Morgunblaðið - 10.09.1991, Page 22

Morgunblaðið - 10.09.1991, Page 22
22 re<;i aaaMaT4aa .01 rijoaii jichh'I círaAjawuoaoM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 Húsnæðisleysi eftir Sigurð T. Sigurðsson í ákvörðun stjórnvalda um íjár- magn til félagslegra íbúða fyrir árið 1991 er einungis gert ráð fyrir 600 íbúðum, þó svo að brýn þörf sé fyrir margfalt fleiri. Með ekki meiri fjárveitingu ganga stjómvöld gegn loforðum sem þau gáfu verka- lýðshreyfíngunni við gerð síðustu kjarasamninga um skipulagt átak til lausnar húsnæðisvanda láglaun- afólks, en til þess þarf fjármagn fyrir a.m.k. 1.500 félagslegum íbúðum árlega næstu árin. Skortur á íbúðarhúsnæði er víða á landinu en hvergi jafn mikill og alvarlegur og á höfuðborgarsvæð- inu, því segja má að þar ríki neyða- rástand í þeim málum. Sjái stjórn- völd ekki að sér munu húsnæðis- vandræðin og leiguokrið því ekkert minnka eins og verkalýðshreyfíng- unni var lofað í svokölluðum þjóðar- sáttarsamningum, heldur færast í aukana og verða fylgifiskur efna- lítilla íjölskyldna um ófyrirsjáan- lega langan tíma. Ekki er þáttur Húsnæðisstofnun- ar ríkisins í úthlutun íbúða á milli sveitarfélaga tíl þess að bæta ástandið, því svo virðist sem ekkert tillit sé tekið til húsnæðisástands í viðkomandi byggðarlögum heldur eru einhver önnur sjónarmið látin ráða. Tökum Hafnarfjörð sem dæmi, en þar bíða 350 fjölskyldur eftir félagslegum íbúðum. Bæjaryfírvöld sóttu um heimild til að byggja eða kaupa 140 félagslegar íbúðir fyrir árið 1991, sem er langt frá því að vera nóg miðað við það alvarlega ástand sem ríkir í húsnæðismálum í bænum. Hvorki ríkisstjórnin í fjár- veitingu sinni né Husnæðisstofnun ríkisins í skiptingu fjármagns tóku tillit til þessa ástands og í hlut Hafnarfjarðar komu aðeins 45 íbúð- ir. Beiðni bæjarins var skorin niður um rúmlega tvo þriðju hluta. Þessu lík hefur afgi-eiðslan á fjár- magni til félagslegra íbúða í Hafn- arfirði verið á undanförnum árum. Síðastliðin 6 ár hefur bærinn sótt um heimild til að byggja eða kaupa 564 félagslegar íbúðir, en aðeins fengið fjármagn fyrir 258 íbúðum, sem er einungis um 45% þess íbúða- fjölda sem beðið var um. Stjórnvöld- um og Húsnæðisstofnun ríkisins er fullkomlega kunnugt um húsnæðis- ekluna í Hafnarfírði. Þrátt fyrir það er íbúðafjöldi til Hafnarlj'arðar skorinn niður um meira en helming á fyrrgreindu tímabili með þeim hrikalegu afleiðingum að stór hópur fólks er algjörlega húsnæðislaus og fjöldi fjölskyldna hefur orðið að flýja bæinn vegna húsnæðiseklunar. Á sama tíma fá mörg önnur sveitarfé- lög nánast það fjármagn sem þau biðja um, þó þörfín hjá sumum þeirra sé hvergi nærri eins mikil og í Hafnarfirði. Þó svo að mér hafí dvalist við að segja frá húsnæðismálunum í Hafnarfírði, þá er það ekki vegna þess að ég telji að þeim málum sé betur borgið annars staðar á höfuð- borgarsvæðinu, heldur vegna þess að Hafnarfjörður er minn heimabær og þar þekki ég best til málanna. Allir, sem á annað borð vilja við- urkenna staðreyndir, vita að þús- undir fjölskyldna hér á landi búa við afarkosti í húsnæðismálum. Sumir búa í þrengslum í foreldra- húsum eða fá afnot af hálfínnrétt- uðum geymsluherbergjum hjá vin- um og vandamönnum. Þess eru jafnvel dæmi að sama fjölskyldan holi sér niður á fleiri en einum stað, stundum í fleiri en einu bæjarfé- lagi. Þarna hokrar svo fólkið og bíður þess að komast í mannsæm- andi húsnæði. Aðrir eru komnir út á hinn svo- kallaða fijálsa leigumarkað, þar sem þeir eru píndir til að borga húsaleigu sem er í engu samræmi við litla greiðslugetu þeirra. Algeng mánaðarleiga á þriggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu er 40-50 þúsund krónur og það er hreint ótrúlegt að þúsundir tekju- lítilla heimila skuli áratugum saman þurfa að borga húsaleigu sem er jafnhá eða hærri en laun fyrir 40 klukkustunda vinnuviku. Sinnuleysi stjórnvalda er víta- vert, því þrátt fýrir að fjöldi fjöl- skyldna búi við ómannsæmandi húsnæðisskilyrði og verði að greiða fyrir það okurleigu halda þau að sér höndum með raunverulega lausn vandans. Þau standa ekki einu sinni við loforðin um úrbætur sem gefín voru við gerð síðustu heildarkjarasamninga. Með sama áframhaldi þarf stór hópur fólks að búa um ófyrirsjáanlega langan tíma við þær niðuríægjandi aðstæð- ur að greiða meginhluta tekna sinna í húsaleigu og eiga svo varla eða ekki fyrir öðrum brýnustu lífsnauð- synjum. Það telst sjálfsagt og eðlilegt að MÓDEL MYND! er nýtískuskóli, sniðin að þörfum fólks í nútíma þjóðfélagi MÓDEL MYIMD! er skóli sem þjónar aldrinum 7-60 ára af báðum kynjum. MÓDEL MYND! starfar í 6 vikur í senn, ýmist einu sinni eða tvisvar í viku. Aðalkennarar skólans eru: Guðrún Ólafsdóttir (Snúlla) og Kolbrún Aðal- steinsdóttir (Kolla) sem sameina nú margra ára kunnáttu sína ásamt fjölda annarra sérhæfðra kennara. Kringlunni, símor 12934 - 677270. Ath. Við erum á besta stað í bænum. Við erum í KRINGLUNNI. Afhending skírteina verð- ur laugardaginn 14/9 kl. 10-17 á 3. hæð. Kennslan byrjar mánu- daginn 16/9. Mætum öll kát og hress. Kærar kVeðjur. Snúlla og Kolla. 7-9 ÁRA: Strákar og stelpur: Lærið á skemmtilegum námskeiðum. Vantar börn til sýningastarfa. í boði er góð kennsla, mikið og nytsamlegt nám. 10-12 ÁRA: Strákar og stelpur: Sett upp tískusýning. Hverjir eru möguleikar mínir? Feimni, ganga í takt við músík, tíska - efni, hreyfing, dans, leiklist, myndataka, myndbandsstund, auglýsingar. HIP HOP músík og spor. 13 ÁRA OG ELDRI: Módel námskeið hjá MÓDEL MYND. Okkur vantar stráka á skrá. Unglingar, ef þið viljið læra þá getum við kennt ykkur spennandi námskeið með spennandi nýj- ungum. Leitum að hæfileikaríku fólki. Staða 1. Byrjendur, söfnun í möppu, að bera sig vel, tíska, húð og hár, undirstaða. Staða 2. Framhald af stöðu 1. Þyngra og við ætlumst til meira af þér. Staða 3. Módeling-auglýsingar, mynda- taka, módelum komið á fram- færi, diploma, prófskjöl_afhent. KONUR! KONUR! KONUR! 40 ÁRA OG ELDRI! NÝTT! Ekki sitja heima. Komið heldur og prófið eitthvað fyrir ykkur sjálfar! NÁMSKEIÐ SEM TEKUR Á MÖRGU Kynningar, óöryggi, mín eigin sjálfsímynd, göngur, stöður, sjálfsöryggi, tíska, fataval, svar í síma, halda veislur, borðskreyting- ar, hormónabreytingar, skilnaðir, sorgir. HJÓN! HJÓNAKLÚBBAR! HJÓN! Því ekki að breyta til og læra eitthvað saman sem gaman er að!! Að bera sig velj,halda veislur, partý, mann- leg samskipti, leikfimi, dans, ganga í takt við músík, leiklist, kynningar, samtalsþætt- ir, boðið út, hvernig vill hún að þú sért? Hvernig vill hann að þú sért? Leikurinn Tarsan og Jane! Komdu fram við mig eins og ég kem fram við þig. Hjón í nútíma þjóðfélagi o.s.frv. Aldursskipting 7- 9 ára 13-15 ára 20-30 ára 10-12 ára 16-20 ára 30-40 ára Leiðbeinum með skreytingar fyrir brúð- kaup og útstillingar fyrir verslanir. Innritun haíin sunnudag 8/9 ki. 13-18 og öil kvöld iiessa viku. Símor 677270 og 12934 Sigurður T. Sigurðsson „Eigi að koma hús- næðismálum láglauna- fólks í viðunandi horf verða stjórnvöld að láta af núverandi happa- og glappastefnu í þeim málum og gera raun- hæfa áætlun um lausn vandans.“ alþingismenn utan af landsbyggð- inni fái 38.000 krónur á mánuði í húsaleigustyrk ofan á 175.018 króna lágmarkstekjur þann tíma sem þing stendur. Ég teldi ekki ósanngjarnt að efnalitlar fjölskyld- ur, sem greiða stóran hluta tekna sinna í húsaleigu fengju ámóta styrk alla tólf mánuði ársins, því þær hafa í flestum tilfellum meira til matarins unnið. Stjórnvöld hafa enga afsökun fyrir sinnuleysi sínu gagnvart fé- lagslega húsnæðiskerfínu og sí- felldur barlómur um slæman fjár- hag þjóðarbúsins þegar rætt er um málefni láglaunafólks er ekki mark- tækur, ef á sama tíma er hægt að eyða tugum milljarða króna í pen- ingageymslur, hótelbyggingar, verslanahallir, kringlur og kúlur, þó svo að þúsundir efnalítilla ijöl- skyldna séu húsnæðislausar eða þurfí að greiða stærstan hluta tekna sinna í húsaleigu. Það er sjúkt þjóð- félag sem þannig fer með þegna sína. Eigi að koma húsnæðismálum láglaunafólks í viðunandi horf verða stjórnvöld að láta af núverandi happa- og glappastefnu í þeim málum og gera raunhæfa áætlun um lausn vandans. Það hlýtur að teljast lágmarkskrafa að fólk sem á lagalegan rétt til féiagslegra íbúða þurfi ekki að bíða í óvissu árum saman eftir svari hvenær það öðlist þak yfir höfuðið. Fyrr á þessu ári fór fram könnun á þörf sveitarfélaga og félagasam- taka fyrir félagslegar íbúðir, sem sýnir ótvírætt hvað margar íbúðir þarf að byggja og í hvaða sveitarfé- lögum þörfín er mest. Því miður sniðgengu stjómvöld og Húsnæðis- stofnun ríkisins niðurstöður þessar- ar könnunar er þau ákváðu fram- kvæmdalán til félagslegra íbúða á yfirstandandi ári. Með slíkum vinnubrögðum verður húsnæðis- vandinn aldrei leystur. Hafí stjórnvöld í raun og veru áhuga á að útrýma húsnæðisekl- unni verða þau að gera það með félagslegum íbúðarbyggingum á þeim stöðum þar sem þeirra er mest þörf og það verður að gerast með skipulögðu átaki, t.d. 5 ára frámkvæmdaáætlun þar sem farið væri eftir niðurstöðum opinberrar könnunar á húsnæðisþörf sveitarfé- laga. Á þann hátt er hægt að leysa húsnæðisvandann á tiltölulega stuttum tíma með minni tilkostnaði en núverandi ráðleysisákvarðanir bjóða upp á. Höfundur er formaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði. SIEMENS-S*ð/ ÓDÝRAR OG GÓÐAR ELDAVÉLAR FRÁ SIEMENS Þessar sívinsælu eldavélar frá SIEMENS eru einfaldar í notkun, traustar, endingargóöar og á mjög góðu verði. HS 24020 HN 26020 ■ Breidd 60 sm ■ Grill ■ 4 hellur ■ Geymsluskúffa ■ Breidd 50 sm ■ Grill ■ 4 hellur ■ Geymsluskúffa Munið umboðsmenn okkar iríðs vegar um landið • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs. • Borgarnes: Glitnir. • Borgarfjörður: Rafstofan Hvitárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir. • Grundarfjörður: Guðni Hallgrimsson. • Stykkishólmur: Skipavik. • Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar. • isafjöröur: Póllinn hf. • Blönduós: Hjörleifur Júliusson. • SauAárkrókur: Rafsjá hf. • SiglufjörAur: Torgiö hf. • Akureyri: Sir hf. • Húsavik: Öryggi sf. • Þórshöfn: Norðurraf. • NeskaupstaAur: Rafalda hf • ReyAarfjörAur: Rafnet. • EgilsstaAir: Raftækjav. Sveins GuAmundss. • Breiödalsvik: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss. • Höfn f HornarfirAi: Kristall • Vestmannaeyjar: Tréverk hf. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga. • Selfoss: Árvirkinn hf. • GarAur: Raftækjav. Siguröar Ingvarssonar • Keflavik: Ljósboginn. SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.