Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1991 * I"TV \ er sunnudagur 20. október, 21. sd. eftir Jl\.VJT trínitatis. 300. dagnr ársins 1991. Árdegis- flóð í Reykjavík kl. 4.16 og síðdegisflóð kl. 16.31. Fjara kl. 10.27 og kl. 22.47. Sólarupprás í Rvík kl. 8.28 og sólarlag kl. 17.53. Myrkur kl. 18.42. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.13 ogtungliðer í suðri kl. 23.10. (Almanak Háskóla íslands.) Hver mun gjöra oss viðskila við kærleika Krists? (Róm. 8, 35.) ÁRNAÐ HEILLA ára afmæli. í dag, 20. október, er níræð Ragnheiður Jónsdóttir frá Haukadal í Dýrafirði, Hagaflöt 2, Garðabæ. Mað- ur hennar var Óskar Sigur- bjöm Ólafsson, seglasaumari. ára afmæli. Á morgun, mánudag 21. októ- ber, er áttræð Hulda Jakobs- dóttir fyrrverandi bæjar- stjóri í Kópavogi. Hún dvel- ur um þessar mundir á heim- ili dóttur sinnar í Frakklandi. Heimilisfangið: 70 Rue Cuvi- er 69006, Lyon, Frakklandi. ^ fTára afmæli. í dag, 20. I 0 þ.m., er 75 ára Jón Þorbergur Jóhannesson, Gnoðarvogi 30, Rvík, fyrr- um starfsmaður hjá Útvegs- bankanum. Kona hans er Anna Björnsdóttir. Þau taka á móti gestum í dag, afmælis- daginn, í Húnabúð, Skeifunni 17, eftir kl. 17. ára afmæli. Á morgun, 21. október, er fimm- tugur Jóhann Þórir Jóns- son, Meistaravöllum 5, Rvík, ritstjóri tímaritsins Skák. Kona hans er Sigríður Vilhjálmsdóttir. Þau taka á móti gestum í veitingahúsinu LA-kaffi, Laugavegi 49, á afmælisdaginn kl. 17.30-20. FRÉTTIR/MANNAMÓT BÓKABRUNINN mikli í Kaupmannahöfn. Á morgun er liðin 263 ár frá bókabrun- anum, 21. október 1728. BREIÐABÓLSTAÐAR- KIRKJA á Skógarströnd. Vinir Regine Dinse, þýskrar konu, sem var mikill Islands- vinur, hafa ákveðið að gefa kirkjunni á Breiðabólstað á Skógarströnd nýja sálma- númeratöflu, eftirlíkingu af töflu, sem skemmdist í eldi 1971. Taflan verður gefin í minningu um Regine Dinse, en hún dvaldist á Breiðaból- stað um tveggja ára skeið. Ekki hefur náðst í alla ís- lenska vini hennar, en þeir sem vildu vera með í gjöfínni geta haft samband við Dóru Jónsdóttur, Frakkastíg 10 í Reykjavík. ITC-samtökin, þjálfun í mannlegum samskiptum, hafa á að skipa blaðafulltrú- um er veita uppl. um starf- semi samtakanna og um nám- skeiðahald. Þeir eru: Guðrún Lilja Norðdahl s. 46751, Gunnjóna Guðmundsdóttir s. 667169, Kristjana M. Thor- steinsson s. 41530, og Gunn- hildur Arnardóttir s. 36444. Þá er símsvari samtakanna 642105. ITC-deildin íris, Hafnarfirði, heldur fund mánudagskv. kl. 20.15 á Hjallahrauni 9 þar í bænum. Þjálfun í ræðuflutningi. Fund- urinn er öllum opinn/ ITC- deildin Yr heldur kynningar- fund í Síðumúla 17 mánu- dagskvöld kl. 20.30. Fundur- inn er öllum opinn. Nánari uppl. gefa Kristín í s. 34159 og Elsa s. 71507. FURUGERÐI 1/Hvassaleiti 56-58, félagsstarf aldraðra. Sameiginlegur basar verður haldinn í Furugerði 1, 10 nóvember nk. Byijað verður að taka á móti basarmunum fimmtudaginn og föstudaginn 7. og 8. nóvember kl. 13-15, í Furugerði 1. SÉRFRÆÐINGAR. í tilk. frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu í Lögbirt- ingi, segir að Sigurveigu Þóru Sigurðardóttur barnalækni hafi verið veitt starfsleyfi sem sérfræðingur í ofnæmis- og ónæmisfræði sem undirgrein í barnalækningum. Þá hefur ráðuneytið veitt Hjördísi Smith lækni leyfi til þess að starfa sem sérfræðingur í svæfíngalæknisfræði. Sigurði Heiðdal lækni hefur ráðu- neytið veitt starfsleyfi sem sérfræðingi í almennum lyf- lækningum og Þórði Þórkels- syni lækni leyfi til að starfa sem sérfræðingur í nýbura- lækningum, sem undirgrein við almennt leyfi hans til barnalækninga. KEFLAVÍKURKIRKJA. Systra- og bræðrafélag kirkj- unnar heldur fund mánudags- kvöld kl. 20.30 í Kirkjulundi. Rætt um vetrarstarfið. Kaffi- veitingar. SAMVERKAMENN Móður Teresu halda mánaðarlegan fund í safnaðarheimilinu Há- vallagötu 16 á mánudag kl. 16. LYFJAVERSLUNIN Lyfja- berg. í tilk. frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu í Lögbirtingi, segir að forsetinn hafi veitt Freyju M. Frisbæk, lyfjafræðingi, Ieyfí til reksturs lyfjaverslun- arinnar Lyfjabergs, Hraun- bergi 4 í Breiðholtshverfí, og muni hún taka við rekstrinum 1. janúar næstkomandi. AFLAGRANDI 40, félags- miðstöð aldraðra. Á mánudag kl. 13 verður farið á sýningu á gamalli handavinnu hjá Isl. heimilisiðnaði. Lagt verður af stað frá Aflagranda kl. 13. Höfð verður víðkoma við Grandaveg. Þátttökuskráning á mánduag í s. 622571. HLUTAFÉLÖG. í nýlegu Lögbirtingablaði eru birtar tilk. um stofnun 26 nýrra hlutafélaga. Flest eiga þau heimili og varnarþing í Reykjavík. BARNADEILD Heilsu- vemdarstöðvarinnar við Bar- ónsstíg hefur opið hús á þriðjudaginn kemur kl. 15-16 fyrir foreldra ungra barna. Þá verður umræðuefnið agi, ástrík leiðsögn. ÖLFUS Apótek. Heilbrigðis- °g tryggingamálaráðuneytið tilk. í nýlegu Lögbirtingablaði að forsetinn hafí veitt Jóni Þórðarsyni lyfj'afræðingi Ieyfí til reksturs Ólfus Apóteks í Hveragerði. Hann mun taka við rekstri þess um næstu áramót. VESTURGATA 7, fé- lags/þjónustumiðstöð aldr- aðra. Vetrardagskráin er gengin í gildi. Leikhópurinn „Fomar dyggðir” æfír þriðju- dag og fimmtudag kl. 15.30 undir stjórn Þórunnar Magneu Magnúsdóttur. SELJASÓKN. Kvenfél. Seljasóknar heldur haust- fagnað hinn 26. þ.m. í Auð- brekku 25, Kópavogi, og hefst með borðhaldi kl. 19.30. FÉL. eldri borgara. í dag verður spiluð félagsvist í Ris- inu kl. 14 og dansað í Goð- heimum kl. 20. Mánudag verður spilað brids og fl. i Risinu kl. 13-17. Silfurlínan svarar mánudag kl. 13-18. LANGAHLÍÐ 3, tómstunda- starf aldraðra. Nk. fimmtu- dagskvöld verður kvöldvaka á vegum Bandalags kvenna í Rvík kl. 20, fjölbreytt dag- skrá. KIRKJUSTARF GRENSÁSKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. HALLGRÍMSKIRKJA: Fundur í Æskulýðsfélaginu Örk mánudagskvöld kl. 20. LANGHOLTSKIRKJA: Foreldramorgunn þriðjudag kl. 10. LAUGARNESKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. NESKIRKJA: . Æskulýðs- fundur kl. 20 annað kvöld. Nk. þriðjudag er mömmu- morgunn kl. 10-12. Kaffi og spjall. SELTJARNARNES- KIRKJA: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20.30. 10-12 ára starf á mánudag kl. 17.30. ÁRBÆJARKIRKJA: For- eldramorgnar í safnaðar- heimili kirkjunnar þriðjudaga kl. 10-12. Þá fjallar sr. Þór Hauksson um börn og bænir. Opið hús fyrir eldri borgara nk. miðvikudag kl. 13.30 og fyrirbænastund er kl. 16.30. DIGRANESPRE- STAKALL: Fundur með for- eldrum fermingarbarna í safnaðarheimilinu Bjarnhóla- stíg 26, mánudagskvöldið kl. 20.30. FELLA- og Hólakirkja: Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 18 mánudag og fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20.30. Þá er upplestur í Gerðubergi kl. 14.30 á mánudaginn. Fyr- irbænir í kirkjunni mánudag kl. 18. SELJAKIRKJA: Fundur hjá KFUK, yngri deild kl. 17.30, mánudag og eldri deild kl. 18.30. Fundur í æskulýðsfé- laginu Sela kl. 20. Útideildin kemur í heimsókn. PÓSTUR & sími. í Lögbirt- ingablaðinu auglýsir sam- gönguráðuneytið lausa stöðu LÁRÉTT. - 1 duftið, 5 aldan, 8 vindhviðan, 9 lagar, 11 trufla, 14 erfiði, 15 her- menn, 16 ákveð, 17 magur, 19 forræði, 21 vansæmd, 22 uppistöðunum, 25 fugl, 26 strá, 27 vesæl. við nýja deild innan stofnun- arinnar: Fjarskiptaeftirlit. Er það staða yfírmanns þessarar deildar. Tekið fram að hann skuli hafa háskólapróf og góða kunnáttu í ensku. Um- sóknarfrestur er settur til 22. þ.m. SKIPIN RE YKJ A VÍKURHÖFN: í gær fór togarinn Ottó N. Þorláksson til veiða. í dag er Hákon ÞH væntanlegur inn af rækjuveiðum til lönd- unar. Á morgun er Gissur ÁR væntanlegur inn og Jón Baldvinsson sem landar afl- anum. Þá er Brúarfoss vænt- anlegur að utan mánudag. H AFN ARF J ARÐ ARHÖFN: Nú um helgina er væntanlegt rússneskt timburflutninga- skip og olíuskipið sem kom til Reykjavíkur föstudag. LÓÐRÉTT: - 2 snjó, 3 ránfugl, 4 hímir, 5 lamdar, 6 fljótið, 7 umfram, 9 sjávar- dýr, 10 peninga, 12 gera strítt, 13 hagnaðinum, 18 fiskar, 20 lést, 21 einkennis- stafír, 23 fersk, 24 frumefni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 skots, 5 hátta, 8 atlot, 9 ónæði, 11 ragan, 14 net, 15 æsing, 16 urtur, 17 sæg, 19 item, 21 átta, 22 gálaust, 25 urt, 26 æru, 27 ali. . LÓÐRÉTT: - 2 kyn, 3 tað, 4 stings, 5 hortug, 6 áta, 7 tía, 9 ódæðinu, 10 ægilegt, 12 götótta, 13 nartaði, 18 ætar, 20 má, 21 Ás, 23 læ, 24 uu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.