Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 29 Tveir sakborningar í Ávöxtunarmálinu yfirheyrðir í sakadómi: Löggiltur endurskoðandi þekkir engin dæmi um neikvæðar um- sagnir í áritun ársreikninga REYNIR Ragnarsson, fyrrum löggiltur endurskoðandi Ávöxtunar sf. og Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf., var yfirheyrður vegna Ávöxtun- armálsins í sakadómi í gær. Atli Gíslason sækjandi bar meðal ann- ars undir hann skýrslu fyrir skiptarétti þar sem eftir honum eru höfð ummæli í þá átt að það sé ekki venja að löggiltir endurskoðend- ur gefi neikvæðar umsagnir í áritunum á ársreikninga og að hann þekkti ekki raunveruleg dæmi slíks. Reynir kvaðst ekki vilja svara spurningu sækjandans um hvað hann hefði átt við með þessum ummælum en ítrekaði að hann þekkti ekki dæmi um neikvæðar áritanir. Hrafn Bachmann fyrrum stjórnarmaður og framkvæmda- stjóri Kjötmiðstöðvarinnar var einnig yfirheyrður vegna sölu á kaup- leigutækjum úr búi Veitingamannsins, sem var deild í Kjötmiðstöð- inni, en í ákæru segir að kaupendunum hafi ekki verið kunnugt um að seljendurnir áttu ekki það sem þeir voru að selja. Hrafn neitaði þessu og sagðist hafa tjáð öðrum kaupandanum og fasteignasalan- um, sem borið hafa hann, Ármann Reynisson og Pétur Björnsson þessum sökum, að um væri að ræða kaupleigutæki enda hefði sam- ist um að Kjötmiðstöðin héldi áfram að greiða af kaupleigusamning- unum og það hefði verið gert í hálft ár eða þar til Kjötmiðstöðin fékk greiðslustöðvun. Reyni Ragnarssyni er í ákærunni gefið að sök að hafa ásamt Pétri Bjömssyni og Ármanni Reynissyni staðið að rangfærslu ársreikninga sameignarfélagsins og verðbréfa- sjóðsins fyrir árið 1987 en endur- skoðandinn áritaði reikningana. Reyni er gefið sérstaklega að sök að hafa sjálfur rangfært um 20 milljónir til tekna og eigna í árs- reikningi sameignarfélagsins og að hafa að lokinni endurskoðun beggja ársreikninganna áritað þá fyrirvara- lausri og fullri endurskoðunaráritun hvað varðar tekju- og gjaldauppgjör félaganna og uppgjör og mat á kröfueignum þeirra en til verðmætis þessara eigna hafi hann ekki tekið óháða afstöðu eða aflað sér sjálf- stætt upplýsinga til að byggja mat á. Reynir Ragnarsson vísaði sakar- giftum á bug og sagði að áritun hans á reikning sameignarfélagsins hefði ekki verið fyrirvaralaus þar sem í áritun hans væri vísað til bréfs sem fylgdi er reikningurinn var sendur eigendur félagsins en þar væru gerðar ýmsar athugasemdir við starfsemi félagsins og fjárhag. í bréfi þessu kemur fram, auk þess sem bent er á ágalla á bókhaldi félagsins og tölvukerfi, að veraleg óvissa sé um mat á stöðu félagsins þegar haft sé í huga að eigendur félagsins og félög tengd þeim séu skuldarar að 11,2 milljónum af 70,1 milljóna skuldum félagsins og mikil vanskil séu á víxil- og skildabréfa- eign félagsins. Einnig liggi ekki fyrir hvert sé markaðsvirði bók- færðs 14 milljóna króna eignarhluta félagsins í Hirti Nielsen, Verðbréfa- sjóði Ávöxtunar og Kjötmiðstöðinni né hvort yfirleitt sé unnt að selja þessar eignir. Áhættusöm fasteignaviðskipti Þá er bent á að 53,3 milljóna bókfærð fasteignaeign félagsins, uppfært miðað við byggingavísitölu, gæti orðið til vandræða, fasteigna- viðskipti félagsins séu áhættusöm. Einnig að við gerð ársreikningsins hafi viðskiptareikningar, víxlar í vanskilum og skuldabréfaeign verið vaxtareiknuð án þess að tök hafi verið á að sannreyna virði þeirra krafna. Reynir sagði að vísað hefði verið til þessa bréfs í árituninni til þess að utanaðkomandi aðilar sem kunna þyrftu að kynna sér ársreikn- inginn gætu kallað eftir bréfmu. Aðspurður hvort hann teldi að sér hefði, ef hann hefði skoðað kröfu- eignina á gagnrýninn hátt með til- liti til stöðu skuldara, orðið ljóst hver staðan væri raunveralega, sagði Reynir að hann teldi ógjörning að fá fram rétta mynd af stöðu sameignarfélags án þess að taka tillit til eignastöðu eigendanna, sem bæru persónulega ábyrgð á öllum Morgunblaðið/Þorkell Varúð! Skólabörn Félagsskapurinn JC í Kópavogi hefur staðið fyrir uppsetningu skilta við alla grunnskóla Kópavogs þar sem ökumenn eru minntir á nær- veru barna við umferðargötur. Að sögn lögreglu er september sá mánuður sem tíðni umferðarslysa er hvað hæst og er þar ekki síst um að kenna aukinni umferð á vegum, umferð gangandi vegfarenda og skammdegisbirtunni. Lögreglan beinir þeim tilmælum til öku- manna að þeir sýni §érstaka aðgætni í umferðinni nú þegar skóla- hald er hafið. skuldbindingum en væru ekki bók- haldsskyldir. Hann hefði ekki talið ástæðu til að ætla annað en persón- ulegar eignir þeirra dygðu fyrir þeim skuldbindingum. Reynir sagði að hann hefði fyrst og fremst haft sam- band við Pétur Björnsson í sam- bandi við bókhald og ársreiknings- gerð fyrir Ávöxtun. Sækjandi spurði Reyni um upp- færslu á hlutabréfaeign Ávöxtunar í Kjötmiðstöðinni í ársreikningi fé- lagsins; hvort ekki hefði verið ástæða til að skoða íjárhagsstöðu þess fyrirtækis gagnrýnum augum áður en sú akvörðun var tekin. Reynir benti á að seinni hluta ársins 1987 hefðu 10% í Kjötmiðstöðinni verið seld fyrir 3 milljónir króna og í samræmi við það verð hefði verið talið eðlilegt að uppfæra hlutafé til samræmis við markaðsverð. Hvert fyrii-tæki Ármanns og Péturs mátti aðeins fá lánað 5% af sjóðnum Varðandi verðbréfasjóðinn kom meðal annars fram að Reynir hefði fylgst með því að enginn einn skuld- ari fengi meira en 5% sjóðsins lánuð í samræmi við samþykktir félagsins. í því sambandi hefði verið miðað við hvern lögaðila en ekki við að sömu eigendur væra að mörgum stærstu skuldurunum svo sem Kjöt- miðstöðinni, Hirti Nielsen og Ávöxt- un sf. Þegar farið hefði verið fram úr 5% markinu hefði stjórn verið gerð grein fyrir því en hins vegar hefði aðeins verið um markmið að ræða og því ekki talin þörf á að geta þess í áritun reikninganna. Fram kom hjá endurskoðandanum að þegar kom fram á árið 1988 hefði minna verið unnið í bókhaldi og því minna um upplýsingar jafn- framt sem setur hans á stjóm- arfundum hafi orðið stopulli. Segir kaupendur hafa vitað að seljendumir áttu ekki það sem selt var Hrafn Bachmann, fyrram fram- kvæmdastjóri og stjómarmaður í Kjötmiðstöðinni hf., var yfirheyrður vegna ákæra um að hafa leynt kaupendur Veitingamannsins, sem var deild í Kjötmiðstöðinni, því að það lausafé sem þeim var selt, var að hluta til fengið á kaupleigu og því ekki eign Kjötmiðstöðvarinnar. Verðmæti kaupleigutækjanna var um 2,6 milljónir króna af um 25 milljóna króna kaupverði. Þeir tveir einstakiingar sem keyptu fyrirtækið og fasteignasalinn sem kom á kaup- unum hafa borið að Hrafn hafi að- spurður neitað að nokkuð hvfldi á lausafénu. Hrafn neitaði þessu og kvaðst þvert á móti hafa skýrt fast- eignasalanum og öðrum kaupend- anna frá því að umrædd tæki væra kaupleigutæki enda hefði verið límt á þau merki kaupleigufyrirtækisins. í samningunum hefði verið geng- ið út frá því að Kjötmiðstöðin mundi áfram greiða af kaupleigusamning- unum og það hefði verið gert í hálft ár eftir söluna eða til þess tíma að Kjötmiðstöðin fékk greiðslustöðvun og varð síðan gjaldþrota. í gær hófust einnig vitnaleiðslur í Ávöxtunarmálinu og verður þeim fram haldið í dag. JEPPAEIGEISDVR ATHUGIÐ! UM HALENDISFERÐIR A JEPPUM Nú gefst jeppaeigendum og öðrum jeppaáhugamönnum tækifæri til að kynna sér notkun jeppa á hálendinu o.fl. DAGSKRÁ Mánudagur 20:00 Kynning Undirbuninaur ferðar Jeppar og Jeppabreytingar Hlé 21:00 Varahlutir Veðurfar Staðsetningartæki Flmmtudagur 20:00 Fjarskipti Reglugerðir Öryggisbúnaður til fjalla Hlé 21:00 Skyndihjálp Sjukrakassinn Umgengni við þyrlur Miðvikudagur 20:00 Leiðir og leiðaval Akstur Vetrarakstur Hlé 21:00 Kort og áttaviti Fæði Viðleguútbúnaður Laugardagur 09:00-17:00 Dagsferð í jeppaakstri. Amgrfmur Hermannsson stjómandi Ingimundur Þorsteinsson rafmagnsiðn- fraaðingur Magnús Már Magnússon jöklafræðingur Jón Gunnar Egilsson flugbjörgunar- sveitamnaður Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Ingvars Helgasonar h/f, Sævarshöfða 2, mánudaginn 23. september, miðvikudaginn 25. september og fimmtudaginn 26. september. Laugardaginn 28. september lýkur námskeiðinu með dagsferð í jeppaakstri tnnritun hjá Ingvari Helgasyni h/f f sfma 674000 f dag fimmtudag, föstudag og mánudag frá kl. 10-12. Jónas Sigurðsson fólagi f 4x4 Ingwar Helgason hf Sævarhöfða 2 sími 91-674000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.