Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991 flCB/IAfin ,,/Jeldurou ao '&a SÍt/é/'C of -fast a* lylcLaborö'b ? " Ast er . stundum einmana hjarta. TM Reg. U.S. Pal Off.—all rights reserved e 1991 LosAngelesTimesSyndicate \l/ \>/ Fór jólakakan mín hér gegn ...? HOGNI HREKKVfSI „ HAKiM VAR SA EJNi/ SE/H VJ4R T/LBÚ/WM /*E> BOKJGA \OPOS VYR.lR.a HLAUP EFTIR HEGOMA Þetta er ekki góð fjárfesting, sagði kaupsýslumaður um daginn, þegar hann ræddi um eyðsluna sem veður uppi og einkennir líf og störf manna hér í dag. Á meðan við ís- lendingar, vanþakklátir og heimtu- frekir, eyðum hverri krónunni á fætur annarri til að auka við þær „eignir" sem heimurinn telur mest verðmæti og lokkandi, heyrum við háværar raddir úr víðri veröld, þar sem menn varla hafa oní sig að éta og blátt áfram svelta. Þjóðir með hrynjandi hagkeri eins og Kúba, sér ekki sínum þegnum farborða og jafnvel Rússland sem svo margir litu upp til fyrir fáum árum og töldu að þar væri leiðbeinandi og góður farvegur til að metta allar þjóðir, ef menn fylgdu marxismanum, eru nú með staf í hendi - betlistaf - í átt til þeirra þjóða sem þeir töldu óalandi og óferjandi, sem sagt þessi miklu auðæfi sem gumað var af eru ekki til staðar. En hér fara auðæfi okkar gjöfula lands í það að kaupa jafnvel hégóma, einskisverðan fyrir framtíðina til að geta safnað meiri erlendum skuldum. Og hugsunarhátturinn. Það er landið sem á að sjá fyrir mér en ég ekki fyrir því, vex hröðum skref- um. Menn vaða út á villigötur, „skemmta sér" svo fagurlega sem það er orðað, helgi eftir helgi á dýrum hótelum og svo þegar heim er komið taka eftirsjá og timbur- menn og allskyns ásakanir við ... Þetta var ekki nógu gott, en svo tekur næsta helgi við og sami þráð- urinn er ofinn. Og auðvitað ráða vímugjafar ferðinni, það þýðir ekki að vera að fara á skemmtanir nema eitra svo- lítið heila og höfuð, já og allan líkamann. Og svo er talað um heil- brigt líf. Og ef útaf ber er það þjóð- félagið sem á sök á þessu. Jafnvel við sem erum að leiðbeina og vara við, verðum að taka þátt í þessum óhófskostnaði með okkar sköttum. Og hvernig fer fyrir þessum sem alltaf eru að skemmta sér. Sú saga rær í rökkrinu og má ekki birtuna sjá. Og enn er haldið áfram, jafnvel enn er eins og leiðtogar vorir sem eiga að lýsa þjóðinni, sjái ekki hversu mikla sök þeir eiga á þessu með því að forystan hefir svo oft farið inn á þá leið, sem hættan er mest. Það er erfitt að segja til vegar, en langtum erfiðara þegar leiðsög- unni er ekki hlýtt. Við höfum farar- stjórn í ferðum út um öll lönd og treystum henni, en leiðsögn góðra manna um lönd spillinga og glæpa er varla talin þess virði að íhuga hana nógu vel, enda fer þeim fækk- andi sem benda á vitana til bættari lífshátta. Menn kenna öðrum um sitt gæfuleysi en athuga það ekki að þeir áttu og eiga val til allra átta. Sjálfskaparvítin eru verst en alltof mörg. Eigum við ekki í lokin að hlusta á hvað Davíð Stefánsson segir, lífsreyndur og eftirtektar- samur og hugleiða það: Hann segir: Hví urðu forlög mín fíflaleikur og flótti um lönd og álfur? Byrðin sem ég er að bugast undir er böl, sem ég skapaði sjalfur. Arni Helgason Skotið úr launsátri Það hefur verið kvartað um það með réttu að Ríkisútvarpið hafi árum saman borið takmarkaða virðingu fyrir hlutleysi, ekki síst fréttastofan. Ekki veit ég eftir hvaða reglum Gamlar kvikmyndir Ágæti Velvakandi. Viltu biðja Ríkissjónvarpið fyrir eftirfarandi óskir: „Margt eldra fólk saknar hinna mörgu úrvalskvikmynda, er sýndar voru á kvikmyndahúsunum á árun- um 1940—1964, en á þeim tíma sá ég flestar góðar kvikmyndir. Leyfi ég mér að bera fram þá ósk að athugað verði, hvort unnt sé að fá til sýningar í RUV t.d. eftirtaldar myndir:" 1) Bad day at black rock með Spencer Tracy og Ernest Borgnine. 2) The Winslow boy með Sir Cedric Hardwick o.fl. 3) We are not alone eftir James Hilton með Poul Muni og Floru Robson. 4) Quartet eftir smásögum Somerset Maugham. 5) Trio eftir smásögum Somerset Maugham. 6) Þriðja myndin eftir smásögum Somerset Maugham — Duet? 7) Blossoms in the dust með Greer Garson og Walter Pidgeon. 8) Random Harvest með Greer Garson og Roland Colman. 9) The man within eftir Graham Greene með Michael Redgrave og Rich. Atténb. 10) Profile in courage: eftir Kennedy forseta — kvikmynd- aröð, sem sýnd var í Keflavík- ursjónvarpinu — mjög merkir þættir. 11) Above us the waves með O.K. Hasse o.fl. (Árásin á Tirpitz.) 12) The dam busters með Michael Redgrave o.fl. (Árásin á Möhnestífluna) 13) The man in the grey flanel suit með Gregory Peck og Frederic March. Þetta eru flestar svarthvítar myndir, en margar sígildar. Með fyrirfram þakklæti. Leifur Sveinsson hinar svo kölluðu frjálsu stöðvar vinna, en þáttur útvarpsstöðvar- innar Bylgjunnar „Reykjavík síð- degis" þriðjudaginn 15. október 1991, undir stjórn Hallgríms Thor- steinssonar, slær öll met í sóða- skap. Þar vegur hann að Davíð Oddssyni forsætisráðherra fjar- stöddum, með þeim ódrengsskap sem, betur fer, hefur ekki áður þekkst í nokkrum ljósvaka fjölm- iðli. Mér, sem mörgum öðrum, leik- ur forvitni á að vita hvort þetta „framtak" Hallgríms hafi verið samþykkt af stjórn Útvarpsfélags- ins áður en hann sendi þáttinn út á öldum ljósvakans. Þótt vegið væri á óskammfeilinn hátt að persónu Davíðs Oddssonar stendur hún ósköðuð eftir, þó til annars hafi verið ætlast. Það er hins vegar spurning hvort sama sé hægt að segja um hag Bylgjunn- ar af frumhlaupinu. Ég hef haft mikið álit á Bylgj- unni sem skemmtilegri og þarfri afþreyingarstöð, en hlýt að endur- skoða þá afstöðu eftir að Hallgrím- ur afhjúpaði sinn innri mann. Landsþekktur útvarpsmaður með snefil af sjálfsvirðingu hefði aldrei gerst höfundur að slíku hneyksli. Þórður E. Halldórsson Víkverji skrifar Utlendingar, sem hingað koma hafa oft orð á því hve mikil velmegun ríki hér. Þeir sjá nýjar byggingar rísa upp út um allt, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, opinberar stofnanir eða atvinnuhús- næði. Þeir sjá nýja bfla á götunum, þeir sjá veitingahús á hverju strái, verzlanir, sem bjóða sömu hágæða- vörur og eru á boðstólum hjá millj- ónaþjóðum, þeir fá fréttir af tíðum ferðum íslendinga til útlanda. I Morgunblaðinu um helgina var meira að segja sagt frá því, að eitt helzta dagblað í Bretlandi ætlaði að fylgjast með íslendingum í verzl- unarferð í Newcastle! Hagtölur segja sömu sögu. ís- lendingar eru í hópi þeirra þjóða heims, sem hafa mestar þjóðartekj- ur á mann, sem á að vera fullgildur mælikvarði á velmegun þjóðar. En er allt sem sýnist? Er þetta raunver- uleikinn í'okkar umhverfi? Hér eru starfandi nokkrir starfshópar, sem kynnast allt öðrum raunveruleika í þessu landi, en þeim sem sést á yfirborðinu. Prestar, félagsráðgjaf- ar, sálfræðingar, læknar og sjálf- sagt einhverjir aðrir t.d. starfsmenn verkalýðsfélaga hafa allt aðra sögu að segja. Víkverji hefur orðið þess var í samtölum við fólk úr ofan- greindum starfshópum, að reynsla þess er sú, að vandamál í daglegu lífi einstaklinga hafi stóraukizt á nokkru árabili. Skilnaðir, bæði vegna áfengisvandamála og ekki síður fjárhagsvandamála, upplausn fjölskyldna, stóralvarleg vandamál í uppeldi barna og unglinga, sem leiða af slíkri upplausn, uppgjöf og örvænting frammi fyrir hinum dag- legu vandamálum , sem í sumum tilvikum virðast yfirþyrmandi. Þetta er sú mynd, sem verður til af ís- lenzku samfélagi, þegar rætt er við þá starfshópa, sem hafa ýmis konar sálusorgun með höndum. Bersýnilegt er af slíkum sam- tölum, að áfengisvandamálin eru mikil ekki síður en áður en nú er auðveldara að benda fólki á leiðir til þess að fást við þann vanda. Hins vegar eru fjárhagsvandamál einstaklinga og fj'ölskyldna augljós- lega stærri þáttur í upplausn fjöl- skyldunnar en áður var eða a.m.k. vitað var um. Að einhverju leyti stafar það af tilhneigingu fólks til þess að lifa um efni fram en að öðru leyti af því, að breytingarnar á fj'ármálakerfinu, verðtryggingar og háir vextir hafa verið fólki þung- bærar og í alltof mörgum tilvikum óviðráðanlegar. Niðurstaða Víkverja af sam- tölum af því tagi, sem að ofan greinir er sú, að það geti ver- ið hætta á því, að samfélag okkar sé að byria að rotna innan frá. Sumir ganga svo langt að segja, að þetta sé þjóðfélag, sem sé fjand- samlegt fjölskyldum og börnum. Við sjáum það ekki á yfirborðinu enn sem komið er, en ef ekkert er að gert, á það eftir að koma fram af miklum þunga síðar. Stóraukinn efnamunur, sem verður stöðugt meira áberandi, gerir þessi vanda- mál enn sárari fyrir þá, sem við þau glíma. Þetta eru þjóðfélagsvanda- mál, sem við þurfum að beina at- hygli okkar að og takast á við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.