Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NOVEMBER 1991 35 Kveðjuorð: Kjartan Jónsson Fæddur 19. september 1964 Dáinn 3. október 1991 Mig langar að kveðja vin minn Kjartan Jónsson. Leiðir okkar lágu saman snemma á árinu 1990, og tókst með okkur talsverður vin- skapur. Kjartan hafði yfirleitt sam- band við mig í síma, og fannst mér það mjög gaman. Nema hvað, nema hvað, var hann vanur að svara og brosa þegar hann spurði mig hvort ég væri ekki hress og kát. Nema hvað. Kjartan var með talsvert mikla flogaveiki. Þrátt fyrir sinn sjúkdóm var hann alltaf jákvæður og hvatti aðra einnig til þess, hann svaraði alltaf hlýlega og með jafn- aðargeði og rak engan í burt frá sér. Kjartan kunni mikið, vissi mik- ið, hafði reynt margt, og vakti það athygli mína hve piltur var fróður og hafði mikla reynslu af lífsbarátt- unni. Gamla fólkið kenndi honum margt. Hann var alltaf svo hress og það var stutt í brosið, mér fannst hann afskaplega duglegur, lét veik- indin ekki aftra sér frá neinu, gerði allt sem hann mögulega gat. Kjart- an var hreinskilinn, opinn og hafði ekkert að fela og komst langt á framkomunni einni saman. Kjartan byijaði að æfa bardaga- íþrótt 14 ára gamall, hann talaði mikið um kimívasa-, kunfu-, jujudsu- og júdó-bardagalistir, og vegna sjúkdómsins var þetta erfitt fyrir hann, hann sagði mér frá fyrstu æfingunni sinni þegar hann þurfti að stoppa í miðjum æfinga- tíma og fara fram, og kasta upp vegna álags, en fór svo strax inn aftur, og hélt áfram að æfa, hann ætlaði sér ekki að gefast upp hark- an var slík og dugnaðurinn, svona var Kjartan, gerði það sem hann ætlaði sér, hvað sem það kostaði hann. Nú síðast æfði hann með meistaraflokki júdódeildar Ár- manns í Reykjavík. Kjartan kynntist ýmsum störfum á sinni stuttu ævi, hann vildi alltaf vera að, hann hjálpaði til við að setja gervihnattadiska á húsþök, breyta görðum, hann hafði kynnst húsaviðgerðum sem ég fékk að njóta góðs af er hann hjálpaði mér við húsaviðgerðir innanhúss, hann var mjög vandvirkur og vildi byggja hlutina á traustum grunni. Kjartan var mikið fyrir að vera úti í náttúrunni og fór í gönguferð- ir með ferðafélögum. Hann sagði mér oft að hann ætlaði að fara eitthvað út í náttúruna og bara vera þar, og það gerið hann, og var kannski marga klukkutíma einn úti í náttúrunni. Kjartan þráði það heitast að komast í Þórsmörk á hveiju sumri, enda var hann alinn upp á þeim slóðum, og þekkti Mörk- ina eins og fingurna á sér, hans veikindi lét hann ekki aftra sér að gera það sem hann langaði, þó þau hafí hamlað honum á margan hátt, þá fór hann einn síns liðs jafnvel á á puttanum frá Reykjavík, en hann hafði verið leiðsögumaður þar fyrir útlendinga í sjálfboðavinnu, ef svo bar undir. Kjartan komst það sem hann ætlaði sér, dugnaðurinn var slíkur, og seigur var hann að bjarga sér. Bjarga sér, sagði hann gjarn- an, bara bjarga sér. Kjartan gat bjargað sér við næstum því hvaða aðstæður sem voru. Ég skildi ekki hvernig svo ungur maður gat vitað svo margt, en hann þekkti lífið. Kjartan var alltaf að reyna að stuðla að sínum eigin sjálfsþroska. Kjartan sýndi mér hvernig ætti að byggja hlóðir til að kveikja eld og elda mat, úti í náttúrunni. Hann talaði um skýin, hann sá til um hvaða veður var í vændum út úr þeim, hann hafði svo mikla innsýn á svo ótrúlega margt. Kjartan var alltaf hress og gaman að tala við hann, hann hafði svo mikla hlýju til að gefa, og ýtti engum frá sér. Kjartan þekkti dýriri, sagði að þau hefðu oft gætt hans og varað hann við. Kjartan átti sér marga drauma, m.a. að eignast litla jörð og vera þar með lítinn búskap, skepnur, kýr, kindur, hesta, hænsni og eiga sína eigin fjölskyldu þar. Ég man eftir því að hann sagði mér að einhvern tímann þegar hann var lítill og bjó í sveit, að hann hefði þurft að leita út í fjós og sofnað þar. Hann vaknaði við það að það var kýr sem lá með höfuðið á bringunni á honum, svo ef ein- hver var að koma þá lét hún hann vita með halanum. Hún var að passa hann og hann fann til örygg- is í kringum dýrin. Hann lærði margt af dýrunum og virtist skilja þau. Kjartan langaði að öðlast réttindi á vinnuvélar og vinna við vegagerð og taka sjópróf og öðlast réttindi á bát. Hann hafði byrjað að læra til réttinda á bát og var það sannur vilji hans að klára -það en hans veikindi og aðstæður hömluðu hon- um. Kjartan hafði skrifað kjallara- greinar í DV um flogaveiki, frá eigin reynslu til þess að fræða al- menning um sjúkdóminn og við- brögð við honum. Kjartan hafði alltaf eitthvað fyrir stafni, mest þótti honum gaman er hann fékk að stýra flugvél, hann hafði áhuga á rafeindavirkjun, að gera við út- varps- og sjónvarpstæki, rífa í sundur tæki, breyta tækjum, búa til ný. Þessu var hann öllu sjálf- menntaður í. Hann tálaði mikið um sól, tungl, jörð, riðstrauma, strauma í loftinu, rafstrauma, áhrif á útsendingastrauma í skýjum. Kjartan sagði mér frá því þegar hann gekk á Ingólfsfjall með pínu- lítið útvarpstæki og beindi loftnet- inu í allar áttir og náði rásum út um allan heim. Hann hafði svo mikla innsýn í allt svona, svo -hló hann að öllu saman. Kjartan talaði mikið um systkini sín og vissi ég að honum þótti mjög vænt um þau. Kjartan fór að heim- an þegar hann var 14 ára gamall og var búinn að sjá um sig að mestu leyti sjálfur síðan og þegar ég kynntist honum leigði hann sér herbergi í Árbænum. Árið 1990, á 26 ára afmælisdegi Kjartans, ákváðum við að halda upp á afmælisdagana okkar saman. Hann átti afmæli 19. sept. og ég 20. sept. Ég var búin að undirbúa veisluna og allt var tilbúið, nema það vantaði Kjartan. Tíminn leið og ekki kom Kjartan, en svo hringdi síminn og það var frá Borgarspítal- anum og mér tilkynnt að Kjartan hefði verið í strætisvagni og fengið aðsvif og hefði þurft að sauma í höfuð hans nokkur spor. Svona gekk lífið fyrir sig hjá Kjartani. Ég tjáði Kjartani einu sinni, hvað. mér fyndist þetta hræðilegur sjúk- dómur, að geta hnigið niður hvar og hvenær sem væri, og veltast um í krampaköstum. Hvort honum fyndist þetta ekki hræðilegt? Hann svaraði mér með orðum sem vöktu mig mikið til umhugsunar: Ég hef alltaf verið svona, ég þekki ekki að vera öðruvísi, það verður ein- hver að bera þessa veiki, þetta er bara partur af mínu lífí. En Kjartan reis alltaf upp. Þegar flogaveikisk- astið var liðið hjá stóð hann upp og var alveg eðlilegur að sjá, tilbú- inn í slaginn. Þetta var veiki sem ég gat ekki skilið, en þessi piltur hafði borið hana frá því hann var lítill drengur. Kjartan komst langt á framkom- unni einni saman, mér þótti Kjartan alltaf vera spes og vil ég þakka fyrir þær samverustundir sem ég fékk að njóta með honum. Með þessum orðum vil ég kveðja góðan pilt og vin minn, Kjartan Jónsson; og votta ég systkinum hans og foreldrum samúð í þeirra sorg. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Lilja Þóroddur Hreins- son - Kveðjuorð Fæddur 27. inaí 1900 Dáinn 22. október 1991 Hugsjónamenn aldamótakyn- slóðarinnar hverfa nú af sjónar- sviðinu hver af öðrum. Einn þess- ara manna var Þóroddur Hreins- son, húsa- og húsgagnasmíða- meistari, en hann andaðist hinn 22. október sl. Þeir, sem kynna sér sögu íslensks iðnaðar, verða flestir snortnir af þeim mikla stórhug og baráttu- þreki, sem einkenndi starf frum- kvöðlanna, þrátt fyrir að aðstæður væru þá flestar erfiðari en nú á tímum. Sérstaklega var þetta áberandi á þriðja og fjórða áratug aldarinnar, en mörg öflugustu fé- Iög og fyrirtæki í iðnaðinum voru einmitt stofnuð á þeim tíma. Eld- móður og fórnfýsi þeirra manna, sem í forystu voru, verður seint ofmetin og mætti gjaman draga nokkurn lærdóm af, nú þegar of mikið ber á ráðleysi í atvinnumál- um þjóðarinnar. Þóroddur Hreinsson var í foryst- usveit iðnaðarmanna í bernsku samtaka þeirra á þriðja og fjórða áratugnum og síðan lengi eftir það. Hann var stofnandi Iðnaðar- mannafélagsins í Hafnarfirði árið 1928. Átti hann síðan lengi sæti í stjórn félagsins og var gerður að heiðursfélaga þess. Þóroddur var á fyrsta iðnþingi Islendinga í júní 1932 og sótti síð- an mörg iðnþing. Hann var sæmd- ur gullkrossi Landssambands iðn- aðarmanna árið 1965 og kjörinn heiðursfélagi þess árið 1982. Með honum er fallinn frá hinn síðasti af fulltrúum á fyrsta'iðnþingi ís- lendinga árið 1932. Landssamband iðnaðarmanna sendir aðstandendum Þórodds Hreinssonar samúðarkveðjur og vottar virðingu sína við minningu hans. Haraldur Sumarliðason Ari Kristins Gunn- arsson - Minning Fæddur 12. desember 1961 Dáinn 9. október 1991 Yfir heim eða himin hvoit sem hugar þín önd skreyta fossar og fjalishlíð öll þín framtíðarlönd. Fjaret í eilífðar útsæ vakir eylendan þín nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín. (Stephan G. St.) Ari vinur minn og veiðifélagi er dáinn. Ilann fór langa leið til Nep- al að klífa fjöll, komst á tindinn en kom ekki til baka. Ég var að koma úr ferðalagi þegar mér barst sú fregn að ungur íslenskur fjall- göngumaður væri talinn af, þar sem hann ásamt nokkrum Bretum var að klífa tindinn Pumo Ri. Fyrstu viðbrögð eru svo oft undir þessum kringumstæðum að trúa ekki fréttum og neita staðreynd- um. Þetta gerði ég. Ymsar góðar minningar tengdar Ara hafa að undanförnu farið i gegnum hugann. Þegar við vorum á ferð austur í Laxá og þegar far- ið var yfír brúna hjá Hólmavatni í dýrlegri kvöldkyrrðinni og sólin að setjast, þá biður Ari mig að stoppa bílinn og við virðum fyrir okkur fegurðina og hann segir: „Mikið væri nú gaman að hafa afa í Björk með. Hann kynni að meta þetta.” Eða þegar við fórum í „stóra túrinn” okkar í Langadalinn forðum, nú eða þegar við vorum að skjóta gæsir á ákveðnum stað fyrir austan og Ari hverfur út í myrkrið og kemur skellihlæjandi með gæs til baka. Já, það eru margar stundirnar sem við áttum samán og þær á ég allar í minning- unni. Ari er einn af þeim sem alltaf var í góðu skapi og hallmælti aldrei neinum, kátur og hress, þó stund- um ætti hann í innri baráttu sem hann sjaldnast bar á torg. Sam- skipti veiðifélaga eru sérstök, þar sem menn eru saman í blíðu og stríðu og oft kemur fram ýmislegt sem öðrum er hulið, samskipti sem byggja á trausti og trúnaði. Þann- ig þekkti ég Ara. Ollum aðstandendum sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúð- arkveðjur. Góður Guð gefí dánum ró og þeim líkn sem lifa. Eg heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína himinborna dís og hlustið englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson) Friðrik Friðriksson t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BALDVIN Þ. KRISTJÁNSSON fyrrv. félagsmálafulltrúi, Fannborg 8, Kópavogi, er lést í Landspítalanum 3. nóvember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. .nóvember kl. 10.30. Gróa Ásmundsdóttir, Kristján Baldvinsson, Inger Hallsdóttir, Gunnlaugur Baldvinsson, Hildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Minningarathöfn um eiginmann minn og stjúpföður, BRYNJÓLF LÁRUSSON, Hlíðarstræti 14, Bolungarvík, verður í Hólskirkju i Bolungarvík laugardaginn 9. nóvember nk. kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans með öðru en blómum, er bent á björgunarsveitina Erni í Bolungarvík. Hulda Margrét Þorkelsdóttir, Þorkell Kristinsson, og aðrir aðstandendur. t Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og virðingu vegna fráfalis eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, KONRÁÐS GUÐMUNDSSONAR, Norðurbrún 1. Huriour ciaiavinsaotxir, Gísli Þór Tryggvason, Karl Valgeir Jónsson, Ingibjörg Steina Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Konráðsdóttir, Sólrún Konráðsdóttir, Snorri S. Konráðsson, Sofffa H. Bjarnleifsdóttir, Bryndís Konráðsdóttir, Kristján Ágústsson, Guðmundur G. Konráðsson, Elín Sigriður Bragadóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.