Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B JJÍ0 ¥3PItjW*»í> 253. tbl. 79. árg. STOFNAÐ 1913 MIÐVIKUDAGUR 6. NOVEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins * Ottast uppþot í Rússlandi vegna matvælaskorts Spá þreföldun á verði helstu nauðsynja Moskvu, London. Reuter. FYRSTU áhrif efnahagsumbótanna í Rússlandi verða þau, að verð á helstu nauðsynjum mun þrefaldast á einum mánuði frá því áætl- uninni hefur verið hrint í framkvæmd. Er þetta haft eftir rússnesk- um hagfræðingi, sem átti mikinn þátt í að semja áætlunina. Frétta- stofan Interfax hafði í gær eftir sovéskum bankastjóra að hugsan- lega yrði svo gengið á gjaldeyrissjóði Sovétmanna um miðjan þennan mánuð að þeir gætu ekki lengur staðið í skilum með greiðslur af erlendum skuldum. Egor Gaidar prófessor sagði í viðtali við breska ríkissjónvarpið, að fyrstu áhrifín yrðu miklar verð- hækkanir, sem aftur myndu kynda undir kauphækkunarkröfum. Kvaðst hann telja, að eftir tvö ár væru markaðsöflin farin að láta verulega að sér kveða en þó því aðeins, að ekki yrði gefíst upp við umbætumar. Lengri tími myndi þó líða áður en framleiðni og lífskjör bötnuðu. Samkvæmt áætlun Borís Jeltsíns Rússlandsforseta á að gefa verð- lag fijálst að flestu leyti fyrir ára- mót og koma á víðtækri einkavæð- ingu. Gaidar, sem er aðalhöfundur efnahagsáætlunarinnar, sagði, að erfiðir tímar færu í hönd og myndi Jeltsín þurfa á öllu sínu að halda til hafa fólkið áfram á sínu bandi. Víktor ívanenko, yfirmaður rússnesku öryggislögreglunnar KGB, sagði í gær að nú þegar væri farið að bera á óánægju með stjórn Jeltsíns og Alexander Jakovlev, einn af helstu ráðgjöfum Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétfor- seta, varaði við uppþotum vegna matvælaskorts. ívanenko sagði að mest hætta væri á uppþotum af því tagi í næsta mánuði, desember. í viðtali við tímaritið Argii- mentíj í Faktíj segir G. Serdjúkovskaja, yfirmaður so- vésku barnasjúkdómastofnunar- innar, að heilsufar sovéskra barna sé skelfilegt og þjáist 90% þeirra af fjörefnaskorti. Innan við 10% sýni eðlilegan líkamsþroska og aðeins 12-15% nýliða í hernum séu heilsuhraustir. Þá segir hún, að 25-35% barna eigi við þráláta sjúkdóma að stríða og líkamsástandið hjá 40-45% er þannig, að það getur síðar leitt til alvarlegra sjúkdóma. A slóðum feðranna Reuter Vladímír Kíríllovítsj stórhertogi, bróðursonur Nikulásar Rússakeisara, kom í gær til Pétursborgar, gömlu höfuðborgar rússneska keisaraveldisins, til þess að verða viðstaddur hátíðarhöld á morgun í tilefni þess að nafni borgarinnar, sem bolsévikar nefndu Leníngrad, verður formlega breytt. Kíríllovítsj, sem er 74 ára, fæddist byltingarárið í útlegð í Finnlandi og varð æðstur í fjölskyldunni er faðir hans lést 1938. Hann hefur búið í Frakklandi og kom í gær í fyrsta sinn til ættjarðarinnar. Hann gengi næst Nikulási að ríkiserfðum ef Rússland væri keisaradæmi. Myndin var tekin við komu Kíríllovítsj til Pétursborgar í gær. Friðartilraunir EB fyrir Júgóslavíu fara út um þúfur; Serba bíður pólitísk ein- angrun og refsiaðgerðir Haag, Belgrad, Zagreb, París, Reuter. SERBAR eiga yfir höfði sér póli- tíska einangrun og efnahagslegar refsiaðgerðir eftir að þeir höfn- uðu friðaráætlun Evrópubanda- lagsins í gær. Sérfræðingum ber þó saman um að til skamms tíma muni refsiaðgerðir EB, sem búist er við nk. föstudag, valda Serbum litlu tjóni og olíuviðskiptabann muni því aðeins koma sér ilja fyr- ir þá taki Kínverjar og Irakar þátt í því. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sagði í gær að færu tilraunir EB til að stilla til friðar í Júgóslavíu út um þúfur myndu bandalagsríkin veita Króatíu fulla pólitiska viðurkenningu. Lét Kohl svo um mælt í ræðu í háskólanum í Jena i þann mund sem leiðtog- arnir júgóslavnesku og samninga- menn EB hittust í Haag í gær- morgun. Serbar höfnuðu í gær friðaráætl- Blaðakóngurinn Rob- ert Maxwell látinn Madríd, London. Reuter. BETTY Maxwell, ekkja breska fjölmiðlarisans Roberts Maxwell, staðfesti seint í gærkvöldi að Iík sem björgunarmenn fundu í sjón- um suður af Kanaríeyjum í gær væri lík manns síns. Talið er að Maxwell hafi fallið fyrir borð á lystisnekkju sinni í gærmorgun og drukknað. Maxwell jjafði verið um borð í 420 tonna jystisnekkju sinni, Lafði Ghislaipe, við Kanaríeyjar frá því á fimmtudag. Sagt var að þangað hefði hann farið til að hvíla sig eftir harða glímu við fjár- mál fjölmiðlasamsteypu sinnar og ásakanir um að hann hefði verið á mála hjá ísraelsku leyniþjón- ustunni Mossad. Skipstjóri snekkjunnar sendi út neyðarkall kl. 13 að staðartíma í gær, sem er sami tími og á ís- landi. Sagt var að síðast hefði heyrst í Maxwell kl. 4.45 í gær- morgun er hann hringdi í yfir- menn skipsins og bað um að loft- kæling í vistarverum sínum yrði aukin. Þegar vitja átti hans á hádegi hefði hann hvorki fundist þar né annars staðar í skipinu. Enginn hefði orðið var við hann á þessum tíma. Talið er að Maxwell hafi fallið fyrir borð og drukknað en líkið fannst í sjónum 20 sjómílur suður af Kanaríeyjum. Blíðskaparveður var á þessum slóðum og snekkja Robert Maxwell hans var á siglingu með 14 mílna hraða þegar hann hvarf. Sjá „Flóttamaðurinn sem varð einn af þekktustu fjöl- miðlajöfrum heims” á bls. 20. un EB í þriðja sinn en samkvæmt henni yrði Júgóslavía laustengt sam- band sex sjálfstæðra lýðvelda. Leið- togar hinna lýðveldanna fimm höfðu samþykkt áætlunina en í gær studdi Momir Bulatevic forseti Svartfjalla- lands tillögu Serba um breytingar á friðaráætluninni- sem þýtt hefði að svæði sem Serbar byggðu í öðrum lýðveldum heyrðu undir Serbíu. Þessari tillögu var hafnað og ítrek- aði þá Slobodan Milosevic forseti Serbíu að ekki þyrfti að ræða frið- aráætlunina frekar. í upphafí fundar í Haag í gær lýstu fulltrúar Serba og Króata yfir vopnahléi í bardögum og er það 12. samkomulag stríðsaðila af þessu tagi frá í júní. Carrington lávarður, aðalsamningamaður EB, mun gefa utanríkisráðherrum bandalagsins skýrslu um framgang vopnahlésins á fundi í Róm á föstudag og verði niðurstaðan sú að það hafi ekki ver- ið virt mun hann fresta frekari friðartilraunum EB um óákveðinn tíma. Búist er við að þann dag muni utanríkisráðherrarnir grípa til fyrstu refsiaðgerðanna gegn Serbum. Stjórnmálanefnd Evrópuráðsins lagði í gær til að Serbar yrðu þegar í stað beittir hörðum þvingunum. Mjög harðir bardagar brutust út um gjörvalla Króatíu í gærmorgun skömmu áður en forsetar lýðveld- anna sex og forsætisnefnd júgóslav- neska ríkjasambandsins settust að samningaborði í Haag. Barist var um hraðbrautina milli Belgrad og Zagreb við borgina Nova Gradiska og stórskotaliðssveitir sambands- hersins héldu uppi linnulausri skot- hríð á borgina Osijek. Að sögn króa- tíska útvarpsins varð manntjón með- al óbreyttra borgara þar. Þorp í nágrenni borgarinnar urðu einnig fyrir harðri árás. Þá gerðu króatísk- ar sveitir skotárás á serbnesku borg- ina Sid, sem er 100 km vestur af Belgrad, og sagði Tanjug-fréttastof- an að þar hefði orðið mikið tjón. Sjá „Hernaðaraðgerðir í Króa- tíu fordæmdar” á bls. 23. Svíþjóð: Atvinnulausir aldrei fleiri Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. Efnahagskreppan í Svíþjóð kemur nú víða hart niður. I gær lagði ríkisstjórnin fram tillögnr í þinginu um viðnám gegn krepp- unni. Samkvæmt þeim ætla stjórnvöld að spara níu milljarða sænskra króna (88 milljarða ísl. kr.) á fjárlögum næsta árs. Boðaðri hækkun barnabóta er frestað um óákveðinn tíma. Fram- lög til fjárfestinga, atvinnutrygg- inga og sjúkrati-ygginga verða skorin niður. Framlag til atvinnu- mála hækkar um fjóra milljarða s.kr. til að vinna á móti síhækkandi tölu atvinnulausra. Tæplega 200.000 Svíar ganga nú atvinnu- lausir og hafa ekki verið fleiri frá stríðslokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.