Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 ------------------'a\-tv " '\ • - —r—p-'j.-.y 'rr^TT'í ‘TT1!/, !( ’rTrr)rc-,7- Er Byggðastofnun illa rekin? eftir Sigurð Guðmundsson I grein í Vísbendingu sem birtist þann 30. ágúst sl. gerir Ásgeir Valdi- marsson lánastarfsemi Byggðastofn- unar að umtalsefni. Meirhluti þessar- ar greinar var birtur í Staksteinum 6. september sl. Fyrri hluti greinar- innar er hugleiðingar um markmið með lánastarfsemi Byggðastofnunar. Ekki er ástæða til þess að gera at- hugasemd við þær skoðanir sem þar eru settar fram enda hveijum frjálst að hafa slíkar eftir eigin vali. í síð- ari hluta greinarinnar er hins vegar ijallað um tvö atriði á svo villandi og rangan hátt að það krefst and- svara af hálfu Byggðastofnunar. Ekki veit ég hver tilgangur höfundar er með greininni. Ef til vill þykir honum eins og ýmsum öðrum við hæfi að fylgja eftir þegar aðrir hafa gefið línuna. Tímaritið Vísbending hefur notið nokkurs álits í þjóðfélaginu sem ég tel að minnki með birtingu þessarar greinar. Höfundurinn starfar hjá Hagfræðistofnun Háskólans. Eg ætla svo sannarlega að vona að hér sé ekki um að ræða niðurstöður sem hann hefur dregið í verkefnum sem hann hefur unnið á vegum þeirrar stofnunar því svona vinnubrögð eru fjarri því að vera vísindaleg. í greininni ber höfundur saman Iðnþróunarsjóð og Byggðastofnun. það tel ég vera óeðlilegt vegna þess hversu mismunandi markmið þessar tvær stofnanir hafa. Fyrra atriðið snertir ávöxtun eigin fjár. Hann vel- ur árið 1981 sem upphafsár. Eigið fé Byggðasjóðs hafði þá vaxið ár frá ári vegna mikilla framlaga úr ríkis- sjóði. Þetta fé var lánað óverðtryggt og því rýrnaði það verulega í verð- bólguholskeflunni sem gekk yfír næstu ár á eftir. Byggðastofnun tók til starfa árið 1985 og eigið fé henn- ar hefur verið nánast hið sama allan starfstíma hennar, enda hefur hún ekki lánað óverðtryggð útlán. Iðnþró- unarsjóður hefur allan sinn starfs- tíma lánað gengistryggð lán og var raunar fyrstur lánasjóða á Islandi til að gera það og öðrum fordæmi. Þeir sem Byggðastofnun stjórna nú höfðu að sjálfsögðu enga möguleika til þess að stjórna lánastefnu áranna 1981-1985 en þá varð öll sú rýrnun eiginfjár sem orðið hefur frá 1981. Síðara atriðið sem höfundur gerir að umtalsefni er rekstrarkostnaður þessara tveggja stofnana. Það vill svo til að í þessu sama tölublaði Vís- bendingar er grein eftir ritstjórann þar sem til umfjöllunar eru tölur úr rekstri lánasjóða. Þar sést að rekstr- arkostnaður Iðnþróunarsjóðs árið 1990 var 62 m.kr. en Byggðastofn- unar 138 m.kr. Það hefur ekkert farið á milli mála að starfsemi Byggðastofnunar er ekki bundin við lánastarfsemi ein- göngu. Þar er unnið að áætlanagerð, söfnun og miðlun upplýsinga og gerð athugana og úttekta fyrir ríkisstjórn, ráðuneyti og aðra aðila. Byggða- stofnun rekur skrifstofur á þremur stöðum og í rekstrarkostnaði ársins 1990 er gjaldfærður töluverður stofnkostnaður vegna nýrrar skrif- stofu sem opnuð var á ísafirði. Byggðastofnun kostaði það ár at- vinnumálafulltrúa á tveimur stöðum á landinu og einn iðnráðgjafa að hluta og þar að auki verkefnabundna starfsmenn. Þá sér stofnunin um Atvinnutryggingarsjóð útflutnings- greina með heildarútlán 8,7 milljarð- ar sem var látinn greiða 20 m.kr. fyrir þá þjónustu sem hann fékk hjá stofnuninni. Ennfremur sér stofnun- in um Hlutafjársjóð sem greiddi 2,8 m.kr. fyrir þá þjónustu. „Það hefur ekkert farið á milli mála að starf- semi Byggðastofnunar er ekki bundin við lána- starfsemi eingöngu. Þar er unnið að áætl- anagerð, söfnun og miðlun upplýsinga og gerð athugana og út- tekta fyrir ríkisstjórn, ráðuneyti og aðra að- ila.“ Heildarútlán Byggðastofnunar í árslok 1990 voru 9,3 milljarðar en heildarútlán Iðnþróunarsjóðs 4,5 milljarðar eða helmingi lægri upp- hæð. Kostnaður lánastofnunar fer allt eins eftir fjölda lána og viðskipta- manna og upphæðum. Fjöldi við- skiptamánna Byggðastofnunar er rúmlega 1.400 en fjöldi lána 4.600. Hjá Iðnþróunarsjóði er fjöldi við- skiptamanna tæplega 400 og fjöldi lána um 1.000. 17, ---rl Sigurður Guðmundsson Af þessu sést að rekstrarkostnað- ur Byggðastofnunar í hlutfalli við umsvif er hóflegur. Samanburður við Iðnþróunarsjóð er stofnuninni síst í óhag. Mér er óskiljanlegt hvernig höf- undur þessarar greinar getur komist niðurstöðu sinni af þeim tölum sem fyrir liggja. Hins vegar er greinilegt af viðbrögðum fjölmiðla við greininni í Vísbendingu að ályktanir höfundar virðast hafa fallið í fijóan jarðveg. Höfundur er forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Allir bílar með 30.000,-kr afslætti, frá kr 459.500,- stgr. Aðeins kr 150.000,- út eða bíll uppí -eftirstöðvar til allt að þriggja ára > □ <a z avorit er góður fjölskyldubíll. Fallega hannaður fimm dyra a í ogfimm gíra,framhjóladriftnn, rúmgóður, léttur í stýri og < s eyðslugrannur. Favorit hefur hlotið lof bílagagnrýnenda víða um heim og verið tilnefndur sem hagkvæmasti bíllinn, „bestu kaupin“ o. sv.fr. JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 • S: 42600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.