Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIf) ÞRIÐJUDAGUR 29..,OKT0BER..1991 Bækur verða að aug- lýsingabæklingum Bókamarkaðurinn Ingi Bogi Bogason Um þessar mundir er margt sem bendir til þess að bókaút- gáfa á Vesturlöndum sé að beygja sig undir harðari við- skiptahætti en áður. Á árlegu bókamessunni í Frankfurt, sem haldin var í þessum mánuði, þótt- ust ýmsir sjá slíka breytingu. Greinileg er sú tilhneiging að fyrirtæki styrki útgafu ákveð- inna verka gegn því að fá birtar í þeim auglýsingar. 51500 Birkimelur - Rvík Góð 3ja herb, íb. á 2. hæð á þessum vinsæla stað, auk herb. írisi. Eign íágætu ástandi. Ekk- ert áhv. Ofanleiti - Rvík Höfum fengið til sölu á þessum vinsæla stað 3ja herb. íbúð ca 90 fm á 3. hæð auk bílskúrs. Vandaðar innr. Áhv. byggsj. ca 3,3 millj. Allar nánari uppl. á skrifst. Hafnarfjörður Álfaskeið Góð 3ja herb. ca 83 fm íb. á 2. hæð auk bílsk. Lækjarkinn Gott ca 170 f m einbhús á tveim- ur hæðum auk bílsk. (möguleiki á tveimur íb.). Víðivangur Mjög gott ca 220 fm einbhús auk bílsk. Goðatún - Gbæ Gott ca 156 fm timburhús. Ekk- ert áhv. Ræktuð lóð. Sævangur Gott einbhús á mjög fallegum stað ca 280 fm m/bílskúr. Drangahraun Höfum fengið til sölu gott iðn.- og/eða versl.-/skrifsthúsn., 382,5 fm. Fokhelt. Vantar - vantar Höfum kaupendur að 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. í Hafnarfirði. Kópavogur - Álf abrekka Gott einbhús á góðum stað á tveimur hæðum ca 270 fm þ.m.t. bílsk. JS^ Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hafn. símar 51500 og 51501. í Bandaríkjunum í Bandaríkjunum hafa þessir út- gáfuhættir löngu áunnið sér fastan sess. Stjórnunarfræðingurinn, John Naisbitt, ritaði metsölubókina Meg- atrends 2000 sem er eins konar framtíðarspá. Óvenjulegt við þessa bók er aðgangsharka þeirra sem styrktu útgáfuna. Fjöldi blaðsíðna fór undir auglýsingar. Bókin var ekki sett á almennan markað fyrr en hún hafði verið send 40.000 stjórnendum sem aldrei höfðu pant- að hana. Hingað til hafa bækur í Bandaríkjunum orðið að treysta á almennan markað en í tilfelli Naisb- itts var slíkt óþarfi. Auglýsendur borguðu brúsann að öllu leyti. I Þýskaland í vikuritinu Der Spiegel var nýlega frá því greint að mörg þýsk fyrirtæki renndu hýru auga til þessa útgáfumöguleika. Nema hvað: Þýsk bókaútgáfa byggist á ákveðinni hefð sem nánast útilokar aðferðir Naisbitts. Útgáfufyrirtæki, sem leyfði sér að selja bækur fram hjá bókaverslunum, fengi að bíta í súrt epli það sem eftir væri. Samtök bókaverslana myndu einfaldlega hafna viðskiptum við sh'kan aðila. Samt er bókaútgáfa að breytast í Þýskalandi. Aldi-samsteypan er t.d. farin að selja bækur og stundum fylgja bækur jafnvel dagblöðum. Það sem áður var gert bak við tjöldin fer nú fram í allra augsýn. Einn bókaútgefandinn hefur kastað fram þessari spurningu: „Af hverju að fara í felur með þetta?" Og hann bætti við að allir þeir, sem styrkja bókaútgáfu fjárhagslega eða á ann- an hátt, ættu að vera velkomnir til samstarfs. Þeir eru margir sem styrkja þýska bókaútgáfu beint. Hags- munaaðilarnir eru margs konar. Lufthansa greiðir niður útgáfu á bæklingum ferðaskrifstofa, um- hverfisverndarsamtök taka þátt í kostnaðí á tímaritum sem eru opin fyrir boðskap þeirra og lyfjafram- leiðendur verða sífellt stórtækari í stuðningi sínum við útgefendur. Áður gáfu þeir læknum afslátt á meðulum, nú á dögum veita þeir rausnariega til bókaútgáfu og kvik- myndagerðar. „Ef ég framleiði 20 mínútna mynd fyrir WDR (þýska útvarpið) fæ ég 60.000 mörk (rúmar 2 millj- ónir ísl. króna). Jafnlöng kvikmynd fyrir lyfjafyrirtæki gefur mér ekki minna en 250.000 mörk (um 8.750.000 ísl.kr.)," segir kvikmynd- aframleiðandi sem vinnur kynning- armyndir fyrir ýmis fyrirtæki. Fyrir kemur að bókum er dreift ókeypis, þá í upplýsinga- eða áróð- 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI KRISTINN SiGURJÓNSSON, HRL, loggiltur fasteignasí Til sýnis og sólu meðal annarra eigna: Góð eign - tvær íbúðir - verkstæði Reisulegt steinhús í Langholtshverfi með tveimur 3ja herb. íbúðum á 1. og 2. hæð. Kjallari 50 fm - þvottahús, geymslur og föndurherb. Verkstæði 45 fm. Ræktuð lóð. Útsýni. Fyrir smið eða laghentan Steinhús í Skerjafirði með 5 herb. íbúð á tveimur hæðum 106,9 fm auk útigeymslu. Húsnæðislán til 40 ára um kr. 3,0 millj. Við Álftamýri - bíisk. í smíðum Wljög góð 3ja herb. íbúð á 3. hæð 80,2 fm nettó auk geymslu og sam- eignar. Sólsvalir. Rúmgóð stofa. Nýlega endurbætt sameign. Útsýni. Góðar íbúðir - lausar strax 2ja herb. við Arahóla og Furugrund og ennfremur 4ra herb. íbúð skammt frá Dalbraut með hagstæðum greiðslukjörum. í borginni eða Kópavogi Einbýlishús eða raðhús óskast, helst í byggingu að meðalstærð. Skipti möguleg á mjög góðu einbýlishúsi á útsýnisstað í Haf narfirði. 3ja-4ra herb. íb. með bílskúr óskast í borginni. Skipti möguleg á góðu einbýlishúsi í Austurborginni með 5 svefnherb. ^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^ • • • Miðsvæðis íborginni óskast skrifstof uhúsnæði til eigin nota. Staðgreiðsla í boði. ALMENNA FASTEIGNASAIAH LAUGAVEGI18 SÍMAR 21150-21370 ursskyni, þótt þær séu um leið seld- ar í bókaverslunum. Og spurt er: Er þetta siðferðilega rétt? 100 Jahre Thyssen heitir bók um samnefndan auðhring. Innan samsteypunnar er henni dreift í hvítri kápu, en fæst um leið til sölu í bókaverslunum í blárri kápu. Upplag bókarinnar er ekki gefið upp, hvorki í bláu né hvítu útgáfunni. Og á íslandi í lokin má leiða hugann að því hvernig þessum málum er háttað hér á Islandi. Það er löngu viður- kennd aðferð á báðum sjónvarps- stöðvunum að fyrirtæki styrki ein- staka þætti og heimildarmyndir. En þótt slík fjármögnunaraðferð sé viðurkennd í verki hlýtur hún alltaf að vera umdeild. Eitthvað vill styrkjandinn fá fyrir sinn snúð - eða hvað? íslensk bókaútgáfa hefur að mestu verið óháð tilteknum styrkt- araðilum, a.m.k. fram til þessa. Og fyrrnefndar öfgar í Bandaríkjunum eru sem betur fer óþekktar hér. Þó má benda á tilhneigingar til þess að fjársterkir aðilar styrki útgáfu á einstökum upplýsingaritum og handbókum. Gefnar hafa verið út bækur um tölvur og tölvutækni þar sem lætt er inn auglýsingum. Slíkt stingur óneitanlega í augu og dreg- ur ósjálfrátt úr virðingu lesandans fyrir bókinni. Það verður vonandi áfram krafa íslenskra lesenda og sjálfsögð þjónusta íslenskra bókaút- gefenda að gerður sé skýr greinar- munur á bókum og auglýs- ingabæklingum. Sinfóníutónleikar til ágóðafyrirtónlisterhús Tónlist Ragnar Björnsson Stjórnandi tónleikanna var Petri Sakari og einleikari 17 ára stúlka, Connie Shih að nafni, komin frá Kanada. Connie er sem sagt enn á aldri tónlistarskóla- nema, og er enn undir hand- leiðslu kennara. Skemmtileg samhljóimin var, að í hljómsveil - inni sátu einnig fjölmargir nem- endur innan handleiðslu hinna reyndu. Þetta, ásamt skemmtilegri efnis- skrá, hefði átt að tryggja þétt setið Háskólabíó, en reyndin var því mið- ur að allt of fáir rötuðu í sætin sín þennan sunnudag. Ástæðan fyrir fámenninu var án efa allt of lítil umfjöllun um tónleikana í fjölmiðl- um. Tónleikarnir hófust á þrem slavneskum dönsum nr. 1,7 og 8 eftir A. Dvorák. Kannski eru þessir dansar ekki það auðveldasta til að byrja tónleika með og ekki síður þar sem margir nýliðar voru í hljóm- sveitinni, enda saknaði maður nokk- uð þeirra einkenna, t.d. sterkrar hrynkenndar og sveiflu, sem þessir dansar útheimta. Hin 17 ára Connie Shih sýndi í Mozart-konsertinum'í A-dúr K-488, að hún er mjög efnilegur píanóleik- ari. I efnisskránni eru tíundaðar um hana staðreyndir t.d. í sambandi við tónlistarverðlaun, sem hún hef- ur hlotið. Níu ára leikur hún píanó- konsert með Sinfóníuhljómsveitinni í Seattle, ellefu ára er hún valin besti nemandi Tónlistarakademí- unnar í Vancouver og sex ára kem- ur hún fyrst fram opinberlega. Hér er því um eitt undrabarnið að ræða og sannarlega sýndi hún óvenjuleg- an þroska af 17 ára stúlku að vera, sérstaklega kom það fram í mið- þætti — (Andante) — konsertsins. Þar sýndi hún mikla ögun og sterk- an persónuleika í fiutningi, þrátt fyrir óvenju hægt tempó. í fyrsta og síðasta þættinum var um ein- hvern tempó-misskilning að ræða, sem gerði flutninginn órólegan, bæði í hljómveitinn sjálfri og hjá píanóleikaranum. En Connie virtist vinna hug þeirra áheyrenda, sem mættir voru. Hápunktur hljómleikanna var þó flutningur Hljómsveitarsvítunnar nr. 2 eftir Prokofieff, unnin upp úr ballettinum og sögunni um Rómeó og Júlíu. Sakari hefur áður sýnt að honum lætur vel að stjórna nútímalegri verkum og í svítunni sýndu hljómsveit og stjórnandi margar sínar bestu hliðar. Aðsóknin að tónleikum þessum sýndi ekki áhugaleysi almennings á nauðsyn þess að byggja hús yfir tónlistina, hér vantaði, sem fyrr segir, fyrst og fremst umfjöllun og að þekkja mátt og leiðir auglýsing- arinnar, en það hefur víst sjaldan verið fylgifískur þróaðra lista, né göfugra hugsjóna. í ágætu ávarpi Sveins Einarsson- ar í efnisskrá teíur hann upp tónlist- arhús nokkur á Norðurlöndum og hefði getað haldið þeirri upptaln- ingu lengi áfram og tilnefnt borgir, fámennari en Reykjavík er, með nýbyggðar tónlistarhallir. í Kaup- mannahöfn nefnir Sveinn Tívolí- Connie Shih konsertsalinn og hefði getað nefnt marga fleiri, eins og hann segir, þ. á m. Útvarpshúsið sem hefur sinn tónieikasal fyrir stóra sinfóníu- hljómsveit. Þá kemur upp í hugann nýbyggt útvarpshús í henni Reykja- vík þar sem tónleikasalur fyrir- finnst enginn og heldur ekkert kam- es ætlað til hljóðritunar á tónlist. Fróðlegt væri að vita hvort nokkur staðar í víðri veröld finnist hlið- stæða, og hvort við erum annað tveggja svona frumlegir, eða að við eigum svona heillum horfna skipu- lagsfræðinga. „Byggjurn tónlistar- hús." Gerum fjárhagsáætlun sem stenst, byrjuni sem fyrst, af því húsi mun hróður íslands vaxa. ¦ UTANRIKISMÁLANEFND Samband ungra framsóknar- manna hefur sent frá sér eftirfar- andi ályktun: „Utanríkismálanefnd SUF ítrekar andstöðu sína við aðild íslands að EES. Nú þegar viðræð- um er lokið og samkomulag virðist hafa náðst liggur fyrir að ísland fær ekki fullt tollfrelsi fyrir fisk sem þó var sett sem ófrávíkjanleg krafa í viðræðunum. Þrátt fyrir ¦ þetta gerir samningurinn ráð fyrir að fiskiskipum EB verði hleypt inn í íslenska landhelgi. Miðað við reynslu annarra þjóða af fiskveiði- samningum við EB er hér um afar hættulegt skref að ræða. Fiskveiði- stjórnun innan EB er í molum og Byggung Kópavogi auglýsir 3ja og 4ra herb. íbúðir við Trönuhja.lla í Kópa- vogi. íbúðirnar eru þegar tilbúnar undir tréverk og til afh. fljjótl. Upplýsingar á skrifstofu félagsins, Hamraborg 1, 3. hæð, sími 44906. hefur floti þess víða gert sig sekann um rányrkju og veiðar utan heim- ilda eins og reynsla Kanadamanna ber vitni. Enn verra er þó að flestir þeir fyrirvarar sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar setti af íslands hálfu í upphafi viðræðnanna eru nú týndir og tröllum gefnir og í staðinn komið eitt almennt örygg- isákvæði. í stað þess að setja skýr- ar reglur í samningunum um tak- markanir fjármagns og fólksflutn- inga hingað til lands er það lagt í dóm íslenskra stjórnvalda á hverj- um tima að setja takmarkanir ef þau telja hagsmuni íslands í hættu. Óðrum aðildaríkjum samningsins er þá frjálst að draga í efa hvort hagsmunum íslands sé stefnt í hættu og geta þau stefnt íslending- um til væntanlegs EES dómstóls í Brussel. Við yrðum þá að hlíta öllum þeim tilskipunum sem þaðan koma. I ljósi þess að stjórnarflokkarnir höfnuðu því að taka evrópumál á dagskrá í síðustu kosningabaráttu teljum við ekki verði hjá því komið að leggja mál þetta undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.