Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1991 42 HANDKNATTLEIKUR Ólympíuleikarnir í Barcelona 1992: Island kemst ekki inn bakdyramegin HANDKNATTLEIKSSAMBAND íslands hefur lengi gælt við þá hugmynd að íslenska karlalandsliðið í handknattleik fái að taka þátt í Ólympíuleikunum i Barcelona á næsta ári, þó liðið hafi ekki unnið sér rétt til þess. HSÍ hefur bent á þann möguleika að Júgóslavía fái ekki að taka þátt vegna ástandsins i landinu og ísland eigi því möguleika á að fara sem fyrsta varalið. Þetta er tálvon. Alþjóða ólympíunefndin (IOC) og Alþjóða handknatt- leikssambandið (IHF) staðfestu við Morgunblaðið igær að að öllu óbreyttu yrði Júgóslavía með á leikunum. Erwin Lanc, forseti IHF, sagði að Júgóslavía hefði unnið sér rétt til að keppa á Ólympíuleikunum í Barcelona. I Júgóslavíu væri ein viðurkennd ólympíunefnd og meðan engin breyting yrði þar á væri ástæðulaust að vera með vangavelt- ur. „Karla- og kvennalið Júgóslavíu í handknattleik eiga fullan rétt á að keppa á Ólympíuleikunum. Ef einhver breyting verður á þessum málum Júgóslavíu í framtíðinni, kemur til kasta IOC, sem tekur ákvarðanir, en þær hafa ekkert að gera með IHF.” Michéle Verdier, upplýsingafull- trúi IOC, tók í sama streng. Hún sagði að IOC samþykkti öll lið á vegum ólympíunefndar Júgóslavíu, en viðurkenndi ekki nýjar ólympíu- nefndir í landinu fyrr en lausn feng- ist á innri málefnum Júgóslavíu, stjórnmálalega séð. „Við viðurkennum ólympíunefnd Júgóslavíu og það er undir hveiju íþróttasambandi komið hvaða íþróttamenn taka þátt í Ólympíu- leikunum, en valið hlýtur að taka mið af því hveijir hafa náð tilsettum lágmörkum eða unnið sér rétt til þátttöku.” Nefnd frá Kópavogi í viðræður við HSI Fulltrúar Ungmennafélagsins Breiðabliks í Kópavogi gengu á fund meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs í gær vegna stöðu mála Lvarðandi byggingu íþróttahúss í bænum fyrir Heimsmeistarakeppn- ina í handknattleik árið 1995. Ekki var tekin ákvörðun varðandi fram- kvæmdir, en samþykkt var að skipa nefnd til að kanna málið nánar í samvinnu við Handknattleikssam- band íslands. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, sagði við Morgunblaðið að fundinum loknum að samkomu- lagið, sem gert við mennta- og fjár- málaráðuneytið um helgina þess efnis að Kópavogur hæ^ti við fyrir- hugaðar framkvæmdir, hefði ekki verið rætt, þar sem það hefði verið undirskrifað fyrir hönd bæjarstjórn- ar og yrði tekið fyrir á næsta bæjar- stjórnarfundi, sem verður í næstu ” viku. „Þetta voru sem friðsamlegar fjölskylduumræður, þar sem rætt var um uppbyggingu Breiðabliks- svæðisins. Jón Hjaltalín hefur sleg- ið því upp að kannski nægði hús fyrir 5.000 áhorfendur vegna HM og því var ákveðið að leggja fram tillögu á næsta bæjarráðsfundi þess efnis að bæjarstjórn tilnefndi einn mann ásamt Breiðabliksmanni til að fara til viðræðna við HSÍ og kanna hvað hæft væri í þessu.” ÍSÍ stendur meðHSÍ ÍÞRÓTTASAMBAND íslands hefur áhyggjur af framgangi mála f sambandi við Heims- meistarakeppnina fhandknatt- leik árið 1995. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, sagði við Morgun- blaðið að ISÍ hefði lýst yf ir stuðningi við að keppnin yrði haldin hér á landi og staðið með HSÍ í því að íþróttahús yrði reist, en svo virtist sem grundvöllur fyrir að halda keppnina væri ekki fyrir hendi. „Ég verð að horfast í augu við þá staðreynd að nú virðist ekki vera neinn sem hefur bolmagn til að byggja þetta hús. Við hörmum hvernig þetta mál hef- ur þróast, en í augnablikinu hef ég meiri áhyggjur af fjárhags- vanda Handknattleikssam- bandsins." Ellert sagði að ÍSÍ hefði skilning á því að keppnin myndi efla íþróttastarfíð í landinu og bygging íþróttahússins væri almennt góð fyrir íþróttalífið, en málið varpaði ljósi á aðra staðreynd. „Eftir að verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga var breytt að. því leyti að sveitarfélögin hafa nú með hönd- um byggingu íþróttamannvirkja, þá verða landssamtök og svona íþróttamannvirki fyrir alþjóðlega keppni út undan. Við eigum eigin- lega hvergi heimili. Við þurfum þjóðarleikvang og við þurfum íþróttaþöll, sem sinnir stærri þörf- um en fyrir eitt bæjarfélag. Ef ríkis- valdið telur sig ekki hafa peninga eða skyldur til að sinna því gera bæjarfélögin það ekki heldur. Allt í einu sér maður fram á að það verður kannski langt í það að ís- lendingar eignist mannvirki, sem fullnægja lágmarkskröfum á al- þjóða vettvangi.” Ellert sagði að í ljósi þess sem væri að gerast þyrfti íþróttahreyf- ingin að taka upp alvarlegar við- ræður við íþróttayfirvöld í landinu, menntamálaráðuneytið og ríkis- valdið í það heila, um það hver framtíðin verði í byggingu slíkra íþróttamannvirkja. „Þetta er óþol- andi ástand og menn geta ekki verið í svona eltingaleik.” Forseti ÍSÍ undirstrikaði stuðning við keppnina og húsið, en sagðist hafa áhyggjur af því í hvaða óefni málið væri komið hvað varðaði keppnina og ijármál HSÍ. Nauðsyn bæri til að snúa sér að því að ráða fram úr fjárhagsvanda Handknatt- leikssambandsins, því staðan væri ískyggileg. í sambandi við HM yrði að horfast í augu við hvað væri hægt fjárhagslega, menn yrðu að sníða sér stakk eftir vexti. Það væri mikill kostnaður við byggingu hússins og eins ætti eftir að gera dæmið upp hvað varðaði rekstur keppninnar. VIKIIMGAR I VIKIIMIMI! Fyrsti 1. deildarleikur Víkings í Víkinni við Stjörnugróf er íkvöld kl. 20.00. Ársmiðar verða til sölu. Þeir gilda á alla heimaleiki í vetur og einnig á Evrópuleik VÍKINGS og AVIDESA nk. laugardag. Forsola aögöngumiða ó Evrópuleikinn er í Víkinni alla daga fró kl. 17.00. Áfram Víkingur! i.UMU.i,M.I-ll!TI44m!.iU4.!.M44.UiUM4J.UtUliML£.m&£m£IGSKSlGBKISKefeE£LL&iaiMKgEföi£UaB81iðiS Eyjólfur Sverrisson hefur líklega aldrei leikið betur með Stuttgart-liðinu en í gærkvöldi. Skoraði tvívegis, en aðeins markið var dæmt gilt. Stóiieikur 993olla” EYJÓLFUR Sverrisson, „Jolli” eins og Þjóðverjar kalla hann, átti stórleik með VfB Stuttgart í gærkvöldi, en liðið varð engu að síður að sætta sig við tap, 2:3, á heimavelli í síðari Evr- ópuleiknum gegn Osasuna frá Spáni og er þar með úr leik. Fyrri leikur liðanna var marka- laus á Spáni. En það sem varð Stuttgart að falli var mjög slök byijun í gær. Liðið lék langt undir getu fyrstu 30 mín. leiks- ins, nema hvað Ey- jólfur og Buch voru góðir. Pólski landsliðsmaðurinn Jan Urban var þýska liðinu erfiður; gerði fyrsta markið á 8. mín., lagði upp annað markið sem Merino gerði á 15. mín. og gerði svo sjálfur þriðja markið á 47. mín. Eyjólfur átti stórleik sem fyrr FráJóni Halldóri Garðarssynií Þýskalandi segir. Tvívegis var bjargað á mark- línu í fyrri hálfleik eftir að hann hafði átt fasta skalla að marki, og á 39. mín. skoraði hann — en þótt ótrúlegi megi virðast var markið ekki dæmt gilt: Dómarinn sagði Matthias Sammer hafa brotið af sér rétt áður, en í sjónvarpi sást greini- lega að svo var ekki. Aðeins mín. síðar átti Stuttgart svo að fá víti. Einn Spánveijinn lék knettinum greinilega með hendi innan teigs, en ekkert var dæmt. Þriðja mark Osasuna kom svo strax í upphafi seinni hálfleiks og staðan þá orðin geysilega erfið fyr- ir Eyjólf og félaga. En þeir gáfust ekki upp og fengu mörg góð færi. Það var þó ekki fyrr en á 81. mín. að Guido Buchwald náði að minnka muninn og Eyjólfur gerði fallegt mark á 89. mín. Þrumaði í bláhorn marksins af stuttu færi. IMói þjálfar Magna Nói Bjömsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Þórs á Akureyri til nok- kurra ára og lang leikjahæsti maður liðsins, hefur verið ráðinn þjálfári 4. deildarliðs Magna á Grenivík. Nói, sem er 31 árs, hyggst einnig leika með liðinu. Hann tekur við liðinu af Kristjáni Kristjáns- syni, fyrrum félaga sínum í Þór, sem þjálfaði og lék með liðinu síð- ustu tvö keppnistímabil. UMFI Sæmundur ráðinn framkvæmdastjóri Sæmundur Runólfsson, 36 ára tryggingafulltrúi hjá Vá- tryggingafélagi íslands hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ung- mennafélags íslands frá næstu ára- mótum. Sæmundur tekur við starf- inu af Sigurði Þorsteinssyni sem verið hefur framkvæmdastjóri sl. fimm ár. Sæmundur hefur starfað sem tryggingafulltrúi hjá VIS á mark- aðssviði. Hann hefur starfað lengi í ungmennafélagshreyfingunni. Hann var formaður Ungmennafé- lagsins Drangs í Vík í Mýrdal um nokkurra ára skeið, var formaður dómnefndar um framtíðarskipulag og uppbyggingu Þrastaskógar og hefur setið í varastjórn og stjórn Ungmennafélags íslands sl. sex ár. Hann var einnig framkvæmdastjóri it».l H l.l.l ». Sæmundur Runólfsson 20. Landsmóts UMFl sem haldið var í Mosfellsbæ sumarið 1990. Fréttatilkynning _ S::<; nncv cnuaccOHI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.