Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 --------- -----; ; ! ;------------------í—i—i Minning: Guðmundur Guðmunds son - Hafnarfirði Fæddur 28. júlí 1900 Dáinn 9. septenlber 1991 í dag kveðjum við elsku afa okk- ar. Andlát afa þurfti í sjálfu sér ekki að koma okkur mikið á óvart, því heilsu hans hafði hrakað mjög hratt síðustu vikurnar. Við hefðum samt svo gjaman viljað hafa hann hjá okkur lengur, okkur fannst afi og amma svo sjálfsögð í tilveru okkar. Litlu snáðarnir -okkar eiga erfítt með að skiljá að nú getum við ekki lengur skroppið til afa og spilað við hann Olsen Olsen. Tekið í hlýja vinnulúna höndina hans og leitt hann fram í skáp þar sem hann bjó alltaf yfir einhverju góð- gæti. Alltaf var afí til í að „hasast" smávegis með litlu börnunum og ævinlega var grunnt á glettninni. Hann afi, Guðmundur Guð- mundsson, fæddist aldamótaárið að Þverlæk í Holtum, alinn upp við mikla fátækt í hópi fimmtán systk- ina. Unglingsárunum eyddi hann í vinnumennsku, lengst af í Hróars- holti í Flóa, samhliða sjóróðrum á vetrarvertíðum og öðrum störfum er buðust. Afi var alla tíð mjög hraustur og þótti ósérhlífinn til vinnu. Hann vann jafnt að nóttu sem degi þegar þess þurfti. Síðan stundaði hann búskapinn í hjáverk- um. Til Hafnarfjarðar flutti afi 1926 og stofnaði þar heimili með ömmu heitinni Guðrúnu Sigur- bergsdóttur (f. 25. september 1906, d. 7. janúar 1991). Hann vartraust- ur starfsmaður Einars Þorgilssonar og fyrirtækis hans í rúm fímmtíu ár, sem endurspeglast í þeirri virð- ingu og rausn er þeir sýna honum í dag. Við eigum fjársjóð þar sem allar dýrmætu minningarnar eru geymd- ar og þær munum við geyma vel og miðla til barna okkar. Við krakk- amir nutum afa kannski best á þeim stundum er við eyddum með honum við búskapinn, því hann átti hug hans allan. Við tókum öll mik- inn þátt í búskapnum og líkaði afa það vel að hafa bömin með sér og ekki bara sín börn heldur einnig annarra böm. Það fengu allir að vera með, hjálpa til og fara á hest- bak. Afi var stoltur af hestunum sínum, sérstaklega henni Perlu, kannski vegna þess hve hún var óstýrileg öllum öðmm en honum. Meðan heilsa entist stunduðu bæði afi og amma hestamennskuna af miklu kappi. Þá voru kindumar honum ekki síður kærar og þekkti hann hveija skjátu með nafni og þær þekktu hann líka langar leiðir að, er hann sást álengdar í hvítu „búliunni" sinni. Vorið og sauðburð- urinn vom einstakir tímar fyrir okkur öll og þá var blikið í augum afa enn skærara en áður. Þó hann hafi verið orðinn lasburða þá var það honum mikils virði að komast í réttirnar nú í sumar. Síðari hluta ævinnar hijáði hann skert heym sem ágerðist mjög með ámnum. Það varð þess valdandi að hann naut sín ekki innan um margt fólk, en varla sá maður hann-setja upp gleraugu nema rétt til að lesa smæsta letur. Hann fylgdist trúlega jafn vel með fréttum og þvílíku nú liðlega níræður og fyrr á ævinni. Það var ekki að hans skapi að hafa mikið tilstand heima fyrir á afmæl- is- og tyllidögum, helst vildif hann vera að heiman. Oft var farið í skemmtitúra eins og afí kallað það, misjafniega langt, gjarnan á æsku- stöðvarnar en yfirleit aldrei nema einn dag í senn, því þó hann hefði gaman af að ferðast, þá vildi hann sofa heima hjá sér. Undantekninga- laust bauð hann öllum upp á ís í þessum ferðum. Leið varla sú helgi að ekki færi einhver með ömmu og afa í bíltúr. Gaman var að heyra hvað afi naut þess að segja frá sjálfum sér, uppvaxtarárunum í sveitinni, stríðninni í garð systkina sinna, atvinnuháttum á fyrri hluta aldar- innar og síldarævintýrinu á Djúpu- vík. Eða þegar hann fór gangandi með klyfjar austan úr Árnessýslu alla leið suður til Grindavíkur. Að ógleymdum sögum af honum og ýmsum samtíðamönnum hér úr Hafnarfirði sem tengdust gjarnan réttum, hestamennsku og gleðskap ýmiss konar. Nú þegar við kveðjum afa er svo margs að minnast og er þakklætið efst í huga okkar. Þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta nærveru hans svo lengi. Hann hefur miðlað okkur svo miklu og gefið okkur svo mikið. En við megfum líka vera þakkját fyrir að stríðið hans afa varð ekki lengra og erfiðara en raun varð. Þó afa hafi oft leiðst eftir að amma dó kunni hann vel að meta þá hlýju og umhyggju sem allir sýndu honum. Við trúum því að hann sé nú hvíldinni feginn. Nú verður hann aftur hjá ömmu eins og hann þráði svo mjög og saman geta þau tekið í spil á ný. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Rúnar, Kristín og Oli Erling. Hann afi var aldamótabarn. Mað- ur sem svo sannarega hefur lifað tímanna tvenna. Fæddist í torfbæ og ólst upp í fátækt á barnmörgu sveitarheimili. Strax eftir fermingu var hann sendur að heiman til að vinna fyrir sér og létta á heimilinu. Alla sína ævi stundaði hann verka- mannastörf bæði til sjós og lands, var m.a. til sjós á Suðurlandi, upp- lifði síldarævintýrið á Djúpuvík og vann ýmis störf hjá Einari Þorgils- syni í Hafnarfirði. Stundum voru uppgrip, en stundum var litla vinnu að fá, og var hann þá öfundaður af því að fá að dusta hveitipoka hjá bakaranum. En afi var þrekmik- ill maður og iðinn og því eftirsóttur til vinnu. Mér finnst hann hafa ver- ið hvunndagshetja, einn af þeim sem sigruðu í hinni hörðu baráttu fyrir lífinu á fyrri hluta þessarar aldar. En svo tók tæknin völdin, tæknin létti líkamlegt erfiði manna, en breytti jafnframt mikið þjóðfé- laginu. Það má segja að afi hafí verið barn síns tíma, því ekki var hann mikið gefinn fyrir neyslusam- félag nútímans. Honum fannst as- inn og þeytingurinn svo mikill. Lít- ið var hann t.d. hrifinn af því þegar hans nánustu fóru erlendis, en þeim mun giaðari var hann þegar komið var til baka. En margs er að minnast og margs er að sakna. Það var alltaf mikil hátíð þegar afi og amma pöss- uðu okkur systkinin þegar við vor- um lítil. Þá var spilaður Olsen og haldin veisla, með appelsíni og kandís. Ofáar ferðir voru farnar með afa og ömmu austur fyrir fjall eða vestur á Mýrar. Ættingjar heimsóttir og notið útiveru. En flestar minningarnar tengjast kind- unum og fjárhúsinu. í marga áratugi áttu afi og amma hesta og kindur. Hin síðari ár áttu kindurnar hug hans allan. í fjárhús- inu var hann kóngur í ríki sínu, í hvítri „búllu“ sem hún amma heitin Rúna saumaði á hann og fannst mér enginn geta kallað „gibba gibb“ sem hann. Ekki hvað síst var hann glaðhlakkalegur í maí, þegar litlu lömbin fæddust og hafði hann mikla unun af því að sýna afa- og langafabörnum sínum lömbin. Já, það er dýrmæt reynsla sem afa- börnin fengu í fjárhúsinu hjá afa Gumma, í réttunum, heyskapnum og i sláturtíðinni. Framundir nírætt gat hann stundað gegningamar, meðal annars með góðri hjálp sona sinna og Óla Erlings sonarsonar síns. Langafabörnin voru í miklu uppáhaldi hjá afa Gumma og hann ekki síður í uppáhaldi hjá þeim. Hann fylgdist vel með uppvexti þeirra og hafði ég gaman af því þegar hann var að leggja fýrir þau „þroskaprófin". Hann sagði þeim sögur frá æsku sinni og uppvexti, prakkarastrikum sínum og lífsbar- áttu, af atburðum sem gerðust á þeim tíma sem ekki vom sjoppur á hveiju götuhomi. Og dóttir mín var ekki gömul þegar hún sá það út að tímasetningin „í gamla daga“ var þegar hann afi Gummi var lít- ill. Hann passaði uppá að þau fengju góðgæti í munninn og kók að drekka þegar komið var í heim- sókn. Hann var líka alltaf til í að tuskast pínulítið við þau, en eitt af einkennum afa var hve léttur hann var í lund og góðlátlega stríðinn. Kær afi er látinn. Hans mun verða mikið saknað, þó það sé vissu- lega léttir að vita að nú sé hann laus við þjáningarnar. Og hann mun aftur hitta ömmu Rúnu, er hún tek- ur á móti honum með sínum stóra faðmi. Ég og fjölskylda mín sendum nánum ættingjum innilegar samúð- arkveðjur. Er við nú sendum afa okkar hinstu kveðju fyllist hugur okkar þakklæti fyrir yndislegar samverustundir og víst er að hann t Maðurinn minn, BJARNI GUÐJÓNSSON, Kleppsvegi 14, lést í Landspitalanum 17. september sl. Steinunn Sigurðardóttir. t ÞÓRHEIÐUR SUMARLIÐADÓTTIR, Sunnubraut 22, Kópavogi, lést í Landspítalanum 17. september. Björg Guðmundsdóttir, Ólafur Sveinsson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, EINAR JÓNSSON sjómaður, Hrefnugötu 7, andaðist ó gjörgæsludeild Landspítalans þriðjudaginn 17. septem- ber. Jón Þór Einarsson, Hilmar Einarsson, Sigrfður H. Einarsdóttir, Kjartan Einarsson, Guðjón Einarsson, Steinunn S. Jónsdóttir, og barnabörn. Sjöfn Kristjánsdóttir, MonikaS. Baldursdóttir, Hjálmar Björgvinsson, Guðrún Erla Brynjólfsdóttir, Knud Salling t Bróðir okkar, KARL EMIL KARLSSON, Hrafnistu, Reykjavík, áðurtii heimilis í Fellsmúla 16, lést 16. september. Systkini hins látna. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, ANDRÉS HAUKUR FRIÐRIKSSON, Víkurbraut 28, Grindavík, lést laugardaginn 14. september. Helga Pétursdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Sesselja Andrésdóttir, Jóhanna Sigrún Andrésdóttir, Sesselja Andrésdóttir, Arndís Friðriksdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐNASON bóndi, Götu, Hvolhreppi, verður jarðsungin frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 21. sept- ember kl. 14. Ragnhildur Ásta Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t 1' fcT. !■"> *ilT¥ : mun ávallt eiga stóran sess í huga okkar og hjarta. Blessuð sé minning hans. Ella í dag fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði útför Guðmundar Guð- mundssonar, verkamanns, Holts- götu 19, en hann lést 9. september sl. 91 árs að aldri. Guðmundur var fæddur að Þver- læk í Holtum 28. júlí 1900 sonur Guðmundar Jónssonar, bónda þar og konu hans Ólafar Árnadóttur. Þau hjón fluttu síðar búskap sinn í Flóann og þar ólst Guðmundur upp í stórum systkinahópi til 14 ára aldurs. Guðmundur hleypti þá heimdrag- anum og næsta áratuginn var hann í vinnumennsku þar eystra. Árið 1926 kvæntist hann Guðrúnu Sig- urbergsdóttur frá Moldbrekku í Kolbeinsstaðahreppi og fluttust þau til Hafnarfjarðar og hófu búskap sinn þar. Þau Guðrún og Guðmundur eign- uðust tvo syni, sem báðir eru fjöl- skyldumenn í Hafnarfirði, Guð- mundur Hörður, trésmíðameistari, og Ólafur Kristberg, aðstoðaryfir- lögregluþjónn. Auk þess ólu þau upp Þorberg Braga Þorbergsson, yfirkennara. Dóttur átti Guðmund- ur fyrir hjónaband, Elínu Ásu, hús- freyju í Reykjavík. Guðrún Sigur- bergsdóttir andaðist 7. janúar sl. Þegar Guðmundur fluttist til Hafnarfjarðar hóf harin störf hjá afa mínum Einari Þorgilssyni. Sjálf- sagt hefur hann þá ekki rennt grun í að þar yrði starfsvettvangur hans svo lengi sem raun bar vitni. Á meðan kraftar hans entust starfaði Guðmundur við fyrirtæki Einars og fjölskyldu hans, eða í meira en hálfa öld. Það var ekki fyrr en elli kerling var farin að láta fmna fyrir sér að hann lét af störfum að eigin ósk 1979. Þau voru því býsna mörg og margbreytileg störfin sem Guð- mundur innti af hendi fýrir hús- bændur sína, skipin, fiskreiturinn, síldarvertíð, alls staðar var þörf fyrir Guðmund enda samviskusemi hans við brugðið. Það skipti heldur ekki máli þótt breyting yrði á húsbændum og for- ystu hjá Einari Þorgilssyni og eo. hf., Guðmundur var ætíð sjálfsagð- ur til áframhaldandi starfa enda hefði svipurinn breyst ef hann hefði horfið. Ég þekkti sjálfur til verka Guð- mundar, en á skólaárum mínum vorum við oft á tíðum samstarfs- menn og naut ég þá tilsagnar hans. Það samstarf skóp sterk vináttu- bönd okkar þrátt fyrir aldursmun. Kaupstaðarferð Guðmundar og störf við sjávarútvegsfyrirtæki sleit ekki á tengsl hans við landbúnað- inn. Fram til hins síðasta hafði hann nokkurn fjárbúskap með mik- illi aðstoð sona sinna og snjali hest- amaður var hann, en aldurinn knúði hann til að leggja þá íþrótt á hilluna. Þegar Guðmundur Guðmundsson er allur og vegferð hans er lokið eru honum þökkuð ómetanleg störf hans öll hjá Einari Þorgilssyni og co. hf. Dygg þjónusta hans og reyndar þeirra hjóna beggja verður okkur jafnan minnisstæð, en Guð- rún fylgdi manni sínum oft til starfa hjá fyrirtækinu og var mjög áhuga- söm um velgengni þess. Ég kveð góðan vin minn og sam- ferðarmann með þakklæti. Við minnumst þeirra hjóna Guðrúnar Sigurbergsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar og við biðjum þeim Guðs blessunar. Fjölskyldu þeirra sendum við samúðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen Minning Semjum minningargreinar, afmælisgreinar, tækifærisgreinar. Önnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.