Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 31 Heimsmeistaramótið í brids að hefjast í Japan: Gætum náð langt á mót- inu með góðum straumum - segir Örn Arnþórsson einn liðsmanna íslenska landsliðsins Brids GuðmundurSv. Hermannsson ÍSLENSKA landsliðið í brids heldur til Yokohama í Japan um miðja næstu viku tii að keppa um eftirsóttustu verð- laun bridsmanna: Bermúda- skálina. Þetta er í fyrsta skipti, sem íslenskt lið keppir um Bermúdaskálina, en íslenskt bridspar var í úrvalsliði Evrópu sem keppti á fyrsta mótinu fyr- ir 41 ári. „Þetta leggst vel í okkur og með góðum straumum gætum við allt eins náð langt á mótinu. En það gæti svo auðvitað snúist við ef við lendum í andstreymi," sagði Örn Arnþórsson, einn liðsmanna íslenska liðsins, sem undanfarið hefur búið sig af kostgæfni undir heimsmeistaramótið. Auk spila- og kerfísæfínga hefur liðið þjálfað úthald og þrek með fjallgöngum og langhlaupum. Mótið skiptist í riðlakeppni og útsláttarkeppni. Fyrst spila 16 sveitir í tveimur riðlum og fjórar efstu sveitirnar í hvorum riðli komast í útsláttarkeppnina, en hinar eru úr leik. íslendingar þurfa að berjast við Evrópumeistara Breta, A-sveit Bandaríkjanna, Argentínumenn, Venezúelamenn, Ástrali, Egypta og Japani í sínum riðli. Stefnan sett á 4. sætið í riðlinum „Við göngum til leiks með mun meiri óvissu en til Evrópumótsins. Þar erum við að fást við þekkt andlit en í þetta skipti er keppt við þjóðir sem við mætum mjög sjaldan. En baráttuandinn hjá strákunum er í lagi og þeir ætla að beijast um 4. sætið í riðlinum. Það er þó fyrirsjáanlegt að byijun- in verður erfíð. í fyrstu fjórum leikjunum spilar ísland við Banda- ríkin, Breta, Argentínumenn og Ástrali í þessari röð. Það má alveg Það verður á brattan að sækja fyrir íslenska bridslandsliðið í Yokohama, og það hefur því undirbúið sig með því að klífa öll hæstu fjöll í nágrenni höfuðborgarinnar undanfarna mánuði. Á þessari mynd sést landsliðið á toppi Esjunnar. Frá vinstri eru Aðalsteinn Jörgensen, Þorlákur Jónsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Björn Eysteinsson, Jón Baldursson, Örn Arnþórsson og Guðmundur Páll Arnarson. búast við áföllum og höggum strax í upphafí og þá reynir á lið- ið, getu þess og samheldni," sagði Björn Eysteinsson. Örn Árnþórsson sagði að þeir gerðu ráð fyrir því að Bretar og Bandaríkjamenn kæmust auðveld- lega upp úr riðlinum en baráttan yrði um hin sætin tvö. „Við gerum ráð fyrir að ef við náum sömu spilagetu og á Evrópumótinu á írlandi í sumar [þar sem ísland lenti í 4. sæti] ætti það að duga í 4. sætið,“ sagði Örn. Aðstæður gætu þó sett strik í reikninginn í Japan. íslenska liðið hefur enga reynslu á mótum sem þessu, og einnig er 9 klukkutíma mismunur á Japan og íslandi. En Örn benti á, að flestar hinna þjóð- anna þyrftu einnig að venjast tímamismuninum, og hvað reynsl- una varðaði væri íslenska liðið síst reynsluminna en önnur, þótt það hefði ekki áður keppt um Bermúd- askálina. Heimsmeistararnir með óbreytt lið Eins og áður sagði má búast við því fyrirfram að Bretar og Bandaríkjamenn séu öruggir með sæti í útsláttarkeppninni. Þá er argentíska liðið sennilega það leik- reyndasta á mótinu, skipað spilur- um sem allir hafa margoft keppt á heimsmeistaramótum. Má þar nefna Camberos, Scanavino og Santamarina. Argentínumenn háðu fyrr á þessu ári mikið ein- vígi við Brasilíu um S-Ameríku- meistaratitilinn og töpuðu með 2'A stigi. Ástralir hafa oft tekið þátt í heimsmeistaramótinu en að þessu sinni virðast þeir vera með veikara lið en oft áður. Síðustu ár hefur langsterkasta parið þeirra' verið Steve Burgess og Pau! Marston. Nú spilar Marston við Paul Lav- ings, sem raunar hefur oft verið í ástralska landsliðinu, en hinir fjórir eru allir nýliðar. Lið Venezúela er hins vegar skipað mjög reyndum spilurum á borð við Steve Hamaoui og Al- berto Dhers, þótt þeir hafí aldrei náð neinum sérstökum árangri á alþjóðamótum. Um Egypta og ’ Japani er ei*fítt að spá, en vert er að hafa það í huga, að Egyptar þurftu að slá Indverja út til að komast til Japans, og Indverjar eru engir aukvisar í brids. Þá komu Egyptar mjög á óvart með góðri frammistöðu á síðasta heimsmeistaramóti. En íslensku landsliðsmennirnir kunna líka sitthvað fyrir sér og standa sig aldrei betur en í eldlín- unni. Það gæti einnig orðið þeim til framdráttar, eins og fleiri ís- lenskum íþróttamönnum, að and- stæðingunum hættir til að van- meta þá. Og ef ísland kemst upp úr riðlakeppninni ætti þrekþjálfun undanfarinna mánaða að skila sér í góðu úthaldi, eins og raunar kom fram á Evrópumótinu í sumar. Því er alls ekki fráleitt að ætla að ísland komist langt á heimsmeist- aramótinu. Bermúdaskálin til Evrópu? Það er hins vegar erfíðara að spá fyrir um næstu heimsmeist- ara. Brasilíumenn mæta með óbreytt lið frá því þeir unnu Bennúdaskálina fyrir tveimur árum, þá Gabriel Chagas, Marcelo Branco, Pedro Branco, Carlos Camacho, Ricardo Janz og Ro- berto Meilo. í millitíðinni hafa Chagas og Branco unnið heims- meistaramótið í tvímenning. Bras- ilíumenn ættu því að eiga góða möguleika á að verja titii sinn, ekki síst þegar skipan hinna lið- anna er skoðuð. Bandarísku liðin virðast í veikara lagi, þótt göslar- arnir Jeff Meckstroth og Eric Rodwell seu að vísu í A-liðinu ásamt íslandsvininum Alan Sontag. Þá er Zia Mahmood einn eftir af pakistanska liðinu sem stundum hefur verið nærri því að vinna heimsmeistaratitilinn. En Brasilíumennimir hafa verið sveiflukenndir gegnum árin og því er spurning hvort þeir nái að sam- stilla sömbutaktinn jafn vel og síðast. Ég hef að minnsta kosti þá trú, að helsta áhlaupið á titilinn komi frá Evrópu að þessu sinni. Ef Bretar verða í jafn miklu stuði og á Evrópumótinu í sumar gæti Bermúdaskálin sem best farið þangað. Þá gætu Svíar vel komist alla leið á seiglunni eins og raunar Pólveijar. Og auðvitað má ekki gleyma íslandi. Það er líka kominn m tími til að Bermúdaskálin komi aftur til Evrópu en þar hefur hún ekki verið síðan Bandaríkjamenn bundu enda á sigurgöngu Bláu sveitarinnar ítölsku árið 1977. Leiðrétting í frétt í blaðinu í gær um vor- fermingar í Reykjavíkurprófast- dæmi eystra vorið 1992, féll niður að þau börn í Kársnesprestakalli, sem .ekki verður haft samband við í skólanum, komi í kirkjuna mið- vikudaginn 25. september kl. 15-17. Prestur í Kársnesprestakalli er sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. ■ KK-BAND leikur í kvöld, fimmtudag, á veitingastaðnum L.A. Café. L.A. Café hefur nýverið tekið þá stefnu að bjóða gestum sínum upp á lifandi tónlist og hefur það mælst mjög vel fyrir. KK-band skipa þeir Kristján Kristjánsson, Þorleifur Guðjónsson og Kristján Edelstein. Aðgangur er ókeypis. ■ AÐALFUNDUR Félags ása- trúarmanna 1991 var haldinn í Norræna húsinu 14. sept. sl. Á fundinum var mynduð Lögrétta sem fer með skipulag félagsins. í henni sitja fjórir goðar og fimm manna framkvæmdastjórn. Lögréttu sitja nú Sveinbjörn Harðarson, Halla Arnardóttir, Þorri Jóhannsson, Hilmar Orn Hilmarsson og Ey- vindur Eiríksson. Ályktað var um jafnan rétt allra trúfélaga og trúar- bragða hér á landi. (Úr fréttatilkynningu.) § f ÉiSt? ‘ ll 1 ■’v 81 Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Verðlaunahafar með viðurkenningar fyrir fegurstu garða og lóðir og snyrtilega umgengni í Rangár- vallahreppi. Verðlaun veitt fyrir feg- urstu ffarða osr lóðir á Hellu Hellu. NÝLEGA voru veittar viðurkenn- ingar fyrir fegurstu garða og lóð- ir og góða umgengni á Hellu. Veitt voru verðlaun fyrir fegursta garðinn annars vegar á Hellu og hins vegar í dreifbýli, snyrtilega lóð og góða umgengni við fyrir- tæki og í fyrsta sinn voru veitt verðlaun fyrir sumarbústaðarlóð. Viðurkenningu fyrir góða um- gengni og fallegan garð á Hellu fengu Erla Hafsteinsdóttir og Garðar Jóhannsson, Heiðvagi 21, Hellu, en í dreifbýli Guðný Sigurðardóttir og Þórir Jónsson, Selalæk. Leikskólinn á Hellu hlaut viður- kenningu í flokki fyrirtækja fyrir góða umgengni og snyrtilegt um- hverfi. Þá var ákveðið að veita í fyrsta sinn viðurkenningu fyrir vel unna og fallega sumarbústaðarlóð í hreppn- um. Kom hún í hlut hjónanna Sigur- jóns Ágústssonar og Sigrúnar Grétu Guðráðsdóttur, en þau eiga sumarbú- staðinn Fossnes við Hróarslæk á Rangárvöllum. - A.H. _____________Brids___________________ Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsfélag Sauðárkróks Vetrarstarfsemi félagsins hefst mánudaginn 23. september með eins kvölds tvímenningi. Spilað verður í félagsheimilinu Bifröst og hefst spila- mennska stundvíslega kl. 19.1-5______ Stjórn félagsins í vetur skipa: formað- ur Jón Orn Bemdsen, varaformaður Kristján Blöndal, gjaldkeri Sigrún Angantýsdóttir, meðstjórnendur Þórdís Þormóðsdóttir og Ágústa Jóns- dóttir. Jöklatvímenningur BH Að morgni 15. september höfðu 23 pör skráð sig í Jöklatvímenning Brids- félags Hornafjarðar sem hefst á Hótel Höfn á föstudaginn kemur. Það eru spilarar af Reykjavíkursvæði, Austur- landi og heimamenn. Hámarksfjöldi er 40 pör'. Fern peningaverðlaun eru í boði og hægt er að skrá sig hjá BSÍ' (Elín), á Hótel Höfn og hjá formanni Bridsfélags Hornafjarðar Sigurpáli Ingibergssyni. Jöklahlaupatvímenningurinn Spilaður var tvímenningur 15. sept. Úrslit: 1. MagnúsJónasson-GesturHalldórsson 228 2. KolbeinnÞorgeirsson-JónG.Gunnarss. 188 3. GunnarP.Halldóræ.-GuðbrandurJóhannss. Í83 ■ 4. JónSveinsson-ÁmiStefánsson 175 5. Svava Amórsdóttir— AuðurJónasdóttir 165 Meðalskor 165. JGG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.