Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 14
14 MORG3jJNHLAEfIÐ;t>RiIÐJUÐ'AGD1l JOV SEPTEMBER 1991 VERIÐ VELKOMIN IKRÆSINGARNAR HJA SVÖRTU PÖNNUNNI Nú erum við með sérstök tilboð í hverjum mánuði Septembertilboð Hamborgari special, Franskar, sósa . og Coca cola 4yU kr. Stórir hópar fá gos og eftirrétt Stórir hópar 15-50 manns sem koma og borða hjá Svörtu pönnunni fá gos og eftirrétt í kaupbæti. ' o SOUTHERH CH3CKER Simi 29117 Hraörettavdtingastaöur kí hjarta borgarinnar Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! Islendingar og Frakkar skiptast á hljómsveitum Eystrasaltsríkjum boðin þátttaka í norrænni rokk- hátíð í París sakir tengsla þjóðanna við íslendinga I HEIMSÓKN Mitterrands Frakklandsforseta til íslands á siðasta ári vaknaði áhugi meðal franskra ráðamanna og íslenskra að auka samskipti þjóðanna á dægurtónlistarsviðinu. Fyrsta vísbending um slikt samstarf er heimsókn frönsk/túnísku söng- konunnar Aminu hingað til lands á fimmtudag, en einnig er fyrir- huguð frönsk rokkhátíð í næsta mánuði og norræn rokkhátíð í París snemma á næsta ári. Meðal þeirra sem hafa látið sig málið varða eru Jack Lang, menningar- málaráðherra Frakklands, sem er aðalahvatamaður samskipt- anna, og Mitterrand Frakklands- forseti. Þegar Mitterrand og fylgdarlið komu hingað til lands óskaði Jack Lang, menningamálaráðherra og förunautur forsetans, eftir því að fá að komast á tónleika með Sykur- molunum. Hljómsveitin hélt tón- leika fyrir franska forsetann og ráðherrann, en einnig var viðstadd- ur forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir. í framhaldi af þessu lagði franski sendiherrann, Jacques Mer, á íslandi til við Jack Lang að Frakkar og íslendingar skiptust á dægurhljómsveitum. Lang lagði málið fyrir starfsbróður sinn, Svav- ar Gestsson, þá menntamálaráð- herra, sem tók því vel. Jack Lang, Mitterrand og Vigdís ana i Duus. Morgunblaðið/Sverrir Finnbogadóttir hlýða á Sykurmol- Einn þeirra sem bera hitann og þungann af framkvæmd téðra sam- skipta er Hughes Beaudouin, sam- skiptafulltrúi franska sendiráðsins. Hann segir að Jack Lang sé einlæg- ur rokkáhugamaður, ekki síður en franski sendiherrann hér, og mikill áhugamaður um allt íslenskt. Hug- hes segir áhuga Langs hafa sann- ast þegar hann leitaði eftir því að fá viðtal við hann fyrir sjónvarps- Daníel Þórhallsson ú t- gerðarmaður látínn DANÍEL Þórhallsson, útgerðar- maður, lést á Öldrunardeild Landspitalans aðfaranótt sl. laugardags, 7. september, á 79. aldursári. Daníel var sonur hjónanna Ingi- bjargar Friðgeirsdóttur og Þórhalls Daníelssonar sem var kunnur brautryðjandi í atvinnulífi Hafnar í Hornafirði fyrr á tíð. Daníel Þórhallsson var um langt árabil mikilvirkur útgerðarmaður og sfldarsaltandi á Siglufirði. Hann var og þjóðkunnur einsöngvari með Karlakórnum Vísi á Siglufirði á þeim árum er starfsemi kórsins stóð í hvað mestum blóma. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Siglufjarðar. Eftirlifandi eiginkona Daníels er Dagmar Fanndal. Þau eiga Ijögur uppkomin börn: Þórhall, fulltrúa hjá SR á Siglufirði, Sigurð Gunnar, tónlistarkennara, Hvammstanga, Daníel Þórhallsson Soffíu Svövu, bankamann, Sauðár- króki og Ingibjörgu, fulltrúa í ís- landsbanka, Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hughes Beaudouin þátt sem Sjónvarpið er að gera, og sýndur verðu á miðvikudagskvöld. „Ég hafði samband við Lang viku áður en ég hugðist taka viðtalið,“ sagði Hughes, „og átti eins von á að ekki gæti orðið af því, því bið- tími eftir slíku er yfirleitt nokkrir mánuðir. Undrun mín var því mikil þegar svar kom um hæl að ráðher- rann væri reiðubúinn að tala við mig eins lengi og ég teldi nauðsyn- legt. Þegar þetta var komið um kring og ég var að búa mig undir að fara utan, hafði blaðafulltrúi Mitterrands samband við mig og óskaði eftir því að ég mætti til við- tals við hann, þar sem forsetinn hefði áhuga á að fræðast um sam- skiptin við íslendinga. Ég fór því utan meðal annars til að hitta blaða- fulltrúann að máli, en var svo sagt að Mitterrand myndi jafnvel sjálfur koma á fundinn. Það gerði hann og spurði hvað væri í aðsigi í þess- um hljómsveitaskiptum; m.a. hvaða íslensk hljómsveit kæmi utan og hvaða franskar hljómsveitir færu upp til íslands." Hughes sagði Lang vera mikinn áhugamann um ísland eftir ferð sína hingað á siðasta ári og hann hefði mært ísland í sín eyru, ekki síður en við ýmis tækifæri í út- varpi, sjónvarpi og blöðum í Frakk- landi síðustu misseri. Hughes sagði upphaflega hafa staðið til fá aðeins íslenska hljóm- sveit utan, en maður sem ráðinn var til að skipuleggja það tónleika- hald hafi snemma stungið upp á því að hafa hátíðina norræna, til að auðvelda kynningu. Því hefði það orðið að ráði að bjóða hinum Norð- urlöndunum að senda eina hljóm- sveit frá hveiju landi. í ljósi áhuga nýfijálsu þjóðanna við Eystrasalt að teljast norðurlönd, hafi þá komið upp sú hugmynd að fá einnig hljóm- sveitir þaðan til að taka þátt. Það hefði fengið byr undir báða vængi þegar bárust spurnir af fyrirhug- aðri menningarsamvinnu íslands og Eystrasaltslandanna, en frammá- menn í löndunum þar hafi vakið athygli franskra ráðamanna á tengslum þjóðanna við íslendinga ög sagt þau náin og velvild mikla. „Mér var því falið að spyija íslenska ráðamenn hvort þeim væri á móti skapi að ein hljómsveit frá hveiju landanna, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, fengi að vera með.“ Hughes sagði norrænu rokkhá- tíðina verða í febrúar á næsta ári. Yggdrasil á Púlsinum NORRÆNI sextettinn Yggdrasil heldur tónleika á Púlsinum Vit- astíg annað kvöld, 11. september. Hljómsveit þessi er undir stjórn píanistans og tónskáldsins Kristians Blaks frá Færeyj- um. Yggdrasil hélt sína fyrstu tónleika í Þórshöfn 1981 og var það tónlist Kristians Blaks við kvæði Williams Heinesens. Tónlist hljómsveitarinnar er bræðingur ýmissa áhrifa, en sveitarmenn flestir kunnir djassmenn. Kristian Blak Þeir sem skipa sveitina á tónleik- unum 11. september eru auk Krist- ians Blaks, Anders Hagberg á flautu og saxófóna, Tore Brunborg á tenór- og sópransaxófón, Lelle Kullgren spilar á gítar og jóðlar, Anders Jorm- in er á kontrabassa og Karin Korp- elainen á trommur. Yggdrasil er nú á tveggja vikna ferðalagi um Norðurlönd og verða þetta einu tónleikar hljómsveitarinn- ár hér á landi. Tónleikarnir heíjast klukkan 22. (Fréttatiikynning) ÞAÐ ER BARA BÆJARLEIÐ I BORGARNES \ vii, borgarfjarðarbhú Komið við í einni glæsilegustu Kjorbúð » .r .* ..C * » . Greioasala - Oliu- og bensinsala - Utibu Spansjoðs pjonustumiostoo lunusins. Mýrasýslu - Upplýsingamiðstöð ferðamanna - Úrvals Opið frá kl. 8-23.30 ullu dugu. snyrtiaðstaða með skiptiborði fyrir kornabörn. KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA - OLÍUFÉLAGIÐ HF. j C: i I I I 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.