Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. april) Þér hættir við rifrildi út af peningum við þína nánustu. Varastu bruðl er þú ferð út að skemmta þér. Leitaðu til sérfræðinga með fjármál þín. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú munt sýna þínum nánustu yfirgang í dag en yfirmönnum undirgefni. Máli sem þú fre- staðir í gær lýkur þú með glans. Tvíburar (21. maí - 20. júní) j» Reyndu að forðast rifrildi og deilur við vinnufélagana en ekki hvika frá sannfæringu þinni. Sýndu frumkvæði en aðgæslu í umgengni við aðra. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þér er óhætt að blanda saman áhugamálum og atvinnu í dag. Þú munt kljást við fjármála- dæmi fyrir hádegi. Varastu óþarfa eyðslusemi. Ljón (23. júli - 22. ágúst) Þú verður illa fyrir kallaður í dag. Sýndu fjölskyldunni hug- ulsemi. Þér finnst þú þurfa að bjóða einhveijum til kvöld- verðar . Meyja (23. ágúst - 22. september) &£ Láttu ekki draga þig inn í deilumál og passaðu þig á að verða ekki gerður að blóra- böggli fyrir aðra. Gefðu gaum að mataræðinu. Vog (23. sept. - 22. október) Sýndu sparsemi og aðgæslu þegar viðskipti eru annars vegar. Þér finnst sem einhver vinur sé helst til uppáþrengj- andi. Þér hættir ti! við helst til mikillri leti. Sþorðdreki (23. okt. -21. nóvember) C)jj0 Stilltu kröfum þínum í hóf ef þú vilt fá aðra til samstarfs, einhveijum finnst þú vilja ganga helst til of langt. Vertu ekki höstugur. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þig langar helst til að gefast upp og stinga af vegna mikils vinnuálags en nú dugar eng- inn flótti. Taktu þér þó tíma til að vera út af fyrir þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér farnast mun betur í ein- kvæmi en í hópstarfi. Ekki leggja öll spilin á borðið. Of mikil framtaksemi getur mætt mótspyrnu. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú heldur að hlutimir gerist af sjálfu sér, en svo þarf ekki að vera. Vertu vakandi í vinnu og reyndu að halda friðinn á heimilinu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ‘FLL Forðastu hæðni og gefðu öðr- um tækifæri á að mynda sér skoðun. Ferðalag er í vænd- um. Slappaðu af í kvöld. Stjörnusþána á aó lesa sem dcegradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DYRAGLENS GRETTIR ( pú V£rze>uf? seiwl'ataki \ /V)EE> ALPRINUA4, ÖRETTIR/ Ml" >^T] 1 l1 V íul m \ ||,—^ \ TOMMI OG JENNI LJOSKA FERDINAND SMAFOLK Eg heyrði að þú fengir sex stafa Mætti ég spyi-ja hver sex stafa talan ooo, ooo! tölu fyrir næstu bók þína. var? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Þegar makker kallar í lit eða vísar honum frá, er hann að veita okkur upplýsingar — ekki að skipa fyrir." Skoðum annað dæmi Hollendingsins Berry Westra, þar sem rétt vörn felst í því að hlýða makker ekki. Suður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ 10864 V 1054 ♦ D103 + ÁG3 Norður ♦ D2 VDG62 ♦ Á7 ♦ 87642 II Suður ♦ K95 VÁ73 ♦ K96 ♦ KD109 Austur ♦ ÁG73 ♦ K98 ♦ G8542 ♦ 5 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Allir pass Útspil: Spaðaíjarki. Lítum á vömina frá sjónar- hóli vesturs. Sagnhafi stingur upp á spaðadrottningu blinds, makker drepur á ás og sendir þristinn til baka. Suður dúkkar og vestur spilar enn spaða á kóng sagnhafa. Nú kemur lauf- kóngur, sem vestur gefur rétti- lega. Síðan laufdrottning og austur hendir tígultvisti, sem er frávísun í tígli samkvæmt þeirra aðferðum. Sagnir eru mjög upplýsandi. Suður á engan hálit og lág- marksgrand — líklega 15 punkta. Vestur sér því að sagn- hafi á annað hvort hjartakóng og KG í tígli, eða hjartaás og tígulkóng, en ekki gosa. Spilið tapast alltaf ef makker á hjarta- ásinn, svo það er síðamefndi möguleikinn sem vestur þarf að einbeita sér að. Ef hann hefur haldið vöku sinni veit hann að sagnhafi byijaði með KD109 í laufi — sem þýðir að liturinn er stíflaður. Tígulásinn er hins veg- ar enn í blindum, en með því að sækja strax að honum áður en sagnhafi fríspilar laufið má kannski uppræta 5. laufið í blindum. Vestur spilar því tígli, þvert ofan í frávísun makkers. Austur fullkomnar svo vömina síðar með því að leggja ekki á hjartadrottninguna, sem myndi skapa sagnhafa innkomu á gos- ann. • Eitt í viðbót: Vestur má ekki taka fríslaginn á spaða strax, því þá getur suður hreinsað stífluna í lauflitnum með því að henda laufi. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opna mótinu í Bad Wörishof- en í Þýzkalandi í vor kom þessi staða' upp í skák Þjóðveijanna Tauber (2.265), sem hafði hvítt og átti leik, og Bachmayr (2.345). 24. Hxd5+! - exd5, 25. Bh3+ - f5, 26. Bxf5+! - Dxf5, 27. Dd6+ — Ke8, 28. Hxc8+ og svartur gafst upp, enda ekki seinna vænna, því 28. — Dxc8, 29. Rf6 er mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.