Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 45
I I I i I I I I .1 1 I I I I J MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 45 Leikum sóknarknatt spymu og til sigurs - segir Emiliano Mondonico þjálfari Tórínó. „Vanmetum ekki andstæðingana" ÍTALSKA stórliðið Tórínó leikur í dag gegn KR-ingum á Laugar- dalsvelli í Evrópukeppni félags- liða. Þjálfari Tórínó segir að lið sitt leiki sóknarbolta og leiki til sigurs á Laugardalsvelli í dag. Hann sagði jafnframt að þeir vanmætu ekki andstæðinga sína. Emiliano Mondoncino, þjálfari Tórínó, sagði á blaðamanna- fundi í gær að allir leikmennirnir væru í góðri æfingu og myndu leika til sigurs. „Strákarnir eru einbeittir og metnaðarfullir, og við vanmetum ekki andstæðingana. Ef úrslitin verða okkur ekki í hag, þýðir það einfaldlega að mótheijarnir eru sterkari en við.“ Þegar Emiliano var spurður hvernig honum litist á leikvanginn sagði hann: „Auðvitað hefur völlur- inn sitt að segja, en eitt af aðals- merkjum góðra leikmanna er að geta leikið við hvaða aðstæður sem er. Ég á ekki von á að völlurinn angri okkur, það er helst að vindur- inn komi til með að trufla okkur, því við erum óvanir veðráttunni hér.“ Hann benti á að um þessar mundir væru uppi háværar gagn- rýnisraddir um léleg gæði leikvang- anna sem gerðir voru fýrir HM í fyrra. „Hér finnst mér sú gagnrýni ekki réttmæt," sagði hann. Stefán Haraldsson formaður knattspymudeildar KR sagði að KR-ingar ætluðu að gera sitt besta Tórínó æfði á Valbjarnarvelli í gær. til að klekkja á Tórínó. „Við munum ekki skora mörg mörk en við stefn- um að því að halda hreinu og skora eitt til tvö mörk og sigra þannig," sagði Stefán. Ein skærasta stjarna Tórínó, Enzo Scifo frá' Belgíu leikur ekki með en hann er í leikbanni í þessum leik. Aðrir frægir knattspyrnumenn leika með félaginu og má þar nefna Brasilíumanninn Casagrande og Spánveijann Martin Vazquez sem Morgunblaðið/Árni Sæberg var í landsliði Spánar á HM á Ítalíu í fyrra. Miðjuleikmaðurinn Fusi er sá eini sem leikið hefur A-landsleik fyrir Ítalíu en nokkrir leikmanna Tórínó hafa leikið í U-21 árs lands- liðinu. ■ FINNAR eru ekki á fiæðiskeri staddir með spjótkastara, velgengni þarlendra spjótkastara í áratugi hefur leitt til slíks áhuga á á grein- inni að nýir afreksmenn koma fram nær ár hvert. Fyrir helgi komst 16 ára finnskur spjótkastari, Aki Par- viainen, í fréttirnar er hann setti heimsmet í flokki 18 ára og yngri með því að kasta 79,96 metra á móti í bænum Pyháselká. Gamla metið var í eigu annars Finna, Juha Laukkanen, en það bætti Parviain- en um 50 sentimetra. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, SlMI 624260 VERSLUN - RÁÐGJÖF iÞtémR FOLX ■ GUÐNI Bergsson lék með Tottenham, þegar liðið tapaði 1:0 gegn Hajduk Split á útivelli í Evr- ópukeppni bikarhafa. „Það er ekki þungt í mönnum hljóðið, en við verðum að nýta vel heimavöllinn í seinni leiknum," sagði Guðni. M SIGURÐUR Grétarssonog samherjar í Grashoppers gerðu 1:1 jafntefli gegn Anderlecht. ■ SIGURÐUR Jónsson var vara- maður hjá Arsenal og kom ekki inná í 6:1 sigri gegn Austria Vín á Highbury. H EYJÓLFUR Sverrisson, sem lék í 87 mín. með Stuttgart gegn Köln í 1:1 leik liðanna í þýsku deild- inni um helgina, fékk ekki tækifæri í gærkvöldi, þegar Stuttgart vann Pecsi 4:0 í UEFA-keppninni. ■ GUNNAR Gíslason og félagar hans í Hacken gerðu jafnteni við Sköv- de, 2:2, á útvelli um helgina og eru efstir sínum riðli í 1. deild þegar fjórar umferðir eru eftir. Hácken á eftir þijá heimaleiki og einn útileik. Keppt er í 4 riðlum í 1. deild og síðan leika eftu liðin í hveijum riðli til úrslita um sæti í Allsvenskan. ■ GUNNAR hefur staðið sig mjög vel og er efstur í einkunna- gjöf dagblaðanna í 1. deildarkeppn- inni. „Þetta hefur gegnið mjög vel og ég er í góðri æfíngu,“ sagði Gunnar. AGANEFND Manojlovic meðátta gul spjöld Nokkrir knattspymumenn byija næsta keppnistímabil með því að taka út leikbann. 15 leikmenn voru úrskurðaðir í leik- bann á fundi aganefndar KSl á þriðjudag og fengu þeir allir eins leiks bann nema Þróttarinn Drag- an Manojlovic, sem fékk tveggja leikja bann fyrir að hafa fengið átta gul spjöld í sumar, en hann hefur einnig fengið að sjá rautt. Enginn leikmaður úr liði sem leikur í 1. deild næata sumar, byrjar í banni. KNATTSPYRNA / U-18 ísland leikur við Belga í dag HÖRÐUR Helgason, landsliðs- þjálfari 18 ára landsliðsins f knattspyrnu, hefur valið 16 leikmenn til að leika gegn Belgíu í síðasta leik Evrópu- keppninnar á Varmárvelli í Mosfellsbæ í dag. Eftirtaldir leikmenn skipa liðið: Friðrik Þorsteinssön, Fram, Eggert Sigmundsson, KA, Óskar Þorváldsson, KR, Flóki Halldórsson, KR, Auðunn Helgason, FH, Kári Steinn Reynisson, ÍA, Sturlaugur Haraldsson, ÍA, Rúnar Sigmunds- son, Stjörnunni, Pálmi Haraldsson, ÍA, Þórður Guðjónsson, ÍA, Viðar Guðmundsson, Fram, Helgi Sig- urðsson, Víkingi, Kári Sturluson, Fylki, Kristinn Lárusson, Stjön- unni, Rútur Snorrason, ÍBV og Hákon Sverrisson, UBK. Leikurinn hefst kl. 14.15 og er aðgangur ókeypis. íslenska liðið gerði jafntefli, 1:1, gegn Belgum á útivelli. maaaammam HB ÞIÐ GETIÐ SKIPT UM Sjálfvirku Danfoss ofnhitastillarnir endast í áratugi. En steinefni í lieita vatninu, sem setjast á lokann, geta valdið því að þeir bregðist seint við hitabreytingum og um leið verður nýting vatnsins lakari. Oft dugar að skipta um þéttingu og til þess þarf ekki einu sinni að taka vatnið af kerfinu heldur aðeins að skrúfa fyrir stofnleiðslu hitaveitunnar til öryggis. Til að vinna verkið þarf skrúfjárn og skiptilykil - svo einfalt er það. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPN! FELAGSLIÐA TZutancb Heílsuvörur nútímafólks ,.JA NU SKIL EC TUNGUMALA T$LVAN HEXAGLOT ERT ÞÚ AO FARA I FERDALAG EOA í TUNGUMÁLANÁM ? ú é ISLENSKA, DANSKA. ENSKA, FRANSKA, ÞÝSKA, SPÆNSKA ALLT I SÖMU TÖLVUNNI. YFIR 3000 ORÐ OG ORÐA- SAMBÖND Á HVERJU HINNA SEX TUNGUMÁLA SEM TÓLVAN BÝR YFIR FÆST í UM LAND ALLT VERIÐ VELKOMINT í KRÆSINGARNAR HJÁ SVÖRTU PÖNNUNNI Nú erum við með sérstök tilboð í hverjum mánuði Septembertilboð Hamborgan special, Franskar, sósa . og Coca cola 4yU kr. Stórir hópar fá gos og eftirrétt Stórir hópar 15-50 manns sem koma og borða hjá Svörtu pönnunni fá gos og eftirrétt í kaupbæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.