Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 48
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ TVÖFALDUR1. vinningur FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Slökkviliðsmenn að störfum í Fischersundi í nótt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldur í elsta húsi Grjóta- þorps í nótt ELDUR kom upp í Fischersundi 1 í Gijótaþorpi skömmu eftir miðnættið í nótt. Húsið stendur bakvið Morgunblaðshúsið. Ekki hefur verið búið í því undanfar- ið. Eldur var í suðurenda húss- ins og mikill reykur þegar slökkviliðið kom á staðinn, en þá höfðu vegfarendur hafið slökkvistörf með handslökkvi- tækjum. Greiðlega gekk að slökkva eld- inn. Slökkvistörfum var lokið á um 10 mínútum, að sögn varð- stjóra slökkviliðsins, og skemmdir af völdum eldsins litlar. Eldur var í fordyri hússins og herbergi þar við hliðina. Eldsupptök eru ókunn. Grunur leikur á að þau séu af mannavöldum, en útigangsmenn hafa haldið til í húsinu að undan- förnu. Slökkviliðið stóð vakt við húsið í nótt. í bókinni Reykjavík, Sögustaðir við Sund eftir Pál Líndal, segir að húsið sé að stofni til elsta hús- ið í Gijótaþorpi frá 1822, en það hafi verið flutt til, stækkað og breytt á ýmsa lund. Húsið var kallað Kristjánshús eftir eiganda sínum óg í því bjó um tíma Sigurð- ur Breiðfjörð, rímnaskáld. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ: V eiðar bannaðar við Suður- land þegar þorskurinn hrygnir Neðansjáv- arsprenging í Sundahöfn ALLAR símalínur glóðu hjá lög- reglunni í Reykjavík rétt fyrir átta í gærkveldi eftir öfluga sprengingu neðansjávar sunnan Holtabakka í Sundahöfn vegna hafnarframkvæmda. Sprengingin var gerð undir fargi og lýstu áhrifin sér svipað og um jarðskjálfta væri að ræða, því allt nötraði á stóru svæði og varð fólk í Kleppsholti vart við sprenginguna. ---------»_*_♦-- A-Húnavatnssýsla: Færri en vilja komast í smöl- un hrossa EKKI ER unnt að taka á móti ölium þeim sem vilja taka þátt í smölun hrossa á Laxárdal í Aust- ur-Húnavatnssýslu næstkomandi laugardag. Upphaflega var búist við 10-15 manns.en skráðir þátt- takendur eru nú 22 talsins. Elíza Guðmundsdóttir, hótelstjóri á Hótel Blönduósi, sagði að ekki hefði verið búist við nema 10-15 manns í stóðhestasmölun sem al- menningi hefði verið boðið upp á. Viðtökur hefðu hins vegar verið svo góðar að hópurinn væri nú kominn upp í 22. Hún sagði að þurft hefði að neita fólki vegna þess að erfitt væri að halda saman stórum hópi. Þátttaka í stóðhestasmöluninni kostar 2.000 kr. og'eru þá innifalin afnot af reiðskjóta, nesti og ferðir til og frá upphafsstað. ------------ Vinnuslys í Sundahöfn Vinnuslys varð við Sundaskála 4 í Sundahöfn klukkan rúmlega 20 í gærkvöldi. Lyftari ók á verkamann með þeim afleiðinum að hann fót- brotnaði. Maðurinn var fluttur á slysadeild. „ÞAÐ KEMUR til greina að mínu mati að banna dragnóta- og neta- veiðar upp við suðurströndina meðan þorskurinn er að hrygna þar, því hugsanlegt er að síðustu sex þorskárgangar séu að hluta til lélegir vegna þess að þorskur- inn hefur ekki fengið frið til að hrygna," segir Kristján Ragnars- son formaður Landssambands ís- Ienskra útvegsmanna eftir að nið- urstöður fiskifræðinga um mis- heppnað þorskklak í ár lágu fyrir. „Mér líst vel á þessa hugmynd og að þessi möguleiki verði athugað- ur,“ segir Jakob Jakobsson for- stjóri Hafrannsóknastofnunar. „Við höfum verið að gera tilraunir með að loka svæði á Selvogsbanka, sem kallað er frímerki og loka svæð- um, þar sem smáfiskur hefur verið í uppvexti," segir Kristján Ragnars- son. Jakob Jakobsson segir að þessu svæði hafí verið lokað á hverju ári síðan 1976. „Við getum ekki sýnt fram á það með tölfræðilegum hætti að beint samband sé á milli hrygning- arstofns og afkomendafíölda. Hrygn- ingarstofninn hefur hins vegar verið í minnsta lagi síðastliðinn áratug, enda þótt komið hafi bæði köld og hlý ár á þessu tímabili. Því fínnst okkur ástæða til að huga að hrygn- ingarstofninum og gá hvort það er ekki ástæða til að prófa það að þeir þorskar, sem eru orðnir kynþroska, fái að hafa sín mál í næði,“ segir Jakob. Hann segir að það sé hins vegar ekki gert með svokölluðu frímerki, þar sem það sé ekki á réttum stað. „Aðalhrygningin er miklu nær landi eftir okkar rannsóknum. Það kemur þó fyrir að þorskurinn hrygnir á frí- merkinu," segir Jakob. Hann segir að aðalhrygningin fari fram í Eyrar- bakkabugtinni innan 5 mílna frá ströndinni og vestur að Reykjanesi. „Þá á ég við þá hrygningu, sem gef- ur eitthvað af sér.“ Kristján Ragnarsson fullyrðir að sóknin í þorskstofninn hafi verið allt- of hörð á undanfömum árum. „Það er ekki góður kostur að banna neta- veiðar alfarið. Ég tel að kvótakerfið hafi haft góð áhrif á netaveiðarnar, því í vetur voru net tekin í land í verulegum mæli um helgar en það þekktist ekki áður. Ekkert veiðar- færi hefur því bætt eins meðferð á afla eins og netin hafa gert. Menn hafa hins vegar alltaf hent gömlum fiski úr netunum og það er náttúrlega fráleitt að leyfa smábát- um að vera með net í sjó á vetrarver- tíð, þegar smábátarnir komast ekki á sjó langtímum saman. Það spillir fiski og eins er um öryggissjónarmið að ræða. Ég vil því að netaveiðar smábáta verði bannaðar og helgarfrí sjómanna, sem em á netum, eiga heldur ekki að þekkjast. Við verðum að afnema svona vitleysu í næstu kjarasamningum." Harkalegar aðfarir við móttöku nýnema í MH: Getur orðið til þess að busa- vígslur verði baiinaðar • • - segir Ornólfur Thorlacius rektor SVO virðist sem allharkalegar aðfarir hafi verið viðhafðar við „busa- vígslu" í Menntaskólanum við Hamrahlíð í gær, sem leiddu til þess í einhverjum tilfellum að nýnemar komu veikir heim og aðrir þorðu ekki í skólann seinnipartinn eftir meðferðina, sem þeir fengu um morguninn. Ornólfur Thorlacius, rektor MH, segir að hann sjái ekki annað en busavígslur af þessu tagi verði bannaðar í framtíð- inni ef þær eigi að ganga út á niðurlægingu nýnema og að þeir séu beittir ofbeldi. Að sögn móður eins nýnemans, sem hafði samband við Morgun- blaði^ vegna meðferðarinnar á syni sínum, voru nýnemar látnir skríða eftir myrkvuðum göngum úr skóla- borðum og svörtum plastdúk og við endann á göngunum settir inn í lokaðan sturtuklefa, sem reyk var dælt inn í. Sumir hóstuðu og fengu höfuðverk og reyndu að komast undan frekari brögðum eldri nema, en konan sagði að sonur sinn hefði verið settur í reykklefann í þrígang og vinur hans fimm sinnum. Piltur- inn kom heim veikur og var mjög brugðið, að sögn móður hans. Þá hefur Morgunblaðið upplýs- ingar um að nýnemar hafí verið neyddir til að þvo bíla eldri nem- enda og þvoði einn til dæmis fimm bíla. Sprautað var vatni á nýnem- ana og einnig var skvett á þá ýmsu matarkyns, svo sem súrmjólk og sinnepi. „Við gerðum okkar bezta til að koma í veg fyrir þetta og ræddum satt að segja við alla eldri nema á sal í gær, þar sem mælzt var til að þetta færi allt fram með friði og spekt," sagði Örnólfur. „Okkur hefur tekizt nokkuð vel nokkur síð- ustu ár að halda þessu í böndunum. Við höfum gert nemendum grein fyrir því að þetta verði að ganga almennilega því annars verði útilok- að fyrir þá, sem á eftir koma, að nokkur hlutur af þessu tagi verði leyfður. Ég sé ekki annað en þetta hljóti að verða til þess að þetta verði bannað. Við getum ekki liðið þetta á þessu formi. Það er hart ef menn geta ekki tekið á móti nýjum skólafélögum án þess að auðmýkja þá einhvern veginn,“ sagði Örnólfur. Benedikt Hjartarson, forseti Nemendafélags MH, sagðist í sam- tali við blaðið hafa haft spurnir af því að menn hefðu gengið of langt, án þess að hafa rökstuddar heimild- ir fyrir því. „Það hefur verið stefn- an hjá okkur að stöðva allt líkam- legt ofbeldi og hefur gengið vel undanfarnar annir. Ef eitthvað slíkt hefur gerzt í dag er það mjög leiðin- legt mál og þarf að fínna þá, sem eru ábyrgir," sagði Benedikt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.