Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1991 HANDKNATTLEIKUR Hús fyrir 7.000 áhorfendur skilyrði fyrir HM á íslandi - segir Erwin Lanc, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins. Fresturfram íjúlí ERWIIM Lanc, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF) staðfesti í samtali við Morgunblaðið i gær að Heimsmeistarakeppnin í handknattleik árið 1995 verð- ur ekki haldin á íslandi, nema íþróttahús, sem tekur 7.000 áhorfendur, verði byggt eins og um hefði verið samið. Jón Hjaltalín Magnússon, for- maður HSÍ, sagði við Morgun- blaðið að krafan um 7.000 áhorf- endur hefði verið sögð koma frá Svíum, keppinautum íslands um HM 1993. Menn þyrftu samt ávallt að sníða sér stakk eftir vexti og því taldi hann að IHF tæki vel í það, ef óskað væri eftir samþykki húss, sem tæki færri áhorfendur, frá 5.000 til 6.500. Kröfumar standa Lanc sagði í gær að slík breyt- ing á samningnum kæmi ekki til greina. Legið hefði fyrir á þingi IHF í Seoul fyrir Ólympíuleikana 1988, hvaða kröfur væru gerðar um stærð íþróttahúsa vegna úr- slitaleikja í HM og frá þeim yrði ekki vikið. íslendingar hefðu þá tryggt að hús, sem fullnægði öll- um kröfum IHF, yrði byggt. „Heimsmeistarakeppnin fer fram á íslandi ef húsið verðu.r byggt, annars ekki. ísland fékk keppnina árið 1995 með því skilyrði að umrætt hús yrði byggt. Ef ísland stendur ekki við þetta skilyrði er IHF ekki bundið af samningnum.” Forseti IHF sagði að ísland hefði staðfest að staðið yrði við samninginn og annað hefði hann ekki í höndum. Ef ekki yrði stað- ið við gefin loforð tæki ísland afleiðingunum. Endanlega yrði gengið frá málinu á þingi IHF í Barcelona í júlí á næsta ári og stæði ísland ekki við gerða samn- inga yrði keppnin haldin annars staðar og fleiri en ein þjóð hefðu áhuga á að halda HM 1995. I Dregið í bikamum Dregið var í 16-liða úrslit í bikar- keppni karla í handknattleik ' í gær. Sú furðulega staða kom upp að öll 1. deildarliðin nema Fram i drógust saman. ' Eftirtalin lið drógust saman: Valur - Haukar, FH - KA, Þór - Fram, ÍBV - Stjaman, Víkingur - Breiðablik, KR b — ÍR, Valur b - Afturelding, og FH b - Grótta b. I meistaraflokki kvenna voru aðeins 11 lið sem tilkynntu þátt- töku. Því voru aðeins sex lið degin út, en önnur lið sitja hjá fram í 8-liða úrslit. Þau lið sem leika í 1. umferð eru: FH - Stjarnan, Haukar - Grótta og Valur - ÍBV. Bikarleikirnir eiga að fara fram 20. nóvember. ÚRSLIT ' Valur - Grótta 21:18 íþróttahúsið að Hlíðarenda, fslandsmótið í i handknattleik - 1. deild, þriðjudaginn 5. * nóvember 1991. Gangur leiksins: 1:1, 6:1, 7:3, 9:3, 12:5, 13:7, 16:8, 16:13, 19:13, 19:17, 20:18, 4 21:18. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 7, Brynjar Harðarson 3, Dagur Sigurðsson 3, Sveinn Sigfinnsson 3, Finnur Jóhannsson 2, Ólafur Stefánsson 2, Júlíus Gunnarsson 1, Þórður Sigurðsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 16/3 (þar af 6 skot sem fóru aftur til mótheija). Utan vallar: 8 mín. Mörk Gróttu: Kristján Brooks 5, Jón Ö. Kristinsson 5, Stefán Arnarson 8/1, Páll Bjömsson 2, Guðmundur Albertsson 1/1, Guðmundur Sigfússon 1, Gunnar Gíslason 1. Varin skot: Alexander Rerine 11 (þar af eitt sem fór aftur til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Jón Hermannsson og Guðmund- ur Sigurbjömsson. Áhorfendur: Um 200. g FH-HK 28:20 i íþróttahúsið Kaplakrika, íslandsmótið, 1. deild karla, þriðjudaginn 5. nóvember 1991. Gangur leiksins: 4:1, 4:4, 8:5, 10:9, 13:9. r| 17:10, 21:17, 26:18, 28:20. Mörk FH: Kristján Arason 7/2, Hans Guð- mundsson 7/2, Sigurður Sveinsson 6, Þorg- Íils Óttar Mathiesen 3, Hálfdán Þórðarsson 2, Gunnar Beinteinsson 1, Pétur Petersen 1 og Bergsveinn Bergsveinsson 1 (1 víti) Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 13/1, Haraldur Ragnarsson 1/1. Utan vallar: 6 mínútur Mörk HK: Óskar Elvarsson 5, Michal Tom- ar 4/2, Rúnar Einarsson 3, Ásmundur Guð- mundsso'n 3, Gunnar M. Gíslason 2, Jón B. Ellingsen 1, Eyþór Guðjónsson 1, Þor- kell Guðbrandsson 1. Varin skot: Bjami Frostason 13/1. Utan vallar: 6 mínútur Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson vom mjög góðir, gerðu aðeins örfá mistök. Áhorfendur: 450 Evrópukeppnin Keppni bikarhafa, síðari leikur: Mónakó: Mónakó — Norrköping...............1:0 Christophe Robert (26.). 6.000. ® iMónakó vann samanlagt 3:1. UEFA-keppnin, síðari leikur: Miinchen, Þýskalandi: Bayern Miinchen - BK 1903.........1:0 Mazinho (89.). 21.000. ■BK 1903 vann samanlagt 6:3. ■ Stultgart, Þýskalandi: ■ Stuttgart - Osasuna...............2:3 Guido Buchwald (81.), Eyjólfur Sverrisson (89.) - Jan Urban 2 (8., 47.), Miguel Mer- ino (15). ■ósasuna vann samanlagt 3:2. Morgunblaðiö/Þorkell Kristján Arason og lærisveinar hans unnu öruggan sigur á HK. Kristján hleypir hér af í gærkvöldi. Hann varð markahæstur ásamt Hans Guðmundssyni. EystrasaKsríkin í IHF Eystrasaltsríkin þijú, Eistland, Lettland og Litháen hafa fengið aðild ‘ að alþjóða handknattleikssámbandinu (IHF). Handknattleikssambönd landanna sóttu um aðild í byijun árs, og lýsti Handknattleikssamband íslands — eitt aðildarsambanda IHF — þá stuðningi við umsóknimar og lagði til að þær yrðu samþykkar. Það var þó ekki gert fyrr en nú. Einn forystumanna IHF sagði í Morgun- blaðinu þegar löndin sóttu um inngöngu að ekki væri hægt að sam- þykkja aðild þeirra fyrr en þau væru orðin sjálfstæð ríki. Sigur seiglunnar ORÐATILTÆKIÐ betur vinnur vit en strit gæti átt við þegar lýst er 28:20 sigri FH á HK í Kaplakrika i gærkvöldi. FH hafði undirtökin og seig hægt en örugglega yfir HK sem barð- ist þó vel. Fyrri hálfleikur var frekar tíðin- dalítill og varnir voru í aðal- hlutverki, heimamenn náðu 4:1 for- HHi ystu en HK jafnaði. Stefán HK kom langt út í Stefánsson vörninni, sem sló FH sknfar útaf laginu og FH spilaði flata vörn, sem opnaðist mjög sjaldan. Síðari hálfleikur byijaði svipað og sá fyrri er FH jók stöðugt mun- inn uns þeir höfðu náð 21:14. Þá byijuðu lætin, Sigurður Sveinsson, FH, var rekinn útaf í tvær mínútur og Jón B. Ellingsen, HK, fylgdi honum eftir. Mínútu síðar sló Kristj- án Arason til Ásmundar Guðmunds- sonar og var rekinn útaf í tvær mínútur en leikmenn HK og áhang- endur þeirra töldu að rauða spjaldið hefði verið lágmark. Hafnfirðingar^^, voru þó með leikinn á valdi sínu og galsi sveif á þá, Þorgils Óttar stökk upp í hraðaupphlaupi, sneri sér hring í loftinu og skoraði og Kristján Arason reyndi sömu takta er hann tók vítakast en Bjami í marki HK varði. Úrslitin voru aldr- ei spurning, 28:20. FH-ingar voru betri í þessum leik, héngu á boltanum uns þeir sá smugu, vömin var þétt en þó var oft eins og þetta væri of létt fyrir þá þegar þeir héldu að sigur og . mörk kæmu sjálfkrafa. Bergsveinn * " Bergsveinsson, Hans Guðmundsson og Kristján Arason voru þeirra bestu menn. HK-menn vom grimmir og snar- ir en gekk ekki nógu vel gegn FH-vömmni. Voru óheppnir að skora ekki meira en vörn þeirra var góð. Michal Tomar, Óskar Elvars- son og Gunnar M. Gíslason voru með betri mönnum en Bjarni Frostason markvörður stóð sig best. Ahálfum hraða VALSMENIN sýndu ekki neina meistaratakta er þeir unnu slakt lið Gróttu að Hlíðarenda ígærkvöldi, 21:18. Meistararn- ir iéku að vísu þokkalega í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik léku þeir á hálfum snúningi. Valsmenn voru í allt öðrum styrkleika flokki en Grótta í fyrri hálfleik. Komust þá í 6:1, 12:6 _■■■■ °S síðan 13:7 í hálf- ValurB. leik og virtist stefna Jónatansson { stórsigur. En ann- skrífar að kom á daginn. Valsmenn gáfu eftir í síðari hálfleik, voru kærulausir og héldu að þetta kæmi að sjálfum sér. Grótta gekk á lagið og náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar sex mínútur voru eftir. En þá var eins og Valsmenn vöknuðu af værum blundi, náðu að stöðva baráttuglaða Gróttumenn á loka- mínútunum og knýja fram sigur. Valsmenn halda utan til ísraels í dag og leika gegn Hapoel á laugar- dag. Þeir verða gera betur en í þessum leik ætli þeir sér að komast í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar. Valdimar var í sérflokki í liði Vals eins og oft áður. Dagur og Finnur stóðu vel fyrir sínu og eins Guð- mundur umarkinu, sem varði m.a. þijú vítaköst. Hjá Gróttu var það „knatt- spymumaðurinn” Kristján Brooks sem átti bestan leik. Páll Bjömsson var einnig dijúgur á línunni og fiskaði m.a. þijú vítaköst. Liðið var* ekki sannfærandi, en gæti með meiri leikreynslu náð að hala inn nokkur stig í vetur. í kvöld Handknattleikur: 1. deild karla: Vlkin Víkingur - Fram..kl. 20.00 Digranes UBK - KA............kl. 20.00 Garðabær Stjaman-fBV...kl. 20.00 Strandg. Haukar - Selfoss....kl. 20.00 1. deild kvenna: Vestm. ÍBV-Valur.............kl. 20.00 Höllin Fram- Vfkingur...kl. 18.15 Seltj.nes. Grötta - ÍBK.kl. 18.00 2. deild karla: Höllin KR-HKN................kl. 20.00 ■íþróttadeild Sjðnvarpsins verður með aukaútsendingu strax að loknum fréttum kl. 23 í kvöld — þar verða sýndar glefsur úr sex til átta Evrópu- leikjum i knattspyrnu; tveimur sem fóru fram í gærkvöldi (þ. á m. leik Stuttgart og Osasuna) og nokkrum sem fara fram í kvöld. Islandsmótið í handknattleik 1. deild Haukar - Selfoss í íþróttahúsinu við Strandgötu í kvöld kl. 20.00. Mætum öll vel og tímanlega. Nú mæta allir „Haukar í horni” í rauðu treyjunum. Munið upphitunina í Fjörukránni. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.