Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 -----r-—, . • > , . - . ; -"1í—rr?—■ . v .—~—r—n ?—?——;——— 11 VEJLEDHINGER Mótettukórinn Tónlist Jón Asgeirsson Mótettukór Hallgrímskirkju hóf tíunda starfsár sitt með tónleikum í Kristskirkju sl. laugardag. A efn- isskránni voru þijú verk eftir J.S. ■ UM MJÐJAN september hefj- ast haustnámskeið fyrir foreldra hjá Samskiptum: fræðslu og ráð- gjöf sf. Násmkeið þessi byggjast á hugmyndum dr. Thomasar Gor- dons, sálfræðings, en hann er höf- undur bókarinnar „Samskipti for- eldra og barna, að ala upp ábyrga æsku“ en hún kom út hjá Almenna bókafélaginu 1987. Námskeiðin eru haldin á kvöldin kl. 20-23 og standa átta vikur, eitt kvöld í viku (alls 24 stundir). Lögð er meginá- hersla á hvemig foreldrar geta aðstoðað börn sín þegar þau eiga í vanda og um leið kennt bömunum sjálfstæði, frumkvæði og að taka ábyrgð á sínum eigin málum. Pjall- að er um hvernig foreldrar geta kennt tillitssemi og sjálfsábyrgð og á hvern hátt er hægt að leysa úr ágreiningi í sameiningu, án þess að um sé að ræða að sá sterkari ráði. Leiðbeinendur á námskeiðinu em sálfræðingarnir Hugo Þóris- son og Wilhelm Norðfjörð. ■ ÚT ER komi önnur bókin í bókaflokknum Galdrameistarinn eftir Margit Sandemo, og ber hún nafnið „Blikið í augum þínum“. Söguþráður bókaflokksins liggur allt aftur til ársins 1648 er séra Jón Magnússon frá Eyri í Skutuls- firði kenndi sér margskonar krank- leika og óútskýranleg þyngsli sem hann kenndi um göldum nágranna sinna. Þeir voru Jón Jónsson frá Kirkjubóli og Jón sonur hans. Jón Jónsson yngri hafði átt barn með vinnukonu sem var á heimilinu, var barninu komið í fóstur norður í land og þar heldur söguþráðurinn áfram. Þar fæðist Móri en takmark hans er að verða fremstur allra galdrameistara. ■ Á STJÓRNARFUNDI Sam- bands sveitarfélaga á Suður- nesjum á fimmtudag var eftirfar- andi ályktun samþykkt: „Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum mótmælir harðlega þeim hugmyndum sem fram hafa komið í fjölmiðlum frá fortíðarvanda- nefnd að skerða eigi fasteigna- skatta sveitarfélaga til að mæta fortíðarvanda ríkisins. Stjórnin lýs- ir áhyggjum sínum yfir því, að hugmyndir skuli heyrast, þar sem rekstrarvanda ríkisins eigi að leysa með því að skerða lögbundna tek- justofna einstakra sveitarfélaga. (Fréttatilkynnlng) eammotíts ■ NÝKOMIÐ er út á íslensku 1. tölublað pijónablaðsins Bambi. í blaðinu eru fjölbreyttar pijóna- uppskriftir að flíkum fyrir yngstu börnin. Blaðið fæst í bóka og hann- yrðaverslunum um land allt. Út- gefandi er Garnbúðin Tinna, Reykjavíkurvegi 68, Hafnar- firði. (Fréttatilkyiming) Bach, tvær kantötur BWV 56 og 82 og mótetta fyrir tvo kóra BWV 229. Flytjendur, auk Mótettukórs- ins, voru kammersveit undir for- ustu Rutar Ingólfsdóttur og bari- tonsöngvarinn Andreas_ Schmidt. Stjórnandi var Hörður Áskelsson. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um sönginn hjá Andreas Schmidt. Hann er frábær tónlist- armaður, gefin góð rödd og hann söng báðar kantöturnar af innlifun og listfengi, sérstaklega þó hinn sérkennilega gleðisöng, Ich freue mich, í seinni kantötunni. Hljómsveitin lék vel en var á köflum nokkuð sterk, sem ekki er gott að ráða við í mikilli enduró- man kirkjunnar. Kristján Þ. Steph- ensen óbóleikari lék sérlega fal- lega í aríunni, Endlich wird mein Joch, úr fyrri kantötunni og einnig í upphafsaríunni, Ich habe genug, úr seinni kantötunni. Mótettan, Komm, Jesu, komm, er glæsilegt verk fyrir tvo kóra og, eins og þær sex (eða sjö) mótettur, sem til eru eftir Bach, líklega samin eftir pöntun og þá vegna jarðarfarar, sem gaf Bach tækifæri til að fjölga í kómum, umfram það sem nemendakór kirkjunnar leyfði. Sinfóníutónleikar Tónlist Andreas Schmidt Mótettan var fallega sungin og auðheyrt að Hörður hefur sterka tilfínningu fyrir tónvefnaði meist- arans, sérstaklega þar sem leikið er á fínlegri nótunum. Mótettukór- inn hefur á liðnum árum tekið miklum framförum, enda hefur stjórnandi hans og kórinn ekki setið auðum höndum og skilað af sér merku starfí, með vönduðum flutningi á ýmsum stórverkum kirkjusögunnar. Jón Ásgeirsson Sinfóníuhljómsveit íslands hóf vetrarstarfið með tónleikum í Sel- tjarnarneskirkju sl. laugardag. Þar komu fram strengja- og slagverks- leikarar sveitarinnar, sem nötið höfðu kennslu Leons Spierer og Grahams C. Johnes. Fyrsta viðfangsefnið var Tokk- ata fyrir slagverkshljóðfæri eftir Carlos Chavez (1899-1978). Hann var fæddur í Mexíkó og lærði sem barn á píanó og einnig hljómfræði en var að öðru leyti sjálfmenntað- ur, þó hann teldi sig hafa lært mikið af mönnum eins og Varése, þá hann starfaði í New York um og eftir 1920. Chavez stjómaði mexíkönsku sinfóníuhljómsveit- inni frá 1928-48 og var skóla- stjóri ríkistónlistarskólans frá 1928-35. Hann lagði rækt við mexíkönsk einkenni og í ballettin- um Xochipili (1940) notaði hann mexíkönsk hljóðfæri. Af sex sin- fóníum hefur sú númer tvö, Sin- fonia india (1936), vakið mesta athygli. Tónlist hans er oftlega mjög hrynsterk, sem kemur fram í mikilli notkun slaghljóðfæra og sérkennilegri útfærslu fyrir tré- blásturshljóðfæri. Slagverks-tokk- atan er ágætlega samið verk og var vel flutt af slagsveit Sinfóníu- hljómsveitarinnar, undir stjórn Grahams Johnes. Á seinni hluta tónleikanna lék strengjasveitin menúetta eftir Sc- hubert og serenöðu fyrir strengi eftir Dvorák. Schubert samdi nokkur verk, sem eru flokkar menúetta og þýskra dansa og meðal þess, sem ekki hefur glat- ast, era „Fimm menúettar og sex tríó“, sem hann samdi fyrir strengjakvartett 1886. Þetta er hugljúf tónlist, ekki tilþrifamikil en eins og oft, þegar um er að ræða einfalda tónlist, getur verið býsna erfitt að leika hana svo vel fari. Hljómsveitin lék þessa sak- leysislegu menúetta mjög vel. Serenaðan fræga eftir Dvorák, er meðal fallegustu strengjaverka rómantíska tímans. Leikur sveitar- innar var þokkafullur og auðheyrt að stjórnandinn, Leons Spierer, hafði lagt sig eftir fallegum leik með hljóðfall, fínleg tónmynstur og samspil stefja, svo að í heild var leikur þokkafullur en á köflum nokkuð varfærinn. útbreiddasta tízkublað heims ■ BLUSER so nyc Ifírforvedo shirls i ofle sJonrciscr JAKKER ild'«a-|okker, joUit? , . - u icoulure-itájolklöié- ' : jaklcer, voiterde jaVVer, ioríe jokluij Uoumw iufWNjyRliíejweas vigligsíe mon$t« FRAKKER voí<$ supermonsrM SEPTEMBERBLADIÐ FULLKOMIN OG AUÐVELD SNIÐ AF BLUSSUM, JÖKKUM, PILSUM, FRÖKKUM OG FATNAÐI ÁALLA FJÖLSKYLDUNA a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.