Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1991 15 Athyglisvert rit um haffræði þótt hún sé dýr fyrir samfélagið. Heilabilun er algengasta orsök þess að manneskja þarfnast lang- varandi dvalar á hjúki-unardeild og flestir sjúklinganna þarfnast margra ára vistunar. Fáar sér- deildir eru til fyrir heilabilun og það er slæmt fyrir þá sem þarfn- ast þjónustu hjúkrunardeilda að deila deildum og sjúkrastofum með sjúklingum sem eiga við annars konar veikindi að stríða. Úrbætur Víða erlendis er góð reynsla af félögum aðstandenda Alzheimers- sjúklinga sem vinna að fræðslu um sjúkdóminn og veita aðstand- endum fræðslu og hjálp í stuðningshópum þar sem þeir skiptast á skoðunum og greina hveijir öðrum frá erfiðleikum í umönnun sjúklinga heima og styðja hvorir aðra með ráðum sem þéir hafa sjálfir fundið. Þessi félög hafa einnig barist fyrir bættri þjónustu við sjúklinga með heila- bilun bæði utan og innan stofn- ana. Þau hafa einnig stutt j-ann- sóknir á þeim sjúkdómum sem valda heilabilun. I Reykjavík hefur starfað félag áhugamanna og aðstandenda Alz- heimerssjúklinga í nokkur ár og látið ýmislegt gott af sér leiða, t.d. látið þýða bók um þetta vanda- mál sem Mál og menning gaf út. Ég ráðlegg öllum sem glíma við heilabilun að lesa þessa bók sem ber titilinn „Þegar á reynir”. Þörf væri á slíkum félögum í fleiri byggðarlögum. Til að ýta undir félagsstofnun á Akureyri stendur Læknafélag Akureyrar fyrir fræðslufundi um heilabilun í sam- komusal Dvalarheimilisins Hlíðar laugardaginn 16. nóvember kl. 14 og eru allir velkomnir. Höfundur er læknir. eftir Jörund Svavarsson Nýlega kom út á vegum Háskóla- útgáfunnar bókin Haffræði I eftir Unnstein_ Stefánsson, prófessor við Háskóla Islands. Þetta er vandað rit, alls 413 blaðsíður, með fjölda skýringarmynda og atriðaorðaskrá. í ritinu, sem að sögn höfundar er hið fyrra af tveimur, fjallar Unn- steinn meðal annars um könnun hafsins að fornu og nýju, um helstu eðliseiginleika sjávar, sjógerðir, hita, seltu og ljósið í hafínu. Itarleg um- ijöllun er ennfremur um aðalefni sjávar og næringarsölt í hafinu. Unnsteinn segir í formála að hér sé um að ræða kennslurit, einkum ætlað nemendum í raunvísindum. Fyrir nemendur í líffræði og starf- andi líffræðinga, t.d. sjávarlíffræð- inga, er hér að sjálfsögðu um mikinn hvalreka að ræða. Hér er unnt að finna á einum stað allt það helsta sem fram hefur komið í haffræði á liðnum árum og þjónar bókin því bæði vel sem tilvísunarrit og sem fræðirit. En auk þess að vera fróðleg er bókin sérlega vel skrifuð og mjög aðgengileg aflestrar. Það ætti því að vera auðvelt bæði fyrir sjómenn og landkrabba að fá svör við ýmsum áleitnum spumingum um hafið eða fá svölun fróðleiksfýsnar við lestur bókarinnar. Unnsteinn hefur hér enn einu sinni sýnt hæfileika sinn til að miðla flókn- um haffræðum á einföldu en kjarn- yrtu máli til fróðleiksfúsra lesenda. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Unnsteinn sendir frá sér stórt ritverk á íslensku. Margir muna eflaust eftir bók hans Hafinu, sem Almenna bókafélagið gaf út 1961. Unnsteinn Stefánsson Sú bók hefur verið ófáanleg í mörg ár og var svo þegar árið 1977 er ég fyrst reyndi að ná í hana, þá nem- andi Unnsteins í námskeiði hans, Almenn haffræði I. En stórverk Unnsteins hafa ekki aðeins verið lesin af íslendingum. Margir erlendir sjávarlíffræðingar öfunda íslendinga af því að hafa eins ítarlegt rit og doktorsritgerð Unn- steins til að vitna í um haffræði eig- in hafsvæðis. Ritið, North Icelandic Waters,_ sem fjallar um hafsvæðið norðan íslands og kom út árið 1962, er enn í fullu gildi. Ég bíð spenntur eftir Haffræði II, sem ég er sannfærður um að veiti mér og öðrum áhugamönnum um hafið enn frekari innsýn í hinn fróð- lega heim hafsins og óska Unnsteini til hamingju með þetta merka rit. Höfundur er dósentí sjávarlíffræði við líffræðiskor Háskóla íslands. SÓLSKÁLAR Smíðum úr viðhaldsfríu uPVC efni: • Sólstofur • Svalahýsi • Rennihurðir 1 • Renniglugga | • Fellihurðir, útihurðiro.m.fl. I Ekkert viðhald íslensk framleiðsla frí Gluggar og GaröhúSo Dalvegi 2A, Kópavogi, Sími 44300 HUGSAÐU UM BÆTIEFNIN — en gleymdu ekki undirstööunni! og gefur auk þess zink, magníum, kalíum, A-vítamín og fleiri efni sem eru líkamanum nauðsynleg. Gericompiex*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.