Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1991 IKwgmtt&Iiifetfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Einkavæðing og sala ríkisfyrirtækja Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hefur það á stefnuskrá sinni að gera átak til einkavæðingar í starfsemi hins opinbera á kjörtímabilinu. Áherzla verður lögð á það að breyta þeim opinberu fyrirtækj- um, sem starfa á samkeppnis- markaði, í hlutafélög og selja þau síðan þegar aðstæður leyfa. Ríkisstjórnin stefnir að því, að afla ríkissjóði fjár með þessum hætti er nemi 1-2% af ríkisút- gjöldum á kjörtímabilinu. í stefnu- og starfsáætlun rík- isstjórnarinnar, Velferð á varan- legum grunni, er fjallað um einkavæðingu i kaflanum um Ráðdeild í ríkisrekstri og þar segir um tilgang og tilhögun einkavæðingar: „Ríkisstjórnin mun selja ríkis- fyrirtæki og fela einkaaðilum verkefni og þjónustu að undan- gengnum útboðum auk þess sem hagrætt verður í rekstri hins opinbera. Sérstakt kapp verður lagt á að selja þau ríkisfyrirtæki sem notið hafa óeðlilegrar sam- keppnisaðstöðu í samanburði við annað atvinnulíf í landinu. Söl- unni verður þannig hagað að ekki komi til röskunar á íslensk- um ijármagnsmarkaði. Hvað varðar útboð á verkefnum og þjónustu sem kostuð eru af al- mannafé sýnir reynslan að þau geti leitt til verulegs spamaðar fyrir ríkissjóð. Þá hefur ríkis- stjórnin einsett sér að breyta ýmsum opinberum stofnunum og fyrirtækjum í hlutafélög er verði, a.m.k. fyrst um sinn, í eigu ríkisvaldsins, en hlutabréf í þeim verði síðan seld. Þessi fyrirtæki og stofnanir eiga að starfa við sambærileg skilyrði og almenn fyrirtæki enda gildi um reksturinn almennar bók- halds- og skattareglur. Þess verður gætt að einkafyrirtækj- um verði ekki afhent einokunar- aðstaða á markaði. Markmið þessara ráðstafana er að breyta hagkerfí okkar í nútímahorf og losa það úr viðjum pólitískrar ofstjórnar. Þær miða einkum að því að farið sé vel mpð það fé sem þjóðin leggur í sameiginlegan sjóð. Þannig veit- ist stjórnvöldum raunverulegt svigrúm til að sinna af kost- gæfni þeim félagslegu markmið- um sem þau setja sér.” Það er fagnaðarefni, að ríkis- stjórnin hefur tekið svo afdrátt- arlausa afstöðu til nýsköpunar í íslenzku atvinnulífi, sem í einka- væðingunni felst. Opinber rekst- ur er mjög fyrirferðarmikill í landinu og á margs konar svið- um. í sumum tilvikum er um einokunarfyrirtæki að ræða, en í öðrum eiga ríkisfyrirtæki í sam- stundum með forgjöf á kostnaði einkareksturs. Hagkerfi markaðarins hefur farið sigurför um heiminn und- anfarin ár, því yfírburðir þess yfir miðstýrðu hagkerfí sósíal- ismans hafa orðið æ augljósari. Það er tímanna tákn, að komm- únistaríki Austur-Evrópu sjá enga leið betri til bættra lífs- kjara en að taka upp markaðsbú- skap. Sú leið verður þó þyrnum stráð, ekki sízt í Sovétríkjunum fyrrverandi, því efnahagskerfi þessara landa eru í rúst eftir miðstýrð ríkisafskipti. Það er ekki eftir neinu að bíða fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks að hrinda áformum sínum um einkavæð- ingu í framkvæmd og á það jafnt við sölu opinberra fyrirtækja og útboð á þeim þáttum opinbers reksturs sem hagkvæmir geta talizt. Við sölu ríkisfyrirtækja verður að gæta þess, að eignar- aðild verði dreifð og allur al- menningur eigi þess kost að taka þátt í einkavæðingunni. Komi til sölu einokunarfyrirtækja ríkisins þarf að tryggja, að einokunin haldi ekki áfram í nýrri mynd. Auk þess að losa ríkissjóð við ábyrgð og skuldbindingar vegna rekstursins er tilgangur einka- væðingarinnar að auka sam- keppni. Sé það ekki hægt, vegna eðlis starfseminnar, þarf hið op- inbera að hafa eftirlit með rekstrinum. Kominn er tími til að sett verði lög um hringa- myndanir og samkeppni til að tryggja að lögmál markaðarins virki. Ríkisstjórnin hefur flutt á Al- þingi frumvarp um stofnun hlut- afélags um Sementsverksmiðju ríkisins. Ætlunin er, að ríkið eigi öll hlutabréfin en það verður að ganga út frá því, að ríkisstjómin muni fyrr en síðar selja bréfin á almennum markaði. Engin rök eru fyrir því, að ríkið framleiði sement og því eðlilegt, að sú starfsemi verði seld í hendur einkaaðila. Frumvarpið hefur nokkrum sinnum áður verið flutt á Alþingi, en það hefur aldrei náð fram að ganga. Islendingar hafa ákveðið að gerast aðilar að Evrópsku efna- hagssvæði, en það hefur í för með sér, að innlend fyrirtæki munu þurfa að mæta vaxandi samkeppni jafnframt því sem þau fá tækifæri til að spreyta sig á mörkuðum annarra aðildar- ríkja. Undirbúningur íslenzks atvinnulífs að nýjum aðstæðum þarf að hefjast strax og því er rétti tíminn fyrir ríkisstjórnina að hefjast handa um áform sín um einkavæðingu og sölu ríkis- fyrirtækja. keppni við einkafyrirtæki.ög það . • > . Skýr starfsáætlun stj órnarflokkanna eftir Björn Bjarnason Þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar var mynduð á skömmum tíma eftir kosningarnar í apríl síðastliðnum og gefinn. út sáttmáli stjórnarflokkanna, var jafnframt greint frá því, að á sumarmánuðum yrði samin stefnu- og starfsáætlun ríkisstjórnarinnar. Því starfi la.uk á fyrstu dögum þingsins, sem kom saman 1. október síðastlið- inn, og var svonefndri hvítri bók ríkis- stjórnarinnar Velferð á varanlegum grunni dreift til þingmanna sama dag og forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína hinn 10. október síðastliðinn. í þessari bók er að finna stefnu- og starfsáætlun ríkisstjórnarinnar. Hefur hún meðal annars verið kynnt á um 30 fundum, sem þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa efnt til víða um land undanfarna daga. Ef marka má unditektir á þeim fundum, sem ég hef sótt, hlýtur þessi stefnuyfiriýsing ríkisstjórnarinnar góðar viðtökur. Kann fólk vel að meta að geta fengið á einum stað yfírsýn yfir þau viðfangsefni, sem stjórnar- flokkarnir ætla einkum að sinna í samstarfi sínu á kjörtímabilinu. A undanförnum dögum hefur síðan annað skjal komið til sögunnar, sem á ekki síður eftir að setja svip sinn á störf ríkisstjórnar og Alþingis á næstu mánuðum og árum en hin hvíta bók ríkisstjórnarinnar. Hér er vísað til samningsins um evrópskt efnahags- svæði. Ráðherrar 19 aðildarlanda samningsins komust að endanlegri niðurstöðu hinn 21. október síðastlið- inn. Áform eru uppi um að þjóðþing þessara 19 landa auk þings Evrópu- bandalagsins staðfesti þennan samn- ing í tæka tíð, svo að unnt verði að hrinda honum í framkvæmd frá og með 1. janúar 1993, samhliða sam- eiginlegum innri markaði Evrópu- bandalagsins. Samningurinn miðar að því, að ís- lendingar geti tekið fullan þátt í við- skipta- og efnahagssamvinnu Evrópu- þjóðanna, án þess að gerast aðilar að Evrópubandalaginu. I honum eru ákvæði um eftirlitsstofnun og dómstól til að tryggja jafnræði allra aðila að samningnum. Vegna samningsins þarf ekki einvörðungu að breyta ýms- um íslenskum lögum og lögfesta ný- mæli heldur kann einnig að vera nauð- synlegt að setja í lög ákvæði er sporna gegn áhrifum, sem talin eru neikvæð fyrir efnahags- og atvinnustarfsemi hér. Þar ber hæst spurninguna um rétt erlendra manna til að kaupa fast- eignir og jarðir hér. Er unnið að at- hugun þess máls á vegum Halldórs Blöndals landbúnaðarráðherra en í tíð Steingríms J. Sigfússonar, forvera Halldórs, var þessu verkefni ekkert sinnt í landbúnaðarráðuneytinu, þótt flokksbræður Steingríms í Alþýðu- bandalaginu setji þetta atriði nú helst fyrir sig. Flokkar án stefnu Þeir sem kynna sér stefnu- og starfsá- ætlun ríkisstjórnarinnar þurfa ekki að lesa lengi til að átta sig á því, að þar kveður að ýmsu leyti við annan tón en gert hefur í stefnumótun ríkis- stjórna undanfarin 20 ár, eða á þeim tíma, sem Framsóknarflokkurinn átti ráðherra í stjórn. Á þessum tíma hafa allir samstarfsflokkar framsóknar- manna orðið að laga sig að þeirri stað- reynd, að stefna og starfshættir Framsóknarflokksins byggjast á því, að stjórnmálamenn hafi sem mest afskipti af atvinnulífinu og stjómi með handafli. Síðasta ríkisstjórn undir forsæti Framsóknarflokksins var mynduð síð- sumárs 1988 í kringum opinbera sjóði undir pólitískri forsjá. Þessir sjóðir standa nú ákaflega illa, uppgjör þeirra er eins konar uppgjör við framsóknar- mennskuna í landsstjórninni. Við brotthvarf Framsóknarflokksins úr ríkisstjóm blasir einnig við að byggða- stefnan sem mótuð var fyrir 20 árum og átti að vera andsvar við viðreisnar- stefnunni hefur gjörsamlega brugðist. Um leið og þetta er sagt, skal þess minnst, að samvinnustefna Fram- sóknarflokksins, sem reis hæst með starfsemi Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, hefur ekki lengur neitt pólitískt gildi. Tilvistarvandi Alþýðubandalagsins hefur magnast í réttu hlutfalli við niðurlægingu sósíalisma og kommún- isma. Fyrrum leiðsagnarflokki heims- kommúnismans, Kommúnistaflokki Sövétríkjanna, hefur verið lýst sem glæpasamtökum. Athyglisvert er, að forystumenn Alþýðubandalagsins nota ekki lengur orðið sósíalismi í málflutningi sínum. Þeir segjast nú vera fulltrúar róttækrar jafnaðar- stefnu, sem er óljós útgáfa á sósíal- demóktratisma. Samráð við stjórnarandstöðu Samkvæmt nýjum þingsköpum sem tóku gildi, þegar Álþingi varð ein málstofa, er gert ráð fyrir auknu hlut- verki þingnefnda. Tilgangurinn með því er meðal annars sá, að stytta þann tíma, sem mál þurfa að vera til með- ferðar í þingsalnum sjálfum. Reynslan af fyrstu vikunum nú í haust sýnir hins vegar, að vegna mikilla almennra Björn Bjarnason „Um þingstörfin er ráðgast við stjórnar- andstöðuna á samráðs- fundum, sem forseti Alþingis efnir til með formönnum þingflokk- anna fimm. Er reglu- lega efnt til slíkra funda í viku hverri og einnig þegar tilefni gef- ast endranær.” umræðna í þingsalnum hefur aðeins tekist að koma fáeinum málum til nefnda. Eðli málsins samkvæmt' er það stuðningsfiokkum ríkisstjórnar kapps- mál að koma frumvörpum áfram á Alþingi. Stjórnarandstæðingar and- mæla fullyrðingum, um að þeir séu að teija störf Alþingis með málþófi. Þeir segjast hins vegar vera að efna það, sem boðað var, eftir að þeir fengu ekki meirihluta í forsætisnefnd Al- þingis _og neituðu að bjóða fram í hana. í því máli var aðeins farið að þingsköpum og styrkur flokka látinn Sólfar o g súlur tvær eftir Kristinn E. Hrafnsson Undanfama daga hafa birst nokkr- ar greinar í bloðum um „Sólfar” Jóns Gunnars Árnasonar við Sæbraut og umhverfi þess. í nokkrum þessara greina hefur undirritaður verið nefnd- ur og þá ýmist sem ráðgjafi við hönn- un umhverfis eða samráðsmaður. Ég vil hér með nokkrum orðum varpa ljósi á þetta mál, en mér er annars óljúft að gera það í fjölmiðlum, en tel mig ekki geta annað og lít ég á þetta skrif mitt sem mannorðsvörn og tilraun til áð bjarga heiðri látins listamanns. Stuttu fyrir andlát Jóns Gunnars árið 1989 var komin fram hugmynd um staðsetningu verksins við Sæbraut og lýsti hann yfir ánægju sinni með hana. Honum vannst þó ekki. tími til að koma hugmyndum sínum á blað varðandi frágang umhverfis og því á litlu að byggja fyrir þá sem tóku það vandasama verk að sér. Ekki er mér kunnugt um hveijir það voru, en tel þó nokkuð víst að það hafi verið starfs- menn gatnamálastjóra eða skipulags- arkitektar Sæbrautar sem enn hafa það á sinni könnu og hafi hugmyndin verið sú að það yrði tekið með inn í þá heildarmynd sem var að fæðast af svæðinu. í raun er hér um eðlilegan hlut að ræða, þ.e. að verkið sé tekið með inn á skipulagsuppdrætti af svæðinu, en um leið mjög óeðlilegt að viðkomandi arkitektar séu ráðnir í að móta nán- asta umhverfi listaverksins án sam- ráðs við þá sem þekktu listamanninn og hugmyndir hans. Enda hefur kom- ið á daginn að mistök hafa verið gerð við endanlegan frágang og uppsetn- ingu þess. Undirstöður verksins, hringflögur, hæð þess og stefna eru verk viðkom- andi arkitekta og hefur lítið verið sett út á þá vinnu, en það sem hins vegar hefur farið framhjá arkitektunum ei* inntak verksins — trúarlegt og tákn- rænt — og því hafa þeir stefnu „Sólf- arsins” í norður, homrétt á Sæbraut, en ekki í sólsetursátt eins og inntak þess þó krefst. Þetta eru e.t.v. alvar- íegustu mistökin í allri þessari sö{fu. 18. ágúst 1990 var listaverkinu komið fyrir á sínum stað og var það mikil athöfn. Undirstöðum þess var þá að mestu lokið, þó nokkur frá- gangsvinna væri eftir. Fram að þeim tíma hafði ég ekki komið nálægt öðru en gerð sniðmóta fyrir smíði á verkinu (1988), enda búsettur erlendis. Þegar hér var komið sögðu dætur Jóns Gunnars (handhafar höfundar- réttar) mér frá hugmyndum sem fram væru komnar um endanlegan frágang umhverfis verkið og væru þar inná súlur tvær og miklar sem þær sæju ekki tilganginn með og væru í hróp- legu ósamræmi við verkið. Arkitekt- arnir leggðu þó mikla áherslu á að þær væru nauðsynlegar tii að lýsa upp verkið og afmarka það frá Sæbraut- inni. Þessari hugmynd kváðust þær hafa mótmælt og hafi alla tíð síðan gert. Enda hygg ég að skjalfest sam- þykki þeirra fyrir einu eða öðru sé ekki til. Og samþykktir stofnana borgarinnar taka ekki af þeim höfund- aréttinn. Sl. vor báðu þær mig að mæta með sér á fund hjá arkitektunum, því þar ætti að afgreiða málið og hefja fram- kvæmdir hið fyrsta. Á þeim fundi var hugmyndum arkitektanna um frá- gang umhverfisins í veigamiklum atriðum hafnað og ræddar Ieiðir til úrbóta. Tillaga arkitektanna gerði ráð fyrir mun stærra og viðameira mann- virki en verkið gat þolað, en við vildum gera það eins hlutlaust gagnvart verk- inu og unnt var. Jafnframt báðum við þá að leita annarra leiða til að lýsa verkið upp og/eða gera athugun á nauðsyn þess að varpa ljósi beint á þá. (Það iifir jú á sólinni!). Nokkru seinna var haldinn fundur hjá gatnamájastjóra þar sem nýjar hugmyndir vorú lagðár fram og nú tii bóta, nema hvað ljósasúlurnar voru enn á sínum stað og því ljóst að það var ætlun arkitektanna frá upphafi að þær yrðu settar upp. Þeir lögðu enn mikla áherslu á nauðsyn súlnanna og töldu þær að auki merkja staðinn mun betur! Jafnframt var upplýst að hugmyndin um að minnka umgjörð verksins kostaði nokkrum milljónum meira, en var ekki talið skipta máli þ.e. verkið ætti aðeins það besta skil- ið.'Þrátt fyrir efasemdaraddir frá mér og handhöfum höfundaréttar um ágæti títtnefndra súina, en mikinn þrýsting frá arkitektunum, var sú afdrifadríka ákvörðun tekin að fara eftir teikningum þeirra og mikið lá nú á, því enn átti að afhjúpa 18. ág- úst. Þetta var semsagt árið 1991, en upplýst hefur verið að teikningar af umhverfinu voru samþykktar sam- hljóða í borgarskipulagi Reykjavíkur 14. nóvember 1989 og því spurning af hveiju við vorum að hræra í mál- inu, en mér var ekki kunnugt um þessa samþykkt, fyrr en hún birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember sl. í þessu samhengi vil ég taka fram að ég hef aldrei haft atkvæðisrétt í þessu, máli, þó svo handhafar höfundaréttar hafí leitað til mín eftir áliti. Af framansögðu má ljóst vera að það er alrangt sem Baldur Svavarsson arkitekt segir í samtali við Morg- unblaðið 25 október sl. að umgjörð verksins hafi verið hönnuð í „sam- ráði” við mig „áður en verkið var sett upp”, eða yfirleitt í samráði við mig. Enda er ég ekki tilbúinn að skrifa undir það að verkið þurfi endilega að lýsa upp, né að það þurfi á eins kon- ar hliði að halda, eða aðskilnaði frá umhverfinu í stærra samhengi. Þessi atriði eru í raun öll í andstöðu við hugmyndafræði þess. Því síður er sér- stök ástæða til að lýsa verkið upp að næturlagi fyrir gesti miðbæjarins á meðan það spillir fyrir þeim þúsundum sem vilja njóta þess dag hvern í björtu. Enda miðuðu hugmyndir mínar og ' höfundarréttháfa að því að draga eins Kristinn E. Hrafnsson „Af ofanrituðu má ljóst vera að ákvörðun um uppsetningu ljósasúln- anna var ekki yfirveg- uð og öllum hlutaðeig- andi sæmast að viður- kenna að hér er um hrapalleg mistök að ræða - mistök sem auð- velt er að leiðrétta.” mikið úr áhrifum umgjarðar verksins og hægt er og opna fyrir aðgang augans frá sem flestum sjónarhorn- um. Af ofanrituðu má ljóst vera að ákvörðun um uppsetningu ljóssúln- anna var ekki yfirveguð og öllum hlut- aðeigandi sæmast að viðurkenna að hér er um hrapalleg mistök að ræða MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1991 23 Orkuþing ’91: Ráðstefna um orkumál ráða. Ef slík vinnubrögð eiga einhvers staðar að vera í heiðri höfð, er það á Alþingi. Er fráleitt að afsaka ómál- efnaleg vinnubrögð á Alþingi með því að benda á forsætisnefndina og störf hennar. Minnihlutinn getur ekki gert sér neinar rökstuddar vonir um að ráða gangi þingmála. Hann getur hins vegar drepið umræðum á dreif og valdið töfum. Að lokum leiða slík vinnubrögð aðeins til lengri og tíðari þingfunda. Um þingstörfin er ráðgast við stjómarandstöðuna á samráðsfund- um, sem forseti Alþingis efnir til með formönnum þingflokkanna fimm. Er reglulega efnt til slíkra funda í viku hverri og einnig þegar tilefni gefast endranær. Er mælt fyrir um þessa fundi í þingsköpum. Þarna er farið yfir stöðu þingmála og framgang þeirra. Þetta er vettvangurinn, sem stjórnarandstaðan hefur til áhrifa á störf þingsins. Hins vegar hefur verið upplýst í umræðum í þingsalnum, að ekki hafí reynst unnt að treysta því, sem menn töldu niðurstöðu á slíkum samráðsfundi forseta með þirigflokks- formönnum. Þá alvarlegu brotalöm má rekja til stjórnarandstöðunnar. Það er hreinn fýrirsláttur að kenna kjörinu í forsætisnefndina um uppnám Miði stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Ástæðan fyrir óróanum er í fyrsta lagi sú, að það er ákaflega óþægilegt fyrir framsóknarmenn að sætta sig við að hafa tapað ríkisstjórnarsetunni og ítökunum, sem hún veitir í stjórn Alþingis. Það tekur slnn tíma fyrir fyrrum ráðherra flokksins og þing- flokkinn í heild að átta sig á hinni breyttu stöðu. Segja má að hið sama gildi um afstöðu alþýðubandalags- manna, þótt þeir hafi ekki verið jafn- lengi í valdastöðu og framsókn- armenn. Þá virðast ýmsir af forystu- mönnum Alþýðubandalagsins enn í sömu stellingum og fyrir tæpum 30 árum þegar þeir slógu um sig í vöm fyrir sósíalisma og kommúnisma eða framsóknar- og samvinnustefnuna í umræðum á vegum Framtíðarinnar í Menntaskólanum í Reykjavík. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. — mistök sem auðvelt er að leiðrétta. — Hafi arkitektarnir talið mig tals- mann þess að þetta yrði gert, má ljóst vera að það er ég ekki og eigi súlurn- ar að standa vil ég með þessu bréfi hreinsa mig af öllum áburði þeirra um að ég sé „samráðsmaður” um smíði þeirra og uppsetningu. Af máli þessu öllu má mikið læra og vonandi að menn geri það og gangi framvegis betur um þann arf sem meistarar myndlistarinnar treysta okkur fyrir. Furðulegt finnst mér og að uppsetning eins glæsilegasta lista- verks í Reykjavík hafi aldrei verið rædd í menningarmálanefnd borgar- innar, sem er yfirstjóm listasafns Reykjavíkur, heldur hafi það eingöngu og aðeins verið á borði gatnamála- stjóra og skipulagsarkitekta hans. Því skora ég hér með á menningarmála- nefnd að taka málið til meðferðar og leita lausnar á því í samráði við hand- hafa höfundarréttar, listamenn og við- komandi arkitekta. Eiríkur Þorláksson myndlistar- gagnrýnandi Morgunblaðsins hefur áhyggjur af þessu máli og fordæmis- gildi þess og skrifar ágæta grein um það 20. október sl. Það sem Eiríki hins vegar yfirsést er að fordæmin eru fyrir hendi og hér er fremur um afleiðingar þeirra að ræða. Til dæmis vil ég nefna umgengni við verk Ein- ars Jónssonar, „Utlaginn”, við Hóla- vallagarð (Melatorg). Þar burðast úti- legumaður með ná konu sinnar á baki og örvilnað barn í fangi í skjóli nætur til að freista þess að koma líkama hennar í vígða mold. Þessi staður er í dag einhver sá best upplýsti í gjör- vallri borginni og undir vissum sjón- arhomum hverfur verkið í skærhvíta ofurbirtu sterkra kastara. Þetta er slæmt fordæmi og vitanlega í ósam- ræmi við innihald verksins og því eðli- legt að spurt sé svipaðra spurninga og Eiríkur gerir í grein sinni: „Hvað ræður slíkri umgjörð? Vom erfíngjar listamannsins og/eða handhafar höf- undarréttari spurðir álits? Var leitað til listamanna eða listráðunauta um þessa framkvæmd? Eða er hér á ferð- inni einkamál arkitekta eða verkfræð- inga, sem ekki þurfa að taka tillit til eins eða neins?” Og dæmin em fleiri. Höfundur er myndhöggvari. ORKUÞING ’91 verður haldið á Hótel Sögu dagana 14. og 15. nóvember nk. Að þinginu standa: Samband íslenzkra rafveitna, Samband íslenzkra hitaveitna, ís- lensku olíufélögin, Landsvirkjun og Orkustofnun. Orkuþing var síðast haldið árið 1981, „Orkuþing ’81”. Því má segja að sú hefð sé að komast á, að halda ítarlegt þing ,um orku- mál landsins á 10 ára fresti, segir í fréttatilkynningu. Orkuþing ’81 var haldið í kjölfar örra verðhækkana á olíu. Á þeim 10 árum, sem liðin eru, hefur ríkt einskonar kyrrstaða í uppbyggingu á orkuiðnaði í landinu. Nokkuð hefur þó verið gert til að bæta nýtingu orkunnar, t.d. með breyttu sölufyr- irkomulagi hjá hitveitum. Rafkynt- um hitaveitum hefur fjölgað og farið er að samnýta jarðhita og rafmagn í meira mæli en áður. Blikur eru á lofti í íslenskum orku- málum og óvíst hvert stefnir. Ýmsar spurningar vakna í þessu sambandi. Er t.d. rétt að ríki og sveitarfélög reki orkufyrirtækin, eða á að einka- væða þau líkt og á Bretlandi og í sumum Norðurlandanna? Verða hér fleiri álver eða vetnisver, eða verður raforka flutt úr landi um kapal? Á útflutningur jarðhitaþekkingar framtíð fyrir sér? Fara ferðamanna- þjónusta og orkufrekur iðnaður sam- an? Er lífvænlegt á íslandi án orkuf- reks iðnaðar? Hver á orkulindir landsins? Hefur verið staðið skyn- samlega að fjármögnun orkufram- kvæmda? Er orkuforði landsins rétt metinn? Eru nægjanlegar kröfur gerðar til gæða eldsneytis og hreinsi- Umhverfisráðuneytið hefur staðfest nýjar reglur um hrein- dýraveiðar að vetrarlagi, þar sem í fréttatilkynningu frá Sálfræð- istöðinni segir að námskeiðið sé einkum ætlað foreldrum, aðstand- endum og fagfólki sem vilji kynna sér hvernig börn bregðist við erf- iðri lífreynslu og hvernig megi hjálpa þeim að takast á við það álag sem fylgi. Þá segir að á hveiju ári þurfi fjöldi barna að takast á við sorg vegna missis ástvina. Áföll eins og skilnaður, dauði og alvarleg lífsreynsla geti 'sett djúp spor í sálarlíf bama. búnaðar farartækja? Hvenær verða rafknúin farartæki algeng á íslandi? Á orkuverð að vera hið sama alls staðar á landinu? Er hægt að auka vellíðan landsmanna enn frekar með aukinni orkunotkun? Er ástæða til að hvetja til orkusparnaðar á íslandi líkt og í öðnam löndum? Er jarðhiti mengandi? Hver er orkunotkun í hefðbundnum landbúnaði og garð- yrkju? Nýtum við jarðhitann nægi- lega mikið í atvinnuvegunum? Hvað f tilkynningu utanríkisráðuneyt- isins segir m.a. að deilurnar í Júgó- slavíu verði að leysa á grundvelli ákvæða RÖSE um sjálfsákvörðun- arrétt þjóða, landamæri og réttindi þjóðernisminnihluta. „Breytingar á landamærum með vopnavaldi eru í andstöðu við gagnkvæmar skuld- bindingar aðildarríkja RÖSE. Af hálfu íslenskra stjórnvalda verða slíkar breytingar undir engum kring- leyfi er veitt til að veiða 166 hreinkýr í 17 sveitarfélögum á Austurlandi á tímabilinu 9. nóv- Markmið námskeiðsins sé að veita aðstandendum barnsins fræðslu og ráðgjöf í þessum efnum. Það sé gert í þeim tilgangi að hjálpa börnum yfir erfiðasta hjallann og í þeirri von að fyrirbyggja alvar- legar afleiðingar missis. Námskeiðið fer fram í formi erinda, hópvinnu og úrvinnslu verkefna. Leiðbeinendur eru sál- fræðingarnir Álfheiður Steinþórs- dóttir og Guðfinna Eydal. kostar náttúruvernd? Mörgum spurningum er ósvarað. Markmið Orkuþings ’91 er að svara einhveijum af þeim spurningum sem á okkur brenna, auk þess að gefa ítarlegt yfirlit um stöðu, horfur og skipan íslenskra orkumála. Á þinginu er boðið upp á um 80 erindi og veggspjöld. Því lýkur með pallborðsumræðum um orkumál, undir kjörorðunum „Orka til heilla”. (Fréttatilkynning) umstæðum viðurkenndar,” segir í tilkynningu ráðuneytisins. Ennfremur segir þar að lýðveldin Slóvenía og Króatía hafi með lýðræð- islegum hætti lýst yfir sjáflstæði og verði hernaðaraðgerðir ekki stöðvað- ar sé óhjákvæmilegt að hið alþjóð- lega samfélag grípi til frekari að- gerða í því skyni að stuðla að lausn átakanna. ember til 1. desember 1991. Tek- ið er fram að hreintarfar eru friðaðir og skal varast að styggja þá. Auk þess er veitt heimild til að veiða 18 hreindýr í Borgar- hafnarhreppi, óháð aldri og kyni. í frétt frá ráðuneytinu kemur fram, að ekki hafí tekist að veiða þau 1.097 hreindýr sem heimild var gefin fyrir í haust og að mikilvægt sé talið að fækka hreinkúm til að halda aftur af viðkomu í stofninum. „I venjulegu árferði eru hreinkýr í góðu líkamlegu ástandi á þessum árstíma. Hið sama verður ekki sagt um hreintarfa sem horast mjög á fengitíma sem nú er liðinn. Því eni tarfar nú friðaðir og skal varast að styggja þá. Að þessu sinni er ekki tiltekinn fjöldí hreinkálfa sem má veiða. Hins vegar er ráð fyrir því gert að hreinkálfar, sem snúa aftur til felldra kúa, verði veiddir þar eð ekki er ljóst hveijar lífslíkur þeirra eru án mæðra sinna. Hreindýraveiði á þessum árstíma er undantekning sem ekki á að þurfa að grípa til þegar hreindýrastofninn er kominn í æskilega stærð svo sem að er stefnt.” Gert er ráð fyrir að ráðuneytið geti heimilað veiðar eftir 1. desemb- er ef veiðistjóri telur ástæðu til að höfðu samráði við hreindýraeftirlits- mann. I Vopnafjarðarhreppi er heimilt að veiða 6 hreinkýr, í Fella- hreppi 7 kýr, Tunguhreppi 6 kýr, Hlíðarhreppi 6 kýr, Hjaltastaða- hreppi 3 kýr, Seyðisfjarðarkaupstað 3 kýr, Egilsstaðabæ 6 kýr, Norð- fjarðarhreppi 6 kýr, Reyðarfjarðar- hreppi 4 kýr, Búðahreppi 3 kýr, Breiðdalshreppi 44 kýr, Berunes- hreppi 3 kýr, Búlandshreppi 3 kýr, Geithellnahreppi 5 kýr, Bæjarhreppi 15 kýr, Nesjahreppi 16 kýr og í Mýrarhreppi 30 kýr. Heimilaðar veiðar á 166 hreinkúm - tarfar friðaðir ÁföII eins og skilnaður, dauði og alvarleg lífsreynsla geta sett djúp spor í sálarlíf barna. Sálfræðistöðin: Námskeið um böm og sorg Sálfræðistöðin gengst þessa dagana fyrir námskeiði undir heit- inu Börn í sorg. Áður hafa verið haldin námskeið um þroska barna og samskipti þeirra við foreldra. Islensk stjórnvöld: Hernaðaraðgerðir í Króatíu fordæmdar ISLENSK stjórnvöld fordæma harðlega hernaðaraðgerðir Serba á hendur Króatíu og skora á hlutaðeigandi aðila að stöðva nú þegar beitingu vopnavalds og forðast frekari blóðsúthellingar. Utanríkis- ráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að ís- lensk stjórnvöld lýsi yfir fullum stuðningi við friðarumleitanir Evrópu- bandalagsins í umboði Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evr- ópu og telja að friðaráætlun þess æskilegan grundvöll að friðsamlegri lausn deilunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.