Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 23 Þingmenn á Filippseyjum: Saka Aquino um að van virða stjórnarskrána Manila. Reuter. JUAN Ponce Enrile, öldungardeildarþingmaður og leiðtogi stjórnar- andstöðunnar á filippeyska þinginu, sagði í gær að Corazon Aquino, forseti landssins, hefði vanvirt stjórnarskrána með því að leyfa banda- rískum her að vera í landinu án samnings. Enrile hvatti til þess að Aquino yrði ákærð vegna þessa. Aquino horfist einnig í augu við möguleikann á því að fjórir af ráðherrum hennar geri uppreisn gegn henni vegna ákvörðunar hennar um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um herstöðvasamninginn. Öldungardeildarþingmenn á Filippseyjum hafa gagnrýnt harð- lega þá ákvörðun Aquino að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um herstöðv- asamning sem stjórnin hafði gert við Bandaríkin en öldungadeildin hafnað. „Þetta er skammarleg ákvörðun,“ sagði Enrile. Aquino skýrði Bandaríkjastjóm frá því á þriðjudag að hún myndi fresta brottflutningi bandarískra hermanna frá Filippseyjum og halda Austurríki: Njósnaforingiim Wolf biður um landvist Bonn. Reuter. MARKUS Wolf, hinn víðfrægi stjórnandi leyniþjónustu Þýska alþýðulýðveldisins sáluga, er í Austurríki og hefur sótt um pólit- ískt hæli þar í landi. Wolf er eftir- lýstur í Þýskalandi en hann flýði til Moskvu skömmu áður en sam- eining Þýskalands tók gildi á síð- asta ári. Saksóknari Þýskalands segist ekki geta krafist framsals því að njósnir teljist pólitískir glæpir samkvæmt þjóðarétti og því eigi ákvæði um framsal ekki við. Saksóknarinn, Alexander von Stahl, sagðist telja að Wolf myndi gefa sig á vald þýskra yfirvalda af sjálfsdáðum, hann myndi smám saman átta sig á því að hann væri hvergi velkominn í útlöndum. Von Stahl sagðist einnig vera að íhuga að breyta ákærunni á hendur Wolf þannig að hann yrði auk njósnaá- kærunnar sakaður um að hafa boðið mútur og hvatt menn til landráða. Wolf, sem er 68 ára gamall, flýði frá Moskvu fyrir tveim vikum eftir umbyltinguna í Sovétríkjunum í kjöl- far valdaránsins misheppnaða. Hann var yfirheyrður um síðustu helgi í Vín en síðan látinn laus meðan ver- þjóðaratkvæðagreiðslu um herstöðv- asamning þann sem ríkin gerðu fyr- ir*skömmu. Yrði hún haldin í lok ársins. Öldungardeildarþingmenn á Filippseyjum felldu á mánudag her- stöðvasamninginn við Bandaríkin og kröfðust þess að bandarískt herlið í landinu yrði tafarlaust flutt á brott þar sem enginn samningur væri lengur í gildi. Raul Manglapus utanríkisráð- herra sem hafði umsjón með samn- ingagerðinni við Bandaríkjamenn sagðist vera fullviss um að þjóðin væri hlynnt samningnum og því ætti að gefa henni tækifæri til að samþykkja hann. Kommúnískir skæruliðar sem haldið hafa uppi hernaði gegn stjórn- völdum undanfarin 22 ár sögðust á þriðjudag vera reiðubúnir, í kjölfar ákvörðunar öldungadeildarinnar, að hefja_ friðarviðræður við ríkisstjórn- ina. I síðustu viku lýstu skæruiiðar einhliða yfir vopnahléi. Tilkynning um brottrekstur bandaríska hersins hengd á styttuna af Douglas MacArthur hershöfðingja eftir að öldungardeildarþing- menn filippeyska þingsins höfnuðu nýjum herstöðvasamningi við Bandaríkin. Ný skoðanakönnun í Noregi: Aukin andstaða við EB-aðild Markus Wolf ið er að kanna mál hans. Vegabréf sitt fékk hann þó ekki aftur, að sögn danska blaðsins Jyllandsposten, og innanríkisráðherra landsins telur ólíklegt að Wolf fái landvistarleyfi. Hann verður aðeins dreginn fyrir rétt í Austurríki ef hægt verður að sanna að hann hafi stundað njósnir gegn Austurríkismönnum. Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara NIÐURSTÖÐUR nýrrar skoðana- könnunar sem gerð var í Noregi sýna að andstaða við aðild að Evrópubandalaginu (EB) hefur aukist. Af þeim sem spurðir voru sögðust 45% vera mótfallin EB- aðild, en 40% sögðust vera fylgj- andi henni. Norska dagblaðið Aftenposten stóð að könnuninni sem gerð var 10. til 13. þessa mánaðar, eða eftir að sveitarstjórna- og fylkisþingskosn- ingamar fóru fram í landinu. Stjórnmálaskýrendur túlka niður- stöðurnar sem staðfestingu á því að Norðmenn séu að verða æ meira afhuga EB. Könnunin sýndi einnig að kjósendur Verkamannaflokksins eru mjög klofnir í afstöðu sinni til aðildar að EB. 51% þeirra sögðust fylgjandi henni en 32% voru á móti. Forysta Verkamannaflokksins Morgunblaðsins. hefur nú opnað fyrir umræðu um EB innan flokksins, en slíkri umræðu -var slegið á frest meðan á kosninga- baráttunni stóð. Þegar „Evrópu- pakki“ flokksins var kynntur á mánudag vildi enginn í flokksforyst- unni tjá sig um eigin skoðanir á deil- unni um EB. Ástarþakkir til allra œttingja og vina, fjœr og nœr, sem glöddu mig í tilefni 80 ára afmœlis míns 9. september sl. með frábœrum gjöfum og heillaóskum. Sérstakar þakkir til barna minna og tengda- dœtra, sem önnuðust og gáfu mér veisluna. Gangið öll á Guðsvegum. Kcerar kveðjur. Guðlaug Sigurjónsdóttir, Ránargötu 2, Akureyri. FLUGLEIÐIR Beint flug, gisting og úrvalsþjónusta við allra hæfi. Amsterdam 2 nætur - frá 28.960 kr. Kaupmannahöfn 2 nætur - frá 28.340 kr. Stokkhólmur 2 nætur - frá 33.220 kr.:í Lúxemborg 2 nætur - frá 31-290 kr. :' Glasgow 3 nætur - frá 27.490 kr.* London 2 nætur - frá 32.000 kr.* Osló 2 nætur - frá 28.600 krö Njóttu þess að komast eitthvað burt og vera til um stjörnuhelgi. Hafðu samband við þína ferðaskrifstofu, sölu- skrifstofur okkar og umboðsmenn um allt land í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar). (BB *verð á manninn í tvíbýli m.v. staðgr. og gengi 13.9.1991: flugvallarskattur og forfallagjald (alls 2.350 kr.) ekki innifalið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.