Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1991 ERLENT INNLENT Skuldir Bridssam- bandsins felldar niður íslenska keppnissveitin í brids kom heim aðfararnótt mánudags- ins og var heimsmeisturunum fagnað vel við komuna i Leifs- stöð. Meðal þeirra sem tóku á móti sveitinni var Ðavíð Oddsson forsætisráðherra. Davíð sagði við þetta tækifæri að Reykjavíkur- borg hyggðist fella niður 10 millj- ón króna skuld Bridssambandsins við borgina. Freyja á Suðureyri seld Byggðastofnun hefur tekið til- boði Norðurtangans á ísafirði og Frosta á Súðavík í hlutafé sitt í Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri. Tilboðið hljóðar upp á 12,5 millj- ónir króna í hlutabréf sem á nafn- verði eru 97 milljónir. Samkvæmt tilboðinu skuldbinda Norðurtang- inn og Frosti sig til að a.m.k. 2.500 tonn afli verði áfram unninn á Suðureyri. Bændur fái borgað fyrir að framleiða ekki Kúabændur munu væntanleg fá greiddar 35 krónur úr ríkis- sjóði fyrir hvern mjólkurlítra sem þeir framleiða ekki innan fullvirð- isréttar síns undirriti þeir samning um að draga úr framleiðslunni á yfirstandandi verðlagsári. Miðað er við að lágmarks samdráttur nemi 1.000 lítrum hjá hverjum bónda sem tekur þessu boði. Beint flug til 16 borga Samkomulag hefur tekist milli íslands og Þýskalands um tillögur ERLENT Boðað til ráðstefnu um frið í Miðaust- ur-löndum James Baker, utanríkisráð- herra Banda- rikjanna, skýrði frá því á föstudag að hann og Borís Pankín, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, myndu boða til ráðstefnu um frið í Miðausturlöndum, sem yrði sett í Madrid 30. október. „I kjölfar ráðstefnunnar verða hafnar bein- ar viðræður með það að markmiði að koma á raunverulegum friði,” sagði Baker á blaðamannafundi í Jerúsalem eftir erfiðar samninga- viðræður við leiðtoga ísraela og Palestínumanna. Miðstjórn Frels- issamtaka Palestínu (PLO) hafði áður fallist á þátttöku Palestínu- manna í ráðstefnunni án þess að samtökin ættu aðild að henni. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, kvaðst fylgjandi því að ísraelar tækju þátt í ráðstefn- unni. Her Júgóslavíu varar við allsheijarstríði Harðir bardagar geisuðu í Króatíu í vikunni þótt forsetar lýðveldis- ins, Franjo Túdjman, og Serbíu, Slobodan Milosevic, hefðu sam- þykkt fyrirtilstilli Míkhaíls Gorb- atsjovs Sovétforseta að reyna þegar í stað að binda enda á blóðs- úthellingarnar og efna til friðar- að breytingum a loftferðasamn- ingi landana. Samkvæmt því er gert ráð fyrir beinu flugi til 16 borga í Þýskalandi en þó aldrei fleiri en þriggja samtímis. Verkfall farmanna Á miðnætti aðfaranótt föstu- dagsins hófst verkfall farmanna a kaupskipum og stendur það i viku. Farmenn fara fram á 3% launahækkun en VSÍ vill að gerð- ur verði hagræðingarsamningur við þá sem hafi ekki kostnaðar- auka fyrir útgerðina í för með sér. Ekkert hefur miðað í sam- komulagsátt og hafa farmenn skotið deilunni til ríkissáttasemj- ara. Nýtt dagblað í bígerð Útgáfufélög Tímans og Þjóð- viljans eru nú að kanna grundvöll fyrir stofnun nýs þverpólitísks dagblaðs hér á landi. Aðili að þessum þreifingum er íslenska útvarpsfélagið sem rekur Stöð 2' og Bylgjuna. Tveir trillukarlar í hættu Tveir trillukarlar á lítilli trillu voru hætt komnir skammt frá Eimskipafélagsbryggjunni á föstudag. ísskæni hafði gert gat á trilluna og höfðu þeir ekki und- an að ausa sjó úr henni. Rétt í þann mund sem trillan sökk kom togarinn Oddeyrin að og bjargaði mönnunum um borð. Tollar felldir niður Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur framkvæmda- stjórn Evrópubandalagsins ákveð- ið að leggja til við aðildarríki sín að tollar af ferskum flökum verði lagðir niður með samningum um evrópska efnahagssvæðið. Auk þess gerir tillagan ráð fyrir að saltfískur og söltuð flök verði toll- fijáls í framtíðinni. viðræðna í mánuðinum. Þingið í Bosníu-Herzegovínu samþykkti á þriðjudag að lýsa yfír sjálfstæði. Mesta fækkun kjarnavopna í sögu NATO Varnarmálaráðherrar Atlants- hafsbandalagsins (NATO) sam- þykktu umfangsmestu fækkun kjarnavopna í sögu bandalagsins á fundi á Sikiley á fimmtudag. 80% kjarnorkuvopnum NATO verða upprætt. Deilt um Evrópuher Bretar hafa iagst gegn tillögum Frakka og íjóðveija um að Vestur-Evrópusambandið komi á fót stórfylki landhers (með 70.000-100.000 hermenn). Bretar líta svo á að stofnun sérstaks Evrópuhers feli í sér tvíverknað þar sem honum sé ætlað að gegna í höfuðatriðum sama hlutverki og herlið Atlantshafsbandalagsins. Tilnefning dómara staðfest Öldungadeild Bandaríkja- þings sam- þykkti á þriðju- dag tilnefningu Clarence Thomas í emb- ætti hæstarétt- ardómara. Nið- urstöðunnar var beðið með mikilli eftirvænt- ingu vegna ásakana sem komið höfðu fram frá Anitu Hill, laga- prófessor við Oklahhoma-háskóla, um að Thomas hefði áreitt hana kynferðisiega þegar þau unnu saman fyrir tíu árum. Mesta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna Maður, vopnaður sjálfvirkri skammbyssu, ók á miðvikudag bifreið sinni inn á veitingahús í bænum Killeen í Texas og skaut 22 menn til bana áður en hann framdi sjálfsmorð. Talið er að hann hafí framið verknaðinn vegiMlfeturs í garð kvenna. James Baker Samveldislöndin: Samskiptahömlum gegn S-Afríku aflétt að hluta Jóhannesarborg, Harare. Reuter. LEIÐTOGAR 50 ríkja breska samveldisins ákváðu á fundi sínum í Harare, höfuðborg Zimbabwe, á fimmtudag að aflétta verulegum hluta þeirra takmarkana á samskiptum við Suður-Afríku sem komið var á í mótmælaskyni við aðskilnaðarstefnu minnihlutastjórnar hvítra. Verð- ur þetta gert í áföngum en áfram verður ríkjunum bannað að stunda almenn viðskipti við landið og sama er að segja um fjárfestingar. Af- ríska þjóðarráðið (ANC), samtök blökkumannaleiðtogans Nelsons Mand- ela, sagði ákvörðun leiðtoganna vera i samræmi við stefnu ANC. í yfirlýsingu ríkjanna 50 er fagnað „umtalsverðum framförum” er orðið hafi í málefnum Suður-Afríku. For- sætisráðherra Indlands, Narasimha Rao, sagði að mælt væri með því að öllum hömlum á ferðalög og sam- skipti á sviði mennta- og menningar- mála yrði aflétt auk þess sem leyft yrði að fljúga til og frá S-Afríku. Banni við verslun og fjárfestingum í landinu yrði ekki aflétt fyrr en sam- komulag hefði náðst um lýðræðislega stjórnarskrá þar sem kynþáttum væri ekki mismunað. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði í útvarpsviðtali að þörf væri á því að leyfa fjárfestingar til að sjö milljónir atvinnulausra S-Afríkumanna fengju vinnu til að framfleyta sér. Bretar hafa verið andvígir viðskiptabanninu og segja það koma mest niður á svertingjum. „Við vonum að þessi ákvörðun verði til að tryggja pólitískar fram- farir. Það sem skiptir okkur máli er að mikilvægustu refsiaðgerðunum verður haldið áfram og þær eru áfram þáttur í stjómmálaþróuninni,” sagði talsmaður ANC, Gill Marcus. Nelson Mandela var áheyrnarfull- trúi á fundinum í Harare þar sem stúdentar notuðu tækifærið og efndu til mótmæla gegn forseta landsins, marxistanum Robert Mugabe, er þeir saka um mannréttindabrot. Talsmaður Alkirkjuráðsins, Emilio Castro, sagði nokkrum klukkustund- um áður en ákvörðun samveldisland- anna var gerð opinber að ráðið teldi ekki tímabært að aflétta neinum refsiaðgerðum gegn S-Afríku. Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins á fundi. Reynt til þrautar í við- ræðunum um EES staða fundarins á morgun. Hann bað blaðamenn að lána sér „krónu” og kastaði upp á úrslitin. Kannski var það tilviljun að „kórónan” kom upp og stóð fyrir farsælum lyktum, kannski ekki. Þessi er í rauninni staðan sólarhring áður en til kast- anna kemur. Allir vilja gera samn- inginn um EES en fáir vilja nokkru til hans kosta. Innan EB hefur verið litið svo á að íslendingar séu í rauninni eina EFTA-þjóðin sem gerir samninginn, samningsins vegna. Önnur aðildarríki EFTA hafi eitthvað allt annað í huga með honum. Að slepptum þeim möguleika að varpa hlutkesti upp á úrslitin er talið nokkuð víst að náist ekki við- unandi samkomulag um þunga- flutninga um Alpana á fundi sam- gönguráðherra EB í fyrramálið verði samhliða fundum EFTA og EB aflýst. Það er hins vegar ekki ljóst hvort viðræðurnar um EES verða þá úr sögunni eða hvort þráð- urinn verður tekinn upp að nýju í byijun næsta árs. Bjartsýnu fólki í Brussel ber saman um að íslendingar þurfí lítið að óttast á fundinum á morgun. Evrópubandalagið muni á grund- velli yfírgnæfandi hagsmuna ís- lendinga í sjávarútvegi faliast á fyrirvarana í fjárfestingum í físk- vinnslu og fiskveiðum auk þess sem ekki verði krafist neinna veiðiheim- ilda einhliða af íslendingum. Sam- kvæmt tilboði framkvæmdastjórn- ar Evrópubandalagsins, sem aðild- arríkin hafa ekki enn staðfest þeg- ar þetta er ritað, munu fersk fískfl- ök njóta tollfríðinda innan sam- komulágsins. Verði raunin þessi verða allar helstu kröfur íslendinga um tollaívilnanir í höfn. Þá er og bent á að sá möguleiki sé opinn að íslendingar semji sérstaklega um þau mál er varða sjávarútveg seinna og gengið verði frá samn- ingi um EES á morgun án þess að endanleg niðurstaða liggi fyrir um þau„efni. SAMNINGAR Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) við Evr- ópubandalagið (EB) þykja hafa gengið seinlega og mikillar óþolinmæði gætir innan EFTA vegna þess. Þrátt fyrir það er sá tími sem EB ætlaði til þessara samninga mun skemmri en venja stendur til um svipaða samninga sem bandalagið hefur gert. Aðildarviðræður Spánverja og Portúgala stóðu í sjö ár, umfang viðræðnanna um Evrópska efnahagssvæðið (EES) er ekki ósvipað þeim auk þess sem verið er að semja við sjö ríki í stað eins svo sem tíðkast í aðildarviðræðum. Amorgun, mánudaginn 21. okt- óber, á að láta á það reyna hvort EFTA og EB geti yfír höfuð gert samninginn um EES. Það má fullyrða að Evrópubandalagið er í erfiðri aðstöðu til að semja á svo skömmum tíma. Því hefur verið haldið fram í eyru þess sem þetta ritar að óþolinmæði EFTA-ríkjanna hafí fram að þessu spillt samningnunum, sérstaklega yfirlýsingagleði stjóm- málamanna í aðildarríkjunum um viðkvæm efnisatriði. I síðustu viku lögðu samninga- menn beggja bandalaganna nótt við dag til þess að komast að sam- komulagi án þess að áþreifanlegur árangur hafí náðst. Skortur EB á yfírþjóðlegu valdi, miðstýringu og skikkanlegri tugt yfír aðildarríkj- unum hafa valdið mestum erfiðleik- um. Öll aðildarríkin hafa haldið opnum möguleikum á að koma með fyrirvara á elleft'u stundu. Það virð- ist ljóst að standi Spánveijar fast á kröfunni um veiðiheimildir muni a.m.k. Bretar, Frakkar ogíjóðveij- ar gera svipaðar kröfur. I því sam- bandi er mikilvægt að minnast þess að kvótaúthlutun EB byggir á hefð- bundnum veiðum þjóða á tilteknum miðum. Spánverjar hafa engar hefðir í veiðum á þeim miðum þar sem veiðiheimildir innan EFTA koma til greina auk þess sem EB- ríkin við Norðursjó vilja alls ekki fá spænska fískveiðiflptann nqrður fyrir. Þeirri röksemd hefur og verið fleygt fram að það sé ekki viðeig- andi að Norðmenn eða EFTA eymamerki veiðiheimildir til- teknum aðildarríkjum EB. Á miðvikudag kynnti fram- kvæmdastjórn EB mögulegar lausnir á úti- standandi ágreiningsatrið- um fyrir fasta- fulltrúum aðild- arríkja EB í Brussel. Sá fund- ur gekk fyrir sig á svipaðan hátt og fyrri fundir bæði fastafulltrúanna og ráðherra EB um sama efni. Framkvæmda- stjórnin kynnti þá möguleika sem hún taldi að væru fyrir hendi, full- trúar aðildarríkjanna tjáðu sig ekk- ert um þær hugmyndir en lásu þess í stað upp alla gömlu fyrirvar- ana. Auðvitað er þetta alkunn að- ferð í samningum, að gefa ekkert eftir fyrr en á síðustu stundu en ljóst er að EFTA-þjóðir eru lang- þreyttar mjög á þessu. Það sem þær hafa orðið að gefa eftir í nafni samstöðunnar er að engu leyti sam- bærilegt við þrefíð um smáatriði innan EB. Þannig þykir mörgum það t.d. makalaust að tollaívilnanir upp á 70 milljónir ECU (um fímm milljarða ÍSK) skuli þvælast fyrir EB í samningum, sérstaklega í ljósi þess að bandalagið hefur krafist allt að hundraðfaldrar þeirrar upp- hæðar í þróunarsjóð frá aðildarríkj- um EFTA. Finnskur embættismaður var spurður hver yrði sennilega niður- BAKSVIÐ Kristófer M. Kristinsson skrifarfrá Brussel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.