Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MÍÐVIKUDÁGUR 6. NÖVEMBER 1991 Mennirnir taldir af TVEIR ungir Bolvíkingar, sem leitað hefur verið frá því að bíll sem þeir voru í fór út af veginum um Oshlíð, eru nú taldir af. Þeir hétu Ágúst Helgi Markússon, 19 ára, og Bernódus Örn Finnboga- son, 16 ára. Ágúst Helgi fæddist 27. október 1972. Hann var við nám í Vélskóla íslands í Reykjavík en átti heimili í foreldrahúsum í Holtabrún 6 í Bol- ungarvík. Bernódus Öm fæddist 14. '&príl 1975. Hann var í vélstjóranámi við Menntaskólann á ísafirði og bjó í foreldrahúsum í Holtabrún 21 í Bolungarvík. Ágúst Helgi og Bemódus Öm vom í bfl sem fór út af Óshlíðarvegi í Seljadal og hafnaði í sjónum aðfara- nótt síðastliðins Jaugardags. Þriðji maðurinn, 19 ára ísfirðingur, kastað- ist út úr bílnum áður en hann fór í sjóinn og komst lífs af. Félagar úr fjórum björgunarsveit- um við Djúp hafa leitað mannanna frá því að slysið varð en án árangurs. Snæfellingur kaupir meirihluta Tungufells: Nýja félagið með 3.470 tonna kvóta Nýju eigendurnir greiða þrotabúi HÓ bætur vegna ágreinings um bátaviðskipti Morgunblaðið/Þorkell Evrópuverðlaun afhent Evrópuverðlaun sjónvarpsstöðva, Prix Europa, voru afhent við hátíð- lega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi, og var sjónvarpað beint frá athöfninni til 40 landa. Veitt voru verðlaun fyrir leiknar sjónvarps- myndir og heimildarmyndir, og á myndinni sést Heimir Steinsson út- varpsstjóri afhenda verðlaunin fyrir sænsku myndina „Appelsínumaður- inn”, sem hlaut verðlaun sem besta leikna sjónvarpsmyndin. Sjá bls. 19. SNÆFELLINGUR hf., útgerðarfélag togarans Más í Ólafsvík, hefur keypt meirihluta hlutabréfa í útgerðarfélaginu Tungufelli hf. sem gerir út þijá báta. Á hluthafafundi í Tungufelli hf. í gærkvöldi var kosin ný stjórn, sú sama og er í Snæfellingi hf., og taka nýju eigend- urnir við rekstrinum í dag. Að sögn Stefáns Garðarssonar, bæjar- sljóra í Ólafsvík, sem er formaður sljórna beggja félaganna, verða hlutafélögin á næstunni sameinuð í eitt öflugt útgerðarfélag undir nafninu Snæfellingur hf. Það mun fyrst um sinn verða í meirihluta- eigu bæjarsjóðs Ólafsvíkur. Félagið mun eiga togarann Má og bátana Gunnar Bjarnason, Garðar og Tungufell, og hafa 3.470 tonna kvóta, eða um 46% af kvóta Ólafsvíkinga. Kaupverð þeirra hlutabréfa í Tungufelli hf. sem Snæfellingur hf. kaupir af Ólafi Gunnarssyni, fyrr- verandi aðaleiganda og fram- kvæmdastjóra Hraðfrysihúss Ólafs- Matthías Bjarnason alþingismaður: Ég er gjörsamlega andvígnr byggðastefnu stjórnarinnar víkur hf., og samstarfsmönnum hans er um 36 milljónir kr. Það er að mestu greitt í skuldabréfum til tíu ára. Heildarskuldir Tungufells hf. eru um 275 milljónir kr. að sögn Stefáns. Nýir eigendur Tungufells hafa staðið í viðræðum við forráða- menn þrotabús Hraðfrystihúss Ólafsvíkur hf. um lausn á ágreiningi Forsætisráðherrá segir Matthías hafa gert athugasemdir við eitt atriði í Hvítbókinni MATTHÍAS Bjarnason alþingismaður segist vera gjörsamlega ósam- mála öllu sem snúi að byggðamálum í stefnu og starfsáætlun ríkis- stjórnarinnar og segist vera andstæðingur ríkisstjórnarinnar í þeim málum, „enda var þingmönnum Sjálfstæðisflokksins ekkert gefinn kostur á að vera við samningu þessarar bókar,” segir hann í sam- tali við Morgunblaðið. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að Matthías hafi aðallega gert athugasemdir við eitt atriði í stefnu og starfsáætlun ríkisstjórnarinnar en það varðaði fyrirhugaðan flutning Byggðastofnunar til Akureyrar. Hann segir að Hvítbókin hafi feng- ið rækilega kynningu og umfjöllun í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Matthías sagði rétt að þingmenn hefðu fengið stefnuskrána til skoð- unar. „Það voru margar athuga- semdir gerðar en ekki tekið tillit til neins. Eg hef gert athugasemdir bæði þá og áður um að ég væri al- gjörlega mótfallin því sem forsætis- ráðherra hefði verið að tala um í sambandi við Byggðastofnun og yfirleitt byggðamálastefnu hans. Mér er alveg sama hvað hann segir. Ég gef lítið fyrir hvað hann segir,” sagði Matthías. Hann var spurður hvort hann myndi greiða atkvæði gegn byggða- málum ríkisstjómarinnar. „Auðvitað greiði ég atkvæði eins og samviska mín býður. Ég hef ekki selt sál mína þessum mönnum,” sagði hann. - Ertu ennþá stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar? „Ekki í þessum efnum. Hvemig á ég að vera stuðningsmaður í vissum greinum sem stríðir algerlega á móti samvisku minni? Ég hef aldrei tamið mér það og ætla að enda minn pólitíska feril á því að standa með og vera trúr þeirri stefnu,” sagði Matthías. Matthías sagðist vera andvígur fleiri atriðum sem kæmu fram í stefnu og starfsáætluninni en sném að byggðamálum. „Mér líkar ekki öll matagerðarlist forsætisráðherr- ans og hans nánustu samstarfs- manna í byggðamálum og fleiri málum, svo sem heilbrigðismálum og fleiru sem ég tíunda ekki núna, en það kemur að því. Ég mun ekki láta ráðstafa mér eins og hveijum öðrum dauðum hlut. Það er nú ekki samræmi í þessari Hvítu bók við ýmsar aðgerðir í fjárlagafrumvarp- inu, eins og í vegamálum og fleira og fleira,” sagði Matthías. „Þetta er auðvitað stefnuplagg ríkisstjórnarinnar en það var lagt fram í einum sex gerðum í þing- flokknum og síðan fóru tveir þing- menn yfir þetta af hálfu þingflokks- ins líka,” sagði Davíð Oddsson. „All- ir þingmenn fengu það svo til yfir- lestrar og voru beðnir um að skila skriflegum ábendingum. Það gerðu mjög margir þingmenn. Ég man eftir að Matthías gerði athugasemdir varðandi þennan þátt sérstaklega um Byggðastofnun og kannski hann kysi að orða öðruvísi það sem segir um byggðamálin en það er mjög í samræmi við stefnu flokksins og stjómarflokkanna beggja. Það er auðvitað rétt hjá Matthíasi að þetta er stefnuskrár- atriði ríkisstjómarinnar en það var búið að þrælkynna það í þingflokkn- um. Einstakir þingmenn kunna svo að gera athugasemdir við eitt og eitt atriði í löngu plaggi. Það verður aldrei komist hjá því,” sagði Davíð. ♦ Hafnarfjörður; Þrír árekstr- ar í gærkvöldi ÞRÍR harðir árekstrar urðu í Hafnarfirði í gærkvöldi og að sögn lögreglunnar þurfti að flytja tvo á slysadeild, en meiðsli þeirra voru ekki talin mjög alvar- leg. Á áttunda tímanum urðu tveir árekstrar með skömmu millibili á gatnamótum Hjallabrautar og Reykjavíkurvegar. Einn var fluttur á slysadeild úr hvorum árekstri. Þriðji áreksturinn varð á Vestur- götu við Langeyri um kl. 23, en þar urðu engin slys á mönnum. sem verið hefur á milli þrotabúsins og eigenda Tungufells. Þrotabúið hefur krafist þess að Tungufell hf. skili aftur inn í þrotabúið bátum sem útgerðarfélagið keypti af Hrað- frystihúsinu. Stefán sagði að nú sæist fyrir endann á þessum ágrein- ingi. Myndu nýju eigendurnir greiða þrotabúinu þá fjárupphæð sem sam- komulag yrði um að þrotabúinu bæri vegna bátaviðskiptanna, auk þess sem þeir kaupi 10% eignar- hluta þrotabúsins í Tungufelli hf. I fréttatilkynningu frá bæjarsjóði Ól- afsvíkur segir að Ólafur Gunnarsson sé í persónulegum ábyrgðum vegna kaupa sinna á hlutabréfum í Hrað- frystihúsinu og láti nærri að sölu- verð hlutabréfa hans í Tungufelli nægi fyrir þeim ábyrgðum. Snæfellingur hf. Ijármagnar kaupin á Tungufelli meðal annars með aukningu eiginijár. Fyrirhugað er að bjóða hlutabréf í félaginu til sölu á almennum markaði innan tíð- ar. Stefán sagði að fyrir lægju hluta- fjárloforð aðila utan bæjarins sem hann sagði þó ekki hægt áð greina frá hveijir væru. Þá yrði heima- mönnum gefinn kostur á kaupa hlutabréf. I fréttatilkynningu bæjar- sjóðs segir að mikill einhugur hafi skapast meðal íbúa Ólafsvíkur um að togarinn og bátarnir færu ekki úr byggðarlaginu. Þá kemur fram að bæjarstjóm standi einhuga að baki þeim ráðstöfunum sem gerðar hafi verið og að takmarkið sé að með öflugu útgerðarfélagi skapist ' traustur grundvöllur hráefnisöflun- ar á Snæfellsnesi. Morgunblaðið/Ingvar Vinnuslys sviðsett í verksmiðju Félagar í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík settu á svið vinnuslys í húsi gömlu síldarmjölsverksmiðjunnar við Grandagarð í gærkvöldi, en um var að ræða árlega æfingu sveitarinnar á stórslysum. Alls tóku 38 flugbjörgunarsveitarmenn þátt í æfíngunni, en sett var á svið að sprenging hefði orðið í verksmiðjunni, og að koma þyrfti 15 slösuðum mönnum undir læknishendur. Að sögn Jóns Gunnarssonar, formanns Flugbjörgunarsveitarinnar, tókst æfingin í alla staði mjög vel. Jökull hf. vann mál sitt í Hæstarétti: Formgalli talinn á úrskurðir sj ávarútvegsr áðuneytisins ÚRSKURÐUR sjávarútvegsráðuneytisins frá árinu 1987 um upptöku ólöglegs afla sem tekinn var til vinnslu hjá Jökli hf. á Hellissandi á árinu 1986 var felldur úr gildi með dómi Hæstaréttar í gær. Jökull hf. höfðaði mál á hendur sjávarútvegs- og fjármálaráðherra til ógild- ingar úrskurðinum en sljórnvöld voru sýknuð í bæjarþingi Reykjavík- ur og skaut Jökull hf. málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur taldi að málsmeðferð ráðuneytisins hafi verið um margt áfátt, úrskurðurinn hafi ekki verið nægjanlega rökstuddur og felldi hann því úr gildi. Þar sem dómur Hæstaréttar byggðist á formgalla í sjávarútvegsráðu- neytinu kom efni úrskurðarins ekki til álita í Hæstaréttardómnum. I dómi Hæstaréttar er fundið að andi og feli í sér refsikennd viður- nokkrum atriðum í málsmeðferð ráðuneytisins. Nefnt er að ekki komi fram í úrskurðinum á hvaða ákvæði Iagagreinarinnar sé byggt, engin grein sé gerð fyrir aflaheim- ildum viðkomandi báta og hvort þær voru fullnýttar, ekki komi fram við hvaða afla- eða framleiðslumagn sé miðað og að seljendum aflans hafi ekki verið gefínn kostur á að tala máli sínu áður en úrskurður var felldur. Þá segir að sérstök þörf sé á rökstuðningi stjórnsýslu- ákvarðana þegar þær séu íþyngj- lög. „Eins og hér stendur á, þar sem ráðuneytinu er falið bæði rannsókn- arvald og úrskurðarvaid og um mikla hagsmuni er að ræða, er sér- stök nauðsyn á vandaðri málsmeð- ferð, bæði um undirbúning og gagnaöflun, svo og úrskurðinn sjálfan,” segir ennfremur í dómi Hæstaréttar. „Ég er mjög ánægður með að þessum óhróðri sjávarútvegsráðu- neytisins um fyrirtæki mitt hafi verið hnekkt,” sagði Skúli Alexand- ersson, framkvæmdastjóri Jökuls og fyrrverandi alþingismaður, í samtali við Morgunblaðið þegar álits hans á niðurstöðu Hæstaréttar var leitað. „Ég hafði reyndar aldrei neinar efasemdir um að Hæstiréttur myndi komast að þessari niðurstöðu á grundvelli einhvers af þeim mörgu möguleikum sem rétturinn hafði til að ógilda þennan úrskurð. Hann valdi þann kost að taka formið í upphafí og er ég mjög ánægður með það því það er kannski stað- festing á að allt það sem á eftir kom var af svipuðum toga,” sagði Skúli. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að niðurstaða Hæst- aréttar sýndi glöggt hversu brýnt væri að breyta stjómsýslunni í sjáv- arútveginum, auka réttaröryggið með lægra stjórnsýslustigi þannig að hægt verði að skjóta úrskurðum þess til æðra stjórnsýslustigs. Sjá nánar á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.