Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NOVEMBER 1991 34 Minning: Pétur Andrésson skókaupmaður Fæddur 8. júlí 1918 Dáinn 31. október 1991 í dag er til moldar borinn Pétur Andrésson, kaupmaður, Miðleiti 5 í Reykjavík. Pétur var fæddur 8. júlí 1918 að Vesturgötu 74 í Reykjavík, sonur hjónanna Ágústu Pétursdóttur og Andrésar Pálsson- ar kaupmanns. Hinn 9. nóvember 1946 gekk Pétur að eiga Þórunni Þorgríms- dóttur hjúkrunarkonu. Þeim varð 6 barna auðið sem öll lifa föður sinn. Ég kynntist Pétri Andréssyni árið 1970. Ég var þá á fyrsta ári I lagadeild Háskóla Islands og hafði kynnst elstu dóttur hans, Maríu. Á þessum árum var Pétur umsvifa- mikill kaupmaður og rak þijár skó- verzlanir í Reykjavík. Fjölskyldan bjó þá í rúmgóðu húsi að Reyni- hvammi 3 í Kópavogi, foreldrar með sex börn. Á heimilinu ríkti sérlega gott andrúmsloft. Fjölskyldan var samhent og glöð. Pétur hafði ein- 'staklega létt og þægilegt skapferli sem mótaði umhverfi hans. Hann var glettinn og léttur i lund, en traustur fjölskyldufaðir og lét sér sérstaklega annt um uppeldi barna sinna og velferð sinna nánustu. Mér var strax vel tekið á heimilinu og varð ég fljótlega eins og einn úr þessari stóru fjölskyldu. Fyrir það verð éeg ævinlega þakklátur. Síðustu 15 árin átti Pétur við mikil veikindi að stríða. Hann æðr- aðist aldrei og tók öllu sem að hönd- um bar með sama ljúfa jafnaðar- geðinu. Ég var að hugsa um það um daginn að ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni heyrt Pétur Andrésson segja styggðaryrði við nokkurn né tala illa um nokkurn mann, enda var hann afskaplega vel liðinn hvar sem hann fór. Það má margt læra af slíkum mönnum. Pétur var afar bamgóður og átti einstaklega gott með að umgangast börn. Hann átti 12 bamaböm sem öll voru vinir hans og er söknuður þeirra mikill. Ég kveð vin minn og tengdaföður Pétur Andrésson með þakklæti fyr- ir þær ánægjustundir sem við áttum saman og bið honum allrar guðs blessunar. Benedikt Ólafsson í dag er til moldar borinn góður vinur, sem mig langar til að kveðja með örfáum orðum. Pétur Andrésson skókaupmaður lést hinn 31. október sl. á 74. ald- ursári eftir langvarandi veikindi. Hann starfaði alla sína starfsævi við verslunarstörf og lengst af sem skókaupmaður í hjarta borgarinnar. Hann var einn af þessum föstu punktum í tilvera þeirra, sem áttu leið um Laugaveginn í áratugi. Hann var þarna hvað sem á gekk í viðskiptaheiminum, innan um rísandi og fallandi stjörnur. Pétur haggaðist ekki og held ég að ekki sé ofsagt að segja að hann hafi verið réttur maður á réttum stað. Hann hafði aldrei hátt en komst þó allra sinna ferða. Pétur Andrésson og fjölskylda hans bjuggu í næsta nágrenni við mína fjölskyldu um langt árabil, meðan börnin vora í bernsku. Fljótt mynduðust kynni milli allra fjöl- skyldumeðlima, sem urðu að vin- áttu, sem entist okkur öllum, þótt leiðir skildu vegna búsetuskipta og annarra aðstæðna. Það var ekki síst vegna Péturs, sem þessi tengsl héldust milli barna sem fullorðinna. Börn þeirra Péturs og Þórunnar, hans góðu konu, era sex. Þau eru öll vaxin úr grasi og hafa stofnað sín eigin heimili. Lif stórra barna- fjölskyldna í nýju og lítt byggðu íbúðahverfi var ærið ólíkt því, sem nú gerist, þótt ekki séu nema þrír til íjórir áratugir síðan. Þá trafluðu hvorki sjónvarp né sólarferðir lífs- hiaup fólks. Fólk varð að skapa sér sjálft tilbreytingu. Þess vegna sköp- uðust þá mikið nánari tengsl milli manna, bæði í leik og starfí'. Pétur Andrésson var sérstaklega glaðlyndur og góðviljaður maður sem gott var að þekkja og umgang- ast. Hann tók virkan þátt í félags- starfí kaupmanna og annarra fé- laga, sem stéfndu að bættu mann- lífí. Fjölskyldan í Breiðagerði 4 kveð- ur Pétur Andrésson með virðingu og þökk fyrir samfylgdina og send- ir Þórunni og bömunum innilegar samúðarkveðjur á þessum sorgar- degi. Haukur Benediktsson Kveðja frá Rótarýfélögnm Við fráfall Péturs Andréssonar eigum við Rótarýmenn í Kópavogi enn á bak góðum félaga að sjá. Þar til fyrir skemmstu var hann tíður gestur á fundum okkar, þótt hann nyti undanþágu sökum aldurs og þverrandi krafta. Engan okkar grunaði, að svo brátt yrði um hann, þegar Andrés sonur hans kom til að flytja okkur fyrirlestur og bar okkur þau boð, að faðir hans hefði orðið fyrir áfalli, sem dró hann brátt til hinstu vegferðar. Eftirminnilegastur verður Pétur flestum sem skókaupmaður neðar- lega á Laugaveginum allt frá því um lok síðara stríðs. Þar var hann mikið við afgreiðslustörf sjálfur, hæglátur, prúður og hjálpsamur. Oftast fékk maður lausn sinna þarfa hjá honum og fór þaðan langt- um betur skæddur en kom þangað, en þóttalaust af hans hálfu, ef leita þurfti lengra. Ekki var þrautalaust að versla á tímum hafta og vöru- skorts, og biðraðir stundum álíka æsilegár og nú að poppstjörnum og helgarböllum. Kaupmenn vora í þann tíma gjarnan höfðinglegir í fasi, enda vel ættaðir. Munum við enn skóafgreiðslumann af músíkætt sem stýrði skómátunum líkt og ættmenn hans stjórnuðu hljómsveit eða kór. Pétur stóð vel fyrir sínu í þeim mannsöfnuði, sem þarna var um að ræða. Eins og nafn hans bendir til, var hann af Syðra-Lang- holtsætt, fjórði maður frá ættföð- urnum Magnúsi Andréssyni, alþing- ismanni. Hefur þeirri ætt fylgt nán- ast óbrigðul kynfesta manndóms og atgervis. Pétúr var virkur í for- ystu þeirra kaupmannasamtaka, er hann heyrði til, þótt ég kunni ekki frá að greina í nánari atriðum. Pétur gekk árið 1946 að eiga Þóranni Þorgrímsdóttur, hjúk- ranarfræðing, og reistu þau heimili sitt og fjögurra barna í Kópavogi. Fremur seint á áram, í ársbyijun 1973, gekk hann til liðs við Rótarý- klúbb Kópavogs og hafði því starfað þar í tæp 19 ár, er hann leið. Hann sat í stjórn klúbbsins sem stallari starfsárið 1980—81, en sóttist ekki eftir frama innan klúbbsins. Hann hafði þá kosti til að bera, sem prýða félaga í vináttuklúbbi: viðræðugóð- ur, íhugull og fordómalaus og mild- ur í dómum um menn og málefni, en slíkir hafa margir góðir frændur hans verið. Fyrir hönd Rótarýfélaganna í Kópavogi og eiginkvenna þeirra sendi ég Þórunni og allri fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur og blessunaróskir. Minningin lifí um góðan dreng. Bjarni Bragi Jónsson ERFISDRYKKJUR í þægilegum og rúmgóöum salar- kynnum okkar. Álfheimum 74, sími 686220 Gullfallegur salur til leigu í Fossvoginum hentugur fyrir erfidrykkjur. • SEM-hópurinn. Sími 67 74 70 t Ástkær dóttir okkar og systir, UNNUR HELGA AGNARSDÓTTIR, lést á vökudeild Landspítalans 23. október. Jarðsett hefur verió í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Inga Rut Hlöðversdóttir, Agnar B. Egilsson, Hulda Hrönn Agnarsdóttir. t Móðir okkar, BJÖRG K. ERLENDSDÓTTIR frá Hurðarbaki, andaðist á dvalarheimilinu Blesastöðum 4. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurlaug Sigurfinnsdóttir, Óskar Sigurfinnsson, Guðrún Sigurfinnsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, ÞÓR P. ÞORMAR, Grýtubakka 6, er andaðist í Landakotsspítala 30. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. nóvember kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annara aðstandenda, Gróa Ingimundardóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Lára Herbjörnsdóttir, Ásgeir Ármannsson, Guðbjörg Vilhjálmsson, Guðmundur W. Vilhjálmsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÍSAK EYLEIFSSON fisksali, Lyngbrekku 12, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. nóvember kl. 15.00. Guðrún Elfsabet Vormsdóttir, Sigriður ísaksdóttir, Baldvin ísaksson, Ingibjörg Hjaltadóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, PÉTUR ANDRÉSSON kaupmaður, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn 6. nóv- ember, kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Þórunn Þorgrímsdóttir, börn og tengdabörn. t Möðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG SVANLAUGSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hennar, vinsamlegast látið Kristniboðssambandið njóta þess. Selma Friðgeirsdóttir, Indriði Guðjónsson, Svan Friðgeirsson, Erna Hreinsdóttir og fjölskyldur. t Innilegar þakkir færum við öllum, er sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, MARGRÉTAR EGGERTSDÓTTUR frá Flateyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á sambýli aldraðra, Skjól- brekku, og hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Elín Tryggvadóttir, Sigríður Tryggvadóttir, Anna Tryggvadóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Lillý Jónsdóttir. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, KLÖRU ÓLSEN ÁRNADÓTTUR, Faxabraut 6, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. Sigurður V. Ólafsson, Bára Guðmundsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir, Róbert Benitez, Margrét Ólsen Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag frá kl. 14.30 til kl. 16.30 vegna jarðarfarar PÉTURS ANDRÉSSONAR. Breiðablik hf., Sigtúni 9. Skóverslun Reykjavíkur, Laugavegi 95. Stína fína, skóverslun, Laugavegi 74.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.