Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTOBER 1991 Þakstál með stíl Plannja stallað efni svart og tígulsteinsrautt. ISVOR BYGGINGAREFNI Smi 641255 VJUlf*. SÆNSK GÆÐANÆRFÖT FYRIRALLAFJÖLSKYLDUNA ©Stingaekki ^Úr fínustu merinóull ®Mjögslitsterk #Máþvoviö60°C UTIUFS GLÆSIBÆ/ÍIFHEIMUM. 74. S. 812922 Blöndunartækin frá damixa tryggja rétt vatnsmagn og hitastig með einu handtaki. Veljið aðeins það besta - veljið damixa blöndunartæki fyrír eldhúsið og baðherbergið. damixa Fæstíhelstu ^ífatUtta Sköpunargáfa sýnd á fagran hátt í postulíni af þekktum listamönnum. %oóe)bé*A, verslunin, Ármúla 23, s. 813636. Alþjóðlega skeiðmeistaramótið í Austurríki: „Gömlu brýnin" á sigurbraut ______Hestar______ Brynhildur Þorkelsdóttir EFTIR vonbrigði á heimsmeist- aramótinu í sumar geta íslending- ar glaðst yfir árangri „okkar manna" á alþjóðlega skeiðmeist- aramótinu sem haldið var í Weistrach í Austurríki um síðustu helgi á sama stað og Evrópumótið 1987 var haldið. Tvöfaldur sigur í A-flokki gæðinga og 250 metra skeiði og sigur í tölti T 1:1 er ágæt útkoma. Athygli vakti frammistaða „gömlu mannanna" og er þá átt við Reyni Aðalsteinsson, Walter Feldmann yngri og Johannes Hoy- os en þeir skiptu með sér gullverð- laununum í öllum greinum nema gæðingakeppninni. Skeiðmeistarmótin hafa á undan- förnum árum vaxið að umfangi og vinsældum en heldur þótti mótsbrag- urinn setja niður nú þegar mótið er haldið í fyrsta sinn utan Þýskalands. Vantaði allan stórmótsbrag á mótið þótt framkvæmd þess gengi ágæt- lega fyrir sig. Ekki bætti veðrið úr en nokkur úrkoma var bæði rigning og slydda. Aðsókn að mótinu var mjög dræm og var talið að í það heila hafí mótsgestir ekki verið yfír tvö hundruð, allir meðtaldir keppend- ur og starfsmenn mótsins. Nítján íslendingar voru skráðir til leiks af fjörutíu og níu keppendum en það er án efa besta þátttaka frá íslandi á þessum mótum. Alls voru áttatíu og sex hestar skráðir til leiks. Árangur íslendinganna var með ágætum, Reynir Aðalsteinsson á Aroni frá Stóra-Hofi og Tómas Ragnarsson á Snúði frá Brimnesi voru þar fremstir í flokki. Tómas sigraði í A-flokknum og Reynir varð í öðru sæti. Þá sigraði Reynir í 250 metra skeiði og varð fjórði í skeið- meistarakeppninni. Walter Feldmann yngri, Þýskalandi, sigraði í skeið- meistarakeppninni með stóðhestinn Feng frá Reykjavík og Claas Dutilh, Hollandi, varð annar með stóðhestinn Trausta frá Hall í Hollandi. Af þeim átta sem unnu sér rétt til þátttöku í skeiðmeistarakeppninni voru sex íslendingar, þeir Herbert „Kóki Óla- son á Sputnik, Reynir á Sindra, Hin- rik Bragason á Synd frá Litla-Garði, Jóhann G. Jóhannsson á Stóra Jarpi frá Akureyri, Sigurbjörn Bárðarson á Háli frá Melhóli og Ásgeir Svan Herbertsson á Skelfi. Walter Feld- mann sigraði í gæðingaskeiði á Flug- ari frá Ytra-Vallholti. Þrír íslending- ar komust í úrslit gæðingaskeiðsins. Reynir varð í þriðja til fjórða sæti með Aron og Sindra, Jón Steinbjörns- son varð níundi með Örn frá Akur- eyri og Sigurbjörn varð tíundi með Al. Hestakostur þótti góður í A- flokki gæðinga og töltkeppninni en lakari í skeiðgreinunum. Gæðingakeppnin á meginlandinu er nokkuð frábrugðin því sem hér er. Fer keppnin fram á beinni braut þar sem ekki eru. fyrir hendi 300 metra hringvellir. í úrslitum taka keppendur með sér einkunn fyrir fet og stökk úr forkeppninni en gefnar eru einkunnir fyrír tölt, brokk og skeið á nýjan leik en ekki um að ræða röðun eins og hér tíðkast. Þá virðist það nánast regla að ekki séu Morgunblaðið/BrynhildurÞorkelsdóttir Sigurinn í höfn hjá Tómasi og Snúði og þá er óhætt að bregða á leik. fengnir dómarar héðan með réttindi til að dæma. Virðist ekki vanþörf á leiðbeiningum héðan ef kalla á þessa keppni gæðingakeppni. Nokkurn skugga bar á þátttöku íslendinga í töltkeppninni en þar skrópuðu margir þeirra án þess að boða forföll eftir því sem næst verð- ur komist. Nú er ljóst að þessi keppn- isgrein tölt T 1:1 sem er nokkuð frá- brugðin þeirri töltkeppni sem við eig- um að venjast, hefur ekki notið vin- sælda meðal íslendinga en það rétt- lætir ekki að menn skrópi hafí þeir á annað borð skráð sig í greinina. Það sama gildir þótt keppnin fari fram snemma á sunnudagsmorgni. Eftir mótið í Weistrach vaknar sú spurning hvort æskilegt sé að halda þessa keppni utan Þýskalands en þar hefur hún dafnað vel á undanförnum árum. Reyndar er nú ákveðið að skeiðmeistaramót á næsta ári verði í Hollandi og er það hugsað sem prófraun eða góð æfing fyrir Hol- lendinga sem halda heimsmeistara- mótið 1993. En fyrst farið er að minnast á heimsmeistaramót má geta þess að á aðalfundi FEIF að loknu mótinu í Svíþjóð í sumar var ákveðið að heimsmeistaramótið 1995 verði haldið í Sviss. Úrslit skeiðmeistaramótsins urðu annars sem hér segir: Skeiðmeistarakeppni A: 1. Walter Feldmann yngri, Þýska- landi, á Feng frá Reykjavík, 11 stig. 2. Klaas Dutilh, Hollandi, á Trausta frá Hall, 9,10 stig., 3. Herbert „Kóki" Ólafsson, íslandi, á Spútnik, 9 stig. 4. Reynir Aðalsteinsson, íslandi, á Sindra frá Austurríki, 6 stig. Skeiðmeistarakeppni B: 5. Hinrik Bragason, Islandi, á Synd FJAÐRAGORMAR ÍÝMSABÍLA Sími 622262 Vestur-Húnavatnssýsla: Niðurskurður fjár í Víðidal HvammBhinin ^*^ Hvammstanga. A LIÐANÐI hausti fannst riðu- veik kind á Lækjamóti í Víðidal og var ákveðinn niðurskurður á fénu. Áður hefur verið skorið nið- ur á nokkrum nágrannabæjum í dalnum og eru þeir fyrstu að taka lömb í haust. Því samþykktu tveir JLaJunaronTLÍbLd ERÁSTIJS Heldur utan um og prentar skýrsiur fyrir stéttarféiagií lífeyrissjóJinn og staígreiðsluna Sít aifarió* um uppsafnatfan persónuafslátt Safnar saman öllum tðlum til úrprentunar á launamiða f ártlolc 30 daga skilaréttur Ármúl. 38 108 Reylíjivík Sfmtr : 688 933 985-30347 -fr Pltney Bowes Frímerkjavélar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavfk Símar 624631/624699 bændur, á Þórukoti og í Víðidalst- ungu, niðurskurð á sínu fé, til að koma á hreinum skiptum fjár- stofna í þessum hluta sveitarinn- ar, en samgangur fjár frá þessum bæjum hefur verið mikill. Alls verður því slátrað á þennan hátt á tólfta hundrað fjár í Víðidal. Fé á Lækjarmóti verður urðað en fé frá Víðidalstungu og Þórukoti fer á Mexíkómarkað. Morgunblaðið ræddi við Ólaf B. Óskarsson, bónda í Víðidalstungu, um þessa ákvörðun bænda í Víðidal. Ólafur sagði ákvörðun sína tekna á þeim forsendum, að bændur beggja vegna hans jarðar væru nú í haust að taka við nýjum fjár- stofni. Samgangur hans fjárstofns væri óhjákvæmilegur við hinn nýja fjárstofn og þar sem óvissa væri um, hvort ekki leyndist vágestur í hans stofni, hefði þessi ákvörðun verið tekin. Hvorki hefði þó fundist neitt athugavert hjá honum, né í Þóru- koti. Endurnýjun bústofns væri mik- ið átak og því nauðsyn að sem best KL0SET1SETUR HAF6EYIVIAR íflestarbifreidar ...sterkar, þægilegarog auóveldar f prifum, fánlegar í mörgum litum og passa á flest klósett. Er ekki komin tími til að endurnýja! iói ISLEIFUR JONSSON -med Þér í veitun vatns- ¦OINOIII 4 SÍMI 6S0340 væri á málum haldið. Ákvörðunin er tekin í samráði við héraðsdýra- lækni og riðunefnd. Ólafur lýsti niðurskurðarsamning- um og tengdum aðgerðum þannig: Hann skuldbindur sig til að vera fjár- laus í tvö ár, sótthreinsa fjárhús og hlöður eftir ákveðnum reglum og hafa jarðvegsskipti umhverfis gripa- húsin. Málning og sótthreinsiefni eru lögð til verksins og greidd sem nem- ur 1 klst. á móti hverjum 15 förguð- um kindum fyrir verkið. Hann fær að leggja haustlömbin í sláturhús og fær hefðbundnar greiðslur fyrir þau. Fullorðið fé af riðubæjum er urðað undir eftirliti. í hans tilfelli fer kjöt af fullorðnu til Mexíkó, þar sem hans fé er ekki talið sýkt. Bætur eru greiddar fyrir bústofn. Val er um bætur sem nema 24 kg af F-I, fyrsta flokk af fullorðnu, fyrir hverja fargaða kind eða reikna út fallþunga fargaðra kinda og greiða fyrir grundvallarverð. Bætur fyrir afurðaskerðingu eru á 1. ári 90% af grundvallarverði 15 kg dilks á fellda kind og á öðru ári 65% af sama. Ólafur sagði ljóst, að erfiðasti þátturinn fyrir bóndann væri að koma sér aftur upp fjárstofni, þá væri langur tími þar til hinn nýi stofn færi að skila arði. Ýmsir væru þann- ig í nokkur ár að ná fyrri stöðu í búskap sínum. Verulegar takmark- anir væru einnig á sölu heyja, þann- ig mega þeir bændur aðeins selja hey til fóðrunar hrossa í þéttbýli og þurfa leyfí frá yfirvöldum. Þá þurfa þeir að annast viðhald húsa, ræktun- ar og girðinga á fjárleysistíma. Fyr- ir samfélag sveitarinnar væri niður- skurður alvarlegt mál og mikill óvissutími. Sumir bændur taka á þessum punkti ákvörðun um að hætta búskap og aðgerðin gerir erf- itt fyrir um fjallskil og ýmsa skylda starfsemi, sem hvílir á sveitarstjórn. Sú von, að rétt væri að málum stað- ið, hjálpaði bændum mikið á þessum erfiða tíma, sagði Ólafur að lokum. - Karl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.