Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 21 Tillaga Sigurjóns Péturssonar í borgarráði: Fjármálastjórn verði könnuð við Perluna SIGURJON Pétursson, hefur lagt til við borgarráði, að kosin verði fimm manna nefnd borgarfulltrúa, er kanni hvað fór úrskeiðis við fjármálastjórn við byggingu Perlunnar. Jafnframt að borgarráð samþykki að leysa þegar frá störfum við byggingu hússins þá aðila sem sátu fundi og samþykktu fyrir hönd Hitaveitunnar kostnaðars- amar breytingar á húsinu. Afgreiðslu tillögunnar var frestað. í tillögu Siguijóns er lagt til, að borgarráð álykti um nauðsyn þess að kannaðir verði til hlítar allir þeir þættir er réðu því að fjármála- stjórn við byggingu útsýnishússins á Öskjuhlíð fór jafn gjörsamlega úr böndunum og raun beri vitni. „Ekki er kunnugt um nokkurt dæmi við einstaka framkvæmd, þar sem með jafn stjórnlausum hætti hefur verið eytt fjármunum almennings utan fjárhagsáætlunar og án vit- undar viðkomandi yfirstjórna, þ.e. stjórnar veitustofnana og borgar- ráðs. Borgarráð samþykkir því að kjósa nefnd fimm borgarfulltrúa til að kanna til hlítar hvað fór úrskeið- is við fjármálastjórn við bygging- una.“ Lagt er til að kannað verði hvers vegna upplýsingar um eyðslu um- fram ijárhagsáætlun lágu ekki fyr- ir fyrr en hún nam um 300 milljón- um króna. Hveijir það voru sem tóku ákvarðanir um og/eða sam- þykktu þessa umframeyðslu. Hveij- ir það eru sem bera ábyrgð á röng- um áætlunum, sem lagðar voru fyrir borgarfulltrúa löngu eftir að ljóst mátti vera að þær stæðust ekki og loks, hvers vegna stjórnend- um Hitaveitu Reykjavíkur var ekki kunnugt um umframeyðsluna fyrr en hún var orðin jafn mikil og raun ber vitni um. „Nefndinni verði jafnframt falið- að gera tillögu um hvernig standa eigi að stórframkvæmdum í fram- tíðinni, þannig að slíkir atburðir endurtaki sig ekki. Nefndin skal ráða sér sérfræðing (endurskoð- anda) til að vinna að rannsókn málsins og vera sér til aðstoðar og ráðuneytis við að upplýsa alla þætti þess. Borgarráð samþykki ennfrem- ur að leysa þegar frá störfum við byggingu hússins þá aðila, sem sátu fundi með leigutökum og sam- þykktu fyrir hönd Hitaveitunnar stórfelldar og kostnaðarsamar breytingar á húsinu, án þess að hafa aflað sér til þess samþykkis bærra aðila. Borgarráð felur borg- arstjóra að hafa yfirumsjón með þeim framkvæmdum sem eftir eru,“ segir í tillögunni. -------------- Fyrirspurn í borgarráði: Upplýst verði um kostnað við Ráðhúsið í BORGARRAÐI hefur verið lögð fram fyrirspurn frá Sigurjóni Péturssyni, þar sem bann óskar eftir að lagðar verði fram upplýs- ingar um stöðu framkvæmda og kostnað við hið nýja Ráðhús Reykjavíkur, sem nú rís í norðu- renda Tjarnarinnar. Siguijón óskar eftir að fram komi kostnaðaráætlun frá upphafi. Ann- ars vegar á verðlagi þess tíma sem þær voru gerðar og hins vegar framreiknaðar til verðlags í dag. Enn fremur, sundurliðaðan kostnað við vinnu hönnuða og eftirlitsmanna með framkvæmdum, sundurliðaðar greiðslur til verktaka og áætlaðan kostnað við að ljúka húsinu með tilheyrandi búnaði. Bókun Sigrúnar Magnúsdóttur í borgarráði: Slæm staða Hita- veitunnar seinkar Nesjavallaveitu f BÓKUN Sigrúnar Magnúsdótt- ur, á fundi borgarráðs s.l. þriðju- dag kemur fram, að vegna slæmrar stöðu Hitaveitu Reykja- víkur, verði framkvæmdum fre- stað við annan áfanga Nesja- vallaveitu og honum ekki lokið fyrr en tveimur árum seinna en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. í bókuninni segir; „Að gefnu til- efni vil ég benda borgarráði á sam- þykkt stjórnar veitustofnana frá 27. apríl 1990: „Þar sem augljóst er að 1. áfangi Nesjavallaveitu gerir ekki betur en að bæta úr hættu á skorti á heitu vatni um stuttan tíma, heimilar stjórn veitustofnana hita- veitustjóra að hefja nauðsynlegan tæknilegan undirbúning og hönnun fyrir næsta áfanga. Síðan yrði við næstu fjárhagsáætlun tekin ákvörð- un um framkvæmdir." f framkvæmdaáætlun H.R. fyrir 1991, svo og fimm ára áætlun, var ákveðið að framkvæma annan áfanga Nesjavallaveitu á árunum 1991 og 1992. Sem afleiðing af slæmri skuldastöðu H.R. vegna ijármálahneykslisins á Öskjuhlíð hefur framkvæmdum við annan áfanga Nesjavallaveitu nú verið frestað og verður ekki lokið fyrr en í árslok 1994, eða tveimur árum síðar en talið var bráðnauðsynlegt 1990. Nú er einungis áætlað að veija 30 milljónum til Nesjavalla í stað 354 í öllum fyrri áætlunum. Hér munar svipaðri upphæð og Perlu- sukkjð fór fam úr áætlun á þessu ári. Ég tel þó enn nauðsynlegra nú að hraða öðrum áfanga Nesjavalla- virkjunar þar sem ekki er unnt að nota Nesjavallavatnið sem viðbót á veitukerfi H.R. heldur verður að hafa það í aðskildum æðum vegna útfellinga.“ -------------- Nýr vettvangur: Rannsóknar- nefnd kanni fjárveitingar til Perlunnar Á FYRSTA fundi borgarstjórnar í dag, sem er sá fyrsti að loknu sumarleyfi, verður lögð fram til- laga frá Nýjum vettvangi vegna framkvæmda við Perluna í Öskjuhlið. Lagt er til að skipuð verði rann- sóknarnefnd sem kanni ofan í kjöl- inn hvernig staðið hefur verið að ákvörðunum um ijárstreymi til Perlunnar, langt út fyrir samþykkt- ar fjárhagsáætlanir, eins og segir í tillögunni. Einnaf þúsundum Nafn: Einar Úlfsson Starf: Framkvæmdastjóri Aldur: 29 Heimili: New York, New York Bifreið: Land Rover 1974 Áhugamál: Skíðakennsla, tónlist og veiðar Mitt álit: „Eg kaupi iðulega Skyndibréf þegar ég ætla að geyma fé í nokkra daga eða mánuði. Skyndibréftn bera ágæta vexti umfram verðbólgu og eru alltafán innlausnargjalds. “ <Q> VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. HAFNARSTRÆTI 7,101 REVKJAVlK, S. (91) 28566 KRINGLUNNI. 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700 • RÁÐHÚSTORGI 3, 600 AKUREYRI S. (96) 11100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.