Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 Vífilfell gefur Háskólanum 10 milljónir: Rannsóknarstofa í Haga verð- ur kennd við Björn Ólafsson nÞAÐ fer ekki illa á að lyfjafræði Iyfsala verði kennd í Haga. Ymsir muna að Coca Cola-drykkurinn, sem framleiddur er í Vífil- felli, var upphaflega lyf,“ sagði Sveinbjörn Björnsson háskólarekt- or þegar hann þakkaði peningagjöf Verksmiðjunnar Vífilfells til skólans. í tilefni af 80 ára afmæli Háskóla íslands gaf Vífilfell 10 milljónir í minningu Björns Ólafssonar, sem hóf rekstur fyrir- tækisins í Haga fyrir um hálfri öld. Háskólinn keypti Haga nýlega af Vífilfelli og verður vinnustofa í húsinu kennd við Bjöm Ólafsson, stofnanda Vífilfells og fyrrum menntamálaráðherra. Lyfjafræði lyfsala verður til húsa í Haga en starfsemi deildarinnar hefur hing- að til verið á víð og dreif um borg- ina. Þegar er farið að nota þriðju hæð hússíns, til fyrirlestra og fyr- ir lesstofu nemenda. Pétur Björnsson forstjóri Vífíl- fells afhenti háskólarektor gjöfína í minningu föður síns við athöfn í Skólabæ í gær. Rektor lét þess getið í þakkarorðum sínum að rætt hefði verið að heiðra minn- ingu Bjöms Ólafssonar með því að kenna vinnustofu erlendra gesta í húsi lyfjafræði lyfsala við hann. Vilhjálmur Skúlason prófessor í lyfjafræði gat um aðra hugmynd, sem ekki væri síður í anda Bjöms. Hún væri að tengja rannsóknar- stofu í lyfjafræði náttúmefna nafni Bjöms. Hann hafí verið mik- ill ferðamaður og eitt það fyrsta sem menn gerðu þegar farið væri út um landið væri að skoða grös og plöntur. Sveinbjöm Bjömsson segir að gjöf Vífílfells verði notuð í ýmis- legt sem enn er ófrágengið í Haga. Rannsóknarstofur hafa ekki verið innréttaðar þar, en gert er ráð fyrir að þær verði tilbúnar næsta haust. Verkleg kennsla í lyfjafræði fer nú fram í kjallara aðalbygging- ar Háskólans, á lofti íþróttahússins og á 4. hæð í húsi Reykjavíkurapó- teks. 4 Nemendur í lyfjafræði lyfsala eru um 100 talsins og fá nú í fyrsta sinn samastað. Deildin hafði auga- stað á Haga fyrir um fímmtán ámm, en þá var húsið ekki falt. Síðan hafa ýmsir möguleikar verið athugaðir um aðsetur deildarinnar og segja má að nú hafí hringnum verið lokað. 1/EÐURHORFUR íDAG, 19. SEPTEMBER YFIRLIT: Um 300 km austur af landinu er 969 mb lægð á hreyf- ingu norðaustur en 990 mb lægð um 700 km suðvestur af Hvarfí fer austnorðaustur. SPÁ Minnkandi norðvestanátt og skúrir eða slydduél norðaustan- lands en hæg norðan- og norðaustanátt og víða léttskýjað á Suð- ur- og Vesturlandi. Fremur svalt, einkum norðanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Austan- og suðaustanstrekkingur og rign- ing á sunnan- og vestanverðu landinu en hægari vindur og þykkn- ar upp norðaustantil. Hlýnandi veður. HORFUR Á LAUGARDAG: Nokkuð stíf norðaustanátt og rigning á Vestfjörðum en hægari suöaustan- og austanátt í öðrum landshlut- um. Víða skúrir en þó líklega þurrt norðanlands. Hiti 5-12 stig. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TAKN: Q Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * r * f * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * *. * •j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V H = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld CO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 7 súld Reykjavík 8 úrkoma i gr. Bergen 12 rlgning Helsinki 11 léttskýjaö Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq 2 léttskýjað Nuuk 3 skýjað Osló 12 alskýjað Stokkhólmur 14 hálfskýjað Þórshöfn 11 skúr Algarve 32 heiðskírt Amsterdam 1 þokumóða Barcelona 27 léttskýjað Berlín 17 skýjað Chlcago 12 alskýjað Feneyjar 25 þokumóða Frankfurt 20 léttskýjað Glasgow 16 skúr á s. klst. Hamborg 19 skýjað London 20 skýjað Los Angeles 17 þokumóða Lúxemborg 20 heiðskírt Madrid 32 heiðskírt Malaga 28 heiðskírt Mallorca 29 léttskýjað Montreal 14 skýjað NewYork 23 skýjað Orlando vantar París 24 heiðskirt Madeira 26 rykmistur Róm 27 léttskýjað Vín 18 hálfskýjað Washington 24 þokumóða Winnipeg 2 alskýjað Morgunblaðið/Ámi Sæberg Pétur Björnsson forsljóri Vífilfells afhenti Sveinbirni Björnsyni há- skólarektor 10 milljónir króna að gjöf til skólans í tilefni 80 ára afmælis hans. Kröfur í þrotabú Fjör- eggs nær 300 milljónir Húsavík. SKIPTAFUNDUR í þrotabúi Jónasar Halldórssonar í Svein- bjarnargerði, sem rak alifugla- búið Fjöregg, var settur á Húsa- vík í gær. Lýstar kröfur í búið nema samtals 291,7 milljónum króna en óljóst er um eignir. Stærstu kröfuhafar eru Kaupfé- lag Eyfirðinga, íslandsbanki og Búnaðarbanki. Fundurinn var haldinn af skipta- ráðanda Halldóri Kristinssyni sýslu- manni að viðstöddum settum bú- stjóra Arnari Sigfússyni hdl. sem fundurinn samþykkti sem áfram- haldandi bústjóra. Arnar gaf skýrslu varðandi starf sitt og voru lýstar kröfur í búið sem hér segir: Forgangskröfur 4,2 milljónir, veðkröfur 197 milljónir og almenn- ar kröfur 90,5 milljónir. Samtals 291,7 milljónir. Stærstu kröfuhafarnir eru Kaup- félag Eyfirðinga með 96 milljóna kröfu, Islandsbanki hf. með 45 milljónir og Búnaðarbanki íslands með 35 milljónir. Rekstur búsins er í fullum gangi og hefur Kaupfélag Eyfírðinga það á leigu til 31. októ- ber. Næsti fundur þrotabúsins var ákveðinn 5. nóvember. Fréttaritari -----*-*-»-- Leiðbeiningar fyrir erlenda ferðamenn STJÓRN Strætisvagna Reykjavík- ur hefur samþykkt tillögu Sig- þrúðar Gunnarsdóttur um að út- búin verði skilti á ensku, dönsku, þýsku og frönsku til upplýsingar fyrir erlenda ferðamenn sem vilja notfæra sér þjónustu vagnanna. Á skiltunum komi fram hvað farið kostar og að vagnstjóri gefí ekki til baka. í greinargerð með tillögunni kemur fram að borið hafí á því í sumar að vagnstjórar hafí lent í vandræðum með erlenda ferðamenn sem ekki kunna á vagnana. Hanna María Péturs- dóttir skipuð þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum SÉRA HANNA María Péturs- dóttir hefur verið skipuð í emb- ætti sóknarprests í Þingvalla- prestakalli að tillögu Þingvalla- nefndar. Hanna María mun jafnframt gegna starfi þjóð- garðsvarðar á Þingvöllum. „Mér líst afskaplega vel á þetta, og það er sérstakt tilhlökkunar- efni að geta hafið störf á Þingvöll- um 1. október. Mér fínnst sérstak- lega gott að verða aftur sóknar- prestur því ég hef ekki starfað sem prestur í fímm ár,“ sagði Hanna María Pétursdóttir við Morgunblaðið. Hún hefur undan- farið starfað við Skálholtsskóla þar sem eiginmaður hennar, sr. Sigurður Árni Þórðarson, er rekt- or. Að sögn Hönnu Maríu munu þau hjónin segja störfum sínum á Skálholti lausum og flytja til Þing- valla ásamt börnum sínum þrem- ur. Hanna María Pétursdóttir sagðist vera afskaplega þakklát fyrir það traust sem sér hefði verið sýnt með þessari skipun. „Það er mikil tilhlökkun að koma að þessu búi, því að Heimir Steins- son hefur unnið þar gott starf. Þama bíða spennandi viðfangs- efni, sérstaklega næstu árin þar sem aldamótin nálgast og þessi mikla afmælishátíð kristnitökunn- ar,“ sagði hún. Þegar Hanna María var spurð hvort hún hygði á einhveijar breytingar á Þingvöllum og starf- seminni þar, sagði hún að ekki væri tímabært að tjá sig um það. Þingval.lanefnd hefði sent frá sér Sr. Hanna María Pétursdóttir nýskipaður þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. ákveðna stefnumörkun í skipu- lagsmálum staðarins og eftir henni yrði unnið, annað leiddi tíminn í ljós. Sr. Hanna María Pétursdóttir útskrifaðist úr guðfræðideild Há- skóla íslands árið 1980 og var ári síðar vígð til Ásaprestakalls í Vestur-Skaftafellssýslu. Hún var síðar skipuð sóknarprestur í Háls- prestakalli í Suður-Þingeyjarsýslu en árið 1987 fluttist hún til Skál- holts ásamt fjölskyldu sinni. Hanna María er gift Sigurði Árna Þórðarsyni rektor og eiga þau tvajr dætur og einn son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.