Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 28
-28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1991 Krafist hækkunar trygginga- bóta vegna lyfjakostnaðar Sambandsstjórn Sjálfsbjargar: Sambandsstjórn Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, hefur skor- að á stjórnvöld að endurskoða reglugerð um greiðslu almannatrygg- inga á lyfjakostnaði en ályktun þess efnis var samþykkt á fundi stjórnarinnar, sem haldinn var á Egilsstöðum í lok september. í ályktuninni sem samþykkt var á fundinum segir að lyfjakostnaður örorkulífeyrisþega hafi stóraukist en bætur almannatrygginga ekki hækkað og þetta komi hart niður á öryrkjum og ellilífeyrisþegum. „Því skorar sambandsstjórnarfund- ur Sjálfsbjargar á ríkisvaldið að færa reglugerð um lyijakostnað í sama horf oggilti fyrir 1. júlí 1991,” segir í ályktuninni. I athugasemd sem Morgunblað- inu hefur borist um málið frá heil- brigðisráðuneytinu segir hins vegar að þær upplýsingar sem ráðuneytið hafi aðgang að og þær athuganir sem gerðar hafí verið á vegum ráðu- neytisins bendi ekki til að lyfja- kostnaður örorkulífeyrisþega hafi stóraukist heldur þvert á móti að hann hafi lækkað í sumum tilvikum. „Heilbrigðisráðuneytinu kemur á óvart að sambandsstjómarfundur- inn skuli fullyrða hið gagnstæða og óskar eftir því að fá aðgang að þeim upplýsingum um stóraukinn lyfjakostnað örorkulífeyrisþega, sem um er rætt í ályktuninni og sambandsstjórnarfundurinn hlýtur að hafa haft undir höndum. Heil- brigðisráðuneytið mun framsenda öll þau gögn, sem sambandsstjórn- arfundurinn hefur byggt ályktun sína á, til Tryggingastofnunar ríkis- ins og lyfjahóps heilbrigðisráðu- neytins með beiðni um tafarlausa athugun og komi í ljós að um rétt- mætar ástæður sé að ræða mun ráðuneytið beita sér fyrir viðhlýt- andi aðgerðum,” segir í athuga- semdinni. Á fundi sambandsstjórnarinnar var jafnframt samþykkt ályktun þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra á tryggja með lagasetningu sérs- takt framlag ríkissjóðs til uppbygg- ingar þjónustu í þágu geðfatlaðra. Þá var á fundinum samþykkt ÁRANGVROG FRAMTÍÐARFORM Halldór Blöndal, landbúnaðarráöherra, heldur OPINN KYNNINGARFUND um gróðurvernd og landgrœðslumál í Borgartúni 6, 4. hœð, á morgun, fimmtudaginn 7. nóvember 1991, kl. 9.00-17.00. Fundarstjóri: Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðarnnaður landbúnaðarráðherra. Erindi ó fundinum flytja eftirtaldir aðilar í þessari röð: ★ Halldór Blöndal, landbúnaðarróðherra. ★ Sveinbjörn Dagfinnsson, róðuneytisstjóri. ★ Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri. ★ Níels Arni Lund, deildarstjóri. ★ Agúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands. ★ Magnús Óskarsson, kennari Bændaskólans ó Hvanneyri. ★ Grétar Unnsteinsson, skólostjóri Garðyrkjuskóla ríkisins. ★ Andrés Arnalds, fulltrúi Landgræðslu ríkisins. ★ Magnús Finnbogason, bóndi ó Lógafelli, Rangórvallasýslu. ★ Gunnar Einarsson, bóndi ó Daðastöðum, N-Þingeyjarsýslu. ★ Jón Loftsson, skógræktarstjóri. ★ Helgi Gísloson, framkvæmdastjóri Héraðsskóga. ★ Arni Bragason, forstöðumaður Mógilsór. ★ Hulda Valtýsdóttir, formaður Landgræðsluskóga. ★ Þorsteinn Tómasson, forstjóri RALA. ★ Dr. Ólafur Arnalds, starfsmaður RALA. ★ Dr. Ólafur Dýrmundsson, landnýtingarróðunautur B.í. ★ Hókon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda. ★ Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt og formaður Landverndar. ★ Þóroddur F. Þóroddsson, framkvæmdastjóri Nóttúruverndarróðs. Markmið fundarins er að gefa stofnunum, samtökum, félögum og öllu áhugafólki um gróðurvernd og landgræðslu, kost á að vita hvað er að gerast og hvað er framundan á þessum vettvangi. Fundurinn er öllum opinn. Landbúnaðarráðuneytið. Handsamaður eftir víta- verðan akstur í miðbænum Kísilnám í Mývatni: Landvernd styður niður- stöður Náttúruvemdarráðs Á NÝAFSTöðNUM aðalfundi Landverndar var samþykkt að Iýsa yfir fullum stuðningi við nið- urstöður Náttúruverndarráðs um stöðvun kísilnámsins í Mývatni. Ennfremur minnir stjórnin á aðild íslands að Ramsar-samþykktinni og að Mývatn er eitt af svæðunum Fyrirlestur um einelti BERGÞÓRA Gísladóttir sér- kcnnslufulltrúi á Vesturlandi heldur fyrirlestur um einelti í Æfingadeild Kennaraháskóla Is- lands á mótum Bólstaðarhlíðar og Háteigsvegar miðvikudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Eftir fyrirlesturinn, sem er á veg- um Foreldrafélags misþroska barna, svarar Bergþóra spurningum fundar- manna og að því loknu verða almenn- ar umræður. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. á skrá þeirrar samþykktar. Yfir 50 þjóðir eiga aðild að Rams- ar-samþykktinni, sem gekk í gildi árið 1975, og er ísland ein þeirra þjóða. í frétt frá Landvernd segir að markmið samþykktarinnar sé að vernda votlendissvæði heimsins, sér- staklega sem lífsvæði fyrir fugla. Hver aðildarþjóð tilnefni að minnsta kosti eitt alþjóðlega mikilvægt vot- lendissvæði. Island hafi tilnefnt tvö svæði, Mývatn og Þjórsárver. Sam- þykktin kveði á um að öll dýr og plöntur viðkomandi votlendissvæðis skuli vera vernduð gegn ofnýtingu, svo vistkerfið raskist ekki. Aðalfundur Landvemdar sam- þykkti ennfremur að beina þeim til- mælum til Umhverfisráðuneytis og annarra opinberra aðila að hafa svo- nefnda varúðarreglu í heiðri við allar umsagnir og ákvarðanir sem snerta lífríki og umhverfi. I þessari reglu felst að ef minnstu líkur eru á að framkvæmdir valdi umhverfissplöll- um verði allur vafi túlkaður um- hverfi og lífríki í hag. Dómkirkjan í Reykjavík. Dómkirkjan: Tónlistardagar hefjast í kvöld TÓNLISTARDAGAR Dómkirkj- unnar hefjast með tónleikum í Dómkirkjunni í dag, miðvikudag- inn 6. nóvember kl. 20.30. Dómkórinn frumflytur mótettuna„Vakna þú, sál mín” eftir Jón Þórarinsson. Verkið var samið fyrir Dómkórinn og er Jón 10. tón- skáld sem semur fyrir kórinn. Einnig syngur Sigríður Ella Magnúsdóttir einsöng, en hún er gestur kórsins og kom sérstaklega til þess frá Lon- don. Organleikari og kórstjóri er Mar- teinn H. Friðriksson. ályktun þar sem skorað er á ríki og sveitarfélög að lagfæra launa- kjör þeirra starfsmanna er vinna á heimilum fatlaðra sem og við ýmis önnur störf í þeirra þágu. „í þessum launakjörum felst í raun alvarlegt virðingarleysi gagnvart fötluðum og verður þjónusta við þá því aðeins bætt að laun starfsmannanna verði hækkuð verulega. Málinu til stuðn- ings skal bent á að meðaltaxtalaun í heilbrigðishópi Starfsmannafélags ríkisstofnana voru í desember 1990 61.639 kr. á mánuði,” segir í álykt- uninni. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglumenn við bifreiðina á Kárastíg þar sem eftirförinni lauk. Ferð piltsins lá austur Braga- götu, suður Laufásveg þar sem hraðinn mældist 90 km en leyfileg- ur hraði í hverfinu er 30 km, yfir gatnamót Laufásvegar og Njarðar- götu án þess að stöðvunarskylda væri virt, norður Barónsstíg þar sem hann ók á umferðarskilti, og gegn einstefnu á Freyjugötu. Oku- ferðin endaði á Kárastíg þar sem ökumaðurinn reyndi að sleppa und- an laganna vörðum á tveimur jafn- fljótum en var eltur uppi af lögregl- umanni og handsamaður. Hann reyndist ekki ölvaður og gaf þá skýringu á háttalagi sínu að hann hefði setið að drykkju kvöldið áður. Hann kenndi timbur- mönnum um viðbrögð sín. -------¥-*-*------ Grafarvogur - nýtt vikublað NÝTT VIKUBLAÐ hefur litið dagsins Ijós. GV - Grafarvogur, sem komið hefur út á 1-2 mánaða fresti, er nú orðið að vikublaði. GV er hverfisblað í dagblaðsbroti, byggt upp og rekið svipað og héraðs- fréttablöð úti á landsbyggðinni. Það flytur fréttir af því sem er að gerast í Grafarvogshverfum og tekur til umfjöllunar mál sem efst eru á baugi hveiju sinni. GV er eina fréttablaðið sem gefíð er út í hverfi í Reykjavík. Blaðið kemur út á föstudögum og er 4-8 bls. að stærð, prentað í Prent- smiðju DV. Handknattleiksdeild Fjölnis sér um sölu blaðsins í Grafar- vogi, og rennur hluti andvirðis til að styrkja starfsemi deildarinnar. (Úr fréttatilkynningu) TVÍTUGUR ökumaður var handtekinn á sunnudag skammt frá Kára- stíg eftir að lögregla hafði veitt honum eftirför um miðbæinn í fimmt- án mínútur. Maðurinn hafði gerst sekur um vítaverðan akstur og brotið fjölmörg ákvæði umferðarlaga. Lögreglan elti hann með sír- enu vegna töluverðrar umferðar gangandi vegfarenda í hverfinu. Maðurinn sinnti ekki stöðvunar- og ók hægt norður Sóleyjargötu og skyldu við Njarðargötu og Sóleyjar- beygði austur Skothúsveg. Á Fjólu- götu og hugðist lögreglan þá stöðva götu jók hann hraðann og hófst þá ferð hans. Hann hægði á bílnum eftirför lögreglu. Ky nningarfundur um Fák KYNNINGARFUNDUR um starfsemi Fáks verður fimmtu- daginn 7. nóvember kl. 20.30 í félagsheimili Fáks í Víðidal. Kynnendur verða þessir: Baldur Jónsson talar um aðstöðuna á Ragnheiðarstöðum, Guðbrandur Kjartansson ræðir um hestaferða- lög Fáks að sumarlagi, Gunnar Maggi Árnason fjallar um félagslíf að vetrarlagi, Halldóra Guðmunds- dóttir segir frá kvennadeildinni og Viðar Halldórsson fræðir um hest- hús og hagbeit og segir almennt frá starfi félagsins. Aðgangur er öllum opinn. Utan- félagsmenn greiða 100 krónur í aðgangseyri. (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.