Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBÍAÐIÐ ÞRIÐjGDAGGROL'Ol' SEPTEMBER )1B9IK 13 Gjald innheimt í 2 skólum til kaupa á vinnubókum Óeðlilegt að grunnskólar innheimti efnisgjöld, segir for- stöðumaður kennslumáladeildar skólaskrifstofunnar GRUNNSKÓLAR virðast ekki innheimta efnisgjöld í haust. Umboðs- maður Alþingis sendi enda frá sér það álit í fyrra að slík gjaldtaka væri ólögleg. Hins vegar bjóða að minnsta kosti tveir skólar í Reykja- vík foreldrum að borga í sjóð sem notaður er til innkaupa á stílabók- um og ritföngum á heildsöluverði. Þá er leitað eftir framlögum for- eldra barna í Garðaskóla til kaupa á tækjum og búnaði til að Iífga upp á kennslu. Kári Arnórsson skólastjóri Foss- vogsskóla segir að í tuttugu ára sögu skólans hafi sá háttur jafnan verið hafður á að kaupa vinnubækur fyrir nemendur á heildsöluverði. Langflestir foreldrar vilji greiða fyr- ir þessa þjónustu, í fyrra hafi einung- is ijögur böm ekki nýtt sér hana heldur keypt sér stílabækur sjálf. „Við héldum þessum hætti í fyrra athugasemdalaust og hyggjumst gera það áfram,“ segir Kári, „fólki fínnst þetta þægilegt og við fáum bækurnar á góðu verði.“ Hjalti Jónasson skólastjóri Selja- skóla segir að þar sé boðið upp á sömu þjónustu í samráði við foreldr- afélag og foreldra bama í einstökum bekkjum. „Við kaupum svo stílabæk- ur, reikningsbækur og ritföng í heildsölu," segir Hjalti. „Ég held að allmikil ánægja sé með þetta fyrir- komulag,- ekki er einasta að þetta er ódýrara, heldur hafa allir eins vinnuefni og ekki kemur upp öfund eða leiðindi." Yngri börn í Seljaskóla greiða 700 krónur fyrir bækurnar sínar en nem- endur í 5. til 7. bekk 1.000 krónur. Hjalti segir þetta ekkert eiga skylt Richard Lee. Richard Lee myndhöggv- ari látinn RICHARD Lee, myndhöggvari, lést á sjúkrahúsi í heimaborg sinni, Colchester í Englandi, 5. september sl. eftir stutt en erfið veikindi. Richard (Dick) var kvæntur íslenskri konu, Ragn- heiði Björgvinsdóttur Lee frá Fáskrúðsfirði, dóttur Björgvins, Þorsteinssonar kaupmanns og konu hans Oddnýjar Sveinsdótt- ur. Dick og Ragnheiður áttu fjóra syni, en tveir þeirra hafa fetað listabrautina eins og faðir þeirra. Richard Lee átti marga kunningja og venslafólk hérlendis. Hann var fenginn til þess snemma í tíð Þjóð- mirgasafnsins að setja upp eina vax- myndasafnið sem starfrækt hefur verið hér á landi og vann öll verkin þar. Dick gerði nokkrar höggmyndir af þekktum íslendingum sem varð- veitt em á opinbemm stöðum, m.a. höggmyndina í Ijóðleikhúsinu af Halldóri Laxness, mynd af Önnu Borg, svo og af Óskari Halldórs- syni, útgerðannanni á Siglufirði, sem var frumkvöðull þess að fá Dick til að koma til íslands í þessu skyni. Jarðarför Richard Lee fer fram í Colchester í þessari viku. við álit umboðsmanns á gjaldtöku í grunnskólum, um sé að ræða þjón- ustu sem boðin er í samráði við for- eldra. Ragnar Júlíusson, forstöðumaður kennslumáladeildar skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir að sér þyki óeðlilegt að skólamir geri þetta, í ljósi álits umboðsmanns og samkom- ulags sem náðist í fyrra við skóla- stjóra í höfuðborginni. „Þá var sam- þykkt að borgarsjóður greiddi 2.000 krónur á hvem nemanda til að mæta afnámi 500 til 1.500 króna efnisgjalds,“ segir Ragnar. „Upp- hæðin er ekki borguð beint út heldur í formi úttektarheimilda og eru pen- ingarnir ætlaðir til skrifstofuhalds og kaupa á pappír í teiknikennslu og föndur. Samþykktin tók til þessa árs og við verðum í haust að semja við stjómendur skólanna vegna næsta árs. En það er ljóst að þeir hafa ekkert umboð til að innheimta efnisgjald án samráðs við okkur. Foreldrafélögin geta gert það sem þeim sýnist en mér fínnst ekki eðli- legt að skólarnir fari fram á borgun fyrir efni sem þeir láta nemendum í té.“ í Garðaskóla er leitað eftir fram- lögum foreldra til kaupa á tækjum og búnaði til eflingar kennslu í ein- stökum greinum. „Þetta er gert í bréfi sem foreldraráð og skólastjóri skrifa í framhaldi af samþykkt ráðs- ins í fyrra," segir Gunnlaugur Sig- urðsson skólastjóri. „Við ætlum ekki að kaupa rekstrarvömr eins og pappír, en viljum efla kennsluna með fleiri myndböndum, hljómplötum og tækjum. Á liðnum ámm hefur skól- inn keypt búnað fyrir framlög for- eldra og valið hann í samráði við foreldraráð. Margir gmnnskólar em illa staddir hvað tæki og búnað varð- ar, mér finnst stjórnendur skólanna hljóti að bera ábyrgð á því og eðli- legt að reyna að gera betur.“ Glasgow vinsælasta * verslunarborg Islendinga fyrir aðeins '19.800,- Farið verður að morgni 13. september og komið heim að kvöldi 15. september. Aóeins 20 sæti laus riBOAMIGSIfifllN AUSTURSIRÆTI17, SIMI: (911622011 & 622200 Jazzdans, i, niodenl balled « Zz 8 kóli /yr i r börn * í Dansstúdíói Sóleyjar í vetur Byrjum 16. sept. Fyrir börn 10 ára og eldri, unglinga og fullorðna. Flokkar fyrir byrjendur og framhald. Takið eftir: I vetur ætlum við að hafa tíma fyrir eldri nemendur. Það verða tímar fyrir jbó sem döns'uðu á sínum „sokkabandsárum" en hættu einhverra hluta vegna... Við vitum að ykkur langar til að dansa og okkur langar til að fá ykkur í tíma. S*ra Skóli fyrir stelpur og stráka á aldrinum 2ja til 9 ára. Jazzdans er skemmtileg og þroskandi hreyfing fyrir hugann og líkamann, tími sem byggir á upphitun, dansi og leikrænni tjáningu. Tímar einu sinni í viku á laugardögum. Kennarar: Ásta, Ragnheibur og Sóley. Hafnarfjörður Sömu kennslu bjóöum vió í Hafnarfirði fyrir stelpur og stráka á aldrinum 5 til 7 2 ára. Kennum vib jazzdans og Turtlesdansa og 13 ára og eldri jazz og funk. Kennari: Helena Jónsdóttir. Innrítvn hefst mánudaginn 9. sepf. i sima 687701 og 687801. SÓLEY J/\l ENGJATEIG1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.