Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1991 13 Afvopnuii á höfunum Misskilningur leiðréttur eftir Jón Baldvin Hannibalsson Hinn 26. október sl. birtist grein um afvopnun á höfunum eftir Hrein Loftsson, formann utanríkisnefndar Sjálfstæðisflokksins. í greininni er leitast við að sýna fram á að „djúp gjá” sé á milli frumkvæðis Banda- ríkjaforseta varðandi fækkun kjarnavopna og þess „málflutnings og tillögugerðar sem ákveðnir ís- lenskir stjórnmálamenn hafa sett fram og varða samninga við Sovét- ríkin um afvopnun á höfunum og þeirrar stefnu sem nú hefur skilað árangri”. Hreinn telur sig geta sýnt fram á þessa staðhæfingu með því að benda á nokkrar „staðreyndir um forsendu tilkynningar Banda- ríkjaforseta”. I Ijósi þess að verulegs misskiln- ings gætir í grein Hreins, bæði að því er varðar frumkvæði Bandaríkj- aforseta og stefnu íslands á sviði afvopnunar á höfunum, sé ég ástæðu til að leiðrétta nokkur meg- inatriði. Frumkvæði Bandaríkjaforseta Um heim allan hefur frumkvæði Bandaríkjaforseta verið fagnað sem sögulegum vendipunkti varðandi kjarnavopn. Það skýtur því skökku við þegar Hreinn Loftsson gefur til kynna að ekki sé um að ræða veru- lega stefnubreytingu enda sé þetta ekki í fyrsta skipti sem Bandaríkja- menn skeri einhliða niður vígbúnað sinn á höfunum. Bandaríkjamenn jafnt og önnur ríki hafa að sjálfsögðu aðlagað víg- búnað sinn breytingum á pólitískum aðstæðum. Þjóðþing og stjórnvöld hafa eðlilega tekið mið af stjórn- málaþróuninni og dregið úr útgjöld- um til hervarna. En þeirri aðlögun hafa ekki fýlgt formlegar áskoranir til Sovétríkjanna og væntingar um að þau svari í sömu mynt. Það er hins vegar grundvallarforsenda fýr- ir frumkvæði Bandaríkjaforseta. M.ö.o. fyrir hendi eru væntingar um að ákvörðun leiði til gagn- kvæmra aðgerða en ekki einungis einhliða niðurskurðar af hálfu Bandaríkjamanna. Hvað varðar ákvörðunina um brottflutning allra skammdrægra kjarnavopna úr bandaríska flotan- um hef ég áður bent á, að um meiri háttar stefnubreytingu er að ræða. 'Okkur hefur verið vel kunn- ugt um skiptar skoðanir manna í bandaríska stjórnkerfmu og flotan- um á skammdrægum kjarnavopn- um á höfunum. Eftir því sem stjóm- málaþróuninni hefur fleygt fram hafa æ fleiri bæst í þann hóp sem töldu að gjarnan mætti vera án þeirra. Stefnan hvað þau varðar breyttist hins vegar ekki, þrátt fyr- ir takmarkaða fækkun þeirra, sem varð á tæknilegum forsendum, og ákveðin var 1989. Tilvist þessara vopna var m.a. réttlætt í sérstakri skýrslu bandaríska flotans til þings- ins í apríl sl. Það var ekki fyrr en Bandaríkjaforseti tók af skarið sem stefnubreyting varð. Stefna íslands Þau markmið sem ísland hefur fylgt um afvopnun á höfunum hafa verið skýr. Eins og fram kom í grein minni í Morgunblaðinu 4. október sl. höfum við lagt höfuð- áherslu á kjarnorkuvígbúnað á höf- unum og tiltekið í því sambandi skammdræg kjarnavopn, stýrí- flaugar (sem skotið er af sjó) og kjarnorkuknúna árásarkafbáta. Þessa þætti hef ég m.a. itrekað tekið upp í tvíhliða viðræðum við ráðamenn innan Atlantshafsbanda- lagsins á undanförnum árum og reyndar síðast í ágúst sl. við yfir- mann Atlantshafsfiotans, Edney aðmírál, þegar hann kom hingað til lands. Hreinn gefur í skyn að við höfum einungis haft eitt í huga, þ.e. að teknar verði upp formiegar samn- ingaviðræður um afvopnun á höfun- um. Þetta er misskilningur. I Morg- unblaðinu hinn 20. september 1990 birtist grein eftir undirritaðan sem byggði á ræðu, sem flutt var á ráð- stefnu á Akureyri í ágúst sama ár. í greininni segir eftirfarandi: „Landfræðileg lega íslands leiðir til þess að næsta augljóst er, að ef við sjáum ekki fram á að einhliða að- gerðir hafí í för með sér veigamikl- ar breytingar á flotaumsvifum í nágrenni okkar, hljótum við að telja æskilegt að samningaleiðin verði farin til að draga úr vígbúnaði í Norðurhöfum.” Það var alveg Ijóst, að stærstu flotaveldin, Bandaríkin og Sovétrík- in, voru ekki tilbúin til einhliða að- gerða, sem höfðu svo afgerandi Jón Baldvin Hannibalsson „í ljósi þess að verulegs misskilnings gætir í grein Hreins, bæði að því er varðar frumkvæði Banda- ríkjaforseta og stefnu fs- lands á sviði afvopnunar á höfunum, sé ég ástæðu til að leiðrétta nokkur meginatriði.” breytingar í för með sér sem við töldum nauðsynlegar. Það breyttist ekki fyrr en með hinu misheppnaða valdaráni í Sovétríkjunum í ágúst sl. og afleiðingum þess, en þær voru undirrótin að frumkvæði Bush Bandaríkjaforseta, eins og hann segir raunar sjálfur í upphafí ræðu sinnar frá 27. september sl. En það ætti tæpast að vefjast fyrir neinum að það sem skiptir íslendinga máli og hefur komið skýrt fram í okkar málflutningi er niðurstaðan en ekki hvaða leiðir eru farnar til að fá hana. Enn fer Hreinn villur vega þegar hann fullyrðir að við höfum einung- is réttlætt stefnu íslands um af- vopnun á höfunum með tilvísun til umhverfishagsmuna þjóðarinnar og komumst þannig í mótsögn þar sem ekki sé hægt að útskýra hvernig traustvekjandi aðgerðir á höfunum tryggi þessa hagsmuni. Það er vissulega rétt að við höfum lagt áherslu á umhverfísþáttinn. En málið er ekki svo einfalt. Ég vísa á ný til greinar minnar frá 20. sept- ember 1990 en þar segir eftirfar- andi: „Takmörkun vígbúnaðar og traustvekjandi aðgerðir á höfunum er málefni sem skiptir íslendinga augljósléga miklu. Fyrir því eru tvær höfuðástæður: Hemaðarleg lega landsins og hættan á mengun sjávarins af völdum geislavirkra efna.” í skýrslu undirritaðs til Al- þingis frá því í mars 1990 segir: „Hagsmunir íslendinga lúta ekki einungis að öryggi hafsvæða séð frá hemaðarlegu sjónarmiði, heldur einnig að verndun hafsins fyrir geislavirkum efnum, ekki síst hvað varðar slysahættu vegna kjarn- orkukafbáta.” Ýmis fleiri gögn mætti nefna til vitnis um þetta mál. En þarf frek- ari vitna við til að sýna fram á, að á málflutningi okkar hafa verið tvær hliðar en ekki ein; annars veg- ar að efla hernaðarlegt öryggi í Norðurhöfum og hins vegar að tryggja umhverfishagsmuni þjóðar- innar? Umhverfisþátturinn Einna sérkennilegust verður rök- semdafærsla Hreins þegar hann fullyrðir að ekki dugi minna'til að nálgast afvopnunarmál út frá sjón- armiði umhverfísverndar en upp- ræting kjamavopna á höfunum svo og „bann við siglingum kjamorku- knúinna skipa og kafbáta”. Sjónarmið Hreins er augljóslega, að eini kosturinn til að vernda líf- ríki sjávar fyrir geislavirkni sé sá, að kjarnakljúfar hverfí alfarið af höfunum. Spurningin sem hlýtur að vakna er þessi: Er það sjónarm- ið Hreins að loka ætti öllum verk- smiðjum, sem valda mengun, í stað þess að grípa til aðgerða til að draga úr henni? Verður ekki komið í veg fyrir annað Chernobyl-slys með öðrum hætti en þeim að leggja nið- ur öll kjarnorkuver á landi? Sjónarmið sem lúta að því að markmið hljóti að miðast við annað hvort allt eða ekkert fela í sér uppg- jöf gagnvart þeim margvíslegu vandamálum sem við stöndum frammi fyrir á sviði umhverfís- verndar. Eg er ekki í vafa um að væru slík sjónarmið ríkjandi fyum- hverfísmálum almennt mundi ár- angur á sviði umhverfísvemdar láta bíða eftir sér, svo ekki sé meira sagt. Það er ekki síst eftir Chernobyl- slysið sem menn hafa gert sér grein Af hverju er ekki hægt að segja sannleikann? eftir Kristínu Einarsdóttur Eins og þeir heyrðu, sem fylgd- ust með umræðuþætti um EES- samning á Stöð 2 miðvikudaginn 30. október sl., staðhæfði utanríkis- ráðherra, að EB-dómstóilinn hafí kveðið upp dóm um sumarbústaða- mál í Danmörku. í þættinum benti ég ítrekað á að þetta væri ekki rétt, enginn dómur hefði fallið í þessu máli. Utanríkisráðherrann sagði hins vegar að víst hefði fallið dómur, hann væri með útskrift af honum í farteskinu og gæti sýnt mér hann. Strax daginn etir bað ég utanrík- isráðuneytið um að fá afrit af dóms- niðurstöðunni sem utanríkisráð- herra sagðist hafa verið með í tösk- unni. En það fór að vonum, dómur- inn fannst ekki enda aðeins til sem hugarburður ráðherrans. Menn hljóta að velta því fyrir sér hvort þetta sé dæmi um hversu vel ráðherrann sé að sér í bakgrunni þeirra samninga sem hann gyllir nú fyrir alþjóð þessa dagana. Kannski ættu menn að fara varlega í að taka staðhæfingar Jóns „Kannski ættu menn að fara varlega í að taka staðhæfingar Jóns Hannibalssonar sem góða og gilda vöru.” Hannibalssonar sem góða og gilda vöru. Kaup á landi! Hluta þáttarins á Stöð 2 var var- ið í umræður milli fulltrúa þing- flokkánna. M.a. var skipst á skoð- unum um það hvort erlendir aðilar gætu samkvæmt samningnum eignast land á Islandi. Ekki var annað að skilja en að það teldu menn ekki æskilegt. Spurningin væri hins vegar hvort hægt sé að koma í veg fyrir að það gerist ef íslendingar verða aðilar að Evr- ópsku efnahagssvæði. Á því leikur enginn vafí, að það er ekki hægt, að samþykktum EES samningi, að mismuna mönnum eftir þjóðerni. Þá verður ekki hægt að hafa ákvæði í íslenskum lögum um forgang íslendinga hvorki til vinnu né kaupa á landi svo dæmi Kristín Einarsdóttir séu tekin. En hvernig ætla menn þá að koma í veg fyrir að erlendir aðilar kaupi hér land, t.d. bújarðir með laxveiðihlunnindum eða aðrar eftirsóttar jarðir. Og hvað um eyði- jarðir hér á landi. Heilu sveitirnar hafa farið í eyði og hefðbundinn landbúnaður hefur dregist saman. Það er því óraunhæft með öllu að setja í lög hér á landi kröfur um eigendur slíkra jarða hafi þar fasta búsetu, eins og talað hefur verið um. Girðingar í lög Rætt er um að setja í íslensk lög ákvæði um það, að til að geta keypt land á íslandi þurfi menn að vera búsettir í ákveðinn tíma hér á landi. Jafnframt er sagt að styrkja eigi ákvæði um forkaupsrétt ríkis og sveitarfélaga. Danir, sem eru í EB, eru með ákvæði í sínum lögum þar sem kveðið er á um að enginn megi kaupa sumarbústaðaland í Dan- mörku nema vera búsettur þar eða hafa dvalið þar í 5 ár. Þetta ákvæði er mjög umdeilt og hafa m.a. lög- menn sem starfa fyrir EB-dómstól- inn efast um að það stæðist fyrir dómi að hafa slíkt ákvæði í lögum landsins. Enginn hefur enn kært þetta og þess vegna hefur ekki ver- ið úrskurðað í málinu. Ef það er ætlunin í raun og veru að setja ákvæði í lög sem koma í veg fyrir kaup erlendra aðila á auð- lindum landsins þá verður að taka á málum með öðrum hætti en hing- að til hefur verið gert. Meginkrafan er þó að þeir sem um þetta fjalla og bera ábyrgð á málinu virði sann- leikann. Höfundur er þingmaður Kvennalistans og formaður Samtaka um óháð ísland. fyrir nauðsyn þess að tryggja betur en verið hefur öryggi kjarnakljúfa á landi. Alþjóðakjarnorkumála- stofnunin hefur verið vettvangur fyrir samvinnu um þau mál en jafn- framt hefur tvíhliða samvinna milli hinna ýmsu ríkja verið efld. Mætti t.d. nefna að Bandaríkin og Sovét- ríkin undirrituðu á sl. ári samkomu- lag sem kveður á um aðstoð Banda- ríkjanna við að bæta öryggi kjarna- kljúfa í Sovétríkjunum. Málflutningur íslands um kjarna- kljúfa á höfunum hefur m.a. byggt á því að það sé ekki síður nauðsyn- legt að beina athyglinni að liðlega fímm hundruð kjamakljúfum á höf- um úti en þeim 420 kjarnorkuverum sem eru á landi. Áð okkar mati hafa kjamakljúfar á höfunum verið afskiptir í samvinnu á alþjóðavett- vangi hvað varðar öryggisþáttinn og tími til kominn að þar verði breyting á. Um er að ræða hreyfan- leg kjarnorkuver, sem ættu að vera háð hliðstæðum reglum og gilda um kjarnorkuver á landi. Við munum áfram vinna að því að vekja þjóðir heims til vitundar um þær hættur, sem geta stafað af slysum þar sem kjarnakljúfar á höfunum koma við sögu og að sam- komulagi um eftirlit með þeim, ásamt fyrirbyggjandi öryggisað- gerðum í tæka tíð. Höfundur er utanríkisráðherra. ©DEXION léttir ykkur störfin {y- APTON-smíðakerfið leysir vandann • Svört stálrör • Grá stálrör • Krómuð stálrör • Álrör - falleg áferð • Allar gerðir tengja Við sníðum niður eftir máli r LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.