða gert
það markmið svo vítt og óljóst að
allt tal þeirra um „betra" próf eftir
þessar breytingar er marklaust.
Niðurstaða mín er því sú að rekt-
or Háskóla íslands og meðlimir há-
skólaráðs og kennslumálanefndar
séu kannski ekki alveg eins skiln-
ingssljóir gagnvart „merku þróun-
arstarfi" og „tilraun með nýbreytni"
og Gunnlaugur lætur í veðri vaka í
grein sinni í Mbl. 30 ágúst, og lík-
lega ekki heldur eins fáfrótt fólk
eða fullt yfirlætishroka. Þar breytir
engu sú fimm hundruð ára menntun
og tvö þúsund ára kennslureynsla
sem Gunnlaugur Ástgeirsson styðst
við skv. sömu grein.
Höfundur er nemandi á
fornmálabraut og tónlistarbraut í
MH.
t ■ssri'rTiT " "-"■J'r t ■ 1 '=T/
....og góðir búmenn
byrgja sig upp fyrir veturinn
<f$ Frigor dönsku frystikisturnar hafa
verið á markaðnum í áratugi og stað-
ið sig með mikilli prýði. í þeim eru
innbyggð hraðfrystihólf sem reynst
hafa sérlega vel til að hraðfrysta ný-
meti. Einnig má breyta kistunni í
hraðfrystitæki með því að þrýsta á
hnapp.
FJÓRAR STÆRDIR • HAGSTÆTT VERÐ
KltchttnAld hrærivélar.
Þessar frábæru bandartsku vélar
þekkja allir enda hafa þær verið
ómissandi á íslenskum heimilum í
tæpa hálfa öld. Fylgihlutir:
HAKKAVÉL • PYLSUSTÚTUR
HVEITIBRAUT • GRÆNMETIS-
KVÖRN • ÁVAXTAPRESSA
HLÍFÐARKÁPA • PASTAGERÐAR-
VÉL • SÍTRÓNUPRESSA
• SMÁKÖKUMÖT
KAUPFÉLÖGIN
UM LANDALLT
(Ðauknedit frystiskápar. Há-
þróuð þýsk gæðavara sem íslending-
um er að góðu kunn eftir áratuga
reynslu. Einföld og falleg hönnun.
Mikið úrval, við allra hæfi.
UTUR SKÁPAR, STÓRIR SKÁPAR
OC ALLT ÞAR Á MILLI.
mms
$ SAMBANDSINS
Miklagarði - Símar 692090 - 692000
AXIS HÚSGÖGN HF.
SMIÐJUVEGI 9, KÓPAVOGI
SÍMI: 43500