Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 17
t egar um opinbera heimsókn þjóðhöfðingja er að ræða er það siðvenja að gestgjafarnir geri til- lögu um sérstaka og aðskilda ferða- áætlun fyrir eiginkonu gestsins, fyrir utan hina opinberu heimsókn sjálfa. Venjulega er gert samkomu- lag um slíka áætlun fyrirfram gegn- um utanríkisráðuneyti þjóðanna. Gestgjafarnir taka tillit til áhuga- mála og óska gestanna en umfram allt verða gestirnir auðvitað að hafa í huga tillögur og uppástungur þær sem gestgjafarnir gera. Eg hef stundum heyrt samferðamenn mína, samlanda mína, segja um þær áætlanir sem gerðar eru fyrir mig: „Raísa Maksímovna finnst þér þetta í alvörunni áhugavert? Geturðu ekki látið þér detta eitthvað annað í hug?” Maður getur alltaf látið sér detta eitthvað annað í hug en mað- ur getur svo sannarlega ekki alltaf hrint því í framkvæmd. En með hægðinni, svo lítið beri á, tekst mér líka að sleppa frá fyrirframgerðri áætlun. Ég fór niður í hverfin við ströndina, var um stund í kínverska hverfinu, fór í matvöruverslun í fjöl- skyldueigu og stóð á pallinum á útsýnissporvagni og talaði við miða- stúlkuna. Hún var svo hrærð að hún bauðst til þess að gera mér þann greiða að láta vinkonu sína, sem var hárgreiðslukona, greiða mér og sagði að þá fengi ég fal- lega, ameríska hárgreiðslu. Ég held að einhver misskilningur sem snertir siðareglur í diplóma- tískum samskiptum hafi verið und- irrótin að þeim orðrómi í bandarísk- um blöðum að okkur Nancy Reagan hafi ekki komið saman. Ég tók þessar fréttir ekki alvariega og geri það ekki enn. Við Nancy Reag- an vorum heppnar því við urðum vitni að, og sumpart þátttakendur í helsta og merkilegasta fundi leið- toga landa okkar. Allar okkar til- fínningar, áhyggjur og kvíði voru sem dropi í hafið miðað við þær vonir sem við þessa fundi voru bundnar um allan heiminn, vonirnar um frið og framtíð fyrir allt mann- Ee minnist fyrsta fundarins í Genf í nóvember árið 1985. Þeir kynntust, skoðuðu hvor annan, lög- uðu sig hvor að öðrum og skegg- ræddu og rökræddu. Það var erfítt að ná gagnkvæmum skilningi og eins var erfitt að semja hina opin- beru yfirlýsingu. Ég man eftir hús- inu, Maison de Saussure, þar sem Ronald og Nancy Reagan héldu opinbert kvöldverðarboð til heiðurs Míkahíl Sergejevítsj og mér. Við vorum enn í húsinu klukkan tvö að morgni. .Við áttum að fljúga frá Genf um morguninn en þeir gátu ekki komið sér saman um lokaút- gáfu sameiginlegrar yfírlýsingar sinnar. Það var barist um hveija setningu, hvert orð og hvern staf. Engu að síður varð í Genf upphafið að því sem mestu skipti — skilningi á því að enginn gæti unnið í kjarn- orkustyijöld og ekki mætti heyja slíka styrjöld. Eftir Genfarfundinn varð endur- reisn í vísindalegum, menningarleg- um og efnahagslegum samskiptum þjóða okkar sem höfðu áður annað- hvort verið stöðnuð eða alls ekki verið til. Svo kom október árið 1986 og fundurinn í Reykjavík á íslandi. Ilversu mikið hefur ekki verið ritað nú þegar um þennan leiðtogafund Sovétríkjanna og Bandaríkjanna og spennuna sem myndaðist í kringum hann! Já, við urðum öll að þola hana en við munum og skiljum líka mikilvægi fundarins — því án fund- arins í Reykjavík hefði ekki komið til fundanna í Washington 1987 eða í Moskvu 1988. Þá hefði aldrei orð- ið af þeim fundum sem reyndust mun árangursríkari og uppbyggi- legri en fundurinn í Genf. Þá hefði enginn samningur verið gerður um eyðileggingu meðaldrægra og skammdrægra eldflauga. Og þá hefði ekki náðst sá sjaldgæfí, gagn- kvæmi mannlegi skilningur milli sovésku og bandarísku þjóðanna sem birtist svo greinilega í desem- ber 1987 í Washington, 1988 í New York og í Washington, Minnesota og í San Francisco 1990. Þá varð -r MÖkGUNÉLÁÖlÐ 'sUN>IlUDÁGrÍJRi2ÓÍ' OK'íoÉER11991 Edúart Amvrosíevítsj Shevardnadze og ég gengum hlið við hlið. Míkhaíl Sergejevítsj varfarinn á undan okkur og við urðum að brjótast í gegnum mannþröngina. Ég leit á hann og sá að það voru tár í augum hans eins og í mínum. Þá sagði hann við mig: „Líka vegna þessa var það þess virði að hefjast handa um perestrojku.” samkomulag í nafni friðar og vin- áttu. I Genf tókum við Nancy Reagan þátt í því er lagður var homsteinn að byggingu sem hýsa átti safn Alþjóða Rauða krossins. Safnið hef- ur nú verið opnað. Ég vildi að það og öll þau verk sem Alþjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn vinna, táknuðu að eilífu samvinnu milli ríkja og þjóða til framdráttar gagnkvæmum skilningi og trausti í nafni gæsku og góðverka. ■^kf öllum þeim minningum sem ég á eftir ferðir Míkhaíls Sergejev- ítsj til ýmissa landa, eru þær mikil- vægustu af þúsundum vinsamlegra mannsandlita. Ég man eftir Delhi, New York, Minnesota, Prag, Kraká, Stettin, Berlin, Dortmund, Stuttg- art, Shanghai, Madrid, Barcelona, Róm, Messina, Milanó, Naga- saki. . . Manngrúinn á strætum og torgum borganna. Samúðin og vin- semdin í andlitum fólksins. Von og trú í hjörtum fólksins og augum, trúin á það að heimurinn geti kom- ist af án valdbeitingar, að heimur- inn geti verið án stríðs. Italía, land Dante og Petrarca. Uppspretta evrópskrar menningar. Dómkirkjutorgið í Mílanó með hina ótrúlega fögru marmaraskreyttu forhlið dómkirkjunnar sjálfrar. Alls staðar er að sjá minnismerki um forna menningu. Og jafnótrúlegar og ógleymanlegar mér eru tilfinn- ingar þeirra mörgu þúsunda sem söfnuðust þar saman þegar íbúar Mílanó buðu Míkhaíl Sergejevítsj velkominn, ásamt sendinefndinni. „Gorby, Gorby, Gorby!” var hrópað á torginu. Édúart Amvrosíevítsj Shevardnadze og ég gengum hlið við hlið. Míkhaíl Sergejevítsj var farinn á undan okkur og við urðum að btjótast í gegnum mannþröng- ina. Ég leit á hann og sá að það voru tár í augum hans eins og í mínum. Þá sagði hann við mig: „Líka vegna þessa var það þess virði að heíjast handa um perestr- ojku.” Ég endurtek sífellt við sjálfa mig og aðra sömu spurninguna: Hefði Edúard Amvrosíevítsj, vinur Míkha- íls Sergejevítsj og maður sem hefur sömu skoðanir, átt að binda enda á samvinnu þeirra á þennan hátt? Ég á bréfið sem Shevardnadze skrifaði á sextugsafmæli sínu en það var mjög sérstakur dagur fyrir hann og fyrir okkur, vini hans. Kæri Míkhaíl Sergejevítsj og Raíse Maksímovna. Þessi merkisdagur í lífi mínu, hið mikilvæga heiðursmerki sem ég var sæmdur og þau fallegu orð sem þú lést falla í minn garð í tilefni sex- tugsafmælis míns, gefa mér sið- ferðilegan rétt til þess að tjá ykkur mínar innilegustu þakkir. Engu að síður vildi ég í þessu þakkarbréfi gera meira en að þakka ykkur fyr- ir heilla- og árnaðaróskir ykkar á þessum degi sem er mér svo mikil- vægur. að væri réttara held ég að tala um mikilvægi alls þessa tímabils í lífi' flokksins og landsins, en líf mitt og starf í-því embætti sem ég var skipaður til, er aðeins lítill hluti af Jþví. I móttöku í sovéska sendiráðinu í Madrid nýlega hitti ég gamlan Spánveija, sem er víðsfjarri því að vera sama sinnis og við en leið miklar þjáningar í harmleiknum á fjórða áratugnum og meðan hin langa nótt undir stjórn Francos varði. Þessi maður sagði: „Loksins hefur komið fram fólk í alþjóðamál- um með háleitar hugsjónir og hrein- ar fyrirætlanir, vammlausir og ótta- lausir riddarar eins og Don Quixote að því er okkur Spánveijum fínnst. Loksins hefur mikið mannlegt metnaðarmál eignast yndislegan mannlegan málsvara.” Hann átti við þig. Þú manst hvílíkar efasemdir og kvíða ég leið er ég var skipaður í embætti. Við hvert fótmál, hvern dag og hveija stund fann ég fyrir stórkostlegri mótspyrnu. En bæði þá, fyrir rúmlega tveimur árum, og enn í dag hef ég fundið og finn enn í mér styrk til þess að sigrast á þeirri andstöðu. Uppsprettu þessa styrks míns er vissulega ekki að finna í þeirri staðreynd að ég hafi náð fullu valdi á flókinni list nýrra alþjóðasamskipta, samskipta á tím- um nýrra pólitískra hugsana. Við eigum enn langt í land með það. Ég tel uppsprettu styrks míns liggja annars staðar. Ég tel hana liggja í stuðningi þínum sem ég fann og fínn enn á tímum og dögum erfiðra prófrauna. Ég tel hana liggja í þeirri stefnu sem þú hefur mótað en heiðarleiki hennar, vísindaleg undirstaða og víðtæk skírskotun hafa gert hana ómótstæðilega fyrir milljónir manna. Ég sé hana í afstöðu þeirri sem flokkurinn, samfélagið og land- ið hafa tekið — afstöðunni sem heimurinn kennir með réttu við þig. Dijúgan hluta ævinnar hef ég þjónað málstað flokksins eins vel og ég hef getað. Ég hef aldrei leynt því og leyni því ekki nú að ég hef verið órólegur, haft mínar efasemd- ir og á stundum verið ósammála innra með mér en ævinlega hélt sú trú mín aftur af mér að brátt kæmi að örlagastundu fyrir föðurlandið. Nú er sú stund upp runnin og mér finnst í fyrsta sinn á ævinni að líf mitt sé í algeru samræmi við líf flokksins og þjóðarinnar. í®að er mikill hamingjuvaki og það á ég þér að þakka. Og ég kann ekkert betra svar við því en það að vera alltaf nærri þér í fremstu röð perestrojku. Spánveijinn hafði rétt fyrir sér um allt nema eitt: Við erum ekki að kljást við vindmyllur. En það er hægt að fella allar hindranir í vegi okkar og við munum endurlífga rík- ið svo hamingjusamt fólkið geti lif- að þar í gleði. Ég trúði þessu og trúi því enn. Þinn einlægur, E. Shevardnadze. Enn í dag er ég. snortin af því sem sagt er í bréfinu... - Fólk hefur oft spurt mig og spyr mig enn: Er það auðvelt líf að vera eiginkona forsetans og aðalritara flokksins? Ég svara því alltaf til að | það sé auðveldara en að vera for- 1 seti og aðahfyari. Ég tek engar J opinberar eða pólitískar ákvarðanir, • á ekki hlut að undirbúningi þeirra • og ber enga ábyrgð á þeim. Vinna mín er alveg félagslegs eðlis. Allt i sem ég geri fellur inn í þann ramma. Þá er það útrætt. En forsetinn og aðalritarinn er eiginmaður minn. Áhyggjur hans eru mínar áhyggjur. Getur kvíðinn vegna framtíðar landsins, sem hver einasti hugsandi íbúi Sovétríkjanna finnur fyrir í hjarta sínu, ekki bært á sér í mínu hjarta? Þegar ég sæki fundi fulltrúa- deilda sovéska þingsins í þinghöll- inni í Kreml sit ég innan um fólk sem boðið er á áheyrendapallana og margir koma til mín — þingfuli- trúar, gestir og fréttamenn. Þeir spyija mig spurninga, spyija mig álits og þakka mér fyrir að vera viðstödd ásamt þeim í salnum. En sumir spyija mig: „Af hveiju ger- irðu þetta? Þú hlífír þér ekki, Raísa Maksímovna. Af hverju veldurðu sjálfri þér spennu og hugarangri? Áf hveiju?” Einu sinni, þegar ég var að ræða við hina vinsælu og hæfileikaríku söngkonu okkar, Öllu Bórísovnu Púgatsjevu, heyrði ég hana segja: „Ég get ekki sungið samkvæmt forskrift, Raísa Maksí- imovna — það verður að kojna frá hjartanu.” Ég skil hana. Ég get ekki lifað eftir forskrift. Ég get ekki lifað án þess að sinna öllu því sem ég geri af öllu hjarta, öllu sem ég tek þátt í og ég ber ábyrgð á. ** Eg minnist annars atburðar sem reyndar varð ekki í Moskvu heldur í París. Við Míkhaíl Sergejevítsj höfum heimsótt þá borg oft og það vill svo til að tvisvar hef ég haft sem leiðsögumann og aðstoðar- mann mjög fallega stúlku sem heit- ir Isabel. I síðara sinnið, rétt áður ’en við fórum, átti ég við hana und- arlegar samræður. „Frú,” sagði hún. „Við störf mín hitti ég margt stórmenni. Ég hef áhyggjur af þér. Þú ert eins og ég. Þetta verður mjög erfítt fyrir þig.” „Af hveiju, Isabel?” „Þú ert of opin, þú hefur áhyggj- ur af öllu.” „Hvað er þá til ráða,” spurði ég. Stúlkan yppti öxlum. Húólæknir Hef opnaó lækningastofur í Þönglabakka 6, Reykjavík (Læknasetrið), og á Suðurgötu 44, Hafnarfirði (gegntSt. Jósefsspítala). Tímapantanir í símum 677700 (Læknasetrið) og 53888 (Hafnarfjörður). Bárður Sigurgeirsson. Sérgrein: Húð- og kynsjúkdómar. Félag háskúlamenntaðra hjúkrunartræðinga ♦ Hjúkrunartélag Hjúkrun ’91 Ráðstefna haldin 25.-26. október á Hótel Sögu. Efni ráðstefnunnar: * Gæðastýring í hjúkrun * Klínísk ákvarðanataka í hjúkrun * Tölvur í hjúkrun Gestaíyrirlesari ráðstetnunnar er dr. Kathryn J. Hannah. Skráning á ráðstefnuna fer fram í síma 91-694940. Ráðstefnan er opin öllu starfsfólki í heilbrigðisstéttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.