Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 10
10 MORGXINBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2ð„OKXÓBE® .1061 eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur / teikning: Gísli J. Ástþórsson. Algengt er að framkvæmdir séu hafnar við stærri mannvirki á vegum hins opinbcra áður en að hönnun þeirra lýkur. Og þó eitt- hvað af teikningum vanti í upp- hafi verks, skortir ekki áætlanirn- ar. Skattborgararnir fá um það vitneskju i fjölmiðlum hver „áætl- aður” kostnaður við þetta eða hitt verkið muni verða. Nánast undan- tekningalaust fá þeir síðan annan fréttaskammt þegar á líður verkið um það hversu mikið viðkomandi mannvirki hefur farið fram úr upphaflegum kostnaðaráætlunum sínum. Það þarf varla sérfræðing til að segja þjóðinni það að útilok- að er að gera nákvæmar kostnað- aráætlanir áður en að allar for- sendur verksins liggja fyrir og óneitanlega liggja allar forsendur verksins ekki fyrir fyrr en að fullnaðarhönnun þess er lokið. „Skot út i loftið” má því teljast réttnefni þeirra kostnaðaráætl- ana, sem gerðar eru um ófullhönn- uð verk. Fullnaðarhönnun áður en verk er hafið, krefst rnikils undir- búnings og að sama skapi hafa slík vinnu- brögð í för með sér nákvæmni í allri áætlanagerð. í sam- tölum við fagfólk í byggingariðnaði, kemur það berlega fram að það kýs að fara hinn hefðbundna hönnunar- feril á enda áður en hafist er handa á byggingarstað. Fagfólkið telur mjög óæskilegt að bygging og hönn- un haldist í hendur þar sem að hvert stig í hönnunarvinnunni, Ieiðir af sér sífellt nákvæmari kostnaðaráætlanir. „En við fagfólkið erum þjónustuaðil- ar, sem fyrst og fremst reynum að koma til móts við óskir okkar við- skiptaaðila, burtséð frá því hvað kann annars að búa að baki þeim,” segir verkfræðingur, sem Morgun- blaðið ræddi við. Og annar fagmaður fullyrðir að helsta ástæða „rangra” kostnaðaráætlana sé fyrst og fremst pólitísk ákvörðun um að gefa út ranga tölu til að fá mannvirki sam- þykkt hjá réttum aðilum. Því sé ekki endalaust hægt að hengja bakara fyrir smið. „Ég kannast ekki við að menn séu vísvitandi að fara með rangar tölur til að fá mannvirki samþykkt,” segir Ingimundur Sveinsson arkitekt. „Það getur þó vel verið að menn ali með sér þá óskhyggju að hlutirnir verði auðveidari viðureignar en þeir reyn- ast að lokum. Reynslan ætti að minnsta kosti að hafa kennt mönnum það að hafa vaðið heldur fyrir neðan sig í áætlanagerðinni, en oft gerist það að verið er að byggja annars konar mannvirki en upphaflegar áætlanir fólu í sér vegna ýmissa breytinga og viðbóta. Ör þróun á sér stað á tæknisviðinu og það sem talið var fullkomið fyrir tveimur til þrem- ur árum síðan, er kannski ekki jafn- fullkomið í dag. Og mér virðist sem umsjón og hönnun ýmiss tæknibún- aðar hafi bólgnað mun meira út að undanfömu en það sem lítur að öðr- um verkþáttum og í þeim geira fínnst mér jafnframt skorta á gagnrýnið aðhald,” segir Ingimundur. Hann telur eðlilegt að 5% af heildarkostn- aði við byggingu flókinna mann- virkja sé hlutur arkitektsins. Hins- vegar sé öll hönnun, umsjón og eftir- lit lagt saman, er eðlilegt að ætla hlutfallið upp á 10-15%. Dæmin sanna að hægt er að gera áætlanir sem standast og bera ýmis mannvirki vott um það, svo sem skólahúsnæði, dagheimili, íþrótta- hús, vega- og hafnarframkvæmdir svo og virkjunarframkvæmdir. Reyndar má til sanns vegar færa að hönnun og bygging í slíkum tilvikum er mun staðlaðri en hönnun og bygg- ing ýmissa þeirra glæsibygginga, sem á undanförnum árum hafa hvað mest verið í umræðunni, og eiga sér ekki fyrirmynd annars staðar. Tvö nýjustu dæmin eru Ráðhús Reykja- víkurborgar, sem nú þegar er komið 26% umfram áætlun frá 1989, og Perlan í Öskjuhlíð, sem komin er tvöfalt fram úr áætlun frá 1988. Nefna má fjölmargar aðrar eignir í opinberri eigu sem eiga sér svipaða forsögu og hafa sumar hverjar verið umdeildar frá upphafí - byggingar á borð við Seðlabankann, Þjóðarbók- hlöðu, Listasafn íslands, Viðeyjar- stofu, Borgarleikhúsið, þar sem hönnun er reyndar ekki enn að fullu lokið, endurbyggingu Þjóðleikhússins og Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en tvær síðasttöldu framkvæmdirnar hafa hafnað á borði Ríkisendurskoð- unar og teknar þar til sérstakrar athugunar vegna gífurlegs umfram- kostnaðar í samanþurði við þær áætlanir sem gerðar höfðu verið. Ekki er hér ætlunin að fara út í pólitískar málalengingar, heldur verður leitað svara við þvf hvort ekki sé gerlegt að gera nákvæmari áætl- anir þegar um opinberar byggingar er að ræða og af hveiju sumar bygg- ingar- og kostnaðaráætlanir fara úr böndunum á meðan aðrar fram- kvæmdir standast nokkuð vel. Húsið skorið niður Svo dæmi sé tekið af flugstöðvar- byggingunni má umframkostnað m.a. skýra með því að ráðamenn treystu sér ekki á sínum tíma til að fá framkvæmdina samþykkta á Al- þingi þar sem kostnaðaráætlanir þóttu of háar, að sögn Gunnars Torf- asonar, ráðgjafaverkfræðings. „Því var brugðið á það ráð að skera hús- ið niður. Landgangarnir voru teknir í burtu, sömuleiðis öryggiskerfið og stór hluti af loftræstikerfinu. Seinna fauk svo eldhúsið í burtu og þá var pakkinn orðinn „hæfilegur” til að fást samþykktur. A byggingartíman- um gerðist svo það óhjákvæmilega, að allir þessir þættir voru tíndir á bygginguna aftur, nákvæmlega eins og upphaflega var hugsað," segir Gunnar. Þrýstingur stjórnarliða Matthías Á. Mathiesen, þáverandi utanríkisráðherra, reifaði mál flug- stöðvarbyggingarinnar á síðum Morgunblaðsins í desember 1987. Þar sagði hann m.a.: „Flugstöð Leifs Eiríkssonar er byggð eftir teikning- um og áætlunum sem í öilum aðalatr- iðum voru ti! staðar þegar á árinu 1980 og unnið hafði verið að undir- búningi og áætlanagerð allt frá árinu 1968. Fyrir þrýsting ýmissa stjórn- arliða á árunum 1980-83 var fyrstu framkvæmdaáætlun breytt og fyrir- huguð flugstöð minnkuð frá því sem ráðgert hafði verið. Kostnaðaráætlun upphaflegrar byggingar hljóðaði upp á 57 millj. bandaríkjadala en endur- skoðuð kostnaðaráætlun dags. 13. mars 1981, var að fjárhæð 42 millj. bandaríkjadala. Ilvort tveggja er miðað við verðlag í janúar 1981 og 15% verðbólgu á verktímanum sem var áætlaður tvö og hálft ár.” Viðbætur Ennfremur segir Matthías: „Það kom hinsvegar snemma í ljós þegar framkvæmdir hófust á grundvelli samkomulags stjórnarflokkanna frá 1983 um byggingu flugstöðvar að þessi niðurskurður var óraunhæf- ur...Teknar voru ákvarðanir á árun- um 1983-85 um viðbætur sem voru nauðsynlegar til þess að flugstöðin kæmi að tilætluðum notum. Einnig miðuðu viðbæturnar að því að unnt yrði að auka tekjur af flugstöðinni og styrkja þannig rekstrarlegar und- irstöður byggingarinnar, en afrakstr- inum af henni var frá upphafi ætlað að standa undir þeim lánum sem tekin voni til framkvæmdanna. Samkvæmt skýrslu Ríkisendur- skoðunar er óumdeilanlegt að ákvarðanir um þessar viðbætur voru teknar af þar til bærum stjórnvöld- um. Samkvæmt lögum nr. 45/1984 um byggingu flugstöðvar á Keflavík-. urflugvelli var utanríkisráðherra fal- ið að fara með yfirstjórn byggingar flugstöðvarinnar og tengdra jnann- virkja. í skýrslu Ríkisendurskoðunar um byggingu flugstöðvarinnar kem- ur fram að í upphafi hafi verið talið að þessar viðbætur rúmuðust innan áætlunar m.a. vegna hagstæðra til- boða pg gengisþróunar á þessum tíma. í skýrslunni segir ennfremur að allar umræddar viðbætur „séu til staðar” og hvað kostnað snerti hafi flest atriðin byggst á útboðum og sé hann því eðlilegur. Meðal atriða sem hér um ræðir er eftirtalið: - Stækkun landgangs og land- gangshúss. - Stækkun kjallara. - Landgöngubrýr. - Snjóbræðslukerfi. - Ræsibúnaður fyrir flugvélar. - Skyggni. - Hússtjórnarkerfi. Auk þess ákváðu Flugleiðir að flytja flugvélaeldhús sitt úr stöðinni og því fylgdi gífurlegur kostnaður vegna endurhönnunar. Ég var ekki utanríkisráðherra á þessum tíma en það er skoðun mín að viðbæturnar hafi verið nauðsyn- legar og átt sér eðlilegar skýringar. Á þessum tíma lágu fyrir nýjar tölur um þróun farþegafjölda sem sýndu allt aðra mynd en þá sem var höfð til hliðsjónar þegar ákveðið var að minnka flugstöðina frá upphaflegri áætlun á árinu 1981. Til dæmis um þetta er sú staðreynd að á byggingar- tíma flugstöðvarinnar hefur farþeg- um ijölgað úr 450 þúsund á árinu 1983 í um 750 þúsund á þessu ári (1987) en það er aukning upp á hvorki meira né minna en 65%.” Verkið skyldi vinnast hratt „Flestar minniháttar framkvæmd- ir okkar standast áætlun sæmilega vel. Aftur á móti vilja stóru dæmin verða heldur erfiðari, ekki bara hjá okkur heldur öðrum þjóðum líka. Á það ber að líta að áætlanir verða aldrei betri en þær forsendur, sem menn hafa, og þegar farið er út í mannvirkjagerð, sem er mjög óvenju- leg, verða forsendur ekki eins ná- kvæmar og þegar verið er að byggja eitthvað sem oft hefur verið gert áður,” segir Stefán Hermannsson, aðstoðarborgarverkfræðingur. „Það er ekki endilega hægt að skella skuldinni á undirbúningsvinnuna. Svo við tökum Ráðhúsið sem dæmi, þá hefur verið um það opinber deila að undanförnu við hvaða áætlun skuli miða. Við viljum miða við áætl- un, sem unnin var í ársbyijun 1989 og hljóðaði þá upp á 1.507 milljónir króna. Sú áætlun er á núverandi verðlagi 2.340 milljónir króna sem þýðir að spá okkar um útkomu í apríl á næsta ári, þegar áætlað er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.